Morgunblaðið - 09.02.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.02.1961, Blaðsíða 1
24 síður ■■ i j Wtanríkisráðherra Belgiu sakar Sam-> Í S | einuðu Þjódirnar um nýlendustefnu \ E K KI fer á milli mála, að eitthvað nýtt er á seiði í Kongó-málinu. Telja menn líklegt, að Kennedy, forseti Bandaríkjanna sé að reyna nýjar leiðir til þess að leysa málið og friða Kongó. Samtímis því er talið, að hann reyni einnig nýjar leiðir til lausnar Laosdeilunni. Ekki er þó fyllilega ljóst hver afstaða Bandaríkjamanna til Kongómálsins er, þótt ýmislegt bendi til þess að Kenn- edy sé hlynntur tillögum Hammarskjölds, sem nú eru til wmræðu í Öryggisráðinu. Er þar óskað eftir víðtæku um- boði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir afskipti Kongóhers af stjórnmálum landsins. Jafnframt er talið að Kennedy hafi hug á að fá Lumumba lauslátinn, svo og aðra pólitíska fanga, svo að unnt verði að mynda sam- steypustjórn með aðild sem flestra stjórnmálaaðila lands- ins. — Ennfremur mun Kennedy vera þess fýsandi, að allir belgiskir ráðgjafar hverfi frá Kongó. Timberlake, sérlegur sendi- maður Bandaríkjastjórnar í Leopoldville, sem þar hefur dvalið um nokkurt skeið, er nú staddur í Wasliington til þess að gefa stjórninni skýrslu um ástandið í land- Inu. Hefur hann sagt, a® stjórnin íhugi málið frá öll- nm hliðum, en engin endan- leg stefna hafi enn verið tekin. Timberlake átti tveggja klst. fund fyrlr luktum dyr- um með Afríkumálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkja- þings og flutti þar skýrslu. Á hinn bóginn herma fregn |r NTB-fréttastofunnar, að Fierre Wigny, utanríkisráð- herra Belgiu, hafi í dag sak- að Sameinuðu þjóðirnar um nýlendustefnu í Kongómálinu og jafnframt sakað Banda- ríkjamenn um að taka af- Btöðu til málsins, sem sam- ræmist engan veginn hags- munum bandalagsþj. þeirra. I fréttum frá NTB segir, að Wigny hafi setið fund utanrík- jsmálanefndar belgíska þingsins I dag, ásamt Gastons Eyskens, forsætisráðherra, er svaraði fyr- irspurnum. Wigny sagði á fundi þessum, að Belgir gætu á engan hátt fall- izt á þá uppástungu Bandatríkja- manna, að allir belgiskir stjórn- málaráðgjafar fari á brott frá Kongó. Hann kvaðst vilja benda á, að Sameinuðu þjóðirnar ættu erfitt með að hafast nokkuð að í Kongó, sem gagn vætri að og hélt því fram, að réttast væri að byggja ekki svo mjög traust sitt á samtökum hinna Sam. þjóða í framtíðinni. Wigny lagði á- Frh. á bls. 23. Áríðandi skeyti, hljóð- merki og rússnesk orð Auka enn forvitni manna varSandi rússneska gervihnöttinn London og Bonn, 8. fébrúar. -—• (Reuter) —• í DAG barst stjörnuathugun- arstöðinni í Edinborg „áríð- andi“ skeyti frá Moskvu, þar sem skýrt var frá því, að hnötturinn færi væntanlega yfir Edinborg um kl. 7 í fyrramálið. Voru í skeytinu ýmsar upplýsingar um braut- argöngu gervihnattarins. Að öðru leyti hafa Rússar enn ekkert látið uppi um hnött þennan. Hins vegar hafði vestur-þýzki stjöfnufræðing- urinn Heins Kaminski, heyrt hljóðmerki í morgun, er hann taldi vera frá hnettinum. — Einnig hafði hann heyrt ein- stöku rússnesku orð og setn- iingabrot á sömu bylgjulengd. Talsmaður athugunarstöðvar- innar í Edinborg skýrði frá því í dag, að upplýsingar um braut- argöngu rússneska gervihnatt- anna væru vanar að berast með tveggja daga fyrirvara og aldrei fyrr hefðu þær verið merktar „áríðandi". Hann sagði, að Frh. á bls. 23. Mynd þessi er tekin í Belgín um síðustu helgi, er gjall- og öskuhaugur hafði hrunið yfir nokkur hús og grafið tuttugu manns lifandi. Ellefu lík hafa fundizt í rúst unum en unnið er að því að hreinsa þær. Er talið að hreisunin muni taka allt að 5—6 vikur. Baldvin kon- ungur lagði þegar af stað á slysstað er fregnir af slys inu bárust til Brússel og fylgdist með björgun- arstarfinu fyrstu dagana. Ummæli varaforseta Sambands brezkra togaraeigenda St}órninni ekki settir úrslitakostir Breytir Kenneúy um stef nu í Kongd? 20 manns og nokkur hus grófust undir óskuhaug Engar samkomulagshorfur i kjaradeilu Vestmannaeyinga FULLTRÚAR í kjaradeilu fiHöfðu atvinnurekenda og Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja voru sem kunnugt er kallað- fr til sáttafunda í Reykjavík. Komu þeir til Reykjavíkur með Herjólfi í gærmorgun. Torfi Hjartarson, sátta semjari ríkisins og Jónatan Hallvarðsson, hæstaréttar- dómari, sáttafund með deilu- aðilum frá kl. 2 % til kl. 7 í gærkvöldi. Ekkert miðaði í samkomulagsátt á þessum fundL Mbl. hefur fregnað, að sáttasemjari liafi ekki mein- að samninganefndarmönnum að fara úr bænum, þar sem hann hefði ekki ákveðið, hvenær boðað yrði til næsta fundar með þeim. Togarar hefja ekki veiðar innan tólf milna i næsta mánubi í EINKASKEYTI til Mbl. frá Grimsby, er skýrt frá því, að J. R. Cobley, varaforseti sam taka brezkra togaraeigenda, hafi neitað fregnum um, að brezkir togarar muni hefja veiðar innan tólf mílna mark anna við ísland í næsta mán- uði, náist ekki samkomulag fyrir þann tíma eða viðræð- ur verði ekki hafnar. Cohley segir, að togaraeigendur hafi ekki sett brezku ríkisstjórn- inni neina úrslitakosti en málið sé vissulega afar knýj- andi. Segir Cobley að togaraeigend- ur séu í stöðugu sambandi við ríkisstjórnina, sem geri sér full- komna grein fyrir því hverjar af Frh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.