Morgunblaðið - 08.02.1961, Page 13
MiðviKudagur 8. febrúar 1961
MORGVNBLAÐIÐ
13
Hvað sagði Krúsjeff?
KRÚSJEFF mæltist til sátta,
en gerði, að því er virðist,
engar tilslakanir í þeirri orð-
«endingu, sem sendiherra
Bandaríkjanna í Moskvu bar
Kennedy forseta. — Sendi-
nefnd Bandaríkjanna á þingi
Sameinuðu þjóðanna lagði
fyrir þingið nokkur atriði
þessarar orðsendingar.
Skoðun Krúsjeffs á Laosmál-
inu er sú, að alþjóðleg eftirlits-
nefnd ætti að koma á laggirnar
samsteypustjórn í þessu litla
konungsríki 'Suð-austur-Asíu —
jjneð aðild hinna kommúnísku
Pathet Lao-sveita, og binda
þannig endi á hinn gamla skæru
hernað og núverandi borgara-
styrjöld. Fram til þe,ssa hefur
skoðun Bandaríkjastjórnar ver-
yrði mun auðveldara að ná sam-
komulagi.
Þegar Krúsjeff ræddi um al-
menna afvopnun, endurtók hann
þá kenningu Rússa, að það sem
til þyrfti væri fyrst og fremst
skuldbinding um afvopnun og
að leita öryggis með afnámi
vopna í stað fullkomnunar
þeirra. Hann ítrekaði enn einu
sinni, að Rússar mundu fallast
á hvaða eftirlitsaðferðir sem
Vesturveldin óska eftir, þegar
þau hafa fallist á, að takmarkið
sé alger afvopnun á tilteknum
tíma og að svo verði um hnút-
ana búið að ekki verði unnt að
snúa við.
Sérfræðingar í þjónustu Sam-
einuðu þjóðanna telja, að meiri i
líkur séu nú á samkomulagi um
bann við tilraunum. Þá ályktun i
draga þeir af orðum nokkurra
ráðgjafa Kennedys, sem jafnvel
hafa talað um bann með tak-
mörkuðu eftirliti, til þess eins
að koma málinu á ein-
hvem rekspöl. Sfcoðun Kennedy
manna á almennri afvopnun er
sú, að áliti þessara sérfræðinga,
að vopnabúnað ætti að tak-
marka áður en til algerrar af-
vopnunar kæmi. í • slíkri áætlun
er gert ráð fyrir því, að Banda.
ríkin láti sér nægja færanleg
flugskeyti, sem ekki geta tor-
tímt öllum flugskeytum Rússa
í skyndiárás, þar sem flugskeyti
Rúaea verði einnig færanleg. Því
yrði slík skyndiárás Bandaríkja
mönnum of dýrkeypt. Sama máli
gegnir um skyndiárás á Banda-
ríkin af hendi Rússa.
Á þessum jafnvægisgrundvelli
væri unnt að afnema aðrar teg-
undir vopna. Jafnframt yrði
komið upp alþjóðlegum her-
sveitum til tryggingar heims-
friðnum.
Bilið milli afstöðu Rússa og
Bandaríkjamanna til afvopnun-
ar er enn breitt, en starfsmenn
Sameinuðu þjóðanna telja, að ný
viðhorf hafi skapazt í Washing-
ton, sem kunni að draga úr því.
(Observer).
ið sú, að alþjóðleg nefnd ætti
að fara til Laos, til þess að afla
gagna um ástandið þar, og þótt
Bandaríkjastjórn vilji fallast á
hlutlausa stjórn, vill hún ekki
fallast á samsteypustjórn iheð
aðild kommúnista.
Krúsjeff tjáði hinum banda-
riska sendiherra, að stjórnirnar
í Kína og Noðrur-Víetnam
gætu varla fallizt á stjóm í Laos
sem væri hlynnt Vesturveldun-
um. Krúsjeff er þeirrar skoðun-
ar að greinilega hafi verið gert
ráð fyrir samsteypustjórn í Laos
í friðarsamningnum eftir styrj-
öldina í Indó-Kína. Hann lagði
ríka áherzlu á nauðsyn þéss, að
binda endi á bardagana í Laos
hið fyrsta, og taldi greinilega
ástandið í landinu mjög ugg-
vænlegt.
