Morgunblaðið - 08.02.1961, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 08.02.1961, Qupperneq 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. febrúar 1961 XXXIV. Kvað er draumiur og hvað er veruleiki? Ég vissi aldrei almennilega í hvoru ég lifði, þessar hræðilegu vikur, eftir að ég kom aftur til New York. Ég kom fram í tveim ur leikritum, og hvemig ég komst í gegn um það, er eins og kraftaverk, jafnvel í mínum aug um. Nú var enginn Dan til að halda mér frá flöskunni, en ég vissi, að ef ég drykki myndi ég alveg kikna og aldrei komast sýninguna á enda. Ég reyndi að hugsa um, hvernig Bob hefði viljað hafa mig, og hélt mér allsgáðri. Til þess að geta sofið, jók ég pilluskammtinn hvert kvöld, þangað til ég var farin að taka fimm-sex pillur í einu. Ein getur svæft flesta á nokkrum mínútum. Daginn eftir varð ég að gleypa þrjár aðraj- pillur, til þess að hrasa ekki á herbergis- gólfinu hjá mér. Mat smakkaði ég varla, og enn léttist ég. Eitt kvöld í ágústmánuði þaut hitinn í mér allt í einu upp í 106 stig, og ég var flutt af skyndingi í sjúkrahús. Ég man óljóslega eftir því, að ég streitist á móti höndum, sem voru að halda mér niðri, og hinu, að ég gusaði út úr mér blótsyrðum, og svo man ég eftir einhverjum röddum, eins og í martröð. Þegar ég rank aði við mér, var ég bundin nið ur í rúm„ hendur og fætur mátt- lausar, og læknirinn minn, Mart in Hemmings sat við rúmið og horfði á mig. Hann brosti þegar ég opnaði augun. — Vertu ekki hrædd, sagði hann blíðlega. Eg var ný- búin að fá kast — það annað í röðinni. Það stafaði af því, að svefnpillumar höfðu verið tekn ar frá mér. Hann útskýrði þetta nánar fyrir mér seinna um dag- inn. Hitinn í mér stafaði af eitr- un, sem venjulega hefði verið hé góminn einn en hins vegar alvar leg fyrir jafn heilsubilaða mann- eskju og ég var. Eg þjáðist fyrst og fremst af fæðuskorti, og svo var hann að reyna að lækna mig af drykkjusýki og lyfjanotkun. — Það er erfiðast með lyfin, sagði hann. — Drykkjusýkin er ekki nærri eins alvarlegt áhjggju efni. Því að jafnvel dell- una má ráða við með meðala- gjöf. En þeir yrðu samt að halda áfram að gefa mér nokkur ró- andi meðul, því að það væri varla þorandi að taka allt frá mér í einy. Eg hafði þurft svo margar pillur vegna æsandi á- hrifa áfengisins. Og svo hafði ég smám saman verið farin að þola meira og meira af meðulum. — Þú ert í hættulegri hringekju, Diana, sagði læknirinn, — áfeng ið, hressandi lyf og deyfandi lyf. Ef þú losar þig ekki við þetta fljótlega er dauðinn vís. Lifrin i þér er þegar farin að láta á sjá fyrir áfengisnautninni. Næst verður það lifrabólga, aukin spill ing á blóðæðunum, innvortis- blæðingar •— og dauði. Þú getur blátt áfram ekki haldið áfram að pynda líkama þinn eins og þú hefur gert. Hann leít á mig með hryggðarsvip. — Pabbi þinn var sextíu ár að þvi, en þú verður miklu fljótari með sama áfram- haldi. Eg var hrædd. Hvernig gat ég bjargað mér? Hann ráðlagði mér að fara í heilsuhæli í fjóra mán uði að minnsta kosti, til þess að venja mig alfarið af lyfjunum. Eg hlustaði en sagði ekkert. Ekki gat læknirinn vitað neitt um hinn hræðilega ótta, sem ég var hald- in. Maurice afi minn dó í geð- veikrahæli. Pabbi hafði gengið í ótta um, að hann kynni að deyja geiðveikur, eða verða send ur í hæli, af því að fólk héldi hann geðveikan. Eg var líka með einhvern heimskulegan ótta í sambandi við slíkar stofnanir og ég var þess fullviss, að ef ég kæmist í svona hæli, yrði ég vit skert. Eg sagði lækninum, að ég skyldi íhuga ráðleggingu hans en gæti engu lofað strax. Eg var átta daga þarna í sjúkra húsinu. Eg fór þaðan á hádegí en klukkan um hálffimm pant- aði ég mér vodka i barnum í hótelinu mínu. Hafði ekki dr. Hemmings sagt, að pillur væru verri en áfengi? Eg get fengið mér eitt glas . . . kannske tvö, en alis ekki meira! sagði ég við sjálfa mig. Áreiðanlega get ég ekki haft neitt vont af einum eða tveimur. Og ef