Morgunblaðið - 09.02.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.02.1961, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 9. febrúar 1961 MORCUNBLAÐIÐ 17 Þórhallur Vilhjálms son — Minninqarord ÞAÐ ER eitt af lögmálum lífsins að menn koma og fara. Nú hefur Þórhallur Vilhjálmsson horfið til moldar, eftir langan og starfsam- an dag. Fráfall manna vekur alt- af söknuð, þó við vitum að hver stund færir okkur öll nær því sem koma skal — það er eitt af því sem við vitum með fullri vissu að þangað liggur leiðin. Þórhallur Vilhjálmsson var fæddur að Hánefsstöðum við Seyðisfjörð 25. júlí 1899. Hann var sonur hjónanna Vilhjálms Arnasonar og Bjargar Sigurðar- dóttur er bjuggu að Hánefsstöð- um, og var Þórhallur fjórði í röð sjö systkina, sem öll eru lands- kunn og áhrifafólk á sínum stöð- um. Það er misjafnlega bjart yfir minningu samferðamannanna, en yfir minningu Þórhalls Vil- hjálmssonar er bjart, og gott að hugsa til liðinna stunda. Þór- hallur kom til Keflavíkur sem roskinn maður með mikla reynslu og viðburðaríkan feril, bæði á sjó og landi. Hann var áræðinn brautryðjandi í eigin starfi og forustumaður hvar sem hann fór. Hann var skapfastur og gjarnan óvæginn þegar á þurfti að halda, en skoðanir hans yiru reistar á gjörhylgi og oft harðsóttri reynslu. Manndómur Þórhalls stóð föstum fótum góðr- ar og dugmikillar ættar. Þegar Þórhallur kom til Kefla- víkur hafði hann farið víða um höf, sem skipstjóri stserri skipa, sjálfur átt sína útgerð og öðrum unnið. Eftir að hann hætti skipstjórn og tók upp störf á landi, gerði hann sér til dundurs að sækja erlendis frá nýja fiskibáta, og alltaf var hann jafn gíaður yfir framförum og bættri aðbúð sjó- manna á nýjum skipunum — þar heyrðist aldrei neitt nöldur eða eftirsjá yfir því hvað aðrir hefðu það betra en var á hans sjómanns árum. Það lýsir manninum vel, hann var framfaramaður og trúði á framtíðina. Hann vissi að gæfa og gengi Islands var hnýtt órofa böndum, við giftu og dugnað þeirra er sjóinn sækja, til að skapa verkefni þeim sem í landi eru. Þórhallur var lánsmaður í lífi og starfi, aldrei varð slys á skip- um hans, en mörgum varð hann til að bjarga. Starf sitt sem hafnarstjóri landshafnarinnar í Keflavík, sem hann gengdi um árabil, rækti hann sem önnur störf, með festu og dugnaði. Kona Þorhalls er Sigríður Jónsdóttir, ættuð af Fljótsdals- héraði, þau eignuðust 4 börn. Son sinn Braga, misstu þau er hann var að námi í Menntaskóla Akureyrar, hin börn þeirra eru Guðbjörg og Vilhjálmur lögfræð ingur, bæði í Keflavík og Birgir deildarstjóri hjá Flugfélagi Is- lands. Þau hjón hafa sannarlega skilað góðum arfi í börnum sín- um. Þegar við nú kveðjum Þórhall Vilhjálmsson, þá eru honum þökkuð störf hans og forusta á svo mörgum sviðum, en öllum sem til hans þekktu, verður rík- ust í huga minningin um mann- inn glaðlynda, stefnufasta, sam- vinnuþýða og velviljaða mann- inn, sem lagði hverju máli það bezta og var mestur málsvari þeirra, sem báru skarðastan- hlut í baráttu lífsins. Með Þór- halli er til moldar genginn góð- ur drengur, sem gleymist ekki. Keflvíkingar kvöddu Þórhall með þökk og virðingu og fáar jarðarfarir hafa þar fjölmennari verið. —hsj—• Stúlka óskast til afgreiðslustarfa Hagabuðin Hjarðarhaga 47 — Sími 19453 Foroyingafélagið heldur fastalávints-skemtan leygarkvöldið 11. febr. kl. 9 í Silfurtunglinu. Stjórnin Verzlunarstjóra vantar að matvörubúð nú þegar eða 1. marz. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir 11. febrúar, merkt: „1404“. Þér lítið aðeins vel út — að yður líði vel heilsan er fyrir öllu gerið jbvi allt til að viðhalda henní. Þegar Jbér farið i bað, Jbó hafið B AD E D AS i baðið Jbað inniheldur vitamin Bað þarf að gera meira en þvo líkaman. ★ Fólk hefur heyrt og vitað árum saman, að eitt bezta ráð til að viðhalda góðri heilsu er að fara reglulega í bað. ★ Nú hafa hinar heimsfrægu U. H. U. verksmiðjur í Þýzkalandi sent á markaðinn vítamínerað freðiblað, Badedas, sem hressir, styrkir og veitir vellíðan. ★ Eftir Badedas Vítamínbað mun yður líða sérstaklega vel. — Húð yðar mýkist og verður fersk og lífleg, og blóðið rennur eðlilegar um líkamann. Ef þér farið aðeins eftir Badedas baðaðferð, þá er baðið fullkomlega Vítamínerað. Vitamin steypibað Bleytið allan líkamann. — Látið síðan einn skammt af BADEDAS á svampinn og berið á allan líkamann, þar til freyðir. Nofið BADEDAS ævinlega án sápu. Venjuleg sápa minnkar hin hressandi og hreinsandi áhrif BADEDAS og einnig hin nærandi og verndandi áhrif þess á húðina. BADEDAS fæst í snyrtivörubúðum og víðar HEILDSÖLUBIRGÐIR H.A. TULINIUS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.