Eiv Krúsjeff ræddi um Kongó-
málið, réðist hann á Mobutu og
sagði, að engin stjómmállaleg
lausn væri fær í Kongó án þátt-
töku Lumumba. Krúsjeff var
reiður yfir flutningi Lumumba
til fangelsis í Katanga og sagði,
að dauði hans mundi hafa
skelfilegar afleiðingar. Án þess
að ráðast beinlínis að Banda-
ríkjunum, sagði hann, að ekki
•hefði átt að hvetja Belgíumenn
til áframhaldandi afskipta af
Kongómálinu. Rússar hefðu þol-
inmóðir haldið að sér höndum,
sagði Krúsjeff, en vildu ekki
láta troða sér meira um tær en
góðu hófi gegndi.
Berlínarmálið virðist vart
hafa borið á góma í viðræðum
Krúsjeffs og bandaríska sendi-
herrans. Krúsjeff nefndi aðeins
hið „óeðlilega ástand“ þar í um-
ræðu um önnur mál. Á hinn
Ibóginn ræddi hann mikið um
afvopnun og bann við tilraun-
um með kjarnorkuvopn. Það er
haft eftir Krúsjeff, að það væri
von sín, að ekki kæmi aftur til
þess að Bandaríkjastjórn breytti
afstöðu sinni og setti harðari
skilyrði í hvert sinn sem hillti
undir samkomulag um bann við
tilraunum. Hann dró dár að ótta
Bandaríkjastjórnar um leyni
legar tilraunir Rússa og sagði,
að enginn gæti verið viss ura
að ekki kæmist upp um slíkar
tilraunir, þar sem jarðskjálfta
öldur væru hreint óútreiknan-
Jegar. En ef Bandaríkjamenn
vildu fallast á varanlegt bann,
Soðvinnslutæki sett upp í síld-
arverksmiðju Vopnafjarðar
Gott árferði eystra, segir i frétta-
bréfi þaðan
TÍBARFAR mátti heita frekar
gott hér í Vopnafirði 1960, þó
út af því hafi brugðið í nokkur
skipti, eins og vænta má, í okkar
misviðrasama landi. Má þar helzt
nefna, hörku norðaustanbyl, sem
gekk hér yfir, fyrri hluta febrú-
ar-mánaðar, en stóð þó stutt, var
síðan góðviðrasamt, þar til um
mánaðamót, júlí og ágúst, en þá
gerði norðaustan stórviðri, sem
meðal annars gjöreyðilagði síld-
veiðarnar fyrir Austurlandi eins
og menn muna. Eftir það var góð
tíð, að frádregnu því, að allt sum
arið voru þurrkar mjög daufir.
svo heyþurrkun gekk mjög erfið-
lega. Haustið var eindæma gott
og góðviðrasamt framundir jól,
en síðustu dagana fyrir jólin og
yfir hátíðarnar, var leiðinda veð
ur, austan stormur með rigningu
og slyddu.
Þrátt fyrir þurrkalítið sumar,
mun búskapur hafa gengið allvel
í Vopnafirði þetta ár. Heymagn
mun vera svipað að vöxtum og
venjulega, en mun lakara að gæð
um nema hjá þeim bændum, sem
súgþurrkun hafa, eða byrjuðu
snemma að slá. í vor fengu
bændur óvenju margar ær tví-
lembdar, verður því arður eftir
vetrarfóðraða á mun meiri en
venjulega, þrátt fyrir lægri með-
alvigt dilka, en í fyrra. Töluvert
hefur verið gjafasamt það, sem
af er vetrinum, eða frá því í byrj
un nóvember vegna bleytusnjóa.
♦ Verklegar framkvæmdir
Verklegar framkvæmdir hafa
verið töluverðar í hreppnum í
sumar. Hafa þær aðallega verið
á vegum Vopnafjarðarhrepps að
mestu leyti í sambandi við síld-
arverksmiðjuna, aðalframkvæmd
in þar, var bygging soðvinnslu-
tækja, en vegna lánsfjárskorts
varð töf á smíði þeirra, svo þau
urðu ekki tilbúin til notkunar á
þessari vertíð, sem endaði líka
óvenju snemma. Vegna soð-
vinnslu-tækjanna, eldþurrkara
og breytinga til aukinnar afkasta
getu, varð að stækka verksmiðju-
húsið og var það breikkað um
8 metra, varð því verki þó ekki
lokið vegna fjárskorts. Þá var
byggt annað mjölhús af sömu
stærð og það, sem fyrir var, eru
þá mjölgeymslur verksmiðjunn-
ar orðnar 1200 ferm. að flatar-
máli, en þurfa að vera 1800 ferm.
til að rúma framleiðsluna í með-
al ári. Sama er að segja um
geymslu á lýsi, þar vantar okk-
ur 2000 tonna geymi til að geta
geymt lýsi úr sama hráefnis-
magni og 1800 ferm. mjölgeymsl-
ur.
