Morgunblaðið - 09.02.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.02.1961, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. febrúar 1961 sem lenti i sjávar dæmdar bætur Sjómanni háska HINIR mörgu kaupendur Mbl., sem halda Lesbókinni saman, geta slegið upp í árgangnum frá árinu 1954, 24. tbl., og munu þeir þá finna frásögnina „Við fótskör dauðans", eftir Þórð Halldórsson frá Dagverðará. Var hann á vél- bátnum Orra frá Olafsvík 2. febr. það ár, er hann slitnaði upp og rak á land í ofsaveðri. Var Þórð- ur einn á vakt í bátnum er veðr- ið skall á. Eftir að báturinn strandaði, vestan við brimbrjót- inn í Olafsvík, tók Þórður hað til bragðs, að hann batt sig fast- an við framsiglu bátsi'ns. Þetta gerðist um klukkan hálf tólf að kvöldi, en um kl. 2,30 um nóttina fannst báturinn sokkinn, en mað- urinn bundinn í framsiglutréð, sem stóð upp úr briminu. Tókst mönnum á öðrum báti, m. b. Fróðá að bjarga Þórði um borð í bátinn og þótti það frábaert afrek. I greininni í Lesbókinni segir Þórður frá því er hann hafi séð bátinn nálgast sig, þar sem hann vaí' bundinn við mastrið. Hann gat með dofnum höndum leyst sig og á næsta augnabliki er sjálf björgunin hafin. Hann fór í sjóinn, missti meðvitundina og vissi ekki af sér fyrr en hann rankaði aftur við sér á þilfari Eróðá hjá mönnunum sem björg uðu honum — „hættu lífi sínu til að bjarga mér“, segir Þórður í hinni skilmerkilegu frásögn sinni í Lesbókinni. Var þessi grein meðal margra gagna er lögð var fram, málið varðandi. Kvöldið sem vélbáturinn Orri slitnaði upp, og rak á land og fórst, hafði hann legið bundinn utaná Vestmannaeyjabátnum Oddi. Hann var að losa sand- farm. Taldi Þórður skipstjórnar- menn þess skips, bera alla ábyrgð á því hvernig farið hefði og þar með þeim hrakningum sem hann sjálfur lenti þá í. Fyrsta hálfan mánuðinn eftir að Þórður bjarg- aðist var hann rúmfastur. í marzmánuði leitaði hann læknis. Aðallega kvartaði hann um hve mikill kuldi sækir á fæturna. Tryggingasérfræðingur fjallaöi um mál þetta og honum reiknað- ist varanlegt örorkumat Þórðar vera 30%. Hafði öorkan verið 100% um nokkurt skeið. Skaðabætur þær er Þórður gerði á hendur skipstjóra M.b. Odds, Guðmundi H. Oddssyni, og eiganda skipsins, Helga Bene- diktssyni, nam alls rúmlega 215.000 krónum. í héraði urðu úrslit málsins þau að Þórði voru dæmdar 47,500 krónur ásamt 6% vöxtum. Þegar dómurinn hafði gengið heima í héraði, urðu sjómenn þar reiðir mjög, vegna þess hve lágar þær bætur voru er Þórði voru dæmdar. Lýstu þeir vanþóknun sinni á dómnum. Töldu þeir skaðabótaupphæðina alltof lága ,,jafnast á við verð á einum lög- regluhundi í Bretlandi“. I Hæstarétti urðu úrslit máls- ins á annan veg. Voru Þórði Hall- dórssyni dæmdar miklu hærri bætur. 1 dómsforsendum segir m. a.: „ . . . Þá hefur Bergþór læknir Smári að nýju skoðað aðaláfrýj- anda hinn 29. nóvember 1960. 