Morgunblaðið - 08.02.1961, Síða 8
8
MORCUNBLAÐIh
Miðvikudagur 8. febrúar 1961
Áburðarverksmíðjan hf. 10 ára í dag
Kjarnaaburður framfeiddur
fyrir 265 millj. krdna
Gjaldeyrissparnaður áællaður
samsvara tvö- til þrefaldari
*
þeirri fjárhæð, sem Aburðar-
verksmiðjan kostaði okkur
í gjaldeyrir
í DAG eru liðin 10 ár síðan
hlutafélag var stofnað um
byggingu Áburðarverksmiðj-
unnnar. Verksmiðjan hóf
starfsemi sína í marz 1954
og hefur reynzt, eins og
menn væntu, hið mesta þjóð-
þrifafyrirtæki. Hún .hefur
sparað þjóðarbúinu mikinn
erlendan gjaldeyri og getur
nú framleitt um 24,000 lestir
af áburði á ári.
— ★ —
„Það munu vera liðnir um
fimm áratugir síðan fyrst var
rætt um vinnslu tilbúins áburðar
eða áburðarefna hér á landi“,
sagði Vilhjálmur Þór, formaður
stjórnar Áburðarverksmiðjunnar
h.f.„ er stjórnin og aðrir for-
ráðamenn áttu fund með frétta-
mönnum í tilefni afmælisins. —
Rakti Vilhjálmur aðdraganda að
stofnun hlutafélagsins og sagði
síðan:
„Hlutafé í félaginu var 10
milljónir kr., þar af var eign ríkis
sjóðs 6 millj. kr., en 4 millj. kr.
voru lagðar fram af félögum,
einstaklingum og Reykjavíkur-
bæ. Samkvæmt ákvæðum Áburð
arverksmiðjulaganna má ekki
greiða hærri arð af hlutafénu
en 6 af hundraði, og var það
gert í fyráta skipti árið 1960.
Skömmu eftir stofnun félagsins
tókst að fá tryggingu fyrir nauð
synlegu fjármagni til þess að
reisa og fullgera verksmiðjuna
og semja við verkfræðinga, er
teikna skyldu hana og skipu-
leggja. Útboð voru síðan gerð
á vélum og efni og samið um
kaup á tækjum og vélasamstæð-
um.
— ★ —■
1 ársbyrjun 1952 var gerð
lokaákvörðun um, að verksmiðj-
an skyldi reist í Gufunesi. Um
svipað leyti var Hjálmar Finns-
son ráðinn framkvæmdastjóri og
skrifstofurekstur hafinn. Nokkru
síðar, eða hinn 19. apríl sama
ár, voru gerðir samningar við
Reykjavíkurbæ um land fyrir
verksmiðjuna og litlu síðar við
Sogsvirkjunina um kaup á raf-
orku til reksturs hennar og
loks við Reykjavíkurhöfn um
hafnar- og bryggjuaðstöðu. Hinn
25. apríl 1952 hófust störf við
byggingu verksmiðjunnar í
Gufunesi. Með sameiginlegu á-
taki innlendra og erlendra að-
ila tókst síðan að gera mann-
virki og koma fyrir vélum og
útbúnaði svo fljótt, að verk-
smiðjan hóf störf rúmum 22
mánuðum síðar. Fyrsti áburð-
urinn var tilbúinn og sekkjaður
7. marz 1954. Hornstein að iðju-
verinu lagði forseti Islands
herra Ásgeir Ásgeirsson, 22. maí
sama ár, en landbúnaðarráð-
herra, Steingrímur Steinþórsson
vígði það til starfa sama dag.
