Morgunblaðið - 12.02.1961, Qupperneq 2
2
MORGVTSBLAÐIÐ
SunnudagurSL2. febrúar 1961'
Róstur ófram
i
portugalska Angola
Lissabon, 11. febr. (Reuter)
I GÆRKVÖLDI sló enn
einu sinni í bardaga í Lu-
anda, höfuðborg portúgölsku
nýlendunnar Angola. Vopn-
aðir uppreisnarmenn réðust
á stöðvar öryggislögreglunn-
Fjölgar um
12 lœkna
NÚ í janúarmánuði luku 12
nemendur prófi í læknis-
*?ræði við Hánkóla Xslands'i
Bætast því óvenjumargir
læknar við á þessum árs-
tima, og þykja það ánægju-
legar fréttir. I fyrra útskrif
uðust 6 læknar úr háskólan
um í janúar og 8 sl. vor. Til
samanburðar má einnig geta
þess að 1956 útskrifuðust 16
um vorið, en 2 í janúar.
Blaðið sneri sér til land-
læknis og spurðist fyrir um
hvar þessir nfýju læknar
mundu nú taka til starfa.
Sagði hann að 10 þeirra
mundu von bráðar fara í
sjúkrahús í Reykjavík, einn
í sjúkrahúsið á Akureyri og
einn fer út á. land til nokk-
urra mánaða. Tveir aðrir og
eldri læknar eru einnig nú að
fara til þjónustu í héruðum úti
á íandi. Sagði landlæknir, að
yfirleitt væri æskilegra að
ungir læknar væru búnir að
vera á sjúkrahúsum eða taka
spítalaár sitt áður en þeir
færu út í héruðin.
ar við Sao Paulo-fangelsið,
en voru skjótlega hraktir á
flótta, enda var lögreglan
við öllu búin. Er þetta þriðji
bardaginn á einni viku og
kemur órói þessi í kjölfar
Santa Maria-atviksins.
• Margir falla
Fyrsta árásin var gerð fyrir
réttri viku sl. laugardag og réð-
ust uppreisnarmenn þá að fang-
elsum, lögreglustöðvum og að út-
varpsstöðinni í Luanda. 1 þeim
fyrsta bardaga féllu 31 maður,
þar af sjö menn úr öryggislög-
reglunni.
1 árásinni í gær féllu allmarg-
ir árásarmanna og margir voru
handteknir, en aðeins einn lög-
reglumaður særðist.
• Brottvísun blaðamanna
Portúgalska stjórnin hefur gef
ið út tilkynningu um að fjórum
erlendum blaðamönnum hafi ver-
ið vísað úr landi úr portúgalska
Angola. Segir stjórnin, að fram-
koma þessara blaðamanna hafi
verið ósæmileg og hafi ekki getað
samrýmzt því hlutleysi, sem
blaðamenn eigi að hafa gagnvart
atburðum þeim, er þeir fylgjast
með ogð skýra frá.
Brottrekstur blaðamanna þess-
ara er gagnrýndur víða á Vestur-
íöndum og er talinn bera vott
þess, að portúgalska stjórnin
yilji hindra eðlilegan fréttaflutn-
ing af atburðum þessum. Einnig
hefur það vakið athygli, að film-
ur og Ijósmyndir, sem þessir
fréttamenn sendu í pósti heim til
Sín hafa ekki komizt á ákvörð-
Únarstað, heldur virðist bréfa-
Æoðun í Luanda hafa tekið þær
óg eyðilagt.
S tjórn arbreytingar
og sættir í A-Asíu
Saigon 11. febrúar. (Reuter).
Svo virðist sem nú séu fyrir
höndum víðtækar hreyting-
ar á ríkisstjórnum tveggja
nágrannaríkja, Suður-Viet-
Nam og Laos, sem báðar
miða í þá átt, að breikka
grundvöll ríkisstjórnanna og
styrkja þær með þátttöku
fleiri stjórnmálaflokka.
Fregnir frá Saigon herma, að
Dinh Diem, hinn sterki forsæt-
isráðherra landsins, sé nú að kom
ast á þá skoðun, að tími sé kom-
inn til að auka frjálsræði í stjórn
málum í landinu og herma þess-
ar sömu fregnir, að hann hafi
boðið einum helzta stjórnmála-
andstæðingi sínum, Phan Kac
Suss sæti í ríkisstjórn, sem land-
/ NA 15 hnútar / S/ 50 hnútar X Snjó/coma 9 Ú6i V S/rúrír K Þrumur Wf.il KuHaskil Hifaski/ H Ha! L Laqi
Kampmann á
leið til Chicago
KAUPMANNAHÖFN, — 11.
febr. (Reuter) Viggo Kamp
mann forsætisráðherra Dan-
merkur lagði af stað flugleið
is til Bandaríkjanna í morgun.
