Morgunblaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 1
24 ssður Aðeins SÞ geta hindrað bldðuga borg- arastyrjöld í Kongó Stevenson lýsir trausti á tiammarskjöld IVIoröi Lumumba mótmælt víða um heim VÍÐSVEGAR að úr heiminum berast fregnir um mótmælaaðgerðir vegna morðsins á Lumumba. Hefur enginn atburður gerzt í langan tíma, sem megnað hefur jafnmikið að eesa upp tilfinningar manna og reiði. — Beinist þetta einkum gegn Belgíumönnum, sem taidir eru meðsekir Katanga-stjórn um morðið. Home lávarður, utanríkisráðherra Breta, lýsti því yfir á þingi í dag, að brezka stjórnin teldi engan vafa leika á því lengur að líflát Lumumba hefði verið morð. Umræður voru í Öryggisráði SÞ í New York í gær um þá tillögu Rússa, að Hammarskjöld verði vikið úr starfi og allt herlið SÞ í Kongó flutt brott frá Kongó. Hammarskjöld lýsti því yfir við umræðurnar, að hann myndi ekki segja af sér. Adlai Stevenson, fulltrúi Bandaríkjanna, flutti fyrstu ræðu sína í Öryggisráðinu. Hann harmaði morðið á Lumumba, en lýsti yfir undrun sinni yfir rússnesku tillögunni. Kvað hann furðulegt að Rússar ætluðu sér að nota dráp Lumumba til að sundra sam- tökum SÞ og koma á algeru öngþveiti í Kongó. Stevenson skoraði á allar þjóðir að styðja Sameinuðu þjóðirnar, sem væru eina von smáþjóðanna á erfiðum tímum. Ef tillaga Rússa um brottflutning herliðs SÞ frá Kongó væri samþykkt, þýddi það ekkert annað en blóðuga borgarastyrjöld í öllu Kongó. Taldi Stevenson, að nú væri þvert á móti nauðsyn að efla lið SÞ í Kongó, svo það gæti friðað iandið. En á einu er þó mest nauðsyn, sagði hann, að koma í veg fyrir öll erlend afskipti af innanríkismálum Kongó, til þess taldi hann að hindra yrði öll afskipti Belga af málum landsins. ■andi ríki munu halda áfram að styðja hann í viðleitninni til að koma á friði og öryggi í Kongó og meðal ahra þjóða. Það getur verið að SÞ hafi orðið á mistök í Kongo eins og kemur fyrir alla, í ræðu Auka þarf vald SÞ Stevenson sagði m. a sinni: — Áríðandi er að gera þegar í stað ráðstafanir til að hindra útbreiðslu borgarastyrjaldar í Kongó og vernda líf almennra borgara og flóttafólks, sem þeg- ar er bjargarlaust þar vegna fyrstu átakanna. Vildi Stevenson, að framkvæmdastjóm SÞ yrði falið aukið vald til að friða Kongó og þá m. a. að taka við yfirstjórn Kongó-hers svo hann yrði ekki notaður í pólitískri bar áttu í landinu. Hann lýsti því yfir, að Banda- ríkin styddu aðgerðir SÞ í Kongó af heilum hug, því að eina leiðin til að útiloka kalda stríðið og heita stríðið frá Kongó, er að SÞ séu þar á verði. Traust á Haminarskjöld Ég tek ekki mikið mark á illskufullum árásum Rússa á framkvæmdastjóra og fram- kvæmdastjórn SÞ. Hvorki hann né stofnunin þurfa á vörn minni að halda. Starfsferill hans er bók sem er öllum opin, bók sem allar friðelskandi þjóðir viðurkenna og inniheldur lýsingu á trúverð- ugu starfi í þjónustu alþjóða- réttlætis og alþjóðafriðar. Það er sama þótt Sovétstjórnin láti eins og Dag Hammarskjöld sé ekki til, hún mun komast að því að fjarri fer að hann sé ein- hver vofa. Þvert á móti mun hún komast að raun um að friðelsk- Adlai Stevenson flutti fyrstu ræðu sína í SÞ í gær en það réttlætir ekki illskufulla og ósanngjarna árás á fram- kvæmdastjórann og stofnunina. Benti Stevenson á það að allir deilúaðiljar, Kasavubu, Gizenga, Tsjombe réðust á Sameinuðu þjóðirnar vegna þess að samtök- in hefðu ekki viljað draga taum neins þessara stjórnmálamanna. Sýndi það bezt óhlutdrægni SÞ í málum Kongó. Rússar stefna að öngþveiti Ég harma það, sagði Steven- son, að Rússar hafa enn ekki tal- ið sér henta að eiga samstarf við þau lönd sem reyna að finna raunhæfa lausn á hræðilegum vandamálum kongósku þjóðar- innar. í stað þess krefjast Rússair þes-s að allt herlið SÞ í Kongó verði flutt brott á einum mán- uði. Hvað myndi slíkt þýða? — Ekki aðeins stjórnleysi og borg- Framh. á bls. 23 Þetta er nýjasta myndin sem til er af Lumumba. Hún var tekin þegar hann var fluttur sem fangi frá Leopoldville til Elisabethville. Með honum er félagi hans og samfangi, Joseph ' Okito. Hikið og óskiljan- iegt slys við Brussel Boeing 707 fórst með bandarískum skautamönnum Brussél, 15. febr. (Reuter) | lendingu á Briissel-flugvelli. STÓR farþegaþota, Boeing j Ekkert er enn upplýst um 707, eign belgíska félagsins I orsakir flugslyssins, en svo Sabena, fórst í morgun í I virðist sem flugmaðurinn Devold telur síldina horf na Norðmönnum næstu þrjá áratugi F R E M S T I fiskifræðingur Norðmanna, Finn Devold, heldur því fram í samtali við norska blaðið Aftenposten nýlega, að það sé vonlítið, að stór-síldarganga komi til Noregs næstu 20—30 ár. Þessi yfirlýsing Devolds má kallast stórkostlegt áfall fyrir norska síldveiðimenn, því að margir hafa talið De- vold stundum vera af bjart- sýnan um síldveiðarnar. En nú er það snúið við. • Stofninn minnkar Devold segir í samtalinu: „Það liggur alveg Ijóst fyrir, að við verðum að reikna með minnk- uðum síldarstofni næstu 25 ár. Ástæðan er að fjölgun stofnsins er nú mjög ábótavant. Við verð- um jafnvel að reikna með því, að síldarstofninn hafi minnkað svo mikið, að það hafi úrslita- áhrif fyrir veiðarnar. 0 Veiðar Rússa Einnig kemur Devold inn á ann Éramh. á bls. 23 hafi skyndilega misst stjórn á vélinni. í þotunni voru 72 menn, 61 farþegi og 11 í áhöfn hcnnar. Bóndi, sem stóð á akri sínum, varð fyrir flug- vélinni og fórst. Flugvélin var að koma frá New York. Flestir farþegarnir voru bandarískir, þeirra á meðal voru 39 skautamenn — lið Bandaríkjanna á heims- meistaramót í listaskauta- hlaupi, sem fram á að fara í Prag í næstu viku. • í aðflugi Sem fyrr segir, er ekkert hægt að segja ákveðið um orsakir slyss þessa. Flugturninn á Brússel- flugvellinum átti samtal við flugstjóra vélarinnar um fimm mínútum áður en óhappið vildi til, en síðan heyrðist ekkert Framh. á bis. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.