Morgunblaðið - 12.02.1961, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 12.02.1961, Qupperneq 13
SunnuSagur 12. febrúar 1961 MORCUHBLAÐ19 13 REYKJAVIKURBREF Brimið við íslands- strendur er misJtunnar laust Olafur Lárusson látinn Ólafur Lárusson hafði nánari kynni af fleiri íslenzkum lög- fræðingum en nokkur annar maður. Hann var ýmist skóla- bróðir eða kennari allra þeirra, er luku laganámi á fyrsta ald- arhelmingi lagakennslu hér á landi. Á því tímabili luku helm- ingi fleiri íslendingar lagaprófi hér en gert höfðu allan þann tíma, sem þeir stunduðu laga- nám við Hafnarháskóla. Ólafur var kennari við lagadeild Há- skólans í nær 40 ár og kenndi þar undirstöðugreinar lögfræð- innar með þeim ágætum, að hann öðlaðist einstaka ástsæld meðal nemenda sinna. Sjálf kennslan réði þar að vísu ekki ein um. Við hana bættist fágæt umhyggja og góðvild í garð nemenda. Ólafur Lárusson var þó eng- an veginn ætíð auðveldur mað- ur í samskiptum. Hann var þykkjuþungur gegn þeim, sem hann taldi halla réttu máli. En hann var fyrst og fremst rétt- látur maður, sem í engu mátti vamm sitt vita. í umgengni var hann oft fálátur en í góðra vina hópi allra manna glaðastur og kunni flestum betur að krydda samtal með skemmtilegum frá- sögnum. Hann var skarpur og glöggsýnn lögfræðingur, betur að sér í sérgreinum sinum en nokkur annar hérlendis. Þá var hann einnig frábærlega vel að sér í íslenzkri sögu og stað- fræði. Um öll þessi hugðarefni sín hefur hann ritað margt, sem varanlegt gildi hefur og lengi mun verða vitnað til. Ólafur Lárusson var ein helzta prýði Háskóla tslands og í Há- skólanum undi hann sér vel. Hann kaus að horfa á hvers- dagslegar erjur og stríð úr nokkurri fjarlægð en með djúp- um lærdómi og miklum mann- kostum hafði hann bætandi áhrif á alla, er honum kynntust. Undursamleg , björ«im Ein frægasta skáldsaga Breta um atburði síðasta stríðs heitir „The cruel sea“, Hið grimma haf. t þeirri bók er átakanleg frásögn af því, þegar brezkt herskip var skotið niður skammt undan ströndum íslands. All- margir þeirra sem á skipinu voru, komust á fleka eða gátu náð taki á þeim. En fæstir þeirra héldu lífi, sjávarkuldinn varð þeirra banamein. Þessi saga rifjast upp við frásögnina af hinni undursamlegu björgun Einars Jónssonar í Grindavík á dögunum. Það er vissulega frá- bært afrek að halda lífi eftir 45 mínútna sjávarvolk í stórbrimi við íslandsstrendur um hávetur. Myndirnar af hinum mikla garpi, konu hans og börnunum fimm eiga að varðveitast til að minna okkur alla á, hversu mikið við eigum að þakka sjó- mönnum okkar og hve mikið gp í húfi, að þeir nái heilir í höfn. Eysteinn Jónsson slasast Stjórnmálamenn eiga sjaldn- ast náðuga daga. Til úrlausnar þeirra koma einatt þau vandá- mál, sem öðrum hefur ekki tekizt að leysa. Auðvitað á þetta einkum við um þá, sem í stjórn eru hverju sinni, en stjórnar- andstæðingar hafa einnig ýms vandamál við að glíma, enda telja þeir, að sízt megi án leið- beininga sinna og umvandana vera. Það er þvi mjög að vonum, að stjórnmálamenn hér, eins og annarsstaðar, leiti öðru hverju hvíldar og nokkurrar tilbreytni. Eysteinn Jónsson, sem verið hefur ráðherra lengur en nokk- ur samlanda hans, hefur allt frá æskudögum sótt sér hress- ingu í skíðaferðir og fjallgöng- ur. Um síðustu helgi tókst svo hörmulega til, að hann brotnaði illa í skiðaferð. Allir, andstæð- ingar ekki síður en samherjar, óska honum góðs bata og vona að hann megi sem fyrst koma aftur til starfa. Fjárskortur Fátt bagar okkur íslendinga meira en fjárskortur. Hvert sem viðfangsefnið er, þá kveður hvarvetna hið sama við: Það, sem gera þarf, er ýmist ógert eða hálfgert vegna þess að fé vantar til framkvæmda. Það eru og ekki framkvæmdirnar einar, sem ganga sorglega seint. Víðast vantar einnig menn til að anna því, sem þó er komið á nokk- urn rekspöl, m. a. af því að ekki er fé til að launa svo marga, sem þyrfti ef vel ætti að vera. Þetta á jafnt við um marg- háttaðar framkvæmdir