Morgunblaðið - 12.02.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.02.1961, Blaðsíða 24
Af AU ROI S Sjá bls. 6. Reykjavíkurbréf Sjá blaðsíðu 13. 35. tbl. — Sunnudagur 12. febrúar 1961 Dómur í máli IVfiagn- úsar lögregluþjóns í G Æ R var í Sakadómi Reykjavíkur kveðinn upp dómur í máli, sem ákæru- valdið höfðaði hinn 8. okt. sl. gegn Magnúsi Guðmunds- syni, fyrrv. lögregluþjóni, Vesturgötu 27. Niðurstöður dómsins eru sem hér segir: 1) Talið er sannað, að ákærð- ur hafi í janúarmánuði 1960 sent Sigurjóni Sigurðssyni lögreglu- stjóra tvö hótunarbréf, þar sem honum var hótað lífláti. Brot þetta er talið varða við 233. gr. alm. hegningarlaga, en hinsveg- ar ekki við 138. eða 139. gr. sömu laga( brot í opinberu starfi), svo sem krafizt hafði verið í ákæru. 2) Akærði átti skammbyssu og skotfæri, án þess að hafa fengið leyfi lögreglustjóra til þess að eiga slíka hluti. Með því var á- kærður talinn hafa brotið gegn 3 gr. reglugerðar nr. 105/1936 sbr. 1. 69/1936. 3) A dómþingi 4. apríl 1960 bar ákærður fimm lögreglumenn þeim sökum, að þeir hefðu verið ölvaðir við skyldustörf. Einnig bar hann það á einn lögreglu- mann, að hann hefði komið ölv- aður akandi í bíl til vinhu, og að varðstjórinn hefði látið hann fara af vaktinni akandi í því ástandi, að Erlingur Pálsson yfir- lögregluþjónn hefði ekið bíl sín- um undir áhrifum áfengis og að Sigurjón Sigurðsson lögreglu- stjóri æki iðulega ölvaður. L#oks kvað ákærður tiltekinn lögreglu- mann (Sigurjón Ingason) eiga eða hafa átt talsverðar birgðir af smygluðu áfengi. I þinghaldi 8. apríl hélt ákærður því fram, að Sigurjón hefði sagt sér að hann hefði sent lögreglustjóra hótunarbréf. Allar þessar sakargiftir eru taldar rangar, enda hefur ákærð. ur ekki rennt undir þær nein- um stoðum. Þykir ákærður með þeim hafa leitazt til að koma því til leiðar, að saklausir menn yrðu sakaðir um refsiverða verknaði, og þannig gerzt brotlegur við 148. gr. hegningarlaga. Hinsvegar er hann ekki talinn hafa með þessu gerzt sekur um brot í opinberu starfi (brot gegn 138. eða 139. gr. hegningarlaga), eins og kraf- izt er í ákæru. FRIÐRIK ÓLAFSSON er kominn heim. Hann hafði langa útivist að þessu sinni, fór fyrir jól og tefldi í öllum helztu borgum Hollands, en í lokin tók hann þátt í litlu skákmóti þar ytra. Refsing ákærðs var ákveðin 3 mánaða varðhald, skilorðsbund- ið til 3 ára. Haft er í huga að ákærður hefur misst stöðu sína í tilefni af málsókn þessari Skotvopn og skötfæri voru gerð upptæk. Þá var ákærður dæmd- ur til að greiða sakarkostnað þar á meðal málssóknarlaun skip aðs sækjanda, Páls S. Pálssonar hrL, kr. 11.000,00 og málsvarnar- laun skipaðs verjanda, Guðlaugs Einarssonar hdl. kr. 5000,00. Við ákvörðun málsvarnar- launa er tillit tekið til þess, að verjandi hefur gert meðferð máls ins miklu flóknari og tafsamari en efni stóðu til, svo sem með framlagningu þýðingarlausra skjala og margvíslegum kröfum um öflun gagna, málinu með öllu óviðkomandi. Eru málsvarn arlaun ákveðin með tilliti til þessa og framkomu verjanda í heild. Níu unglingar ' fórust í snjó Lenzerheide í Svisslandi, 11. febr. (Reuter). — FLEIRI fórust en í fyrstu var talið í snjóflóðinu í gær. Hafa 100 björgunarmenn unnið í alla nótt að því að reyna að grafa unglinga út úr snjónum. Er nú komið í ljós, að 18 ungl- ingar urðu fyrir snjóflóðinu. Sex þeirra tókst að sleppa eða halda sér ofan á snjóbylgj- unni. Þremur var bjargað fljót lega á eftir upp úr snjónum. Síðan hafa átta lík verið graf in út úr skaflinum en eitt er enn ófundið, af 14 ára stúlku. Krafa var gerð á hendur á- kærðum um sviptingu kosningar réttar og kjörgengis, en hún var ekki tekin til greina enda kem- ur slík réttindasvipting ekk'i til greina þegar refsing er skilorðs- bundin. Friðrik tefldi v/ð 700 í Hollandi Fréttamaður Mbl. náði tali af Friðrik í gær. Hann var ferðalúinn, enda hefur hann haldið vel á spöðunum. — Ég tefldi 18 fjöltefli 1 ferðinni, venjulega við 40 manns í senn. Þetta voru eilíf hiaup úr einni borginni í aðra. Samtals tefldi ég við liðlega 700 manns og hafði 91% vinninga svo að ég uni vel við, sagði Friðrik. — Skákáhugi er mikill í Hollandi, meirj en i nokkru öðru V-Evrópulandi, enda er skáklífið þar mjög þróttmikið. Áður en ég kom heim tók ég þátt í