Morgunblaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.02.1961, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 16. febr. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 17 Lax- og silungsveiði með albezfa mófi A ARINU 1960 var laxveiðin með aibezta móti. Laxgengd var mikil í árnar og gekk laxinn yfir leitt snemma í ár á Suður- og iVesturlandi. Stöðug þurrkatíð dró úr stangaveiði. Netaveiði var yfir meðallagi í Hvítá í Borgar- firði og á ölfursár-Hvítársvæð- inu var afbragðs netaveiði, svip- uð og 1959, en þá var þar met- laxveiði. Sömuleiðis var ágæt veiði í Þjórsá. Þyngd laxins var yfir meðallagi. Stangaveiði var góð í flestum ám en afbragðsveiði var í Laxá í Leirársveit, Þverá í Borgar- firði og í Laxá á Asum og ágæt veiði í Norðurá í Borgarfirði, Mið fjarðará og Víðidalsá í Húna- vatnssýslu. Sjóbirtingsveiði var yfirleitt góð Sunnan- og Vestanlands. Veiði vatnasilungs í Mývatni var með lakara móti, en veiðin í Þingvallavatni var í meðallagi. I haust var murtugengd í Þing- vallavatni geysimikil, en bænd- ur gátu ekki nytjað veiðina í samræmi við það, sökum skorts á markaði fyrir murtuna. Um 20 tonn af murtu voru soðin niður til útflutnings. Verðlag á laxi og silungi hefur verið svipað innanlands og árið áður, en hærra verð fékkst fyrir útfluttan lax. A árinu voru flutt út um 35 tonn af laxi, nýjum, ísuðum og frystum. Þó nokkurt magn af framleiðslu ársins er óselt til útlanda. Það nýmæli var tekið upp s.l. sumar að flytja nýjan lax með flugvélum á mark að í Hollandi og víðar. Merkum áfanga í veiðimálum var náð á árinu 1960. Akveðið var að hefja byggingu tilrauna- eldisstöðvar ríkisins og sam- þykkti Alþingi fyrir nokkru heimild til fjáröflunar í þessu skyni. Er vonað að stöð þessi verði reist á 2—3 næstu árum og geti farið að sinna því mikil- væga hlutverki, sem henni er ætlað að gegna fyrir fiskræktina og fiskeldi í landinu. Veiðimála- stjóri dvelur nú Vestanhafs í sam bandi við tilraunaeldisstöðina, en á síðustu árum hafa komið fram í Bandaríkjunum ýmsar stórmerkar nýjungar á sviði fisk ræktarmála. Að fiskrækt hefur verið unn- ið á árinu á svipaðan hátt og að undanförnu. Kviðpokaseiði og sumargömul sleppiseiði af laxi og silungi hafa verið flutt í ár og vötn. A árinu 1960 var í fyrsta skipti notuð flugvél við sjálfa seiila. I eppinguna. Eric Mogen- sen, forstöðumaður klak- og eld- — Þofuslys Framh. af bls. 1 meira í flugvélinni. Þegar slys- ið varð, var hún í aðflugi að flugvellinum. Margt fólk í ná- grenninu horfði á atburðinn. isstöðvarinnar við Elliðaár fram kvæmdi sleppinguna, en notuð var flugvél frá flugskólanum Þyt, flugmaður Geir Gíslason. Sleppt var 5 þúsund sumargöml- um sleppiseiðum af laxi í Vatna- dalsvatn á Barðaströnd. Eins og undanfarin ár, veidd- ust laxar í sjó hér við land, og íslenzkir togarar fengu laxa í vörpuna norðarlega á Nýfundna- landsmiðum. Borizt hafa fréttir um tvo laxa, sem komu í net vél- báta, sem slíka veiði stunda í Faxaflóa. Væri gott að þeir, sem 7 veiða lax í sjó undir svipuðum l kringumstæðum og hér greinir, J létu Veiðimálastofnunina vita um það og gæfu upplýsingar um þyngd og lengd fiskanna. Svo lít- ið er vitað um göngu laxins , sjónum, að hverskonar upplýs- ingar um veiði á laxi í sjó eru vel þegnar. Svo sem alkunna er, varð vart við bleiklaxa hér á landi seinni hlut s.l. sumars. Alls komu í dags ljósið 21 bleiklax víðs vegar um land. Þeir fengust í sjó við strönd ina og í ám og veiddust bæði í net og á stöng. Veiðimálastofn- unin hefur áður gefið upplýsing- ar um bleiklaxaveiðina og skal ví&að til þeirra. Rauðmaga- vertíðin hafin fyrir norðan Bæ, Höfðaströnd, 15. febrúar