Morgunblaðið - 09.02.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.02.1961, Blaðsíða 15
Fimmtudagui' 9. feÖrúar 1961 MORGVNBLAÐIÐ 15 100 milljón kr útgjöld af gin og klaufaveiki GIN- og klaufaveikifalaldur- inn hefur orðið Bretum kostn- aðarsamur. Er niú búið að slátra 50 þúsund gripum og sýnt, að brezka stjórnin verð- ur að greiða bændum yfir eina milljón sterlingspunda (um 106 milljón kr.) í skaðabætur fyrir niðurskurð. Menn þykjast vera búnir að hefta útbreiðslu veikinnar, þannig að ekki þurfi að lýsa fleiri héruð Bretlands í sótt- kvi. En einstök tilfelli halda líklega áfram að koma upp á hættúsvæðinu og munu bænd- ur því enn verða uggandi uni sinn hag. * * * Faraldurinn hefur orðið svc. kostnaðarsamur, að það er ekki nema eðlilegt að menn spyrji sjálfa sig, hvort niður- skurðarstefna brezkra ýfir- valda sé rétt. Hún er í því fólgin, að hver sýktur grip- ur og hvert það húsdýr, sem hætta er á að hafi smitast skal ákorinn niður tafarlaust. I»etta er gert til þess að hindra útbreiðslu og vegna þess hve sjúkdómurinn er bráðsmit- andi. Niðurskurðarstefnan hefur lengi verið umdeild. Það er staðreynd að aðeins lítill hluti hinna grunuðu gripa hefur í rauninni tekið veikina og einnig, að mikill hluti sýktra gripa nær sér aftur, batnar sjúkdómurinn. Niðurskurður bústofns er oft hinn sárasti harmleikur. Bændur hafa e. t. v. ræktað og kynbætt kúastofn sinn í áratugi. Stundum líta þeir á þessar kynbætur sem ævistarf sitt. Síðan hrynur það allt til grunna á einu augnabliki, eft- irlitsmenn landbúnaðarstofn- unarinnar koma, skjóta allan bústofninn, sótthreinsa hræin og grafa þau niður. Því spyrja menn oft, hvort þessar harkalegu aðgerðir séu í rauninni nauðsynlegar og hvort ekki mætti spara mikil útgjöld og óþægindi með breyttri stefnu. * * * Iveagh heitir skozkur lávarð ur, sem hafði komið sér upp frábæru nautgripakyni á víð- Er nfötfrskurð- arstefium rett lendum landareignum sínum. Arið 1952 varð vart við gin- og klaufaveiki á búi hans og stofninn gerfelldur. Lávarð- urinn bar sig mjög illa yfir þessu eins og vonlegt var og hélt því fram opinberlega, að mestur hluti stofnsins hefði lifað, ef lækningum hefði ver- ið beitt. Einn fremsti dýra- læknir Breta hefur og gefið út álitsgerð um að aðeins um 2% sýktra gripa muni drep- ast úr veikinni. í stað þess að 2% sýktra gripa drepist, þá koma slátr- ararnir og drepa alla sýkta gripi og miklu meira en það, því að þeir drepa marga ó- sýkta gripi um leið. Annarsstaðar tíðkast það að beita lækningum við sjúk- dóminn. Það er t. d. reynsla Frakka og margra Suður- Ameríkuþjóða, að hægt sé að lækna dýrin á um vikutíma með einum eða tveimur skömmtum af sérstöku lyfi sem kallast rautt antigen. Þetta sama lyf gefur ónæmi gegn smitun .Kostnaður við þetta er sáralítill, aðeins nokkrar krónur á grip. * * * Christopher Soames land- búnaðarráðherra gaf yfirlýs- ingu í þessu máli á þingi fyr- ir nokkru. Hann sagði: — Við vitum fullvel, að það er hörmulegt, að þurfa að skera niður fallegan grip. En þó væri það helmingi verra, ef gin- og klaufaveikin næði að ílendast í Bretlandi. Ahrifin af því á húsdýrarækt okkar yrðu ægileg til langframa. Vegna þeirrar hættu getum við ekki hætt við