Morgunblaðið - 08.02.1961, Qupperneq 5
Miðvikudagur 8. febrúar 1961
MORGUTSBL AÐIÐ
5
:íí !li A iii }jí' l iii W| r | ] í P-l
ll i iii ; lll ■ & ■
lii íii m
VÆNTANLEGUR er hingað
til landsins enski dægurlaga-
söngvarinn Bill Forbes, einn
þekktasti dægurlagasöngvari í
Englandi.
Bill Forbes, er fæddur í
Colombo á Ceylon og er 22
ára. Faðir hans var kórsöngv-
ari, systir hans söngkona og
bróðir hans tónskáld.
Árangur Bills á Ceylon sem
söngvari, var með ágætum.
Eftir að hafa sigrað í sam-
keppni ungra skemmtikrafta,
varð Bill á stuttum tíma mjög
þekktur söngvari í heimalandi
sínu. Bili hefur sinn eigin stíl
í söng, en stælingar hans á
listamönnum eins og Uouis
Armstrong, BiII Daniels, A1
Jolson, Dean Martin og
Johnny Ray, urðu til að afla
honum sérstakra vinsælda.
Til að ná enn meiri frægð
og frama, ákvað Bill að flytja
til Englands. Þar sigraði hann
í samkeppni skemmtikrafta í
klúbbnum „Cote D’Azur“ og
fylgdi þeim sigri samningur
við sjónvarpsþáttinn „Oh
Boy“, en stjórnandi hans er
hinn frægi Jack Good. Eftir
„Oh Boy“ sjónvarpsþáttinn,
eða í nóv. 1958, var honum
boðinn samningur við plötu-
firmað Columbia og nokkrum
dögum síðar kom fyrsta plat-
an hans á markaðinn, God’s
Little Acre og My Cheree.
Næstkomandi föstudags-
kvöld gefst Reykvíkingum
kostur á að heyra til þessa
ágæta söngvara.
Frúin: — Stundum óska ég
mér þess að vera karlmaður.
Bóndinn: — Hvenær?
Frúin: — Þegar ég geng fram-
hjá hattabúðum hugsa ég oft um
það, hve ég gæti gert konuna
mína hamingjusama ef ég væri
karlmaður með því að kaupa
handa henni nýjan hatt.
★
Gvendur: — Konan mín skilur
mig ekki. En þín?
Helgi: — Eg veit það ekki, ég
Opinberað hafa trúlofun sína
ungfrú Guðríður G. Benedikts-
dóttir, skrifstofustúlka, Hafnar-
götu 120, Bolungarvík og Einar
Hálfdánarson, stýrimaður, Hóls-
vegi 13, Bolungarvík.
Sl. föstudag voru gefin saman
í hjónaband af séra Þorsteini
Björnssyni ungfrú Friðleif Valtýs
dóttir og Jóhannes Antonsson,
símamaður. Heimili ungu hjón-
anna er á Laugavegi 29C.
hef ekki einu sinni heyrt hana
nefna þig á nafn.
★
Jón skipstjóri: — Eg óska þér
til hamingju, gamli vinur, með
að vera kominn í hjónabands-
höfnina.
Ólafur stýrimaður: — Það er
ástæðulaust að óska manni til
hamingju með fyrsta strandið.
Söfnin
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er
opið þriðjud., fimmtud. og sunnud. frá
kl. 1,30—4 e.h.
Þjóðminjasafnið er opið sunnud.,
þriðjud., fimmtud. og laugard. frá kl.
1,30—4 eh.
Listasafn ríkisins er lokað um óákv
tíma.
Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla
túni 2, opið daglega frá kl. 2—4 e.h.
nema mánudaga.
Tæknibókasafn IMSÍ í Iðnskólahús-
inu Skólavörðutorgi er opið virka
daga frá kl. 13—19, nema laugardaga
frá kl. 14—16.
Bæjarbókasafn Reykjavíkur sími:
12308 — Aðalsafnið, Þingholtsstræti 29a
Útlán: Opið 2—10, nema laugard. 2—7
og sunnud. 5—7 Lesstofa: Opin 10—10
nema laugard. 10—7 og sunnud. 2—7.
Útibúið Hólmgarði 34: Opið alla
Virka daga 5—7.
Útibúið Hafsvallagötu 16: Opið allí?
virka daga frá 17.30—19.30.
27, opið föstud. 8—10 e.h., laugard. og
sunnud. 4—7 eh.
Loftleiðir hf.: — Snorri Sturluson er
væntanlegur frá New York kl. 8.30, fer
til Stafangurs, Gautaborgar, Kaup-
mannahafnar og Hamborgar kl. 10.00.