— ★ —
Kostnaður við verksmiðjuna
fullbúna nam 130 milljónum
króna. Fjármagn þetta varð allt
að fá að láni nema hlutaféð,
10 millj. kr. Hafði ríkissjóður
tekið erlendis rúmlega 30 millj.
króna lán og endurlánað það
verksmiðjunni. Ábyrgð sú, sem
ríkissjóður tók þannig á sig,
og annarra efna 265 milljónum
króna. Á árunum 1954—1956
voru fluttar og seldar til út-
landa 10 þús. smálestir af
Kjarna. Á árunum 1957—1959
minnkaði nokkuð áburðarmagn
það, sem unnið var, sökum þess
að ekki fékkst nægileg raforka,
til þess að verksmiðjan væri
fullnýtt. Afleiðingar þess urðu
vitanlega þær, að framleiðslu-
kostnaður varð nokkru hærri en
annars hefði orðið, en sölu-
verð þó ekki hærra en erlendur
áburður hefði kostað.
— ★ —
Nú við lok þessa tiu ára tíma
bils, sem liðið er, síðan Áburð-
arverksmiðjan h.f. var stofnuð,
og að fenginni nærri sjö ára
reynslu um rekstur áburðar-
verksmiðju þykir hlýða í fám
orðum að gera þess nokkra
grein, hver árangurinn í aðal-
atriðum hefir orðið og hvað
áunnizt hefir:
I fyrsta lagi hefir innlend
samtals að minnsta kosti 12
millj. króna.
★ I fjórða lagi hefir verksmiðj
an samkvæmt lögum myndað
sjóði — varasjóð og fyrninga-
sjóð — til tryggingar rekstrin-
um, endurbyggingar verksmiðj-
unnar, er til kemur, og stækk-
unar hennar, ef æskilegt þykir.
Er þetta mjög mikilsvert fyrir
framtíðarstarfsemi verksmiðjunn
ar og skiptir miklu í þjónustu-
hlutverki hennar fyrir þjóðina.
★ Nokkrar athuganir hafa ver
ið gerðar á seinustu árum um
skilyrði til vinnslu annarra áburð
arefna, svo sem fosfatáburðar,
blandaðs áburðar. Fyrirhugaðar
eru framkvæmdir til stækkunar
á kornum Kjarnaáburðar með
eða án kalkblöndunar.
— ★ —
Vilhjálmur Þór bætti því við,
að væntanlega yrði lokið við
þær framkvæmdir, sem þyrfti
til stækkunar Kjarna-kornanna
á þessu ári. Hins vegar væri
engu hægt að spá um það hve-
nær hægt yrði að hefjast handa
um framleiðslu anarra áburðar-
efna. Þrjú sl. ár hefði farið fram
athugun á því hvort hagkvæmt
yrði að reisa fosfatverksmiðju
hér — svo og verksmiðju til
framleiðslu á blönduðum áburði.
Væri það von manna, að það
mál fengi jafnfarsælan endi og
undirbúningur að stofnun Áburð
arverksmiðjunnar.
Þá gat Vilhjálmur þess, aS
til framleiðslu fosfatáburðar
þyrfti fosfatgrjót, sem við yrð-
um að flytja inn, ef til kæmi.
Þetta grjót er nú aðeins unnið
á þremur stöðum í heiminum
—■ í Bandarikjunum, Florida
nánar tiltekið, Rússlandi og N-
Afríku.
— ★ —
Loks gat stjórnarformaður
þess, að töluverðar birgðir
Kjarna væru nú fyrirliggjandi.
Sem fyrr greindi væri fram-
leiðslugeta verksmiðjunnar full-
nýtt, en ekki væri gott að
segja fyrir um það hve lengi
verksmiðjan fengi nægilegt raf-
magn til starfseminnar. Færi
það eftir því hve þörf byggð-
arinnar ,sem tengd er Sogsvirkj
ununum, yxi ört. Hin vegar
yrði framleiðslan á þessu ári
4—5 þús. tonn umfram þarfir
iinnanlands. Reynt yrði að selja
þann áburð úr landi eins og
áður, en Vilhjálmur sagði, að
samkeppnin á heimsmarkaðnum
væri óhemju hörð og okkar að-
staða ekki jafngóð og margra
annarra þjóða vegna mikils
flutningskostnaðar.
