Morgunblaðið - 09.02.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.02.1961, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 9. febrúar 1961 MORGVNBLAÐIÐ 23 — Kongó Framh. af bls. 1 iherzlu á, að Kongómenn væru því sjálfir mótfallnir, að afvopn- ast og lagði fram þá spumingu hvernig önnur Afríkuríki mjmdu bregðast við ef komið yrði á eftirlitsstjórn Sameinuðu þjóð- anna í Kongó. Sagði Wigny að slík stjórn yrði sem ný nýlendu- stjórn. Ennfremur sagði hann að stefna Bandaríkjamanna í máli þessu væri langt £rá því að sam- rýmast hagsmunum vestrænna (þjóða. Wigny lauk máli sínu með því að krefjast þess, að 200 bel.g- ískir liðsforingjar og óbreyttir hermenn yrðu áfram um kyrrt í Katanga-fylki. Ný Kóreustyrjöld Gaston Eyskens lét orð falla um Kongómálið, og sagði, að hætta væri á nýrri Kóreustyrj- öld, ef Belgir reyndu upp á eigin spýtur að koma aftur á ró og reglu í Kongó. Fréttaritari Reuters í Washing ton skýrir firá því, að áætlanir þær, sem Bandaríkjamenn hafi á prjónunum til lausnar Kongó- málsins valdi nokkrum áhyggj- um stjórnmálamanna á vestur- löndum. Engu að síður muni flest þau lönd styðja Bandaríkin í tilraunum þeirra til að leysa deiluna. Ný ríkisstjórn Frá hinu margumdeilda landi er það að frétta, að Kasavubu mun nú undirbúa myndun nýrr- ar ríkisstjórnar imdir forsæti Josephs Ileo, þess sem hann hafði lýst forsætisráðherra áður en Mobutu ofursti tók völd, í sínar hendur. Ileo neitaði að gefa endanlegar upplýsingair um málið í dag, en sagði að tilkynn- ing yrðj birt um það opinberlega þegar hin rétta stund væri upp irunnin. Reutersfregnir frá Elisabeth- ville herma hins vegar, að Moise Tshombe hafi verið ákaft hyllt- ur, er hann hélt ræðu á fundi um það bil 6 þúsund manna í borg- inni. Réðist hann þar ákaft á Hammarskjöld og tillögur hans um að „afvopna Kongóher“. — Sagði hann, að þvi mundi aðeins fylffja öngþveiti og stjómleysi. Vakti mikinn fögnuð er hann sagði: Afrika er fyrir Afríku- menn, en hvorki Bandaríkjamenn né Kínverja. Haldi Bandaríkja- menn sig í Bandaríkjunum, Evr- ópubúar sig í Evrópu, Kínverjar í Kína og Afríkumenn í Afríku. Þjóð vor er reiðubúin til þess að verja sjálfstæði Katanga með vopnavaldi. — Hún hræðist ekk- ert. Tshombe lauk máli sínu með því að tilk. að felldur yrði nið- ur kosningaskatíur og að- ríkið tæki nú að sér kostnað allan af heilsugæzlu. ★ Philip Dean, fréttamaður Lundúnablaðsins Observers, segir í skeyti frá New York, að Kennedy muni vera hlynntur tillögum Hammarskjölds, f ram kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um að stórauka vald og álbirgð SÞ í Kongó. Aðal- atriðin í tilögum Hammar- skjölds eru sögð vera þau, að Belgíumenn skuli á brott með allt sitt lið úr Kongó. Þeir verði að hætta stuðningl við Mobuto hershöfðingja, Tshom- be í Katanga og Kalonji í Kas- aihéraði, og yfirhöfuð verði Belgiumenn að hætta öllum pólitískum afskiptum af Kongó. í stað þessa leggur Hammar- skjöld til að allt herlið það, sem blýtt hefir Mobuto, gangi undir íána SÞ, og telur Hammarskjöld að þau umskipti verði auðveld með því að SÞ greiði hinum Ikongósku hermönnum umsaminn mála. Þá leggur Hammarskjöld til að herstjórn SÞ fari alger- lega með stjóm flugvalla, hafn- armannvirkja og