1 vottorði hans, dags. 30. sama mán aðar segir: „Kvartanir slaðaða eru þær sömu og áður, og skoðun leiðir ekki neitt sérstakt nýtt í Ijós. Mér virðist einsætt, að örorku- mat það, er ég framkvæmdi á Þórði 14. des. 1957, eigi að standa óbreytt, þ. e. a. varanleg örorka 30%, er skiptist þannig: Traumatisk neurosa 15% og sköddun á blóðrás 15%“. Eins og í héraðsdómi greinir, gerði skipshöfn V. s. Odds enga tilraun til að flytja V.b. Orra að bryggju og festa hann þar, þegar V.s. Oddur fór frá bryggjunni. Samkvæmt því og að öðru leyti með skírskotun til forsenda hins áfrýjaða dóms má fallast á það álit héraðsdómenda, að skipshöfn V. s. Odds hafi með óhæfilegu skeytingarleysi átt þátt í óför- um V.b Orra og þar með áfalli því, er aðaláfrýjandi varð fyrir. Hins vegar ber á það að líta, að skipshöfn V. b. Orra sýndi einn- ig hirðuleysi um gæzlu bátsins, og sérstaklega má meta aðaláfrýj anda það til óvarkárni, að hann svaraði ekki, þegar skipverji af V. s. Oddi fór yfir í V.b. Orra og kallaði niður í hásetaklefann, hvort þar væri nokkur. Telst hæfilegt eftir málavöxtum, að gagáfrýjendur bæti aðaláfrýj- anda tjón hans að % hlutum. Tjón aðaláfrýjanda sökum at- vinnumissis og örorku, eftir að bætur til hans frá Tryggingastofn un ríkisins, kr. 41.893,06, hafa verið frá dregnar, þykir hæfi- lega metið kr. 70.000.00. Stað- festa má ákvæði héraðsdóms um þjáningabætur, kr. 35.000.00. Verður gagnáfrýjendum því dæmt að greiða in solidum aðal- áfrýjanda % hluta af kr. 105.000.00 þ. e. kr. 70.000.00. Að- aláfrýjandi hefur krafizt 6% árs- vaxta af þjáningabótum frá 30. janúar 1954 til 25. apríl 1955 og svo vaxta af allri dæmdri fjár- hæð frá þeim degi, eins og í að- alkröfu hans segir. Samkvæmt framansögðu eru honum dæmdar í þjáningabætur % hlutar af kr. 35.000.00 þ. e. kr. 23.333.33, og ber að dæma honum 6% ársvexti af þeirri fjárhæð tímabilið frá 30. janúar 1954 til 25. apríl 1955. Að öðru leyti má dæma honum vexti af allri hinni dæmdu fjár- hæð, kr. 70.000.00, samkvæmt aðalkröfu hans. Eftir þassari niðurstöðu ber gagnáfrýjendum að greiða in solidum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst samtals kr. 25.000.00. Dómsorð: Gagnáfrýjendur Guðmundur H. Oddsson og Helgi Benediktsson, greiði in solidum aðaláfrýjanda, Þórði Halldórssyni, kr. 70.000.00 ásamt 6% ársvöxtum af kr. 70.000.00 frá 25. apríl 1955 til 22. febrúar 1960, 9% ársvöxtum af sömu fjárhæð frá 22. febrúar 1960 til 29. desember 1960 og 7% ársvöxtum af sömu fjárhæð frá 29. desember 1960 til greiðslu- dags. Gagnáfrýjendur greiði in solid um málskostnað í héraði og fyr- ir Hæstarétti, kr. 25.000.00. Af NÆSTA sýning Pókók verðuir tj í kvöld, en leikritið hefur holt l ið góða aðsókn og vakti at- J hygli. Myndin er úr leiknum I og sýnir Jón Bramlan (Þor- • stein ö. Stephensen), Fríðu Morguns, form. mæðrafélags- ins „Altaf á brjósti“ (Auróra Halldórsdóttir) og Beintein Sveinsteinsson, form. barna- kennarasambands ísl. (Karl Sigurðsson. þeim hljóti talsmaður aðaláfrýj* enda, Magnús Thorlacius hæsta* réttarlögmaður kr. 17.000.00 og ríkissjóður kr. 8000.00. Einn dómenda Hæstaréttar skilaði séra'vkvæði um skiptingu ábyrgðar til helminga milli Þórð. ar og skipstjóra og eigenda M.b. Odds. Þingey gerð að héraðsgarði VETTVANGUR Framhald af bls. 13. ekki. Hann vissi að hann hafði á hendi mikilvægari varðgæzlu en nokkur maður annar í landi hans, og honum datt ekki í hug að skjóta sér undan skyldunni við þjóð sína, við allar þjóðir, með