ég drekk minna, verð ég ekki eins tauga- æst og þá þarf ég færri svefn töflur — já, ég get áreiðanlega bjargað mér út úr þessu sjálf! Dálítið fór að rætast úr fyrir mér þegar H. Clay Blaney — þrátt fyrir frammistöðu mína í „Náttjakkanum“ — spurði mig, hvort ég vildi taka við hlutverki Veronicu Lake í „Litla kofanum" í Detroit. Veronica hafði snögg- lega orðið veik og orðið að hætta. — Þú ert nýkomin úr sjúkrahúsi og ættir að vera í góðu standi, og þú mundir gera mér mikinn greiða með þessu. Svo fylgdi hann mér að flugvélinni til Detroit. — Eg reiði mig á þig, Diana, sagði hann. — Nú ekki deigan dropa! Eg fullvissaði hann um, að ég skyldi ekki smakka dropa. Ja, hvernig er hægt að útskýra annað eins og þetta? Eg var full þegar ég kom í leikhúsið í Detroit og komst yfirleitt aldrei upp á sviðið þar, í „Litla kofanum". Eg fór aftur til New York. Vermút seinnipart dags, til að byrja með. Svo gin til þess að halda sér uppi þangað til kunn ingjarnir komu að fara með mann til kvöldverðar. Diana er ekki í vinnu núna, hún er að syrgja Bob, og má ekki vera of mikið ein. Þegar kunningjarnir koma, er maður búinn með flösku af gini. Á þremur klukkustund- um. Svo við barinn meðan maður bíður eftir borði. Þrír konjak og líkjör saman. Og svo við borð ið meðan beðið er eftir matnum, tvöfaldur viskí og sóda. Snertir varla við matnum. Eftir mat, kaffibolli, sem maður hellir helm ingnum úr og fyllir aftur með konjaki. Svo situr maður og skraf ar saman og drekkur ein átta glös, áður en maður stendur upp, kátur og rjóður. Aftur í gistihúsið. — Diana, það er ekki alvara, að þú sért í sama herberginu og þú varst með Bob forðum? — Jú, ekkert ann að laust. Við skulum tala um ann að. Það er lögg af vodka í búr- inu — nóg handa þér og tveim ur kunningjum til að hressa sig á, um leið og þeir fara. Klukkan er tvö að morgni og þú ert alein. Þú reikar um, hugs ar ekki neitt, en lætur grammó fóninn ganga. í isskápnum finn urðu tvær flöskur af öli. Það er gaman að sitja á legubekknum, dreypa á öli og hlusta á músík- ina úr nýjustu kvikmyndinni. Já, ég get innbyrt mikið og þolað það . . . Þolað, já þolað . . . Eg er að hallast á stjórnborða .... Þegar ég vakna, ligg ég á legu bekknum. Eg hlýt að hafa liðið út af. Grammófónninn er enn í gangi. Eg er í einu svitakófi. Eg gríp um báðar síður og reisi mig svo við. Það hamrar í höfðinu á mér. Veggirnir og húsgögnin renna saman í eina bendu, rétt eins og þegar kvikmynd er að deyja út. Eg skelf öll. Eg staul- ast inn í svefnherbergið. Vekjara klukkan er hvítur blettur, og ég get ekki stöðvað augun við vis- ana. Eg kemst í símann. — Viltu segja mér hvað klukkan er — mín stendur. Fimm tuttugu. Fimm tuttugu að morgni. Svo ég hef þá virkilega sofið. Ó, guð minn, ég þarf svo að sofa. Eg byrja að hósta. Æ,æ, ég veit, hvað það þýðir..Eg slaga inn í baðherbergið og leggst á hné fyrir framan skálina til að kasta upp. Eg koka, gubba, koka aftur. Þetta eru kvalir, það er maga- dælan aftur, en ég get ekki feng ið neitt upp nema grænt gallið. Eftir stundarkorn hættir kastið. Eg afklæði mig með veikum burðum og skríð skjálfandi í rúm ið, dreg teppið upp yfir höfuð. Hnipra mig saman undir því. Hjartað í mér hamast, eins og það sé að reyna að brjótast út úr líkamanum. Hendurnar eru ís kaldar. Eftir andartak er ég brennheit og fleygi teppunum ofan af mér. Fleygi þeim og breiði þau yfir mig á víxl. Jæja, Diana, þú ert búin að fá bruna- köldu. Hvar er þessi bölvaði hvíti krabbi? Er þetta ekki tím inn hans að koma? Þegar ég vaknaði aftur var klukkan hálf þrjú. Eg var í hengi rúmi, sem dinglaði hægt og langt til beggja hliða á víxl. Veggirn ir gengu upp og niður. Svitinn, þykkur og fitukenndur rann af mér úr holhöndunum, bakinu, jafnvel augunum. Mig sveið í þau af þessu. Eg skrönglaðist með erf iðismunum úr rúminu og inn í baðherbergið og skvetti köldu vatni á andlitið og augun. En þó einkennilegt sé, gerði þetta