einstakl- inga og almannavaldsins. Menn vantar fé til iðnaðarfram- kvæmda, til uppbyggingar land- búnaðar, í fiskveiðasjóð, í vega- gerðir, í götulagningu, til sjúkra húsa, til skólabygginga, til hafn- argerða, til íbúðarhúsabygginga, til stjórnarráðsbyggingar, til sýningarskála, til hótelbygg- inga, til fangelsa, til heilbrigðís- rannsókna, til almennra vísinda- rannsókna og til ótal margs ann ars, sem hér er hvorki rúm né tími að telja. Atvinnuleysi verður að forðast Þegar þrýtur er oftast leitað til ríkisstjórnar og Alþingis og oft farið hörðum orðum um að stjórnarvöldum gangi seint að afla nauðsynlegs fjár. En hvaða fjármuni hafa þau? Enga aðra en þá, sem þjóðin, fólkið sjálft, skapar, eða hægt er að fá að láni hjá erlendum aðilum. Það er einmitt vegna þessa stöðuga meinlega skorts á fé, sem viðreisnarráðstafanir nú- verandi ríkisstjórnar og meiri- hluta Alþingis mega ekki fara út um þúfur. Þær ráðstafanir eru líklegasta og raunar eina frambærilega ráðið til þess að skapa innanlands það fjármagn, sem framfarir eru komnar und- ir, og til að endurvekja erlendis lánstraust, sem við sízt megum án vera. Þegar V-stjórnin flúði af hólmi hafði mjög dregið úr fjármagnsmyndun innanlands og lán voru ófáanleg erlendis með venjulegum hætti. Hrun og at- vinnuleysi blasti þessvegna við. Viðreisnarráðstafanirnar miða fyrst og fremst að því að koma í veg fyrir þvílíkan ófarnað. Nú verandi ríkisstjórn hefur ekki valdið samdrætti í atvinnulífi og framkvæmdum heldur hindrað, að hann yrði vegna gjaldþrots og atvinnustöðvunar. Þetta hef- ur tekizf miklu betur en stjórn- arandstæðingar spáðu. Þeir full- yrtu, að á árinu 1960 og nú um áramótin yrði komið stór- kostlegt atvinnuleysi. Hrakspár þeirra byggðust á því, að þeir héldu, að verkefnin, sem þeir hlupust frá, væri óleysanleg. Raunin hefur orðið sú, að við lögboðna atvinnuleysisskrán- ingu, sem fram fór fyrstu þrjá daga í febrúar, létu 8 menn skrá sig hér í Reykjavík. Ef vinstri stefnan hefði fengið að ráða, mundu nú vera hér þúsund ir atvinnulausra manna. Endurbót bankalög- gjafarinnar Einn þáttur viðreisnarinnar er að koma bankalöggjöf þjóðar- innar í skaplegt horf. Þar velt- ur á miklu að tryggja seðlaút- gáfu og hafa hana í höndum stofnunar, banka, sem sé vanda sínum vaxinn og óháður við- skiptabönkunum og þeim sér- sjónarmiðum, er þeir hljóta hver um sig að hafa. Hingað til hefur ekki tekizt að leysa þetta vandamál á viðunandi hátt. í upphafi aldarinnar var Is- landsbanka, sem þá var í hönd- um erlendra manna, fenginn seðlaútgáfuréttur. Þetta reyndist ekki heppileg lausn og varð efni til mikils ófriðar í íslenzk- um stjómmálum. Síðar, fyrir ein um mannsaldri, eða h. u. b. 35 árum, var um það deilt, hvort seðlaútgáfan skyldi fengin Landsbankanum eða sérstökum Ríkisbanka, sem einungis skyldi vera seðlabanki. Þá voru þeir, er síðari lausnina vildu, því miður bornir ofurliði. Af því hefur margan ófarnað leitt. Óhætt er að segja, að hrun ís- landsbanka 1930 hefði aldrei orðið, ef hér hefði þá verið sér- stakur seðlabanki, ofar báðum viðskiptabönkunum. — Nokkru fyrir síðari heimsstyrjöldina var málið aftur tekið upp en náði ekki fram að ganga. Enn var, skömmu eftir 1950, gerð tilraun til þess að koma málinu í rétt horf. Sú tilraun strandaði á tregðu Framsóknarmanna. Ólík vinmibrögð Þegar V-stjórnin kom til valda 1956, átti endurskoðun bankalöggjafarinnar að verða eitt höfuðverkefni hennar. Þá hafði svo um skipazt, að Fram- sóknarmenn þóttust fúsari en áður til að skilja á milli seðla- útgáfu og venjulegra viðskipta- bankastarfa. Þegar á reyndi, fengust þeir þó ekki til að stíga sporið nema til hálfs. Aðal- áhugamál þeirra var að níðast á Sjálfstæðismönnum og hindra þá í réttmætri þátttöku í stjórn bankamála. Framsóknarmenn þóttust vera andvígir því, að nokkur einn flokkur gæti ráðið yfir ríkis- bönkunum. En þeir gættu þess vandlega, að ekki væri haggað yfirráðum þeirra sjálfra yfir Búnaðarbankanum. Þar héldu þeir