samgöngu- tækja, og aðgerðir verði fram- kvæmdar til að hindra algerlega vopnaflutninga til landsins. — Heyrst hefir að þjóðirnar í Af- ríku og Asíu hafi heitið því að koma í veg fyrir rússneska vopna flutninga til landsins. ) Nálgast stefnu Breta Síðustu daga hefir Kennedy átt langar viðræður við sendiherra Bandaríkjanna í Laos og Kongó, og segir Cyrel Dunn, Washing- ton-fréttaritari Observers, að nú sé mjög um það talað að Kennedy vilji fara nýjar leiðir í vanda- t málum beggja þessara landa, og reyna beinlínis að semja við Rússa um friðsamlega lausn. Til þess virðast benda viðræður Stev ensons, aðalfulltrúa Bandaríkj- anna hjá SÞ, við Zorin fulltrúa Rússa, og viðræður bandaríska sendihr. í Moskvu við rússneska ráðamenn. Sagt er að stórveldin tvö ræði um eftirfarandi hugsan- lega lausn: Ef Rússar hætta vopnaflutn- ingum til uppreisnarmanna í Laos og taka saman höndum við Vesturveldin um stuðning við samsteypustjórn Vientiane, þá munu Vesturveldin e'kkert hafa á móti samsteypustjórn í Kongó, sem fyrrverandi forsætisráð- herra Patrice Lumumba mætti sitja í. Observer segir að samkvæmt þessu virðist Kennedy vera far- inn að nálgast stefnu Breta í Laos-málinu um stuðning við hlutlausa ríkisstjórn, en hins vegar telur það að brezka stjórn in sé ekkl hrifin af þeirri tillögu að Lumumba fái sæti í nýrri rík- isstjórn Kongó, né yfir höfuð af tillögum Hammarskjölds í Kongó-málinu. Eru Bretar þeirr- ar skoðunar, að Kasavubu for- seti hafi verið kominn vel á veg með að koma á almennri stjórn- málaráðstefnu í Kongó, en að til- lögur Hammarskjölds muni gera þá viðleitni að engu. — Gervihnöttur Framh. af bls. 1 hnötturinn yrði væntanlega lágt yfir Edinborg og kynni ef til vill að hafa óheppilega um- ferðarbraut. 22 mínútur Heinz Kaminski, sem er for- stöðumaður Bochum-stjörnu- athugunarstöðvarinnar, kveðst hafa heyrt rússnesk orð og setn- ingabrot, þegar hann var að hlusta á hljóðmerki á tíðninni 19,994 megarið, sem að öllum líkindum væru frá gervihnettin- um rússneska. Ekki kvaðst hann geta um það sagt, hvort svo væri einnig um orðin. Hljóð- merkin höfðu heyrzt í 22 mín- útur samfleytt, en mismunandi sterkt. Þegar þau voru sem veikust komu orðin fram. Starfsmenn lofskeytastöðvar Reuters utan við London heyrðu einnig rússnesk orð á sömu tíðni, en þau reyndust brot úr fjarskiptasamtali, sem starfs- mennirnir segja að oft megi heyra á þessari og nokkrum öðrum bylgjulengdum. Þá sagði Heins Ottens, stjörnu fræðingur í Suður-Afríku í dag, að hann hefði heyrt merki, sem bentu til þess að maður kynni að vera um borð í gervihnett- inum. Eðlisfræðingurinn V. A. Hopper í Ástralíu kveðst hafa séð hnöttinn fara yfir Victoria í gærkveldi. Vinsœll ráðherra SíSustu fregnir frá Kongó hcrma, að Kasavubu hafi samþykkt myndun nýrrar stjórnar undir forsæti Ileos, svo sem ráð var fyrir gert. f stjórninni munu eiga sæti nokkrir af stjórnarmönnum ÍMobutus, t. d. Justin Bom- boko, og er þetta fimmta ríkisstjórnin sem hann fær sæti í. De GouIIe hæhu forystumuður sumeinuður Evrópu Brússel, 8. febr. — (Reuter) PAUL Henri Spaak sagði á fundi í gærkveldi, að hann teldi de Gaulle mjög hæfan til þess Þáltill. samþykkt ÞIN GSÁL YKTUN ARTILL AG A Guðlaugs Gíslasonar og Sigurðar Óla