niðurskurð- arstefnuna. Eáðherrann var þá spurður hversvegna yfirvöldin beittu sér ekki fyrir bólusetningu eins og tíðkast í öðrum Evrópulöndum. Hann svaraði: — Aðstaðan er allt önnur hjá okkur. Sjúkdómurinn er landlægur víðast þar sem bólu setning tíðkast og er bólusétn ingin þar eina leiðin til að draga úr sjúkdómnum. Slíkur gin- og klaufaveiki- faraldur er sjaldgæfur í Bret- landi. Sjúkdómurinn varð þess m. a. valdandi að fella varð niður hina árlegu Smith- field dýrasýningu í London, en hún er annars mesta hátíð nautgriparæktarmanna. Enn er ekki ljóst, hvaðan sóttkveikjurnar komu til Bret lands og hafa ýmsar kenning- ar verið uppi um það. Einna Uppdrátturinn sýnir héru'ð þau sem talin eru hættusvæði í Bretlandi vegna gin- og klaufaveikifaraldursins. — Út- breiðsla veikinnar hefur nú verið heft. — flestir eru á þeirri skoðun, að veikin hafi borizt að með inn fluttu kjöti frá Argentínu. * * * Eins og fyrr segir þá er nið- urskurður bústofnsins mesti harmleikur fyrir margan bónd ann. Það gerðist til dæmis í vikunni fyrir jól, að eftirlits- menn komu á bú bónda eins í Lincolnshire ,að nafni Ric- hard Maw. Hann hafði stund- að búskap þarna á jörð sinni síðan 1944 og ræktað afbragðs gripi. Hann átti 27 nautgripi af Lincoln-Rauðu kyni og 420 fjár af síðullarstofni. A einu augnabliki hrundi þetta allt til grunna. Dýrin voru skorin niður í hrönnum, hræjunum komið fyrir í stór- um gryfjum og mokað yfir með jarðýtum. Þarna var fyrsta sjúkdómstilfellið í Lincolnshire. Lögreglan stóð vörð um'bú- garðinn svo dögum skipti eft- ir niðurskurðinn. A þeim tíma var fólkinu á bænum strang- lega bannað að hafa nokkur samskipti við nágranna sína. Börnin fengu ekki að fara og leika sér með börnum af næstu bæjum og fólkið mátti ekki einu sinni fara og gera innkaup í þorpinu. Engir gest- ir fengu að heimsækja þau á jólunum. Það voru vissulega dauf jól og var þetta þó ekk- ert einsdæmi í Bretlandi. I Abyrgöarleysi að spyrna ekki við fótum Rœtt um ríkisábyrgðir í efri deild Alþingis FRUMVARP ríkisstjórnar- innar um ríkisábyrgðir var tekið til 2. umræðu í efri deild Alþingis í fyrradag. — Fjárhagsnefnd deildarinnar hafði klofnað um málið og komu fram þrjú nefndarálit. ★ Magnús Jónsson hafði fram- sögu fyrir meiri hluta fjárhags- nefndar. Sagði hann, að nefnd- in hefði ekki orðið sammála um afgreiðslu málsins, en allir nefndarmenn mundu hins vegar eammála um, að æskilegt væri að setja löggjöf um ríkisábyrgð- ir. —. ★ Magnús sagði, að það væri gersamlega útilokað að fylgja lengur þeirri stefnu, sem verið hefði um ríkisábyrgðir. Ríkis- ábyrgðir næmu nú um 2400 jnilljónum króna og vanskil á érinu 1960 hefðu numið um 40 milljónum. Væri því fullkomið ábyrgðarleysi að spyrna ekki við fétum. ★ 1 Ræðumaður tók það fram að tilgangur þessa frumvarps væri ekki sá, að taka fyrir þá aðstoð, sem ríkið hefði veitt með rikisábyrgðum til margvis- legrar uppbyggingar í landinu. En það væri óviðunandi og ó- heppilegt fyrir alla aðila að veita beina fjárhagsaðstoð í formi ríkisábyrgða, sem látnar væru falla á ríkissjóð. — Beina fjárhagsaðstoð yrði að veita með öðru móti, en ganga eftir því, að þeir, sem ríkisábyrgðir fengju, stæðu í skilum. Væri öllum þingdeildarmönnum