Stjórn Áburðarverksmiðj-
unnar hf., Vilhjálmur Þór,
form., Pétur Gunnarsson,
Ingólfur Jónsson, ráðherra,
Kjartan Ólafssona* Halldór
H. Jónsson, varamaður Ing-
ólfs Jónssonar í stjórninni,
og Jón fvarsson.
nam um 23 af hundraði af
stofnkostnaðiinnum, en sjálft hef
ir fyrirtækið staðið straum af
því láni sem öðrum. Allt fjár-
magn annað fékk verksmiðjan
lánað innanlands án ábyrgðar
ríkissjóðs og annast að sjálf-
sögðu sjálf greiðslur þeirra án
aðstoðar annarra aðila.
— ★ —
Síðan verksmiðjureksturinn
hófst 7. marz 1954 eru liðin
tæp sjö ár. Á þeim tíma hefir
reynslan sýnt, að verksmiðjan
getur unnið 24000 smálestir af
Kjarnaáburði á ári, og er það
um 1600 smálestum meira en
verkfræðingar þeir, sem skipu-
lögðu hana, áætluðu og ábyrgð-
ust. Verksmiðjan hefir verið
rekin af innlendu starfsliði að
undanskildum verkfræðingum,
sem við hana störfuðu á fyrstu
rekstrarmánuðunuh og einum á
öðru starfsárinu. Reksturinn
hefir gengið vel og án veru-
legra áfalla og tafa, og ber
starfsemin þess vott, hversu
þeim, er hana skipulögðu og
reksturinn annazt, hefir tekizt
í því efni.
Starfslið er um 100 manns að
jafnaði. Rúmur helmingur þess
er ao stafi til skiptist, því unn-
ið er allan sólarhringinn allt ár-
ið, jafnt helga daga og sýkna.
— ★ —
í árslok 1960 hafði verksmiðj-
an frá byrjun skilað 130 þús.
smálestum Kjarnaáburðar. Auk
þess hefir verið unnið ammoní-
ak, sem fullnægt hefir þörfum
frystihúsanna í landinu ,og salt-
péturssýra til mjólkurbúanna og
fleiri aðila. Einnig er nú selt
vatnsefni til lýsisherzlu. Frá
upphafi og til ársloka 1960 nem-
ur heildarverðmæti áburðarins
áburðarvinnsla veitt einum að-
alatvinnuvegi þjóðarinnar, land-
búnaðinum ,og um leið þjóðinni
allri, auið öryggi, með því að
í landinu sjálfu er unnin og er
fáanleg ein af höfuðnauðynjum
til áframhaldandi og aukinnar
ræktunar landsins, og með því
fengin styrkari undirstaða að
hagkvæmum búrekstri og mat-
vælaframleiðslu.
-í öðru lagi hefir að mestu
leyti verið komizt hjá að kaupa
köfnunarefnisáburð frá útlönd-
um og með því verið sparaður
erlendur gjaldeyrir í ríkum
mæli. Mætti áætla, að hann
samsvari milli tvö og þrefaldri
þeirri fjárhæð, sem varið var til
byggingar verksmiðjunnar í er-
lendum gjaldeyri. Á þessu tíma-
bili hefir áburðarnotkun í land-
inu aukizt mjög og átt veruleg-
an þátt í bættri afkomu land-
búnaðarins. Sá erlendi gjaldeyr-
ir, sem sparazt hefir við að
vinna áburð innanlands, hefir
komið og orðið til mikilvægra
nota fyrir þjóðina alla vegna
kaupa annarra óhjákvæmilegra
nauðsynja erlendis frá, bæði til
landbúnaðarins og annarra at-
vinnuvega.