Ólafssonar um athugun á hafnarframkvæmdum í Þykkva- bæ og við Dyrhólaós var tekin til framhaldsumræðu í samein- uðu þingi í gær. Hafði fjárveit- inganefnd fjallað um tillöguna og lagt til að gerðar yrðu á henni smávægilegar breytingar. Guðlaugur Gíslason talaði fyr- ir tillögunni af hálfu fjárveit- inganefndar, en síðan var hún samþykkt samhljóða sem álykt- un Alþingis. Ræðast við 18. febrúar París, 8. fébrúar (Reuter-NTB) DE GAULLE, forseti, hefur lagt til að fundur hans og fbrseta Túnis, Habib Bourguiba, verði haldinn 18. febrúar n. k. Munu þeir þá ræða ástandið í Alsír. Er fundur þeirra forseta talinn afar mikilvægt spor í áttina til samningaviðræðna —■ Dómur Framh, af bls. 24. við. Síðan segir m. a. svo „Samkvæmt 3. mgr. 19. gr. áfengislaga er lögreglumönnum heimilað að rannsaka hvort bif- reiðar hafi áfengi meðferðis þó að það sé löglega keypt, enda liggi fyrir rökstuddur grunur um að áfengið sé ætlað til ólög- legirar sölu. Hér verður ekki séð að skilyrðum nefndra laga sé fullnægt. Áfengið uppgötvaðist nánast fyrir tilviljun. Brestur því forsendur til að beita 3. mgr. 19. gr. áfengislaga um umrætt tilvik og ber að sýkna ákærðan af öllum kröfum Dómur Hæstaréttar í Hæstarétti var ekki fallizt á sýknudóm undirréttar og segir m. a. í forsendum dóms Hæsta- iréttar: „Ekki verður talið skipta máli um refsinæmi verknaðar sam- fcvæmt 4 sbr. 3. málsgr. 19. gr. laga nr. •68/1954, þó að grunur löggæzlumanna um ólögmætan áfengisflutning komi þá fyrst til, er þeir hafa stöðvað bifreið eða hafið afskipti af henni í öðru skyni en leit að áfengi. Ákærði hafði meðferðis í bif- reið sinni 17 flöskur af brenni- víni, sem hann kveðst hafa keypt í Áfengisverzlun ríkisins í Reykjavík og ætlað til eigin neyzlu. Eins og atvikum vair háttað, svo sem nánar er greint í 'héraðsdómi, þykir ákærði ekki hafa leitt að því nægar líkur, að áfengið hafi ekki verið ætlað til sölu. Hefur hann því gerzt sekur við ákvæði 4. sbr. 3. málsgr. 19. gr. áfengislaga nr. 58/1954. Leitt er í Ijós, að hinn 8. júlí 1960 nam söluverð á 17 brennivínsflöskum hjá Áfengisverzlun ríkisins sam- tals fcr. 2890,00. í 2. málsgr. 42. gr. greindra áfengislaga er mælt, að brot gegn 4. málsgr. 19. gr. laganna varði sektum, er nemi í fyirsta sinni fimmföldu f söluverði þess áfengis, sem ætlað I er til ólöglegrar sölu. Samkvæmt ( því ber að ákveða refsingu á- j kærða kr. 14.450,00 sekt, er renni til Menningarsjóðs, og komi vairðhald 45 daga í stað sektar- innar, verði hún ekki greidd inn an 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Áfengi það, 17 flöskur af brennivíni, sem tekið var af ákærða, skal vera upptækt til ríkissjóðs (samkvæmt 2. máls- girein 42. gr. laga nr. 58/1954.) Ákærða ber að greiða allan kostnað sakaiinnar í héraði og «hér fyrir dómi. að verða forystumaður samein- aðrar Evrópu. Öflugri samvinna Evrópuríkja er mikið áhugamál Spaaks og hyggst hann beita sér fyrir henni nú er hann hverfur frá starfi sínu hjá Atlanshafs- bandalaginu til stjórnmálastarf- semi í heimalandi sínu. I hádegisverðarboði, sem Spaak var haldið í Brussel í dag lét hann svo um mælt, að hann hyrfi nú frá starfi sínu, sem fram- Aðalfundur Sjálf- stæðisfélags Seltirninga AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé- lags