kunn ugt um hve illa þetta form hefði verkað og því bæri nauð- syn til, að fara út af þessari braut. ★ Þá fór Magnús nokkrum orð- um um breytingartillögur meiri hluta fj árhagsnefndar, sem hann tók fram, að högguðu í engu meginefni frumvarpsins. ★ Karl Kristjánsson skilaði sér- stöku nefndaráliti ásamt breyt- ingartillögum og talaði fyrir því. Kvaðst hann telja viðeig- andi, að lög væru sett um ríkis- ábyrgðir, en þó ekki geta mælt með þessu frumvarpi óbreyttu og telja breytingartillögur meiri hlutans ófullnægjandi. Fór þing- maðurinn nokkrum orðum um þær þýðingarmiklu fr£im- kvæmdir, sem náð hefðu fram að ganga fyrir tilstyrk ríkis- ábyrgða. Væri hættan af sam- þykkt frumvarpsins einkum í því fólgin, að fyrst myndi kreppa að þeim, sem verst væru settir og þyrftu þessara ábyrgða mest með. Þá lýsti ræðurmaðu*' breyt- ingartillögum sínum. ★ Björn Jónsson flutti einnig sérstakt nefndarálit og breyting artillögur. Kvað hann banka- sjónarmiðið ekki mega ráða of miklu í löggjöf um ríkisábyrgð- ir. Forsendurnar fyrir ríkis- ábyrgðum, eins og þær hefðu verið veittar, væru á engan hátt brotnar og því ekki ástæða til að gerbreyta um stefnu. Þá taldi ræðumaður það ekki fullkannað, hvort mætti draga úr vanskilum án þess að grípa til svo róttækra ráðstafana. ★ Magnús Jónsson talaði aftur og svaraði ýmsum atriðum úr máli hinna framsögumannanna. Atkvæðagreiðslu um málið var frestað. EINAR ÁSMUNDSSON hæstaréttarlögmaður HAFSTEINN SIGURDSSON héraðsdómslögmaður Skrifstofa Hafnarstr. 8 II. hæð. LOKIÐ er sveitakeppni meist- araflokks hjá Bridgefél. Reykja- víkur og urðu úrslit þau að sveit Sigurhjartar Péturssonar bar sigur úr býtum. í sjöundu og síðustu umferð keppninnar urðu úrslit þessi: Sveit Jakobs Bjarnasonar vann sveit Agnars Jörgensson- ar 51:40 4—0. Sveit Sigurhjartar Pétursson- ar vann sveit Júlíusar Guð- mundssonar 72:25 4—0. Sveit Einars Þorfinnssonar vann sveit Stefáns J. Guðjohn- sen 55:10 4—0. Leiknum milli sveita Ragnars og Lárusar lauk ekki og er hann því ekki tekinn með hér á eftir. Lokastaðan í keppninni varð þvi þessi: 1. sv. Sigurhjartar..... 24 st. 2. — Einars ............ 20 — 3. — Jakobs ............ 18 — 4. — Stefáns ........... 18 — 5. — Júlíusar .......... 10 — 6. — Agnars ............ 8 — 7. — Lárusar ........... 6 — 8. — Ragnars ........... 4 — í sveitinni, sem sigraði eru auk Sigurhjartar þeir Gunnar Pálsson, Árni M. Jónsson, Vil- hjálmur Sigurðsson, Guðlaugur Guðmundsson og Ingólfur Ise- barn. Til gamans skal getið heild- arvinningspunkta efstu sveit- anna: Sveit Sigurhjartar .... 452:324 — Einars 425:252 — Jakobs 360:351 — Stefáns 338:297 Sveitakeppni 1. flokks hjá Bridgefélagi Reyjavíkur er einn- ig lokið og bar sveit Elínar Jónsdóttur sigur úr býtum, hlaut 15 stig. í öðru sæti varð sveit Jóhanns Lárussonar með 13 stig. Grs/f Einarsson héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa. Laugavegj 20B. — Sími 19631. Nýja Ijósprentunarstofan Brautarholti 22 (gengið inn frá Nóatúni). — Sími 19222. Góð bílastæði. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa. Austurstræti 10 A — Sími 11043 Arni Guðjónsson hæstaréttarlögmaður Garðastræti 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.