★ 1 þriðja Iagi hefir það, að
köfnunarefnisáburður er unninn
í landinu sjálfu ,sparað hverjum
þeim, er þann áburð keypti á
árinu 1960, veruleg útgjöld
vegna lægra verðs hins inn-
lenda áburðar en þess erlenda,
eftir hina miklu hækkun á er-
lendum gjaldeyri, er varð
snemma á því ári. Hefir sá út-
gjaldasparnaður verið áætlaður
um eða yfir 2000 krónur að meðal
tali á hvern bónda, en fer að
sjálfsögðu eftir magni þess
köfnunarefnisáburðar, sem hann
kaupir. Nemur þessi fjárhæð
VotheylS otf vot-
heyseferðitn
H I N N kunni fóðurfræðingur,
próf. Knut Breirem, sem flestir
eða allir búnaðarfróðir íslenzkir
menn kannast við, skrifar gréin
í Samvirke 15. janúar um það
hvort hægAgé að fóðra gripi á
voiAieyi einu, að því er kemur til
heyfóðurs. Hann fer fljótt yfir en
er greinagóður að vanda. — Til.
greinir hann nokkrar tilraunir,
sem benda eindregið til þess að
einhliða votheysfóðrun megi vel
takast, gildir það bæði um naut-
pening og sauðfé. Aðrar tilraunir
telur hann benda til þess að ung.
viði í vexti fáist yfirleitt ekki til
þess að éta nógu mikið af vot.
hey til þess að ná fullum þrifum
við einhliða votheysgjöf. — Aðr-
ar tilraunir — hollenzkar —
benda þó til þess að það geti ver-
ið varhugavert að fóðra jórturdýr
á votheyi einu, sérstaklega ef vot.
heyið er ekki jafngott og öruggt
um gæði. Loks ræður Breirem
til þess að fara að ráðum Svía
(Jordbrukstekniska instituttet)
og haga heyverkun þannig að
verka mikið vothey en jafnframt
því að súgþurrk'a töðu — þannig
sé öllu bezt borgið. Hlutföllin
milli þessara verkunaraðferða
telur hann geta farið mjög eftir
ástæðum. „Eftir okkar reynslu er
hæfilegt að verka Vz—% af töð-
unni sem vothey“, segir prófessor
inn að lokum.
Jón Nedkvitne — sem hefur
kynnt sér sauðfjárrækt á íslandi
og rökrætt fast við Halldór —
segir í leiðbeiningagrein nú ný-
lega: „Þeir sem eru svo vel á
vegi staddir að þeir geta gefið dá
lítið af votheyi með þurrheyinu,
geta eins vel gefið 2 kg af votheyi
annan hvern dag eins og að gefa
(hverri kind) 1 kg á dag — ef
þeim finnst að því verkasparnað-
ur. En bezt eru þeir farnir sem
geta gefið mikið af góðu votheyi
daglega allan veturinn“.
Ekki er vafi á því að Sviar eru
mjög í fararbroddi um rannsókn.
ir að því er kemur til heyverkun.
ar, bæði votheysgerðar og súg-
þurrkunar. Er það Jordbruks-
tekniska Instistuttet sem þar
vinnur mikil þarfaverk. Á árinu
sem leið komu frá því tvær
skýrslur, sem eru með ágætum,
og eiga stórmikið erindi til ís«
lenzkra búnaðarráðunauta eigi
síður en til starfsbræðra þeirra
annarsstaðar á Norðurlöndum.
Fyrri skýrslan heitir: Försök med
ensilering í gravsilo och torncilo
samt av hackat och ohakat foder,
Þetta er 35 bls. pési.
Hin skýrslan er sínu meiri og
ennþá gagnmerkari: Hur fá ett
bra ensilage? Metoder och tekn.
iska hjálpmedel vid ensilering.
Ritið er 112 bls. og kostar s. kr.
3,75. — Vonandi verða þeir ráðu.
nautar sem leiðbeina á þessu
sviði sér úti um þetta rit, það er
áreiðanlega þarfaverk að útvega
þeim það.
Jaðri, 26. janúar 1961.