mig enn drukknari. Eg rétti út aðra höndina í bað herbergisvegginn. til þess að halda aftur af honum. — Róleg róleg! Er þetta þú i speglinum? Eg rýndi á það, sem þar var. Viku eftir viku hafði ég drukk ið mig blinda og það var meira að segja ekkert líkingamál. Eg gat ekki opnað augun — ekki almennilega. Þau voru hálflokuð af bólgunni, sem var bæði fyrir ofan þau og neðan. Andlitið á mér var þrútið, grátt og blátt og afmyndað. Við skulum sjá, sagði ég og hugsaði vandlega. Hvernig lít ég út? Jú, ég var rétt eins og ég hafði séð sjálfa mig í skrípaspeglunum á Coney Island, í þessu óhugnanlega ljósi, sem gerir æðarnar og varirnar bláar . . . Nei, það sem þú líkist mest, er maður, sem hefur verið sleg- inn aftur og aftur í andlitið með gúmmíslöngu. Er þetta andlit, Diana? Er þetta mennsk manneskja? Eg stóð og ruggaði fram og aftur. Ó, Diana, Diana litla. Þetta er allt komið á ringulreið. Líf þitt er eins og lélegt leikrit. Þriðji þáttur allur í hnút. Nú er þriðji þáttur hjá þér. Nú er komið að svefnpillu-atriðinu. En það at- riði varstu þegar búin að leika í aitltvarpið Miðvikudagur 8. febrúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón« leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.09 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Atta börn og amma þeirra 1 skógin- um“ eftir Önnu Cath.-Westly IX. (Stefán Sigurðsson kenn- ari les). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 1930 Fréttir. 20.00 Myndir frá Afríku; III. hluti (Benedikt Gröndal alþingismað- ur tekur saman dagskrána). 20.35 Einsöngur: Mahalia Jackson syngur. 20.50 Vettvangur raunvísindanna: Örn ólfur Thorlacius fil. kand. kynn- ir starfsemi fiskideildar Atvinnu- deildar háskólans. 21.10 Tónleikar: „Rósamunda”, músik op. 26 eftir Schubert (Tékkneska fílharmoníusveitin leikur; Jean Meylan stjórnar). 21.30 „Saga mín“, endurminningar Ignacy Paderewskis, I. (Árni Gunnarsson fil. kand. þýðir og les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passíusálmar (9). 22.20 Upplestur: „Gömlu hjónin", smá saga eftir Alphonse Daudet, í þýð ingu Önnu Maríu t»órisdóttur (Þýðandi les). 22.45 Djassþáttur (Jón Múli Arnason). 23.15 Dagskrárlok. Fimmtudagur 9. febrúar 8.00 Morg'.’:.útvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 „Við vinnuna“: Tónleikar. — 12.50 „Á frívaktinni1*: Sjómannaþáttur í umsjá Kristínar Önnu Þórarins dóttur. 14.40 „Við sem heima sitjum". Svava Jakobsdóttir hefur umsjón með höndum). 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Fyrir yngstu hlutendurna. Gyða Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir sjá um tímann. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Fiðlukonsert nr. 4 I d-moll eftir Paganini (Arthur Grumiaux og Lamoureux hljóm- sveitin í París leika; Franco Gall ini stjórnar). 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Lárentíusar saga Kálfssonar; XII. (Andrés Björnsson). b) Islenzk þjóðlög sungin af Eng- el Lund. c) Jón Jónsson Skagfirðingur flyt ur stökur og kviðlinga. d) Gustav Fröding, ritgerð eftir Selmu Lagerlöf (Einar Guð- mundsson kennari). 21.45 Islenzkt mál (Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag.), 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (10). 22.20 Ur ýmsum áttum (Ævar R. Kvar an leikari). 22.40 Kammertónleikar: Strengjakvart ett nr. 1 eftir Khayam Mirza- Zade (Azerbaijan-kvartettinn leikur). 23.10 Dagskrárlok. Skáldið og mamma litla 1) .... og Bandaríkjamennirnir 2) Það er nú ekki mikið. Mamma 3) .... og ekki hefur hún neina vita um allt, sem er að gerast í veit um allt .... ratsjá! heiminum. Þeir sjá allt í ratsjánum. Úlfahópurinn, sem er að leita og læðist hljóðíega áleiðis til lægu ættingjar hans eru hljóð. bráðar í grendinni, finnur snögg þeirra. En þundurinn tryggi lega að nálgast. lega þefinn af Úlfi og King litla, finnur strax á sér að þessir fjar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.