Morgunblaðið - 09.02.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.02.1961, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 9. febrúar 1961 ' MORGVNBLAÐIÐ 11 Ölga undir niðri í Tyrklandi SKEMMDARVERK á líkneski af Kemal Ataturk, nýjar handtökur og óvenjulega margar opiniberar aftökur 1 hinum stærri borgum Tyrklands, benda til nokkurrar ólgu meðal íbúanna. Þjóðin virð- ist ekki fyllilega hafa jafnað sig eftir stjótrnarbyltingu hersins 1 maí sl. þegar stjórn Adnan Mend- ers var rekin frá völdum. Mesta furðu hefur vakið hand- taka tveggja lögfræðinga sem annazt hafa vörn Menderes hins fyrrverandi forsætisráðherra, í málaferlunum á eyjunni Yass- ida við Istanbul. Lögfræðingun- um var gefið að sök að hafa sam- ið bækling, sem stjórnarvöldin telja túlka málstað ákærða mjög einhliða. Ekki virðast þeir þó hafa dreift honum, því að ekki hefur verið unnt að ná í eintak ef honum til þess að komast að efni hans, né heldur fá vissu um, aó slíkur bæklingur sé til. H:.nn 26. desember sl. voru eirm ig handteknir skyndilega 65 menn, sem nefndir voru „öfga- menn, skæruliðar og afturhalds- seggir“. Þeir verða ekki leiddir fyrir venjulega dómstóla, heldur fyrir þá „byltingardómstóla“ sem komið var á fót í ágúst sl. með sérstökum lögum þjóðeiningar- nefndarinnar, en svo nefnist ráð- ið, sem nú fer með völd. Úrskurði þessara dómstóla er ekki unnt að áfrýja og þeir hafa vald til að dæma menn til dauða fyrir „áróður gegn byltingunni og hug- sjónum hennar", ákvæði, sem er þægilega tvírætt. • Þessir dómstólar minna óþægi- lega á hina illræmdu „sjálfstæð- isdómstóla" frá dögum Kemals Ataturks, sem dæmdi þúsundir manna til dauða. Verði hinir á- kærðu leiddir fyrir þessa dóm- stóla, mun það í fyrsta sinn, sem mál er rekið fyrir þeim. Enginn hinna 65 handteknu er þjóðkunn- ur, flestir eru þeir smákaup- menn eða embættismenri. Þess- ar handtökur áttu rót að rekja til þess, að minningu Kemals Ata- turks hafði iðulega verið sýnd 6- virðing. Hinn mikli tyrkneski umbótamaður og hermaður, sem lézt 1938, hefur ávallt verið mjög óvinsæll meðal afturhaldssamra og öfgafullra Múhameðstrúar- manna í Tyrklandi. Líkneski af Ataturk var sprengt í loft upp í Iskenderum í suðurhluta Tyrklands og í öðr- um hluta landsins voru myndir af honum og ræður hans bornar á bál. Þessi óvirðing við virtan leið toga olli hneykslun um allt land- ið, einkum meðal menntamanna og námsmanna, og auðveldaði stjóninni að láta skríða til skarar skríða gegn hinum afturhalds- sömu ofsatrúarmönnum og fyrri stuðningsmönnum Menderes stj órnarinnar, sem almenningur telur vera á sama báti. Sá atburður, sem mesta at- hygli hefur vakið um þessar mundir, er myndun 272 manna fulltrúarráðs, sem mun hafa að- setur í Ankara og koma í stað kjörins þings, þar til hernaðaryf- irvöldin hafá afsalað sér völdum í hendur borgaralegrar stjórnar. Hópferðir Höfum allar stærðir af hóp- " ferðabílum í lengri og skemmri ferðir. Kjartan Ingimarsson Sími 32716 Ingimar Ingimarsson Sími 34307 34-3-33 En Gursel hershöfðingi hefur heitið, að það verði í síðasta lagi í október n.k. Hið nýja fulltrúa- ráð, sem einnig mun semja nýja stjórnarskrá og ný kosningalög, er ekki kosið almennri kosningu, heldur skipa ýmis stjórnmálaöfl menn 1 það, t. d. stjómmála- flokkar, stéttafélög, háskólar, hin