Morgunblaðið - 09.02.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.02.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVHBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. febrúar 1961 Utg.: H.f. Arvakur, Heykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. DÖMUR REYNSLUNNAR ER ÓLYGNASTUR k það hefur oftlega verið® bent hér í blaðinu und- anfarið, að afleiðing kaup- hækkana nú, þegar fram- leiðslan berst í bökkum, gæti ekki haft í för með sér raunverulegar kjarabætur handa verkalýðnum og laun- þegum í landinu almennt. Þvert á móti hlyti af þeim að leiða nýtt kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags, nýja verðbólguöldu og síðan nýja gengisfellingu ísl. krónu. Það vill svo vel til, að ís- lendingar þurfa ekki á nein- um spámönnum að halda til þess að sjá þessa þróun fyr- ir. Okkur nægir aðeins að líta um öxl og athuga dóm reynslunnar. Og sá dómur er jafnan sannleikanum sam- kvæmastur. Tökum t.d. kaup hækkanirnar 1955. Þá hækk- aði kaupgjaldið að meðaltali á árinu um rúmlega 20%. Kommúnistar sögðu verka- lýðnum að þeir hefðu knúið fram miklar kjarabætur hon- um til handa. En hvað gerð- ist svo strax á næsta ári? Þegar vinstri stjórnin var komin til valda, lét hún það verða sitt fyrsta verk að taka kauphækkunina frá 1955 að verulegu leyti af launþegum aftur. En hvers vegna gerði vinstri stjórnin þetta? Hún gerði það vegna þess að kauphækkanirnar, sem knúðar voru fram veturinn 1955, hrundu af stað nýju kapphlaupi milli kaupgjalds og verðlags, stórjuku dýrtíð og verðbólgu í landinu og veiktu grundvöll íslenzkrar krónu að miklum mun. Þegar kommúnistum og fylgifiskum þeirra er bent á þennan dóm reynslunnar nú, ætla þeir vitlausir að verða. Nú segja þeir að Morgun- blaðið sé að hóta nýrri gengislækkun með því að nefna þessar staðreyndir. — Morgunblaðið er svo sannar- lega ekki að hóta neinu. Það er aðeins að segja söguna, eins og hún hefur gengið til. Þeir íslendingar, sem ekki vilja heyra hana, hafa lítið lært af reynslu síðustu ára. KLÍKA INNBROTS- ÞJÓFANNA! CJvo örvita verða kommún- ^ istar, þegar þeim er bent á afleiðingar kapphlaupsins milli kaupgjalds og verðlags á undanförnum árum að þeir geta aðeins látið málgagn sitt æpa ókvæðisorð. — Til dæmis kemst Þjóðviljinn þannig að orði í gær, að með hugleiðingu Morgun- blaðsins um vöxt verðbólg- unnar á undanförnum árum hafi „klíka innbrotsþjófanna komið upp um sig“! Hvernig skyldi sá mál- staður vera, sem telur sér slíkan málflutning til fram- dráttar? Sannleikurinn er sá, að kommúnistar eru orðnir laf- hræddir við afleiðingar þeirrar ráðabreytni sinnar, að efna til allsherjarverk- falls í Vestmannaeyjum í byrjun vetrarvertíðar. —• Öll þjóðin veit, að Vestmanna- eyjakaupstaður er stærsta og þróttmesta verstöð landsins. Þar hefur átt sér stað stór- kostleg uppbygging á und- anförnum árum og velmegun ríkir þar meðal almennings. Bæði sjómenn og landverka- fólk hafa haft góðar tekjur og notað þær til að bæta lífskjör sín og aðstöðu á marga vegu. Þetta fólk gera kommún- istar nú að tilraunakanínu sinni. í Vestmannaeyjum er riðið á vaðið um það að efna til pólitískra verkfalla, sem hafa þann tilgang einan að brjóta niður þá tilraun, sem gerð hefur verið til stöðvun- ar verðbólgunnar og sköpun jafnvægis í íslenzkum efna- hagsmálum. Kommúnistar vita, að hækk- að kaupgjald í Vestmanna- eyjum eða annars staðar á íslandi um þessar mundir getur ekki skapað launþeg- um kjarabætur. Það mun aðeins hafa í för með sér nýjan hallarekstur atvinnu- tækjanna og síðan nýtt kapp hlaup milli kaupgjalds og verðlags. Afleiðing slíks kapphlaups yrði hin sama nú og á undanförnum árum. Um það þarf enginn að fara í grafgötur. Af því hlyti að leiða nýja gengisfellingu ís- lenzkrar krónu. Og það er að því markmiði sem komm- únistar stefna. Það fá þeir ekki dulbúið með fáryrðum sínum um „klíku innbrots- þjófanna" eða öðrum ókvæð- isorðum. MAÐUR ÚT í GEIMINN ? ■pússar hafa nú skotið á * loft nýjum og öflugum Clara Pontoppidan Clara Poníoppidan gervihnetti, sem fer nú á sporbaug umhverfis jörðu. Eru miklar bollaleggingar uppi um það meðal vísinda- manna, að Rússar kunni að hafa sent mann út í geiminn með honum. í þessu sambandi má minna á það, að allt frá sl. hausti hefur verið uppi þrá- látur orðrómur um það, að Rússar hafi þá gert tilraun til þess að senda menn út í geiminn, en að sú tilraun hafi mistekizt og að hinir fyrstu geimfarar hafi farizt, er gervihnöttur þeirra eydd- ist. Nýjustu fregnir af þess- ari tilraun eru þær, að heyrzt hafi hjartsláttur eins eða tveggja rússneskra geim- fara í amerískum móttöku- tækjum á sl. hausti. En eins og kunnugt er, er komið fyr- ir fullkomnum tækjum í gervihnöttunum, sem eiga að geta sent hverskonar upp- lýsingar til jarðar um líkam- lega líðan geimfara, hvort heldur það eru menn, apar, hundar eða aðrar lífverur. Vitað er að Rússar leggja geysilega áherzlu á að verða fyrstir til þess að senda mann út í geiminn. Verður að telja ótrúlegt að þeir segi fyrirfram frá slíkum tilraun- um, þar sem þeir óttast álitshnekki ef þær mistak- ast. —• En hvað sem hæft er í þeim orðrómi sem gengið hefur um sendingu manna út í geiminn frá Sovétríkjun- um er óhætt að fullyrða að varla geti liðið á löngu áður en annað hvort Rússum eða Bandaríkjamönnum tekst að vinna slíkt afrek. Það sýna þær tilraunir, sem þegar hafa verið gerðar með send- ingu apa og hunda út í him- ingeiminn og endurheimt þeirra á jörðu niður. í DAG eru sextíu ár liðin frá því að Clara Pontoppidan kom fyrst fram á leiksviði í Kaup- mannahöfn. Hún var þá aðeins átján ára balletdansmær og lék smáhlutverk í leikritinu Gurre eftir Holger Drach- mann. Síðan hefur Clara Pontoppid an skapað margar eftirminni- legar persónur á leiksviðinu og unnið þar marga stóra sigra. Það hefur verið aim hana sagt að hún hafi bætt nýju orði við málið: skapgerðarleik- kona. Kaupmh.-blaðið Berlingske Aftenavis segir um leikkon- una: Hún er í bókstaflegum skilningi einstæð leikkona, hún á enga fyrirrennara og enga arfþega. Hún er lista- kona, sem ekki á sér hlið- stæðu í danskri leikhússögu. Nú sem stendur er Clara Poníoppidan að æfa nýtt hlut- verk, aðalhlutverkið í leik- ritinu Hrópið eftir Kjeld Ab- ell.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.