Seltirninga var haldinn mið- vikudaginn 1. þ.m. Mikill áhúgi hefur ríkt innan félagsins fyrir því að koma á ýmsum umbótum mnan hreppsins. A fundinum var eftirfarandi ályktun sam- þykkt einróma: Fundurinn ályktar að skora á hreppsnefnd Seltjarnarneshrepps að koma eftirtöldum umbótum í framkvæmd svo fljótt sem verða má: 1) Að fara þess á leit við Reykjavíkurbæ, að Grandavegur verði framlengdur að frystihús- inu „Isbjöminn“ og þungaflutn- ingum beint um þann veg, eftir því sem unnt er. 2) Að komið verði upp bið- skýlum á strætisvagnastöðlu’m, þar sem þeirna er þörf. kvæmdastjóri Atlanshafsbanda* lagsins, sö'kum þess að hann ósk- aði þess einlæglega að þjóna landi sínu og teldi það skyldu sína. Kvað hann Belgíu nú hætta búin og yrði að sporna við órétt- læti og röngum framkvæmdum. Upplýsingar um vörusýnin«ar EINS og á undanförnum árum má búast Við, að margir íslenzkir kaupsýslumenn muni sækja vöru- sýningar í Evrópu. Helztu vöru- sýningar á þessu ári í Evrópu eru í eftirtöldum borgum: Köln 24. febr.; Frankfurt 5. marz; Leipzig 5. marz; Offenbach 4. marz, Vien 12. marz; Milano 12. apríl, Brússel 29. apríl og Hann- over 30. apríl. Ferðaskrifstofunni Sögu hefir tekizt að útvega gistingu fyrir 20 manns á hóteli í Frankfurt, vel staðsettu, og mun úthluta farþeg- um sínurn þessum herbergjum, séu pantanir sendar nógu snemma. Hvað viðvíkur Leipzig hefur reynst ógérningur að útvega á- kveðið hótel, en Saga mun veita alla aðstoð við útvegun á gist- ingu. Búast má við að flogið verði beint til Leipzig frá ýmsum borgum N- Evrópu, en þar sem flugvélakost- ur er nokkuð takmarkaður, er mönnum ráðlagt að panta far hið allra fyrsta. Ferðaskrifstofan Saga mun á næstunni eiga von á bæklingum og nánari upplýsingum um allar ofangreindar vörusýningar, og geta kaupsýslumenn snúið sér til hennar, til þess að skipuleggja ferðir sínar í tíma. Hjartanlegustu þakkir flyt ég öllum ættingjum og vinum, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum á, 75 ára afmæli mínu 2. febrúar s.l. Jóhannes Jónsson, Skeiðarvogi 93, Reykjavik. DR. ÓLAFUR LÁRUSSON prófessor verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 10. þ.m. kl. 2 e.h. — Blóm vinsamlega afþökkuð. Fyrir hönd vandamanna. Lára Magnúsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Jón S. Ólafsson. Móðir mín og amma KONKORDÍA STEFÁNSDÓTTIR verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. febrúar kl. 10,30 fyrir hádegi. — Blóm og kransar afbeð- in, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líkn- arstofnanir. Björg Sigurðardóttir, Margrét Sigurðardóttir. Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi GUÐMUNDUR JÓNSSON bifreiðastjóri, Barmahlið 1 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 10. febrúar kl. 1,30. Kristín Lýðsdóttir, böm, tengdabörn og barnaböm Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför stjúpmóður okkar, ÖNNU ÓLFJÖRÐ Margrét Ölafsdóttir, Páll Ölafsson, Albert Ólafsson. Innilegustu þakkir til allra, sem sýndu vináttu og samúð við andlát og jarðarför móður minnar guðrUnar þorleifsdóttur frá Vatnsholti Fyrir hönd barna hennar og barnabarna. Ingveldur Gísladóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.