skákmóti, sem árlega er haldið í Bieverweig. Kepp endur voru um 100 í mörgum flokkum. Ég varð fjórði og læt mér það í léttu rúmi liggja. — Og hvað er næst? — Millisvæðamótið í sum ar, sennilega í Riga. Somkomudagur Alþingis 1961 FRUMVARP TIL laga um sam- komudag regluíegs Alþingis 1961 var tekið til fyrstu umræðu í Nd. Alþingis í fyrradag. í frv. segir, að þing skuli koma saman 10. Október 1961, hafi foíseti fs lands ekki tiltekið annan sam- komudag fyrr á árinu. Ölafur Thors, forsætisráðherra, gerði grein fyrir frumvarpinu í fáum orðum, en síðan voru hafð ar um það þrjár umræður í Nd. og frv. afgreitt til Ed. Smygl í bíl Tvær konur og karlmaður handtekinn HJÁ sakadómaraembættinu er hafin rannsókn á nýju smygl- máli. í gær var rannsókn þess svo algjörlega á byrjunarstigi, að rannsóknardómarinn Gunn- laugur Briem kvaðst ekki á því stigi geta gefið neinar upplýs- ingar málið varðandi. ★ NÆLONSOKKAR Upphaf máls þessa er það að yfirmanni tollgæzlunnar, Unn- steini Beck, bárust fregnir um það síðdegis á föstudaginn, að leigubíll væri á ferðinni milii bæja í Mosfellssveit, og þeir sem í honum voru, hefðu boðið fólki nælonsokka til kaups. ★ 960 PÖR Farið var þá þegar á vett- vang og billinn sem um var rætt fannst fljótlega þar efra. Voru í honum tvær konur og einn karlmaður og í bílnum fundust allmiklar birgðir af nælonsokk um, sem báru það með sér að þeir væru framleiddir suður á. Ítalíu. Var fólkið handtekið og hald lagt á alla nælonsokkana, sem í bílnum voru. Síðar um daginn funduzt í vörzlu fólksins fleiri sokkapör. Alls voru það 960 pör af sokkum, sem hald 1 LISTASAFNI ríkisins 1 stendur nú yfir yfirlitssýn- ing á verkum Gunnlaugs Blöndal. Myndin hér að of- an er af einu verkanna á i sýningunni. — Ber myndin heitið „Kona með hanzka“. var Iagt á, allt smyglvarningur. Eftir því sem þegar við hand- töku mannsins kom í ljós þá mun hann hafði að eigin sögn selt um smyglaði inn til landsins, en. hann hafði af eigin sögn selt bíl, sem hann átti og hafði feng ið a.m.k. hluta af andvirði bíls ins borgað í þessum smygiuðu nælonsokkum. Hafnarfjörður STEFNIR, félag ungra Sjálf- stæðismanna, heldur málfund 'í Sjálfstæðishúsinu annaðl kvöld kl. 8,30. Þar lytur Árni Grétar Finnsson ræðu um sjálfstæðisstefnuna. Þvottakonan sigr- aði innbrotsþjófinn ÞVOTTAKONAN, SEM ræst| ir hinn vinsæla skemmtistað bæjarbúa, Leikhúskjallar- um, vann það afrek snemma í gærmorgun að handtaka innbrotsþjóf þar í Kjallaran um. Þegar hún kom til ræstingar- starfa klukkan um 8 í gærmorg- un, mætti hún á gangi framan við eldhús ungum manni. Hún hafði fljótlcga áttað sig á þvi, að hér var óboðinn gestur. Hafði hún snarast fram og læst hurð- um sem hún hafði opnað, er hún kom, til þess að loka þjófinn inni. Og hún mun einnig hafa lesið honum pistilinn. Hafði manninum sem er þrítugur að aldri fallið allur ketill í eld við reiðilestur og skammir ræsting- ar konunnar, sem gerði lögregl- unni strax aðvart. Var maður- inn því vel geymdur er hún kom á vettvang. Varð eftir inni Við rannsókn kom í ljós að maðurinn hafði ekki brotizt inn í Leikhúskjallarann, heldur hafði hann farið þangað í fyrra- kvöld ölvaður nokkuð, og látið loka sig inni. • Náði engu Hann hugðist láta vel fara um sig í veitingasölunum um nóttina. Fá sér áfengi eftir lyst og þörfum, ná sér í pen- inga. En þetta fór allt á ann- an veg. Hann hafði gert æðis- gengnar tilraunir til þess að sprengja upp hurðina að Vín- kjallaranum, einnig að kæli- skáp, sem áfengi er geymt í. Er bersýnilegt af verksum- merkjum, að maðurinn hefur hvorki neytt svefns né matar alla nóttina, en allt að einu: Allir skápar héldu. Eini skáp- urinn sem gaf sig var gos- drykkjakælir, en maðurinn hafði ekki haft neina lyst á gosdrykkjum. Svo leið nóttin og smám saman hafði runnið af manninum, við innbrotstil- raunina. Og svo hafði hann snúið sér að peningakassan. um og honum tókst að sprengja hann upp og ná ein. hverju af peningum, sem þó höfðu ekki komið að neinu gagni. Ekkert benti til þess að mað. urinn hefði reynt að brjótast út úr Leikhúskjallaranum. I gær. dag sat maðurinn í gæzluvarð. haldi, en um það leyti sem þetta var skrifað átti hann að mæta til yfinheyrslu hjó xannsóknarlö'g- . reglunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.