Lýsi hefur verið flutt til geymslu
norður á Hjalteyri tvö sl. sum-
ur til stórkostlegs óhagræðis og
kostnaðarauka fyrir verksmiðj-
una. Mest er þó aðkallandi að
koma upp öðrum löndunarkrana,
því einn löndunarkrani samsvar-
ar hvorki þróarplássi né afkasta
getu verksmiðjunnar, enda verða
veiðiskipin oft fyrir beinu afla-
tjóni vegna ónógrar löndunar-
getu verksmiðjunnar. Frá byrj-
un eða- á þremur árum hefur
verksmiðjan tekið á móti 250 þús.
málum síldar, mjöl og lýsi úr
þessu hráefni mun nema ca. kr.
47—48 millj. kr. að verðmæti.
Vélsmiðjan Héðinn sá um smíði
og uppsetningu véla, og aðrar
framkvæmdir fyrir verksmiðj-
una. Má óhætt fullyrða að það
má aðallega þakka Sveini Guð-
mundssyni forstjóra Héðins þær
framkvæmdir sem unnar voru í
sambandi við verksmiðjuna í
sumar, því þegar allt virtist vera
að stranda vegna fjárskorts, var
hann manna ötulastur við að
leysa þann vanda.
Saltað var í um 6 þús. tunnur
í sumar á tveimur söltunarstöðv-
um. Verið var að koma fyrir
þriðju söltunarstöðinni þegar
síldin hvarf. Var það Gunnar
Halldórsson sem flutti bæði fólk
og áhöld norðan frá Siglufirði,
þegar síldarsöltun lauk þar
nyrðra, er líklegt að slíkur til-
flutningur milli austur og norð-
urlands, sé hagkvæmur bæði
fyrr saltendur og útgerðarmenn,
þar sem síldveiði er venjulega
lokið fyrir norðan þegar hún
hefst fyrir Norðaustur og Austur
landi.
♦ Rafkerfi breytt
Héraðsrafveitur ríkisins luku
við að byggja hér allmyndarlegt
díeselstöðvarhús. Einnig fór fram
veruleg breyting á rafkerfi kaup
túnsins, var meðal annars spennu
götukerfis breytt í 380 volt og
raflagnir auknar og breytt í sam
ræmi við skipulagsuppdrátt kaup
túnsins.
Ein af framkvæmdum hrepps-
ins á árinu var bygging bílavog-
ar, en bílavog hefur ekki verið
mönnunum.
hér áður. Landssmiðjan smíðaði
og setti upp vogina. Var upphaf-
lega talað um að vogin væri af-
hent í vor, en afhending hennar
dróst fram til 18. des. sl. til
mikils óhagræðis fyrir væntan-
lega notendur hennar.
♦ Útgerð
Þá er þess síðast en ekki sízt
að geta í atvinnusögu okkar
Vopnfirðinga á sl. ári, að hrað-
frystihús kaupfélags Vopnfirð-
inga var starfrækt í sumar. Ekki
voru það samt eigendur fyrir-
tækisins sem starfræktu bað,
heldur var það hér ókunnur mað
ur úr Reykjavík sem tók það á
leigu og kom með báta með sér
til að afla hráefnis í húsið. Rekst
ur hússins gekk mjög sæmilega,
voru það tveir litlir dekkbátar,
sem lengstaf fiskuðu fyrir það.
