Morgunblaðið - 09.02.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.02.1961, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 9. febrúar 1961 MORGVNBLAÐIÐ ★ — Komdu í hvelli niður á BSI, sagði Olafur ljósmynd- ari. — Hvað er um öð vera? — Það komu tveir laumu- farþegar með Keflavíkurrút- unni í morgun. — Eru þeir þar? —- Þeir fara aftur með rút- unni núna eftir 10 mínútur, komdu í hvelli. Við hlupum fram ganginn og á leiðinni út hrifsaði blaða- maðurinn blýant aí símastúlk- unni og varð síðan að hafa sig allan við til að fylgja ljós- myndaranum eftir. Fólk sneri sér við í Hafnarstrætinu til að horfa á eftir hlaupa- gikkjunum. — Bara að rútan sé ekki far inn, sagði Olafur og herti enn á hlaupunum. — Þá hlaupum við bara á eftir henni, sagði blaðamað- urinn. Rútan stóð enn á planinu hjá BSI og farþegarnir biðu eftir bílstjóranum. Ölafur létti ekki ferðinni fyrr en inni á stöðinni og blaðamaður Gaman að sitja í bíl inn kom móður og másandi á eftir. — Hvar eru þeir? sagði Olafur. -—Þeir sitja þarna inni í litla herberginu, sagði ein- hver stúlka. Þeir litu undrandi up*p, þeg- ar við óðum inn í herbergið. Síðan litu þeir undan, en Olafur fékk þá von bráðar til að líta upp, um leið og hann smellti mynd af þeim, en hon- um tókst ekki að fá þá til að brosa. Þeir voru feimnir og hafa líklega skammazt sín svo lítið, þó allir á stöðinni væru ósköp góðir við þá. — Annar er búinn að fá sér blund, sagði stúlkan. — Hvað heitir þú, vinur? spurði blaðamaðurinn. Ekkert svar. — Þeir eru ekki sérlega málihreifir, sagði bílstj’órinn. — Komst þú með iþá? spurði blaðamaðurinn. — Nei, það var annar, en ég ætla að koma þeim til skila. — Veiztu hvar þeir eiga heima? — Já, annar á heima á Vest urgötu 17 í Keflav-ík. Ljósmyndarinn beygði sig niður að öðrum þeirra og hvíslaði einhverju að honum og sá litli hvíslaði einhverju á móti. — Hann segist heita Jó- hannes Jósepsson og vera þriggja ára, sagði hann svo og leit sigri hrósandi á blaða- manninn. — Þú ert greinilega pabba- legri en ég, sagði blaðamaður inn, spurðu hinn líka að nafni. Ljósmyndarinn beygði sig niður að hinum og hvíslaði leyndardómsfullur að honum. Ekkert svar. Eg gefst upp við þennan, sagði Olafur og beygði sig aft- ur niður að þeim fyrri. — Hvað heitir vinur þinn? spurði hann. — Hann heitir Jónsi og er fjögra ára. — Hvað heitir pabbi hans? — Veit það ekki. — Attuð þið peninga til að borga bílstjóiranum? spurði blaðamaðurinn og beygði sig einnig niður að honum. — Nei, svaraði Jóhannes litli lágt, við borguðum ekk- ert. — Finnst þér gaman- að sitja í bíl? — Já, svo lágt að það varla heyrðist. — Hann sagði áður en hann sofnaði að hann ætlaði að verða bílstjóri, þegar hann er orðinn stór, sagði stúlkan, en hinn ætlar að verða skipstjóri. — Eg verð að fara með þá út í bíl, sagði bílstjórinn, og leiddi þá út. Þeir stungu litlu höndunum í hendur hans og tóku þrjú skref á meðan bíl- stjórinn tók eitt. Það var auð séð að þeir treystu honum til að koma þeim heim til pabba og mömmu í Keflavik. i.e.s. STAKSTÍIWIÍ Skringilegheit Ritstjórnargrein Þjóðviljans I gaer er svo