óskertu einræði með þeim afleiðingum, sem nú eru fram komnar, að landbúnaðarsjóðirn- ir, sem eru í vörzlu þess banka, eru raunverulega gjaldþrota. Breytingamar 1957 voru allar miðaðar við ákveðna menn, ým- ist að svipta andstæðinga starfi eða búa svo um, að meðhalds- menn hefðu öll ráð. Núverandi ríkisstjórn hefur farið allt öðru vísi að um und- irbúning bankalöggjafar þeirr- ar, sem hún hefur nú lagt fyrir Alþingi. Þar er miðað við það, að sönn valdahlutföll í þjóðfé- laginu fái að njóta sín í yfir- stjórn allra ríkisbankanna. Seðlabankinn er alveg skilinn frá viðskiptabankanum, Lands- bankanum, sem hann undanfar- ið hefur verið í tengslum við. Seðlabankanum er fengið eðli- legt sjálfstæði en þó tryggt, að vilji ríkisstjórnar og meirihluta Alþingis ráði höfuðstefnu, svo sem vera verður, ef vel á að fara. Bankalögg j öf inni „umturnað46 Viðbrögð Framsóknar við hin- um nýju frumvörpum eru tákn- ræn fyrir hugsunarhátt þann, sem hjá henni ríkir. Fyrst lét hún sem hér væru geigvænleg tíðindi í vændum. Ólafur Jó- hannesson prófessor stóð upp í efrí deild og átti ekki nógu hörð orð um það, að frá efni bankalagafrumvarpanna hefði verið sagt á Varðarfundi áður en þau voru lögð fyrir Alþingi. Tíminn skýrði síðan frá aðfinn- ingum Ólafs undir margra dálka fyrirsögn, sem gaf til kynna, að stórhneyksli hefði átt sér stað. Þær aðfinningar voru að vísu allar á misskilningi byggðar, en hlutu af hálfu þeirra, sem þær höfðu uppi, að spretta af því, að hér væri um óvenjulegt og viðkvæmt stór- mál að ræða, sem sérstaka var- úð bæri að hafa um. Þegar á reyndi, sneri Tíminn hins vegar gersamlega við blaðinu. Þá lét hann sem hér væri hreint hé- gómamál á ferðum, einungis miklar umbúðir um stofnun eins bankastjóraembættis. Ef ekki var um annað að ræða, hvernig gat það þá verið „trún- aðarbrot“ og „tilraun til að draga vald úr höndum Al- þingis“, að skýra frá því á venjulegum stjórnmálafundi? Ekki var samræmið meira hjá talsmanni flokksins í neðri deild. í öðru orðinu fullyrti hann, að bankalöggjöfinni ætti nú að „umtuma", en í hinu, að breytingin væri sú ein að verið væri að stofna eitt bankastjóra- embætti! Jafnframt varð hann þó að játa, að nú væri í fyrsta skipti tryggt, að ríkisstjórnin réði stefnu í bankamálum, svo að handhafi seðlaútgáfunnar gæti ekki lengur skoðað sig sem ríki í ríkinu. Þá eru nú loks rof in að öllu tengslin milli Lands- bankans og Seðlabankans, sem enn héldust að verulegu leyti samkvæmt lögunum frá 1957. Þórarinn ræðst á Sleinjírím. Her- mann og Eystein Það er ekki í bankamálunum einum, sem Framsókn um þess- ar mundir gerir sig seka um broslega ósamkvæmni. Sl. mið- vikudag var í Sameinuðu AI- þingi rædd fyrirspurn frá Þór- arni Þórarinssyni um aðild ríkis ins og ríkisstofnana að Vinnu- veitendasambandi íslands. 1 málflutningi sínum fordæmdi Þórarinn að ríkið og stofnanir þess skyldu vera aðilar slíkra samtaka. — Félagsmálaráðherra, Emil Jónsson, upplýsti þegar í stað, að ákvörðun ríkisstjómar- innar um þvílíka aðild hefði verið gerð af Steingrími Stein- þórssyni, þegar hann var for- sætisráðherra 1951. Þá voru þeir Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson með Steingrími í ríkis- stjórn og áttu ásamt honum og fulltrúum Sj álfstæðismanna þátt í þessari ákvörðun. Tíenni var og ekki breytt eftir að Sjálf- stæðismenn hurfu úr stjórn og Framsókn myndaði ríkisstjórn ásamt Alþýðuflokk og komm- únistum 1956. Þá hefði Her- manni Jónassyni verið í lófa lagið að afturkalla ákvörðun Steingríms frá 1951, ef hann hefði talið hana ranga. Hinar einstöku ríkisstofnanir, sem hér um ræður, heyrðu og á þeim árum undir menn af mismun- andi flokkum, þar á meðal full- trúa kommúnista. En hvorki Lúðvík Jósefsson né Hannibal Valdimarsson sáu ástæðu til að gera hér breytingu á. Aðgerðar- leysi þeirra hlýtur að koma af því, að þeir telji óhjákvæmilegt, að ríkið og stofnanir þess séu aðilar slíjrra samtaka. Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.