Réru þeir oftast norður að
Langanesi og fiskuðu oftast vel,
einnig réru tvær trillur héðan og
fiskuðu sæmilega. í sambandi við
útgerðarmál hér, má geta þess,
að Vopnfirðingar eiga (að m.k.
að nafninu til) að verulegu leyti
250 tonna togbát sem heitir
Bjarnarey og er heimahöfnin
Vopnafjörður, enda skipinu siglt
beint í heimahöfn þegar það kom
til landsins og „Vopnfirðingar
fögnuðu". Enn svo vel virðist
skipið búa að fyrstu kom,u sinni
á Vopnafjörð, að aldrei hefur það
sézt þar síðan, þó ár sé nú liðið
síðan það kom. Er þetta fólki hér
nokkur vonbrigði sem vonlegt er.
En vel sé Karli Jónssyni fyrir að
hafa starfrækt frystihúsið, til
mikils atvinnuauka fyrir þorpið,
þó starfrækslan nái ekki yfir alla
vetrarmánuðina, en það var bil-
ið, sem togbátnum var ætlað að
brúa.
í samgöngumálum okkar gerð-
ist lítið á árinu. Þó var það ný-
mæli í sumar, að Tryggvi Helga
son sjúkraflugmaður á Akureyri
hélt uppi áætlunarflugi tvisvar í
viku. Flaug hann milli Vopna-
fjarðar og Akureyrar í sambandi
við áætlunarflug Flugfélags fs-
lands, Reykjavík—Akureyri. Að
þessu var mikil og vel séð sam-
göngubót, en því miður, ferðirn-
ar báru sig ekki og hann varð að
Þetta hús var byggt í kring.
um aldamótin. Það er timb-
arhúsið Túngata 2. Bærinn
keypti það fyrir nokkrum
árum til niðurrifs og nú er
dómurinn falinn. Innan
skamms verður það horfið,
Verður þetta þriðja gamla
timburhúsið, vestan við Læk
eins og það hét í gamla
daga, sem hverfur á þessum |
vetri.
Ljósm. Sveinn Þormóðsson.
hætta, eftir að hafa flogið hing-
að í 2% mánuð.
Ekki er skemmtanalífið fjöl-
breytt hér frekar en verið hefur.
Það var þó gerð tilraun til
að lífga það upp. Voru keypt
ar kvikmyndavélar, notaðar þó,
sem átti að setja upp í haust, en
það hefur alltaf staðið á mann-
inum sem ætlaði að setja þær
upp og kenna meðferð þeirra.
Fólkið vonaðist þó alltaf eftir, að
búið yrði að setja vélina upp fyr-
ir jólin svo menn gætu notið
þeirrar nýbreytni yfir hátíðarn-
ar að horfa á kvikmyndir, en sú
von brást og urðu það mönnum
mikil vonbrigði. Maðurinn kom
ekki og er enn ókominn.
♦ Minkur
f haust, þegar gangnamenn
komu að eyðibýlinu Fossi, sem
er um 15 km fyrir innan innstu
bæi sveitarinnar urðu þeir varir
við eitthvert kvikindi sem þeir
áttu ekki von á þar, en kvikindi
þetta skaust undan og forðaði
sér, svo maðurinn, sem varð þess
var, gat ekki glöggvað sig á því,
hvaða skepna var hér á ferð, eða
hvort um eitt eða fleiri dýr væri
að ræða. Álitu sumir að þetta
gætu verið rottur, en þær eru
ekki til í Vopnafirði. Ekki var
mönnum þó ljóst hvernig þær
gætu verið komnar hingað, nema
ef vera mætti, að þær hefðu
leynzt í flutningi laxveiðimanna,
sem þar hafast við á sumrin.
Þótti nú sjálfsagt að reyna að
eyða þessum óboðna ■ gesti hver
sem hann væri. Var útvegað
rottueitur og menn sendir með
það inneftir til að eitra. En þeir
komu aftur með þær fréttir að
hér væri ekki um rottur að ræða
heldur bentu vegsummerki til
þess, að hér væri minkur á ferð,
því slóð sáu þeir frá ánni og upp
í urð, sem þar er skammt frá.
Voru förin á stærð við kattar-
spor og greinilegt, að dýrið hafði
dregið eitthvað við hlið sér upp
frá ánni. Ekkert dýr sáu þeir þó,
svo ekki er enn vitað með vissu
hvort þarna verður uppeldisstöð
fyrir óþurftardýr þessi. Áður hef
ur ekki frétzt til minks nær
Vopnafirði en í Mývatnssveit. Sé
hér um mink að ræða, verður
þess vafalaust skammt að bíða,
að hann auki kyn sitt og dreif-
ist um allt Austurland.