skringilegt samsafa af stóryrðum og rökleysum at engu er líkara en Einar Olgeirs- son sé á ný byrjaður að rita for- ystugreinar blaðsins. Þar segir til dæmis: „Sannað er, að aóeins með nokkurri vaxtalækkun má Iiækka kaup í hraðfrystihúsunum um 22%. Og margt fleira af gróða og óreiðu yfirstéttarinnar en okur- vextirnir mega minnka. Þjóðin þarf að vara sig á bankaræningj- unum i Morgunblaðsliðinu, sem í 20 ár hafa í sífellu skrifað niður skuldir sínar við bankana með gengislækkunum og verðbólgu og rænt svo verkalýðinn um leið. Það verður að stöðva þá í þessum ránum á kaupgjaldi verkalýðs og fé ríkisins“. Að undanförmu höfum við nær því dag hvern Iesið það í Þjóð- viljanum, að frystihúsin græddu svo mikið, að þau gætu greitt hærra kaupgjald og hærra fisk- verð. Einn útgjaldaliður frystihús anna er vaxtagreiðslur til almenn ings af fé því, sem hann lætur í té með ávöxtun í bönkum. Það er saga út af fyrir sig, að Þjóð- viljinn skuli krefjast þess, að þeir atvinnurekendur, sem feng- ið hafa fjármagn almennings til umráða, eigi að greiða fyrir það minna en þeir gera. En hitt er | skemmtilega vitlaust, að halda því fram, að „nokkur vaxtalækk- un“ nægi til þess að hægt sé að hækka laun um 22%. Vaxtabyrði útvegsins í ár framyfir það sem var á vinstri stjómartímanum er sem svarar 3,6 aurum á kíló af fiski. Það er nú selt yfir 3 krón- ur, svo að menn geta sjálfir reikn- að, hvort vaxtabyrðin er nær \ einu prósenti eða 22%. Hver vill verðbólgu? Hitt er líka skemmtilegt að sjá, að Þjóðviljinn virðist allt í einu eindregið fylgjandi þeirri stefnu rikisstjórnarinnar að Ieitast um- fram allt við að koma í veg fyrir verðbólguþróun og skerðingu krónunnar. En dálítið er það kind arlegt, að í leiðinni skuli vinnu- veitenðiur skammaðir fyrir það að vilja ekki taka þátt í því að hleypa af stað nýrri verðbólgu- skriðu. Eftir þessa forystugrein Þjóðviljans ættu því allir að geta sameinazt um eitt, þ. e. a. s. að hindra kauphækkanir sem ekki byggjast á framleiðsluaukningu, en auðvitað að leitast við að auka framleiðsluafköst og bæta launa- kjör á þann veg. Greinarhöfund- ur segir réttilega, að verkalýður skaðist mest á verðbólgmþróun- inni. Einmitt þess vegna hljóta ríkisstjórn og verkamenn að vera í bandalagi um að hindra nýja verðbólgu. Er mjög ánægjulegt, að Þjóðviljinn skuli taka upp hanzkann fyrir þá stefnu. Fé bænda í verkfallssjóð Tíminn boðar það í gær, að Framsóknarflokkurinn hafi hafið allsherjar fjársöfnun til styrktar verkfallsmönnum „vegna hinnar almennu kjarabaráttu sem fram- undan er“. Ekkert launungarmál er það, að meginhluti þess fjár sem Framsóknarflokkurinn heflur notað til starfrækslu sinnar og út- gáfu dagblaðsins Tímans, er runn ið frá bændum og samvinnuhreyf ingunni. Þessu fé á nú að verja til upplausnarstarfsemi kommún- ista í þjóðfélaginu. f tilefni af þessum nýju fréttum, hljótum við að taka undir fyrirspiurn Alþýðu- blaðsins í gær, sem hljóðaði svo: „Er ekki kominn tími til þess að lýðræðissinnar innan Fram- sóknarflokksins fari að láta til sín heyra?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.