ir ýmsu aðilar fréttaþjónustunn- ar og héraðsstjórnir. Þótt veruleg höft séu á stjórn- Þungavinnuvélar Inonu foringi lýðveldisflokksins • málastarfsemi í landinu, var hún mikil síðustu vikurnar fyrir skip un fulltrúa í ráðið, enda var hér um að ræða mikilvægt spor. Or- sök þeirrar ólgu, sem nú gerir vart við sig er sá grunur, að hin ýmsu stjórnmálaöfl muni ekki eiga fulltrúa í ráðinu, í réttu hlut falli við fylgi þeirra, heldur muni skipan þess vera í vil einum manni og einum stjórnmálaflokki — hinum nafnkunna, 77 ára gamla Ismet Inonu, eftirmanni Kemals Ataturks og lýðveldis- flokki hans. Enda þótt Inonu sé fyrrverandi forseti landsins og hafi mikla reynslu af starfi í þágu þjððar sinnar, er hann mjög um- deildur. Helmingur þjóðarinnar telur hann vera hinn eina er geti bjargað Tyrklandi. Hinn helm- ingurinn hefur megnustu fyrir- litningu á honum. Eftir stjórnarbyltinguna 27. maí, höfðu menn vænzt þess, að Inonu og flokkur hans, sem voru höfuðandstæðingar hinnar fölinu Menderes stjórnar, mundu taka við völdum. En brátt kom í ljós, að nokkrir af leiðtogum bylting- arinnar höfðu aðra skoðun á því máli. Foringi þessara marina í þjóðeiningarnefndinni var Turk- esh, ofursti, greindur og fram- gjarn maður, ættaður frá Kýp- ur. Hann hafði enga ástæðu til að bera hlýhug .til Inonu, þar sem honum hafði verið varpað í fangelsi vegna sameiningarstefnu cg hann jafnvel pyndaður, þegar Inonu var við völd. Turkesh hafði áformað, að full- trúar í þjóðeiningarnefndinni skyldu ekki vinna með Inonu, heldur stofna nýjan flokk, sem gæti náð fylgi hinna mörgu, sem áður kusu Menderes og höfðu engan fulltrúa átt á vettvangi Ávarp til þjóðarinnar írd Landsambandinu gegn dfengisbölinu EKKI getur það farið fram hjá l neinum manni í landinu, sem lætur sig varða velferð þjóðar- innar, hvílíkt vandamál og þjóð- arböl áfengisneyzlan er. Ábyrg- ir og sérfróðir m?nn fullyrða nú, að hún sé orðin álíka þjóðar- mein, sem berklaveikin var hér fyrr á árum eða verra. Þjóðfé- lagið hefur unnið röggsamlega gegn berklaveikinni og öðrum sjúkdómsplágum og náð glæsi- legum árangri, vegna þess, að bæði þekking og almennur áhugi og skilningur manna í landinu, og löggjöf, lögðust á eitt um að vinna sigur í þessu stríði. Hvers vegna þá fálæti og sinnuleysi varðandi áfengissjúkdóminn, sem er þó þeim mun verri en flestir aðrir sjúkdómar, að hann sýkir bæði sál og líkamá og van- virðir manndóm meira en nokk- uð annað? Fjórða þing Landssambands ins gegn áfengisbölinu skorar því á öll aðildarfélög sín og lands sambönd, 26 að tölu, en ekki að- eins þau, heldur og alla þjóðina, að sýna í verki góðan áhuga og skilning á þessu þjóðfélagsvanda máli. Skiptar kunna skoðanir manna að vera um leiðir að marki, en slíkt réttlætir engan veginn fálæti og aðgerðarleysi. Áhugasamir og samtaka þurfa allir þeir menn í landinu að vera, konur jafnt sem karlar, sem vilja þjóð sinni vel og leggja lið sitt til þess að sigrast á áfengis- bölinu. Hálfvelgja leiðir ekki til sigurs. Sá, sem er með í för að eins að nafninu til, getur ekki átt þátt í því að sóknin verði sigurför. Leggjum því heilhuga fram krafta vora til þess að sigr ast á einu hættulegasta og versta þjóðfélagsmeininu. Abraham Lincoln kallaði áfengisneyzluna og áfengissöluna krabbameinið í þjóðfélagslíkamanum. Áfengis. neyzla á ekki rétt á sér undir neinum kringumstæðum, en allra sízt á öld hraðans og vél væðingarinnar, og hún á aldrei samleið með sannri menningu, en vanvirðir allt sem lýtur að manndómi, menningu, siðgæði og velferð manna yfirleitt. Slík um vágesti má ekki biðja vægð- ar. „Hver illgresi banvænu biður hlíf“, segir skáldið, „hann bæl- ir og traðkar í eyði. Sé drepinu hlúð, visnar heilbrigt líf, en hefndin grær á þess leiði.