í DAG er hér sumarveður, heið- skírt og bjart. Höfðavatn er allt undir ís og voru menn hér á skautum í góða veðrinu. Rauðmagaveiði er hafin og hafa bátar frá Hofsósi aflað nokk uð. Er þetta óvenjulega snemmt. Tvö þorrablót hafa verið hald- in hér í sveit, annað í Sléttuhlíð og hitt í Hofsósi. Kemur fólk sjálft, heiman frá sér með hangi- kjöt, hákarl og laufabrauð svo eitthvað sé nefnt af hinum fjöl- breytta mat sem neytt er á blót- um þessum. Eru þetta hinar beztu skemmtanir. — Björn. LEIÐRÉTTING FÖÐURNAFN Kristínar Sigfús- dóttur misritaðist í Velvakanda blaðsins í gær. Er hún beðin vel virðingar á þessu. komst ekki nálægt brakinu. Eg stóð við vegarbrúnina, baðst fyrir og veitti almenna synda- aflausn. Þegar nokkur líkanna voru borin úr flakinu gat ég gef- ið tuttugu þeirra síðustu smurn- ingu. • Frásðgn prestsins Meðal sjónarvottanna er ka- jþólskur prestur Joseph Cuyt. Hann býr þarna skammt frá flug vellinum og horfði oft á flugvél- ernar sem eru að lenda. „Ég horfði líka á þessa flugvél, segir hann. Hún flaug þrjá hringi kring um flugvöllinn í aðfluginu en venjulega láta þær sér nægja tvo hringi. í þriðja hringnum, segir prest- urinn, virtist sem eitthvað væri eð hjá þeim. Allt í einu sá ég 'blossa og flugvélin tók að renna hratt niður á við og féll á nefið S akurinn skammt frá skógar- rein. Það var hræðilegur hvell- ur og stór reykjarstrókur stóð upp af brakinu. Ég þreif hin heilögu smyrsl af borðinu, hljóp út og upp í bílinn xninn og skundaði að slysstaðn- itm. Ég kom þangað á undan slökkvibílunum, en eldurinn var svo magnaður og heitur að ég • Kastaðist til og frá Bóndi nokkur að naáni Wil- helm Verbaume var einnig sjón- arvottur að slysinu. Hann sá þeg ar flugvélin nálgaðist flugvöll- inn. í fyrstu virtist allt með eðlí- legu móti, en þá fór flugvélin allt í einu að kastast til og frá og lækkaði flugið snöggt. Hún rétt straukst við nokkra hús- toppa, sleit símavíra og féll niður á akurinn. • Konungur á vettvang Þetta varð mikill sorgardagur fyrir Belgíumenn og finnst þó mörgum að ekki hafi verið á þá bætandi. Bæði Belgíukonungur og forsætisráðherra komu á stað- inn, en sinn í hvoru lagi og lýstu þeir djúpum harmi yfir þessum atburði. Baldvin konungur kom á vettvang ásamt Fabiolu drottn ingu sini. Lét hann það ekki drag ast og var enn verið að bera lík ■k. — Deila Rússa og Kinverja Framh. af bls. 13 heppileg? — Rússar segja, að hún sé ekki aðeins heppileg í sjálfu sér, heldur nauðsyn- leg, og muni þegar fram líða stundir verða málstað sósíal- ismans til framdráttar. Kín- verjar segja aftur á móti, að hún sé aðeins heppileg sem stundaraðferð til þess að blekkja Vesturveldin. 5. Ættu kommúnistar að styðja borgaralegar frelsis- hreyfingar — þ. e. a. s. frelsishreyfingar, sem komm- únistar eiga ekki aðild að? — Rússar segja „já“ — allt, sem veikir hina voldugu heimsveldissinna hlýtur að vera kommúnistaríkjunum í hag. Kínverjar segja „nei“ — það er aðeins eyðsla fjár- muna og dregur úr sönnum byltingarmönnum, styrkir heimsveldissinna með því að auka athafnasvæði and- kommunista. 6. Hvernig ætti að skil- I greina yfirstandandi tímábil frá marxísku sjónarmiði? — Þessi spurning, sem er hreint fræðileg, var sú, sem hafði hvað mest áhrif á Krúsjeff. Hann sagði, að allt væri komið undir svarinu við þessari spurningu. Kínverjar höfðu haldið því fast fram, að þetta væri „tímabil styrj- alda og byltinga", en skoðun Rússa var sú, að þetta væri tímabil upplausnar heims- veldisstefnunnar — tímabil umskipta til sósíalisma og eflingar heimskerfis hans. Það var óhemju mikilvægt, að komast að samkomulagi um rétta skilgreiningu, því á henni hlaut