Morgunblaðið - 17.02.1961, Blaðsíða 5
Föstudagur 17. febr. 1961 MORGUNBLAÐIÐ
sotnm
Ásgrlmssafn, Bergstaðastræti 74 er
opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga
frá kl. 1,30—4 e.h.
Þjóðminjasafnið er opið sunnud.,
þriðjud., fimmtud. og laugard. frá kl.
1,30—4 eh.
Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla
túni 2, opið daglega frá kl. 2—4 e.h.
xiema mánudaga.
Bæjarbókasafn Reykjavíkur sími:
12308 — Aðalsafnið, Þingholtsstræti 29a
Útlán: Opið 2—10, nema laugard. 2—7
og sunnud. 5—7 Lesstofa: Opin 10—10
nema laugard. 10—7 og sunnud. 2—7.
Útibúið Hólmgarði 34: Opið alla
virka daga 5—7.
Útibúið Hafsvallagötu 16: Opið aU»
virka daga frá 17.30—19.30.
- Tæknibókasafn IMSÍ í Iðnskólahús-
Inu Skólavörðutorgi er opið virka
daga frá kl. 13—19, nema laugardaga
kl. 1,30—4 e.h.
Á SL. ÁRI var efnt til sam-
keppni í Hamborg um gerð
listaverks sem setja ætti upp í
kirkju og í þeim hluta hennar,
þar sem æskulýðsráði er sér-
staklega ætlaður staður. Úr-
slit í þessari keppi urðu þau
að íslenzk stúlka vann 1. verð-
laun og þykir dómendum hún
hafa ieyst verkefnið af hönd-
um með mikilli prýði, og sýnt
óvenju mikla liæfileika á
þessu sviði enda þótt hún sé
aðeins 17 ára að aldri.
Þessi stúlka, sem heitir Inga
Sigrid Sigurdsson, er dóttir
Ingu Hagen Sigurdson, óperu-
söngkonu, sem gift var Sig-
urði Skagfield, óperusöngvara,
en hann lézt fyrir fáum árum.
Þær mæðgur hafa um mörg ár
verið búsettar í Hamborg og
eru báðar íslenzkir ríkisborgar
ar. Þessi unga listakona er við
nám í listmálun og grafík við
Studien-Atelier von Frihling í
Hamborg og hyggst ef aðstæð-
ur leyfa að halda áfram námi
við Listaskólann í Berlín.
Listaverkið, sem fyrr var
nefnt, og er veggtafla gerð af
mósaik-steinum, hefur verið
sett upp í anddyri Tornesch-
kirkju, og annaðist listakonan
sjálf uppsetningu þess.
EINSOG við var aö búast hafa
margir innt mig eftir, hverjir
væru höfundar þeirra ágœtu
áramótaljóöa, sem ég hef birt
hér í menningarpistlum mínum.
En ég hef steinhaldiö kjafti og
ekkert sagt, enda situr sízt á
mér aö kjafta frá leyndarmálum þjóöskálda og góöskálda,
og sannast á mér hiö fornkveöna, aö Jobbi er þögull eins-
og gröfin.
Ennþá á maöur óbirt nokkur pöntuö kvæöi, og þótt
pálmar hjálmár hafi skammaö mig í margra eyru fyrir
aö birta svona gamáldags samsetning, þá lœt ég ekki und-
an hótunum hans, þótt skeggjaöur sé, en læt þau Ijóö, sem
eftir eru, á þrykk út ganga alveg hóstalaust:
6. Liöiö er Tiátt á annaö ár, * * * 4 * 6 7
enn fer hér margt í spandans.
Sit ég á mínum Sökkvabekk,
sívökull gleypir andans.
Æriö tekur á taugat manns
taumlaus ómennska landans,
gín hann viö tízku, ginntur þurs,
ganar í átt til fjandans.
Þaö má segja, aö þarna fá þeir, sem fljóta ólseigir að
feigöarósi, einsog skrifaö stendur-, aldeilis gúmorin á
djöbblaþýzku. Mætti segja mér, aö gaulendur Marju-
kvœöa yröu heldur ókvæöa viö, ef þeir lentu í höndunum
á höfundi þessa kvœöis, og má segja, aö hann sé tœpast
einhamur í skáldskapnum.
7. Þú fœrö áldreí sigrazt á þinni fortíö. —
Auga hennar blundar % sál þinni, —
og þú manst:
kveikt var brenna á hólnum fyrir ofan
hús oddvitans,
skólastjórinn hélt enga rœöu,
— en þaö logaði vel í tjörukagganum,
sem þiö hnupluöuö frá kaupmanninum.
— Á eftir:
Nokkrar lummur á sprungnum diski og móöir þín
tekur undir söngl pábba þíns:
Nú áriö er Höiö t áldanna skaut ....