því að gera kröfur til að vera ábyrgðarlaus. Hann fór eins hljóðlega og hann kom, en áður en hann kvaddi, gerði hann þær kröfur til samvizku okkar að við létum ekki bugast, að við létum ekki blekkjast, að við lét- um ekki kaupa okkur fyrir smá- peninga. Hann bað okkur um að hringja bjöllum samvizkunnar til að minna á, að ábyrgðarleys- ið er ekki einasta hættuiegasti andstæðingur lýðræðis, heldur einnig sterkasti bandamaður ein ræðis. Við höfum reynt að hringja bjöllunum. Rödd ein- ræðisins rauf sjálfsánægjuþögn- ina í brjósti okkar og við hringd- um almenningsálitið til tíða. Sumir komu, aðjár sátu heima. Það verður ekki messufall þó ég komi ekki, hugsuðú þeir- Það er ekki hættuleg hugsun. H. C. Andersen kallaði þessa hugsun einhvern tíma Prinsessuna á bauninni. En við hringdum bjöllunum. Og það varð ekki messufall. Þess vegna láta varðgæzlumennirnir minna á sér kræla í bili, en þeir bíða þess að geta kallað mig eða þig inn í Ljómagnúp marxism- ans. Nai, segið ekki þetta sé ósanngjörn ádeila, segið ekki þetta sé fleipur. Takið ykkur heldur stöðu, þar sem ykkar er þörf, eða hefur verið nóg að gert. Höfum við varið frelsið? Höfum við slegið skjaldborg um frelsið í ljóði Pastemaks ?Hvað um allt þetta fólk sem aidrei er hægt að treysta, þegar einræðið á leik á borði? Eða hvað heyrist nú til allra þessara andans postula, sem hafa látið ginnast til þátttöku í skylmingaleik stjórnmálanna? Hvað er nú orð- ið af hugsjóninni? Hví reyna þeir ekki að auglýsa eftir henni sem hafa týnt henni? Hví reyna þeir ekki að auglýsa eftir henni í tímariti Máls og menningar, Þjóðviljanum: „Höfum tapað hugsjón. Skilvís finnandi snúi sér til Guðna Jónssonar, próf- essors". Hví ríkir nú þögn, grafarþögn? Engar bjöllu- hringingar hjá prókúruhöfum frelsisins. Hvar er Þóroddur á Sandi? Olga Ivinskaya má liggja óbætt hjá garði fyrir hverjum sem er. Þetta er trúnaðurinn við lýðræðið. Þetta er varðgæzlan um frelsið. Þetta er skyldan við samvizkuna. Ekki orð frá rit- höfundafélögunum, ekki orð. Af hverju þessi hræðsla? Hvað óttist nú þið, sem skjótið ykkur á bak við ábyrgðarleysið og eruð „hlutlausir í átökum stórveldanna"? Vitið þið ekki enn, að hlutleysi tryggir að eins eitt, eins og nú er háttað í heiminum: dauða lýðræðisins. Kommúnisminn segir ekki bæði og, hann segir: annað hvort eða. Og hann ætlar að sigra. Eða hvað óttist nú þið, sein viljið ekki bera hönd fyrir höfuð Olgu Ivinskayu, vegna þess þið haldið að það verði auðvaldinu í hag? Er auðvaldið þá svona slæmt, að menn vilja heldur vera þátttakendur í óafmáanleg um glæp en standa við hlið þess, þegar það hefur móralinn sín megin. Og svo eru gerðar kröf- ur til að slík framkoma sé köll- uð fallegum orðum, eins og frjálslyndi, víðsýni og að vera ópólitískur. Eða hvað óttast nú Þjóðviljinn að hann skuli þurfa að hlaupa í Die Welt til að geta safnað hjörð sinni saman enn einu sinni undir merki sæluríkisins. Hann er vanur að halda sér í önnur pils. Og hvað stendur svo í blaði heilags anda og Stalins opinberunar: „Olga Ivinskaya gaf 18 ára gömlum syni sínum peninga fyrir mótorhjóli. Lög- reglan veitti því athygli, rann- sakaði málið og allt komst upp“. Og