Morgunblaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 16. febr. 1961 — Landbúnaðurinn Frh. af bls. 9 Stórbú í 5. grein sinni fer Gunnar Bj arnason nokkrum orðum um bústærð. Hann segir: „Einhver brotalöm í eðli íslendinga hefur valdið því, að raunverulegir stórbændur hafa sjaldan þrifizt. Þeir hafa jafnvel verið illa séð- ir. Hér verður að taka upp nýtt viðhorf, aðeins stórbúin geta hag nýtt sér tækni og vinnuskipulag til fullnustu". Sennilega er það sama brota- lömin, sem veldur því, að fólk vill helzt eiga sína eigin íbúð. Samkomur Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 8.30. Daníel Jónsson og Kristján Gamalíusson tala. Allir velkomn ir. Zion Óðinsgötu 6A Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna Hjálpræðisherinn Fimmtudaginn kl. 20,30: Al- menn samkoma. Cand theol Er- ling Moe og söngprédikarinn Thorvald Fröytland syngja og tala. Föstudaginn: Alþjóða bæna dagur kvenna. Sameiginleg bæn arsamkoma kl. 20,30. Allar kon ur velkomnar. Laugardaginn kl. 20,30: Almenn samkoma í Nes kirkju. Erling Moe og Thorvald Fröytland tala. Verið velkomin. Æskulýðsvika K.F.U.M. og K. Amtmannsstíg 2B. Ræðumenn í kvöld Sigurður K. Sigurðsson og Ingólfur Guð mundsson guðfræðinemar. Mikill almennur söngur. Allir velkomn ir. NÝJA LJÓSPRENTUNAR- STOFAN, Brautarholti 22 (geng ið inn frá Nóatúni) Sími 19222. Góð bílastæði. Tœki fyrir olíukyndingu Olíudælur Olíusigti Olíu-spíssar Reykrofar Vatnsrofar Háspennukefli. = HÉÐINN — Vélaverzlun simi 24260 Sá hugsunarháttur ættj ekki að vera framandi fyrrverandi fram bjóðanda Sjálfstæðisflokksins. Þessi „brotalöm" er ekkert sér- íslenzkt fyrirbæri. Aresvik, próf- essor í búnaðarhagfræði hér á Ási, segir: „Það er rétt, að menn veiti því athygli, að ekki hefur tekizt að sýna fram á, að stór- búum fjölgi á síðari árum, nema í þeim löndum þar sem þeim er komið upp fyrir opinber afskipti. Prófessor Skovgaard í búnað- arhagfræði f Kaupmannahöfn segir í Ugeskrift for Landmænd 1958, að vinnuafl fjölskyldunnar hafi verið 74% af öllu vinnuafli í bandarískum landbúnaði árið 1929, en árið 1954 78%. Hann segir orðrétt: „Það er því eng- in tilhneiging j þá átt, að vinnu- afl fjölskyldunnar skipti minna máli á svokölluðum viðskiptabú- um“ (búum, þar sem aðaltekjurn ar eru af seldum búsafurðum). Stórbú kallast hér bú, sem kaupa vinnuafl að einhverju róði. Stór búin hafa því ekki getað boðið bændafólki þau kjör, að það hafi viljað hætta sjálfstæðum bú- skap, ekki heldur í Bandaríkj- unum, þar sem þó eru ,,í aðal- atriðum engin lagabönd um eign á jörð og bústærð, þannig að aðhæfing bústærðar er nokkurn veginn frjáls". (Skovgaard) Hér má þó gera þá athugasemd, að stórbændur í Bandaríkjunum (27% bænda) fá 80% af útgjöld- um ríkisins til landbúnaðar. Á fslandi eru nokkur stórbú. Þau hafa setið fyrir um bezt menntuðu mennina, haft sér- stöðu við öflun fjár til fjárfest- ingar (ríkisbú eða bú sett upp af stórefnamönnum), og ég vil leyfa mér að fullyrða, að þau hafa ekki verið lótin sitja á hak.. anum í leiðbeiningastarfsemi Búnaðarfélagsins, nema síður sé. Þrátt fyrir allt þetta er engin ástæða til að státa af árangrin- um. Sum þeirra hafa fleytt sér á búgreinum, sem ekkert almennt gildi hafa, og segir það þvi ekk- ert