Morgunblaðið - 11.02.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.02.1961, Blaðsíða 10
10 MORGl’NBLAÐIÐ Laugardagur 11. febrúar 1961 — LYFTA! STOPP! 13 telp- ur í þröngum balletbuxum og tveir drengir tóku sér hvíld- arstöðu. Kennarinn, nýi ball- etmeisarinn í balletskóla Þjóð leikhússins, Veit Bethke, ktnn til okkar blaðamanns og ljós- myndara frá Mbl. — Eru strákar í svona mikl- um minnihluta í öllum skól- anum? var fyrsta spurningin, sem lögð var fyrir hann. — Já, satt að segja eru um 200 nemendur hér — álíka margir og í Saldler Wells ball etskólanum — og þar af eru aðeins 8 drengir á aldrinum 9—14 ára. Þetta er heilmikið vandamál, því ekki er hægt að uppfæra neinn ballet nema hafa bæði karlmenn og kven- félk í dansflokknum. I erlend- um balletskólum eru venju- ega álíka margir drengir og telpur. E. t. v. er ástæðan fyr- ir þessu sú, að það er ennþá meira knýjandi fyrir karl- menn að geta með starfi sínu unnið sér a. m. k. fyrir brauði og smjöri og helzt ofurlítlu af ávaxtamauki ofan á. Hér eru dansararnir ekki á launum, sem kunnugt er, nema hvað þeir fá ofurlítið greitt fyrir sýningar. Þetta er því í raun- inni ekki balletflokkur sem slíkur, heldur hópur af áhuga dönsurum með hæfileika. Af um 200 nemendum ballettskólans eru aðeins 8 drengir. Hér sést Bethke ballettmeistari að leiðbeina einum þeirra. DRAMATÍSKUR BALLET HENTAR SVO LITLUM 'FLOKKI — Sögðuð þér að nemend- urnir hjá Saldler Wells væru ekki fleiri en í Þjóðleikhús- skólanum? — Nei, en þar eru kennar- arnir 15 að tölu. Eg var satt að segja undrandi að sjá hve margir nemendur eru hér, það ber vott um mikinn dans- áhuga, og ég þykist hafa séð hæfileika hjá ýmsum þeirra. Undirstaðan er því til staðar, en hve langt áhuginn nær, get ég auðvitað ekkert sagt um, enda aðeins búinn að vera hér í 3 vikur. Til að koma upp íslenzkum ballet þurfa dans- arnir að leggja mikið á sig og flokkurinn að njóta heilmikils stuðnings frá stjórnarvöldun- um eða einhverjum öðrum að- ila. Balletflokkur kostar mik- ið fé. T. d. þarf talsverða pen- inga í launagreiðslur handa 20 dönsurum, sem fá kennslu á morgnana, æfa sig daglega og dansa á sýningum, til kaupa á sýningarbúningum, fyrir launum píanóleikara, helzt tveggja o. s. frv. Og flokkurinn verður að vera í áframhaldandi þjálfun meiri hlutann af árinu. Og þá vakn- ar þessi spurning: — Hvaðan eiga peningarnir að koma? Dansflokkar hafa menningar- gildi og geysimikið kynningar gildi fyrir hvert land, því dansinn er alþjóðlegt mál, sem alls staðar skilst. ið þér að henti okkur bezt hér? — Og hvers konar dans hald — Fyrir lítinn flokk er dramatískur ballet aðgengi- legastur. Erfðavenjur gefa slíkum ballet gildi, fólkið þekkir frásögnina og lærir lög- in, og svo veitir það dönsur- unum þjálfun þangað til þeir geta ráðizt í stærri verk. Dramatískur ballet er líka désamlegur, ef hann er vel upp færður. En þar þurfa Is- lendingar sjálfir að koma til og skapa sína dansa. Þegar flokkurinn hefir fengið ein- hverja ákveðna línu, er hann tilbúinn til að taka við áhrif- um að utan, jafnvel þó þau séu sín úr hverri áttinni. FJÖLBREYTTUR DANSFERILL Talið berst nú að dansar- anum sjálfum. Það er ekki auðveit að segja með einu orði hverr ar þjóðar hann er. Hann er ræddur í Þýzkalandi, alinn að mestu upp í Sviss og er brezkur ríkisborgari. Dansferill hans er álíka fjöl- breyttur. Hann byrjaði að dansa klassiskan ballet í Berlin og Múnchen, fór eftir stríð til Stokkhókns og dans- aði þar í Malmö Og hafði um hríð eigin balletskóla í Osló. Síðan gerðist hann dansari við Metropolitan ballettinn í Eng- landi os feraaði-st með honum. ir