allt mat og allar framkvæmdir að byggjast. Önnur ágreiningsatriði voru mýmörg — rétt afstaða til Júgóslavíu. (Kínverjar fordæmdu harðlega hina lin- legu afstöðu Rússa til Júgó- slava). — Þá var rætt um sundrungarstefnu innan flokksins og létu Kínverjar skína í tennurnar, þegar þeir voru sakaðir um þá dauða- synd. Tseng Hsiao-ping, talsmað- ur Kínverja í Moskvu, sem var skorinorðastur allra ræðu manna og ekki lét sinn hlut fyrir Krúsjeff, lýsti því yfir, að Kínverjar, hefðu fullan rétt til þess að mynda flokksbrot. Hann sagði, að Lenin hefði myndað það sem fyrst var minnihlutabrot, með því að kljúfa sósial- demókrataflokkinn í bolshe- vika og menshivika, til þess að vinna að lokum meirihlut ann. Það sem fólst í þessum orðum var, að Kínverjar kynnu að endurtaka þetta. Heimsfriðarráðið Telja má, að deilan hafi komizt í algleyming í janú- ar 1960 þegar Heimsfriðar- ráðið kom saman í Róm. Á fundi þess ásökuðu Kínverj- ar Rússa um að leitast við að einangra Kína í því skyni að komast að samningum við Bandarík j amenn. í apríl hófu Kínverjar mikla áróðursherferð og gagnrýndu stefnu Krúsjeffs. Herferðin varð skjótt afar mögnuð, enda þótt engin nöfn væru nefnd. Rússar svöruðu ekki opinberlega, en þegar toppfundurinn hafði farið út um þúfur, sendu Rússar Kínverjum mjög harðort bréf. Urn sömu mundir brutu Kínverjar gegn óskráðum lögum kommún- ista með því að nota sér ráð- stefnu Heimssambands verka lýðsfélaganna í Peking til þess að koma skoðunum sín- um á framfæri. Þessi ágreiningsatriði voru lögð til grundvallar ráðstefn- unni í Búkarest. 1 orði kveðnu var tilgangur hennar að jafna ágreiningsatriðin. En þegar til ktJm ákváðu Rússar, nærri á seinustu stundu, að nota ráðstefnuna til árása á kenningar Kín- verja. Þetta varð því auð- veldara, sem Kínverjar lögðu sjálfir fram 80 síðna bréf frá miðstjórn kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna, sem fjallaði um takmarkanir hins kínverska flokks. Stórárás Krúsjeffs á Mao Næsta dag, 26. júní, hóf Krúsjeff hina beinu árás á Mao Tse-tung — með ofsa- fengnum og að miklu leyti óundirbúnum orðaflaumi, sem Krúsjeff er svo tamur. 1 þeirri árás kallaði hann Mao Tse-tung ofstækisfullan vinstrimann, ofstækisfullan kreddumann og endurskoð- unarmann. Auk þess sagði hann Kínverjum, að þeir vissu ekkert um nútímahern- að. En nú fékk hann rauðan belg fyrir gráan. Talsmaður Kínverja, Pheng-chen, sak- aði hann beinlínis um að stefna til fundarins til þess eins að ráðast á Kínverja og grafa undan orðstír þeirra. Hann sagði, að Krúsjeff gæfi mönnum algerlega rangar hugmyndir um hið sanna eðli heimsveldisstefnunnar og vanmæti styrk hennar. Enn- fremur sagði hann, að Komm únistaflokkur Kína treysti alls ekki mati Krúsjeffs á ástandinu í heiminum. Loks sagði hann, að Kínverjar vissu meira um stríð en flest ir aðrir, svo sem þeir hefðu þegar sýnt í Kóreu og Japan. Það var með þessu hugar- fari sem Búkarest-ráðstefn- unni var slitið — ráðstefn- unni, sem blöð kommúnista lofuðu sem sigur einingar- innar. Kínverjar samþykktu að skrifa undir yfirlýsinguna til þess eins að halda yfir- skini einingar — en ekki möglunarlaust. Nú var samþykkt, að undirbúa ráðstefnu í Moskvu í nóvember. Á tímabilinu júní-nóvember kom tvennt fyrir. í fyrsta lagi magnað- ist blaðadeila Rússa og Kín- verja, eins og þegar hefur verið bent á. í öðru lagi sendu Kínverjar svar sitt við umburðarbréfi Rússa frá 21. júní. Svarið var sent skrif- lega til Kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna, en efni þess var síðan sent áleiðis til allra hinna kommúnistaflokk anna. Það var í þessu bréfi Kínverjanna, sem deilumálin komu fyrst greinilega í ljós, svo sem fyrr var greint. 