Hann ætlar að dveljast vest-
an hafs vikutíma. Hér er ekki
um opinbera heimsókn að
ræða, heldur fer ráðherrann til
Chicago til að opna danska
listsýningu þar. Kampmann
fær þó tækifæri til að ræða við
Kennedy forseta og Deanr
Rusk utanríkisráðherra hefur
boðið honum til snæðings.
búnaðarráðherra. Sagt er að Suu
sitji nú í fangelsi eftir síðustu
byltingartilraunina gegn Dinh
Diem og yrði það mikill munur
fyrir hann að flytjast úr fangels-
inu og upp í ráðherrastólinn.
í Laos halda áfram stöðug
fundahöld stjórnmálamanna og
léita þeir eftir leiðum til að binda
endi á hina grimmilegu borgara-
styrjöld í landinu. Virðist ljóst,
að hinn hægrisinnaði Bound
þrins sé reiðubúinn að^ segja af
sér og fela völdin hlutleysingj-
anum Souvanna Phouma og er
þá líklegt að bæði hægri sinnar
og hinir vinstrisinnuðu Pathet
Lao-menn fengju aðild að þeirri
ríkisstjórn.
Tíðir f iínclr'
evrópskra
leiðtoga
PARÍS, 11. febr. (Reuter) —.
Stjórnarleiðtogar Sexríkjanna I
Evrópu samþykktu í dag að
koma föstu skipulagi á pólitískt
samstarf ríkjanna. Var ákveðið
að koma á föstum og regluleg-
um fundum ríkjaleiðtoganna,
sennilega fjórum sinnum á ári.
Hefur nú þegar verið ákveðið a<5
næsti fundur þeirra skuli hald-
inn í Bonn 19. maí og þar næsti
fundur í Rómaborg í sepember.
í ályktun fundarins í dag var
því lýst yfir að fleiri ríki gætu
fengið aðild að Evrópumarkaðn-
um og jafnframt var því lýst
yfir, að æskilegt væri að auka
samstarfið við Breta og Fríverzl-
unarsvæði það sem þeir hafa
stofnað umhverfis sig.
Þetta hákn er e!ns konar
hljóðnemi, sem Bandaríkja-
menn hafa reist í Kali-
forníu, til þess að fylgjast
með og taka við sendingum
frá gervihnettinum Samos.
Stærð hljóðnemans sést
hezt með því að m'*0 ',;ð
mennina tvo á vlnnupaHte-
Rússneskar orustuflug-
vétar komnar til Marokko
MOSKVA og Marokko., 11
febr. (Reuter) Sendifulltrúi
Frakka í Moskvu, Jean de la
Grandvilie ræddi í dag í hálfa
klst. við Andrei Gromyko ut-
anríkisráðherra Rússa. Eng-
inn vafi leikur á því að þeir
ræddu um atvik það, er
frönsk orustuþota skaut við-
vörunarskotum að flugvél
Breshnevs forseta Rússlands.
Sendifulltrúinn neitaði að
skýra blaðamönmim frá efni
viðræðnanna, sagði að utan-
ríkisráðuneytið í París myndi
birta það.
Talsmenn franska utanrík-
isráðuneytisins í París halda
enn fast við það, að flugvél
forsetans hafi farið út af á-
kveðinni flugbraut sinni og
væru það Rússar sjálfir, sem
hefðu stofnað forsetanum í
hættu með því að fljúga inn á
yfirlýst hættusvæði. Þrátt fyr
ir þetta segja Frakkar, að það
sé leiðinlegt að þetta skyldi
koma fyrir.
Breshnev forseti flaug í
Málfundur
verkamanna
Málfundir Verkalýðsráðs
Sjálfstæðisflokksins og Mál-
fundafélagsins Óðins hefjast
í Valhöll við Suðurgötu mið-
vikudaginn 15. þ.m. Væntan
legir þátttakendur eru beðnir
að láta skrá sig í skrifstofu
Sjálfstæðisflokksins fyrir
þriðjudagskvöld. Sími 1-71-00,
1 GÆR var góðviðri um allt
land, þó að smáél væru á
annesjum norðan lands og
vestan. Lægðirnar, sem farið
hafa austur fyrir sunnan land,
hafa haft lítil áhrif á veður
hér á landi. Ný lægð er á
leiðinni suðvestan úr hafi.