Eimskipafélag íslands hf. — Brúar-
foss, Lagarfoss og Tungufoss eru í R-
vík. Dettifoss er í Osló. Fjallfoss er á
leið til Rotterdam. Goðafoss er á leið
til Rvíkur. Gullfoss er á leið til Khafn-
ar. Reykjafoss er í Hafnarf. Selfoss er
á leið til Hull. Tröllafoss er í Rotter-
dam.
Skipaútgerð ríkisins: — Hekla er í
Rvík. — Esja fór frá Rvík í gær austur
um land í hringferð. — Herjólfur fer
frá Rvík í kvöld kl. 21 til Vestmanna-
eyja. — Þyrill er væntanlegur til Man-
chester í dag. — Skjaldbreið er á Húna
flóa á vesturleið. — Herðubreið er á
Austfjörðum á suðurleið.
Skipadeild SÍS.: — Hvassafell er á
Vestfjörðum. Arnarfell er í Gdynia.
Jökulfell er í Calais. Dísarfell er í
Hornafirði. Litlafell er í Rvík. Helga
fell er í Keflavík. Hamrafell fór frá
Batumi 3. þ.m. til Rvíkur.
Hafskip hf. — Laxá er í Reykjavík.
H.f. Jöklar: — Langjökull fór frá
Fredrikstad í gær áleiðis til Sandnes.
— Vatnajökull fór frá London 1 gær
áleiðis til Reykjavíkur.
Eimskipafélag Reykjavíkur hf. —
Katla er í Valencia, einnig Askja.
ÁHEIT og GJAFIR
Áheit til Hvalsnesskirkju í Kjalar-
nessprófastsdæmi. Afh. skrifstofu bisk
ups. 1960: Frá Astu Lóu Bjarnadóttur,
Ameríku kr. 100, NN 200, A.H. 50,
Haddý og V.K. 315, ónefndum 500. 1961:
Tvö áheit frá G.E. 1000, Tvö áheit frá
Haddý 100.
Krúsjeff: — Mjólk, flesk. fita, brauð . . . við verðum að auka framleiðsluna og ná fyrirmynd-
arlandinu, hinum kapítalísku Bandaríkjum Norður-Ameríku!
Forstofu stofa í miðbænum til leigu með eða án húsgagna bað og sími. aðgangur að eldhúsi kemur til greina, einhver fyrirframgr. uppl. í síma 24954 eftir kl. 6.
Múrari óskast strax til vinnu hjá bygging*rfyrirtæki úti á landi. Til greina kemur stöðug vinna og verkstjórn við múrverk. Uppl. kl. 4 til 8 í síma 12785. Pússningasandur Góður — ódýr. Sími 50230.
Blokkþvingur Herbergi
fyrir trésmíðaverkstæði óskast til kaups. Uppl. kl. 4—8 í síma 12785. óskast til leigu í Hafnar- firði. Helzt í miðbænum. Uppl. í síma 50107.
Vel útlítandi Petegree barnavagn til sölu að Kleppsvegi 50 2. h. t.h. Sími 33847. Til sölu Notuð „Autogena" logsuðu tæki til sölu með mælum og brennara, ódýrt. Uppl. Dunihaga 19 2. hæð.
Keflavík Hoover
1 herb. og eldlhús til leigu. Uppl. í síma 2357. Lítil þvottavél til sölu. Lít- ur vel út. Verð kr. 2000,00 Uppl. Óðinsgötu 14.
Tekið á móti fatnaði Til sölu
til hreinsunar og pressun ar í bókabúðinni Álfheim- um 6. Efnalaug Austurbæjar 3 miðstöðvarkatlar ásamt olíukyndingartækjum o.fl. tilheyrandi. Uppl. í síma 33732.
Einhleyp róleg kona óskar eftir lítilli íbúð eða stofu með eldunarplássi. — Tilb. sendist Mbl. fyrir mánudagskv. merkt: ,Hrein læti — 1134“ Miðstöðvarketill 4% ferm. spirals laus til sölu á tækifærisverði. — Uppl. í síma 50174 næstu daga.
Orgel Vil kaupa orgel, helzt Estly eða Mason og Hamlin. — Tilb. sendist afgr. Mbl. fyr ir 18. {: .m. merkt: „Orgel — 1564“ A T H U G I Ð að borið saman við útbreiðslu er langtum ó.dýrara að auglýsa í Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. —
Féliig Austfirskra kvenna
Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn
9. febrúar kl. 8,30 stundvíslega í húsi prentara,
Hverfisgötu 21.
Venjuleg aðalfundarstörf — Skemmtiatriði
Stjórnin
Teak-glasabakkarnir
komnir aftur
GB Silfurbúðin
Laugavegí 55 — Sími 11066
Gislaved
hjolbarðar
íyrirliggjandi
— Símar 15099 og 19600
750 x 20
825 x 20
900 x 20
1000 x 20
1100 x 20
BÍLABÚÐ 8ÍS
Hringbraut 119