um það, hvaða áhrif bústærð in hefur. Má nefna svínarækt, sem notið hefur stórra hlunninda af miklum beinum og óbeinum niðurgreiðslum á kjarnfóðri eða haft sérstöðu við hagnýtingu á matarleifum. Komið hefur einn- ig fyrir, að stórbú hafi ekki stað. izt án þess að fá hærra verð fyr- ir afurðirnar en aðrir. Stærri bú Annað mál er að meðalbúið á íslandi þarf að stækka til þess að efla landbúnaðinn og lækka framleiðslukostnaðinn. Um það eru víst allir sammála. Gunnar Bjarnason segir: „Það er hvorki hagkvæm né skynsöm pólitík hjá því opinbera að vera í áratugi að bjástra við að gera smóbændur að ofurlítið stærri smábændum". Bæði vestan hafs og austan þyk- ir það bæði hagkvæm og skyn- samleg stefna hjá hinu opinbera að styðja að því, að búin stækki. Gunnar Bjarnason er því engu meiri spámaður erlendis en í föðurlandi sínu. Þó er mun erf- iðara erlendis að stækka búin, af því að það verður sjaldnast gert við nýrækt, heldur við að slá saman jörðum. Samslátturinn vill stranda á ýmsum skerjum, og hann er kostnaðarsamur, því að byggingar á annarri jörðinni verða þá lítils virði. Prófessor Aresvik segir: „Þær rannsóknir, sem gerðar hafa ver ið, benda til þess, að framleiðslu kostnaður í landbúnaði nái lág- marki við tiltölulega hóflega bú- stærð, sem er nærri þeirri bú- stærð. sem kölluð er fjölskyldu- bú“. í Bandaríkjunum geta það orðið býsna landmiklar jarðir Hér skal ekki rætt um orsak- ir þess, að bústærð er misjöfn eftir héruðum, en benda á eft- lirfarandi. Samkvæmt norskum rannsóknum er ávinningur við stækkun ræktaðs lands því meiri, því minna sem hið rækt- aða land var á jörðinni fyrir. Þetta á vafalítið einnig við á fs- landi. Á stóru búi, er vinnuafl, vélakostur og byggingar nokk- urn veginn fullnýtt. Á litlu búi TUNGLKÖNNUNINNI fleyg- ir fram, og áður en langt um líður mun fyrsta mannaða geimfarið lenda á tunglinu. Ymsum rannsóknum verður þó að Ijúka enn áður en því marki verður náð og í banda- rísku vísindatimariti lesum við, að fyrsti maðurinn muni st'íga fæti á tunglið árið 1965. ★ Eitt af því, sem sérfræðing- ar hafa mikið brotið heilann um í sambandi við tunglið, er hvernig ójöfnurnar á yfirborði þess séu til komnar. Eins og kunnugt er eru þessar ójöfn- ur ekki ósvipaðar eldgígum að sjá á myndum, enda hall- ast margir vísindamenn að því, að hér sé um forna eld- gíga að ræða. Aðrir halda því hins vegar fram, að þessir „gígar“ séu til orðnir við það, að loftsteinar hafi skollið tunglinu. Seint í sumar var bandarísk ur tunglvísindamaður á ferð hér á landi. Var hann að kanna íslenzk eldfjöll til að athuga hvort nokkrar ályktan- ir mætti draga af þeirri rann- sókn um uppruna ,gíganna“ á tunglinu. Jarðfræðingarnir Tómás Tryggvason og Sigurð- ur Þórarinsson fylgdu þessum bandaríska vísindamanni um landið og vísuðu honum á eld- stöðvar. Var meðal annars far- ið með jarðfræðinginn, dr. Jack Green, til Öskju, í Land- mannalaugar og á Kaldadal, en á síðasttalda staðnum skoð- aði hann einkum perlít. ★ Tómas Tryggvason sagði í samtali við blaðið, að dr. Green hafði verið að athuga fræðilega hvort hægt væri að Rannsökuð ,perlit4 gera sér hugmynd um ástand á tunglinu með rannsóknum á íslenzku landslagi og bergi og hefði hann verið ánægður með árangurinn að