1 bréfinu sagði ennfremur, að Kommúnistaflokkur Ráð- stjórnarríkjanna hefði gleymt skyldum sínum sem forystu- flokkur; að árásir hans á hinn kínverska kommúnista- flokk hefðu mjög skert orð- stír hans sjálf; — að hann léti ekki einasta undir höfuð leggjast að styðja frelsisbar- áttu um allan heim, heldur snerist beinlínis gegn slíkri bgráttu; — að engin ástæða væri til að lofa heimsveldis- sinna hástöfum, enda þótt samningar við þá værr ef til vill nauðsynlegir; og — að Kínverjar vildu hvorki stríð né fciðsamlega sambúð, heldur „þriðju leiðina", sem 1 þeir nefndu „kalt stríð“. / Þetta skjal frá 10. septem- J ber ásamt umburðarbréfi 1 Rússa frá 21. júní var megin umræðuefnið á Moskvu-ráð- stefnunni. Svo mikil leynd var yfir ráðstefnunni, að ekki var einu sinni viðurkennt, að hún væri haldin, fyrr en henni var lokið. Moskvu-ráðstefnan Ráðstefnan hófst með afar bitrum undirbúningsviðræð- um. Þar deildu Kínverjar fast á sérhvern þátt þeirrar yfirlýsingar, sem rússneska sendinefndin, undir forsæti Suslovs, lagði fram. Enn á ný var rætt um hvert einasta atriði. Síðan fengu bræðra- flokkarnir að tala á ráðstefn- unni í heila viku um sín eigin vandamál, þrátt fyrir þá deilu, sem stóð fyrir dyr- um. Árás Kínverja kom að lok- um í ræðu, sem Tsen Hsiao- ping, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins, hélt. Virðist ræða sú hafa haft gríðarmikil áhrif. Eftir því, sem þar kom fram, voru rússneskir kommúnistar henti stefnumenn og endurskoðun- arsinnar; þá skorti allan dýpri skilning á marxískum fræðum; hugmyndir þeirra um afvopnun voru fáránleg- ar; aðstoð þeirra við Nehrú i og Nasser voru aðeins heims- L veldissinnum í hag og jafn- framt „mistök hentistefnunn- ar“; friðsamleg sambúð hafði ekkert gildi, nema sem að- ferð til þess að blekkja óvin- inn; og hugmyndir þeirra um verkaskiptingu milli kommúnistaríkjanna var röng. Kína varð að fara eigin leiðir. Fyrst í stað höfðu margir fulltrúar á ráðstefnunni verið órólegir — þeim hafði ekki líkað drembileg framkoma Krúsjeffs né hafði þeim líkað að láta stía sér frá rússnesk- um borgurum og hver frá öðrum af lögregluverði — og þeim hafði heldur ekki líkað hvernig Krúsjeff reyndi að draga þá í dilk. En ofsi hinnar kínversku árásar, vanhæfni hinna kín- versku kommúnista til að greina á millí Eisenhowers og Nehrús og hið tilfinninga- lausa tal þeirra um nauðsyn stríðs, samanborið við ástríðufullar lýsingar Krús- jeffa á skelfingu kjarnorku- styrjaldar, — sú áherzla, sem hann lagði á algera ein- lægni sína í afvopnunarmál- um („Hin eina sanna mann- úð“) og óskum um friðsam- lega sambúð — allt hafði þetta að lokum sín áhrif. Árangurinn varð hin fræga Moskvu-yfirlýsing, sem var nokkurs konar málamiðlun — þar sem barið var í brest- ina. Rússar fengu sínu fram- gengt, a. m. k. í aðalatriðum yfirlýsingarinnar. En til þess að friða Kínverja urðu þeir að leggja mikla áherzlu á mátt byltingarinnar. Og baráttunni um sál kommúnismanns heldur enn áfram. út úr flaki flugvélarinnar, er þau komu þar og lýstu yfir einlægri samúð með ættingjum hinna látnu. • Frestun erfið James Koch forseti alþjóða- skautasambandsins lagði í dag til að skautamótinu í Prag yrði frestað vegna þessa hörmulega atburðar. En á sama tíma kemur frétt frá undirbúningsnefnd mótsins um að undirbúningi þess verði enn haldið áfram. Segir nefndin, að mjög erfitt sé að fresta því, m. a. vegna þess að fjöldi íþróttamanna er þegar kominn til Prag, eða á leiðinni þangað og hafa menn lagt í mik- inn kostnað til ferðarinnar og annars undirbúnings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.