tveimur árum tók hann að fást við kvikmyndagerð. ÞOTUÖLD I DANSI — Það er ákaflega skemmti legt viðfangsefni, því það er eitthvað alveg nýtt, segir hann. SAS vildi gera kvik- mynd um þotuöldina og ég var fenginn sem balletmeistari til að sýna viðfangséfnið í dansi og fékk allfrjálsar hendur. Eg réði svo 35 dansara víðsvegar að, jafnvel grænlenzkan og indverskan, sem allir þurftu að hafa þjálfun í klassiskum baliet og moderne dansi. Myndin heitir „Jet“ og tekur hálftíma að sýna hana. Hún hefst á tímum Leonardos da Vinci og er haldið áfram fram á okkar daga, þegar manninn er farið að langa til að fljúga um geiminn. Einnig sýnum við með danshreyfingum hvernig þotuvélin knýr flug- vélina áfram og loks er reynt að túlka hvernig þotuöldin færir alla íbúa jarðarinnar hvern nær öðrum. Myndin var gerð 5 Svíþjóð, Frakk- landi, Englandi og Bandaríkj unum og það tók eitt ár. Nú er verið að sýna hana víða og á sl. ári hlaut hún verðlaun á kvikmyndahátíðinni í San Francisco. — Ætlið þér að halda áfram að vinna að kvikmyndagerð? — Ég vildi það gjarnan. En kvikmynd kostar mikið fé. Það stóð til að gerðar yrðu segir nýi balletmeistar- inn í Þjóðleikhúsinu Þá sneri hann sér að .dans og söngleikjum, dansaði í Okla- homa, Annie get your gun, Paint your Wagon, sem er eft- ir sömu höfunda og My Fair Lady, sem nú er svo vinsælt. — Þessháttar dans getur verið mjög skemmtilegur, ef unnið er af alvöru og eins vel og á þessum stóru söngleikjasýn- ingum. En þó kýs ég helzt dramatískan ballet, segir hann. Enda sneri hann sér aftur að klassískum ballet og hefur dansað hlutverk í flest- um hinna stóru þekktu ballet- verka síðan. Jafnframt hefur hann útbúið sýningar fyrir sjónvarpið í Englandi, og fyr- slíkar kvikmyndir fyrir sænska sjónvarpið, en nú er það búið að vera. Einnig höfðu bandarískir aðilar áhuga á því, en maður veit aldrei hvað úr verður. Að lokum spurðum við balletmeistarann hvað hann hyggðist fyrir með íslenzka flokkinn, hvort fyrirhugaðar væru nokkrar sýningar á þess um vetri. Hann gaf lítil svör við því, talaði um að sjá hvað hægt væri að gera fram að páskum, en hafði þó á orði að balletflokkurinn mundi e. t. v. dansa í söngleik á Þjóðleik- húsinu í vor og svo halda nem endasýningu. — E. Pá. Árni G. Eylands skrifar Mikið gróðursett ins 50% af kostnaði, en hrepp- arnir leggja fram 25%, svo greiða landeigendur það sem á vantar. í Norður-Noregi er fram lag ríkisins 75% af kostnaði, en í hinum eiginlegu skógarsveit- um er ríkisframlagið ekki nema Á UMLIÐNU ári voru alls gróð- ursettar um 103 millj. trjá- platna í Noregi. Það er talið svara til að fullplantað hafi ver- ið í um 30.000 ha. Þetta er met, árið 1957 voru gróðursettar 88 millj. plantna, er það hið næst mesta á einu ári. Mestur var skriðurinn á gróð- ursetningunni í sjávarsveitunum skógsnauðu meðfram vestur- ströndinni, þar var komizt um 50% fram úr áætlun. Alls voru gróðursettar í þeim sveitum um 43 millj. plantna og þannig full- plantaðir um 12500 ha., í stað 8200 ha. sem áætlað var. Sérstök ástæða er til að minn ast á Nordland-fylki og trjáplönt unina þar. Suðurmörk fylkisins eru um það bil eins og sveit- irnar á Snæfellsnesi norðan- verðu, en norðurmörkin ná langt, langt norður fyrir ísland eða á 69. gráðu norðlægrar br. Norðurtær íslands eru mun sunnar en miðsveitir Nordlands- fylkis. Stærð fylkisins er 38325 ferkm. og tala íbúa um 230 þús. Stærstu bæir eru Norvík með rúml. 12 þús. íbúa og Bodö með um 9500 íbúa, svo að mest er hér um að ræða smáþorp og fiskiver, og svo bændabyggðir. Ræktað land í fylkinu var 1956 talið vera tæplega 51 þús. ha, en land „innan túngarða“ alls um 70800 ha. í fyrra voru alls gróðursettar um 12 millj. trjáplöntur í fylk- inu, og er það 30—40% meira en árið áður. í ár reikna ráðamenn, að gróðursetning trjáplantna í Nor- egi komist upp í um 130 millj. plöntur, en annars er stefnt að því sem fyrsta marki að plöntu- framleiðsla og gróðursetning komist bráðlega upp í 150 millj. í um 70 gróðrarstöðvum og hjá um 130 mönnum sem stunda plöntuuppeldi „samkvæmt samn ingum“ (kontraktdyrkere) er nú ræktaðar plöntur sem nema því að handbærar verði á vori kom- anda um 90 millj. plantna og undir haustið um 40 millj. í viðbót. Alls er talið að nú séu í uppeldi um 800 millj. trjá- plantna. Framlög til skógræktar eru nokkuð mismunandi eftir lands- hlutum. Á Vesturlandinu og í Þrændalögum er framlag ríkis- 20%. Eins og sjá má af tölunum hér að ofan er framleiðsla trjá- plantna í gróðrarstöðvunum að meðaltali um 1,85 millj. plantna í hverri stöð, þó að frádregnu því sem einstakir menn ala upp „samkvæmt samningi“, sem þó langoftast er á vegum einhverr- ar ' gróðrarstöðvar. Það þykir yfirleitt ekki borga sig að fást við uppeldi trjáplantna af fræi nema að það nemi svo miklu að árleg afgreiðsla frá stöðinni geti numið um 2 millj. plantna eða meira. Á stöku stað er þetta þó minna — aðeins 1—2 millj. plantna, og svo eru alltaf áföll vegna veðurfars sem skerða framleiðsluna hér og þar í ein- stökum árum. En heildarstefn- an er sem sagt: mikil fram- leiðsla á hverjum stað, með kunnáttu og æfðum starfskröft- um, með því móti fást beztar plöntur ’ og ódýrastar. 5. janúar 1961 Á. G. E. Hátíðisdagur Orators HINN 16. febrúar n.k. mun Ora- tor, félag laganema, halda hinn árlega hátíðisdag sinn. Félagið hefur undanfarin ár haldið hátíð á stofndegi hæstaréttar 16. febr. og verður hátíðisdagurinn í ár óvenju glæsilegur og fjölbreytt ur. Hátíðin hefst kl. 10 f.h. í Há skólanum með fyrirlestri Jó. hanns Hafstein, forseta neðri deildar Alþingis, um lögfræð- Ekki í Osló • OSLÓ, Neregi, 7. febr. (Reuter) Tilkynnt var af opinberri hálfu í dag að þess hefði ekki verið farið á leit við norsku stjórnina, að fundur Atlantshafsbandalags- ins yrði haldinn í Noregi í maí n. k. Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Dean Rusk, sagði í Washington í gærkveldi, að nú væri í athugun að Kennedy for seti, kæmi til fundar bandalags- ins í Osló í maí. En opinberir aðilar skýrðu frá því hér, að jafn- vel þótt þess yrði farið á leit að fundurinn yrði haldinn í Osló yrðu Norðmenn að neita því, sak ir gistihúsaskorts og ónógra möguleika til öryggisþjónustu. inga og leikmenn við löggjöf og undirbúning mála á Alþingi. Kl. 13,30 mun háskólarektor, prófessor Ármann Snævar af- henda laganemum herbergi, búið glæsilegum húsgögnum, sem Orator fær til starfsemi sinnar í háskólanum. Að þeirri athöfn lokinni verð ur settur réttur í bæjarþingj Orators og tekið fyrir bæjar- þingsmálið Nr 1/1961. Eftir málaferlin verður ekið til Sendiráðs Bandaríkjanna og þar munu laganemar hlýða á fyrir lestur um starfsemi sendiráða, skoða húsakynni sendiráðsins og Upplýsingaþ j ónustu Bandaríkj - anna og hlýða síðan á fyrirlest ur sendiherrans Hr. Thompsons um diplomatisk samskifti þjóða. Kl. 19,30 verður svo vegleg ur fagnaður í Þjóðleikhúskjall aranum. Hefst fagnaðurinn með sameiginlegu borðhaldi, síðan stiginn dans til kl. 3 að morgni. Laganemar og ungir lögfræff- '.ingar eru hvattir til þess aff sækja hátíðina og gera hana sem glæsilegasta. Væntanlegum þátttakendum f fagnaðinum er bent á að snúa, sér til stjórnarmanna, að öffru leyti verffa miðar seldir í Há- skólanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.