Hæg breytileg átt, víðast
bjartviðri. 1—3 stiga frust.
Togarasöfur
í vikunni
HÉR fer á eftir skýrsla um sölur
íslenzkra togara erlendis í síð-
astliðinni viku. 1 = lestir.
í CUXHAVEN seldu. Surprise
6. febrúar 82 1 af síld fyrir 31.179
mörk, 118 1 annar fiskur fyrir
83.048 mörk. Samtals: 200 lestir
fyrir 114.227 mörk.
Úranus seldi 6. og 7. febrúar
220.5 1 af síld fyrir 96.678 mörk.
Pétur Halldórsson seldi 10.
febr. 111 lestir af fiski fyrir
74.984 mörk.
Jón forseti mun hafa selt þar
einnig, en ekki er enn vitað hve
mikið magn eða verð.
í BREMERHAVEN seldi Ágúst
6. febr. 139.5 1 síldar fyrir 71.300
mörk og 63 1 af öðrum fiski fyrir
49.600 mörk. Alls 202.5 lestir
fyrir 120.900 mörk.
Þar seldi einnig Júní 131.5 1
af fiski (mest stórufsi) fyrir
118.300 mörk.
Á sama stað seldi Freyr 227 1
síldar fyrir 115.000 mörk og 56 1
af öðrum fiski fyrir 45.000 mörk.
Alls 283 lestir fyrir 160.000
mörk.
í KIEL seldi Hallveig Fróða-
dóttir 9. febr. 156 1 síldar fyrir
69.290 mörk og 33 1 af öðru fyrir
25.733. AHs 189 1 fyrir 95.023
mörk.
Leiðrétting
í GÆR birtist í blaðinu grein
undir fyrirsögninni „Vaxtalækk-
un á sparifé". Við setningu henn-
ar féll niður nafn höfundar sem
er Jón Sumarliðason.
í sama blaði á bls. 3, varð rugl-
ingur á myndatextum við tvö
málverk eftir Menntaskólanema
í Reykjavík. Eru hlutaðeigandi
beznir velvirðingar.
dag frá Rabat hðfuSborg
Marokko áleiðis til Conakry
höfuðborgar Gíneu á vestur-
strönd Afríku.
Múhammeð konungur gaf
honum lifandi gasellu í kveðju
gjöf. Það hefur vakið nokkra
athygli að á sama degi og for
setinn dvaldist í Marokko var
sextán rússneskum orustuflug
vélum skipað á land upp úr
rússneska flutningaskipinu
Karaganía, í höfninni i Casa
blanca.
Hópreið Fóks-
félogo um
bæiim í dog
í DAG efnir Hestamannafélag
ið Fákur til mikillar hópreið
ar hér um höfuðborgina. í
'farabroddi mun Þorri ríða
og honum fyigja 16 meðreið
arsveinar allir skrautbúnir. Á
eftir koma svo aðrir félags-
menn.
Hestamennimir munu koma
á Arnarhól kl. 3 sd., en þeir
leggja upp frá Skeiðvellinum
við Eilliðaár kl. 2.
Á Klambratúni verða ridd
ararnir kl. 4 og mun nokkrir
þeirra sýna góðgang, bæjar-
búum til skemmtunar.
Tilefni þessarar reiðar er
það að nú stendur sem hæst
sala happdprættismiða félags
‘ ins, en til þess er stofnað
vegna hesthúsbyggingarinnar
við Elliðaár. Svo og er þetta
gert til þess að minna á þarf-
asta þjóninn *g auka áhugann
á honum á þessum síðustu
tímum véla og hraða.
Þorrablót
SJÁLFSTÆÐISFELAG Vatns.
leysustrandar gengst fyrir fagn-
aði að Glaðheimum í Vogum,!
laugardaginn 18. febrúar kl. 21,
með þorramat og dansi m. m.
fyrir Vatnsleysustrendinga fyrr
og nú og gesti þeirra.
Aðgöngumiðar seldir í Tjarn-
arbúðinni og hjá stjórninni.