lokinni hálfs mánaðar dvöl hér. Lét hann þau orð falla við brottförina, að rannsóknirnar hér hefðu stutt þá skoðun, að ójöfnur tunglsins væru fornir eldgíg- ar, en ekki loftsteinaholur. ★ Perlítrannsóknir dr. Greens á Kaldadal voru gerðar í því skyni, að kanna hverjir mögu- leikar kynnu að vera að hag- nýta sér vatnsinnihald perlíts, ef þessi bergtegund skyldi finnast á tunglinu. Perlít inni heldur vatn, um 3%—5%. Ef perlít með þessu vatnsinni- haldi væri til staðar á tungl- inu, væri hægt að vinna það þar og yrði þá yfirstiginn örðugur þröskuldur, en það eru vatnsflutningar til tungls- ins. ★ Þetta er að sjálfsögðu allt í mikilli óvissu, sagði Tómas. Enda þótt eldfjallagler kunni að finnast á tunglinu, er ekki öruggt, að það innihaldi vatn. Hugsanlegt er, að perlusteinn geti storknað úr vatnsríkri hraunkviku, en venjulega er talið, að hann verði til úr hrafntinnu eða öðru vatnsfá- tæku eldfjallagleri við hæg- fara upptöku vatns nálægt yfirborði jarðar. Eins og kunn ugt er, vantar tunglið gufu- hvolf, og geta bergtegundir ekki dregið til sín vatn á yfir- borði þess af þeim sökum. Hvort vatn er í bergi á tungl- inu er þess vegna undir því komið, að vatnið hafa verið til staðar á tunglinu, annað hvort í iðrum þess eða gufu- hvolfi, eða hvorttveggja, þeg- ar bergtegundir þær urðu til sem nú þekja yfirborð þess. Eins og sést af þvi, sem hér hefur verið sagt, er margt sem kemur til greina að rannsaka og kynna sér áður en maður stígur fæti sínum á tunglið. En að þessum rannsóknum er unnið skipulega og kerfisbund ið og eftir nokkur ár leggur fyrsta mannaða rannsóknar- skipið út í geiminn. eru byggingar venjulega full- nýttar, en vélakostur og vinnu- afl ekki nema að nokkru. Við nýrækt fæst því meiri arður af fjárfestingunni á litlu búi en á stóru, því að vinnuafl vegur þyngst í framleiðslukostnaði. Það er því bæði hagkvæmt og skynsamlegt, að seinustu árin er lögð mikil áherzla á stækkun túna á jörðum, sem hafa minna en 10 ha. ræktaðs lands. Lokaorð Það er auðvelt verka að koma auga á þá ókosti, sem fjölskyldu- búum fylgir. Erfiðara er að bæta úr. Það er ekki í tízku nú á dögum að tala um menningar- legp " þjóðfélagslega kosti fjölskyldubúskapar. Ýmsir hafa haldið því fram, að haganlegasti og hagkvæmasti búreksturinn sé, þar sem tvær fjölskyldur reka bú saman, helzt þá þannig, að sonur búi með föður. Þannig er raunar víða búið á íslandi. í Svíþjóð er þetta fyrirkomulag opinber stefna frá 1959, án þess að rannsókn hafi farið fram á kostum og göllum þess. í íslenzkum lögum um landnám er einnig gert ráð fyrir landnám er einnig gert ráð fyrir aðstoð til fjölgunar bænda og veita bæri, ef landsnámsmenn ættu í hlut. Landbúnaðarháskólanum á Ási Björn Stefánsson I.O.G.T. St. Andvari nr. 265 Afmælisfundur í kvöld kl. 20. Morgunstjörnufélagar heimsækja Skemmtiatriði — Kaffi — Dans. Félagar fjölmennið oig mætfð stundvíslega. Æ. T. Stúkan Frón nr. 227 Fundur í kvöld á venjulegum stað og tíma. Fundarefni: Árs- fjórðungsskýrslur og reikningar. Innsetning embættismanna. Hag- nefndaratriði sem Hálfdán Eiríks son o.fl. annast. Kaf.fi eftir fund. Þess er fastlega vænzt að allir kjörnir embættismenn mæti á fundinum. Æ. T.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.