Þjóðviljinn varpar öndinni léttar. Þetta er okkur sagt að hafi gerzt í Moskvu. Varðgæzlu. menn þessarar milljónaborgar sjá nýtt mótorhjól. Þgir fara á stúfana. Mótorhjól á götu millj- ónaborgar og það vekur grun um gjaldeyrissvik. Að hugsa sér hvílík lífskjör, hvílík ástæða tii aðdáunar! Það er víst betra að eiga ekki bíl á svona stað. Nei, auðvald er ekki til í okk- ar landi, þó fólk geti átt eitt lít- ið mótorhjól óáreitt og án þess að vekja grunsemdir um svik og pretti og samsæri gegn ríkinu. Það er engin afsökun að brjóta gegn samvizku sinni af ótta við ímyndaðan draug. Freistingar óttans veita jafn greiðan aðgang að himnaríki og afbrot syndar- ans. Þær bjarga engum, veita ekkert skjól, engan stuðning, sem annars flokks listamenn sækjast stundum eftir til að svindla sig inn í flokk hinna út- völdu. Þær gera aðeins eitt: fella menn á prófinu. Eða hver studdi Pastemak í heimalandi hans? Bað hann nokkurn tíma um stuðning? Trúin á ljóðið í brjósti okkar var honum nóg og hann var reiðubúinn að berjast fyrir hana, þessa trú. Það vissi rússneska varðgæzlan. Olga Ivinskaya átti einnig þessa trú, það varð henni að falli. Lögregl- an leitaði ekki að mótorhjóli. Hún leitaði að öðru í íbúð henn- ar, skugga Pasternaks: „Sam- tímis var lagt hald á ýms rit frá hendi Pasternaks ,þ.á.m. frum- ritið að hinu ófullgerða leikriti hans „Hin blinda fegurð“, einnig taska full af bréfum“. Þetta hefur Þjóðviljinn eftir Die Welt, að innbrotsmennirnir hafi fund- ið á heimili skáldkonunnar, óprentað handrit eftir Pasternak. Já einmitt það. Og svo eru hin- ar og þessar skýringar á hand- töku skáldkonunnar að þvælast fyrir fólki. Og guðspjallið hljóðar enn sem fyrr: Flatur fyrir mínum herra. Svona er nú þetta einfatt. Svona er nú þetta rotið. Og ekkert hefur gerzt. Og Paster- nak er dauður! ma. LAGT HEFUR verið fram á Al- þingi frumv. til laga um sölu Þingeyjar í Skjálfandafljóti, Kveður frv svo á, að ríkisstjórn inni skuli heimilt, að selja Suður Þingeyjarsýslu eignarhluta ríkjs ins í Þingey í Skjálfandafljóti, sera er % hlutar eyjarinnar. í greinargerð segir, að sýslu- nefnd Suður-Þingeyjarsýslu hafi samiþykkt að reyna að ná eignar haldi á eyjunni allri með það fyr ir augum að friða hana fyrir ágangi búfjár og gera hana að einskonar héraðsgarði og vernda hinar sö.gulegu minjar, sem við hana eru tengdar. Aðalfundur Mat- sveinafélags S.S.I. AÐALFUNDUR Matsveinafé^ lags Sjómannasambands fslands var haldinn mánudaginn 9. jan. sf. Á fundinum fóru fram venju- leg aðalfundastörf og lýst var stjómarkjöri, sem fram hafði farið að viðhafðri allsherjarat. kvæðagreiðslu. Stjórn félagsins er þannig skipuð: Magnús Guðmundsson, form,, Sigurður Magnússon, varaform., Þórður Arason, ritari, Haraldur Hjáfmarsson, gjaldkeri, Borg- þór Sigfússon, fjármálaritari, og meðstjómendur: Ólafur Hann. esson og Bjarni Jónsson. Vara- stjórn: Vilmar Guðmundsson, Sveinn Sveinsson og Bjarni Sum arliðason. Trúnaðarmannaráð: Jóhann Guðnason, Sveinn Jens. son, Gunnlaugur Hallgrímsson, Ragnar Bjömsson. Til vara: Bjarni Sumarliðason, Sigurður Jóhannesson, Eríkur Halldórs- son og Magnús Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.