Þar má fullyröa, aö nútímaskáldskapur hefur loks
fengiö veröugan fulltrúa á þessu skáldaþingi, þótt mód-
ernistanum, pálmari hjálmári, þyki þetta kannski gamál-
daas.
Ef einhver sveinn mér segir:
„Ég svanna leit svo fríðan,
að alla yfirstígur“,
þá óðar hrekk ég saman.
Og ef hann síðan segir:
„Hún sýndist átján vetra,
var ljós og létt á fæti“,
þá lemst um í mér hjartað.
Og ef hann enn þá segir:
„Svo ástblítt hló hún til mín“,
þá kreppist á mér knefinn
og kippast allir vöðvar.
En haldi hann svo áfram:
„Og hár í fléttum glóði“,
þá lyftir loksins bjargi,
sem lá á hjarta mínu.
Því meyjan mín hin bjarta
ei meiðir fegurð þannig,
að hár í fléttur fjötri.
í frjálsum lokkum bylgjast
það gullið henni um herðar
og háls og rjóðar kinnar.
Hannes Hafstein: Afbrýði.
'ÁHEIT 09 CJAFIR
Áheit til Viðeyjarkirkju: — Frá Við-
eyingi kr. 500; NN 50; NN 10; NN 500;
EÞ 500; AG 50; HGT 100; Önefndum
i 100 og NGN 25. — Þakkir, kirkjuhald-
ari.
Sólheimadrengurinn, afh. Mbl.: —
HS 100 kr.; SJ 50; F 300.
MENN 06
= MALEFN!=
Á ÖSKUDAGINN fann maður
hér í bæ þetta spjald hangandi
aftan í yfirhöfn sinni. Honum
þótti þetta merkilegt og sendi
því blaðinu spjaldið og segir:
„Þegar ég sá þetta spjald varð
mér í hug: Allir lesa Morg-
unblaðið og þjóðkunnur er
meistari Kjarval".
5
Vanur bifreiðarstjóri óskar eftir atvinnu. Tilb. sendist Mbl. merkt: „Bíl- stjóri — 1154“ Til leigu 3ja herb. íbúð í Skjólunuan, reglusemi og góð umgengni áskilin. Tilb. sendist fyrir 25. þ.m. til Mbl. merkt: — „Fyrirframgreiðsla 115ö“
Ný ensk kápa nr. 9 sérlega falleg til sölu við mjög hagstæðu verði. Uppl. í síma 13992 eða á Baldursgötu 7A 2. hæð. Kenni skólafólki íslenzku (málfræði — staf setning) Ingibjörg Eyjólfsdóttir Sími 50330
Sem nýtt útvarpstæki Telefunken 9 lampa til sölu, einnig Telefunken spilari í borði. Ujósheim- um 6, VI. h. t. h. Húsgagnasmiður óskast Uppl. í síma 2-28-45.
Vil selja vél í trillubát 7—11 ha. Penta Tilb. ásamt nafni og síma númeri sendist Mbl. fyrir 22. febr. merkt: „Vél í trillu — 1579“ Húsgagnasmiður óskar eftir vinnu. — Sími 34411.
Stúlkur athugið 25 ára piltur óskar eftir ráðskonu í sveit 1. maí. — Uppl. í síma 35764 eftir kl. 6 í kvöld og allan daginn á morgun. Einhleyp, reglusöm kona óskar eftir 2 herb. og eld ^ húsi í Austurbænum nú þegar eða 14. maí. Fyrir- framgreiðsla ef óskað er. Tilb. sendist Mbl. merkt: „Róleg ;— 1580“ fyrir mán aðarmót.
Volkswagen Vil kaup Volkswagen-bíl ekki nýjan. Sími 13334. Hreinsum pelsa og allan annan loðfatnað. Sendum — Sækjum. Efnalaugin LINDIN h.f. Skúlag. 51 — Sími 18825. Hafnarstr. 18 — Sími 1882.0
Ræsfíngakona' óskast sem fyrst. L. H. MÚI.I.KR Austurstræti 17.
Atvinnurekendur Ungan mann ineð Verzlunarskólapróf vantar atvinnu. Tilboð merkt: „1577“ leggist inn á af- greiðsluna fyrir 23. þ.m.
Iðnaðarpláss Vantar 30—50 ferm. pláss fyrir fallegan iðnað. Þarf helzt að liggja að verzlunargötu. Margt kemur til greina. Sími 33364 eftir kl. 6.
HuSI-faEds s óskast til kaups. merkt: „HFS — aumavél filboð sendist afgr. Mbl. 70“.
Einbýlishús óskast
til leigu 2—3 ára fyrirframgreiðsJa ef óskað er.
PÉTUR PÉTURSSON
Sími 19062 og 11219.
Húsnæði óskast
Óska eftir 40—60 ferm. húsnæði á götuhæð, helzt
sem næst miðbænum eða í nágrenni hans. Tilboð sem
greini verð, stærð og stað sendist Mbl. fyrir 23. þ.m.
merkt: „1157“.