“ — Af- stýrum slíkri ógæfu. í stjórn Landissambandsins gegn áfengisbölinu Pétur Sigurðsson, formaður. Björn Magnússon, varaform. Axel Jónsson, gjaldkeri. Tryggvi Eiríksson, ritari. Magnús Jónsson. Jakobína Matthiesen. Guðbjartur Ólafsson. Ungling vantar til blaðburðar við Bústaðaveg JMorglfttfrlllftifr Gursels hershöfðingi stjórnmála síðan hann var rek- inn frá völdum. Inonu sá sér nú ógnað. I hreinsuninni hinn 13. nóv. sl. tókst honum og flokks- mönnum hans að bola Turkesh frá og hófust þeir síðan handa um stofnun hins nýja fulltrúaráðs. ★ Hverjir, sem valdir eru að skemmdarverkinu í Iskenerum, hafa gefið stjórninni tækifæri til þess að bregðast hart við ólg- unni í landinu. Hinar opinberu aftökur, 13 að tölu, sem fram hafa farið í hinum stærri borgum, eru þó óvenjulegri viðbrögð. Opin- berlega er sagt, að hér sé um að ræða aftökur, sem stjórn Gursels hafi orðið tafsamt að fram- kvæma. Ljóst er þó, uð þessum aítökum er ætlað að áminna fólk um að hugsa tvisvar, áður en það hefst nokkuð að. Að vísu hafa þær ekki verið svo margar í einu og líkin hafa ekki verið látin hanga klukkustundum sam- an í gálganum um hábjartan dag- inn. Hervaldarnir óttuðust ber- sýnilega vandræði og gripu til þessara áhrifamiklu ráða til þess að koma í veg fyrir þau. Enn eru tvær hliðar á þessu máli. Önnur er efnahagur lands- ins, hin er heilsa Gursels hers- höfðingja. Efnahagurinn, sem var bégborinn í stjórnartíð Mender- es, er nú verri en nokkru sinni fyrr — viðskipti eru treg, við- skiptajöfnuður óhagstæður, er- lendar skuldir þungar, atvinnu- leysi mikið og óánægja almenn- ings vaxandi. Gursel hershöfð- ingi, sem á 6 mán. hefur getið sér góðan orðstír fyrir vizku og heil- brigða afstöðu til mála, er veik- ur maður, og neyðist ef til vi!I til þess að hætta afskiptum af stjórnmálum innan skamms. Ef svo verður er illa farið, því að hófleg og ákveðin áhrif hans eru einmitt það sem Tyrkland þarfn- ast á þessum óróatímum. (Observer — öll réttindi áskilin) Pökkunarstúlkur óskast strax. Hraðfrystihusið Frost hf. Hafnarfirði — Sími 50165 Nauðungaruppboð eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undan gengnum lögtökum, verður haldið opinbert uppboð við skrifstofu mína, Álfhólsvegi 32, Kópavogi, föstu- daginn 17. febrúar n.k. kl 15. — Seldar verða bif- reiðarnar: R-1361, R-1658, R-4079, R-4527, R-6425, og R-8228. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Kópavogi „Með piparmintubragði og virku Cuma- sina-silfri, eyðir tannblæði og kemur í veg fyrir tannskemmdir“. □ □□ „Sérlega hressandi með Chlorophyll, hinni hreinu blaðgrænu, fjarlægir leiða munn- þefjan“. □ □□□□ „Freyðir kröftuglega með piparmintu- bragði“. VEB Kosmetik-Werk Gera Deutschc Demokratische Republik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.