Morgunblaðið - 17.02.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.02.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐ1Ð Föstudagur 17. febr. 1961 Kommúnistar í bæjarstjórn ásaka barnaverndarnefnd — af þvl oð álitsgerð hennar sýndi, ab tillaga þeirra um uppeldisheimili var óþörf ÞAÐ bar til tíðinda á fundi bæjarstjórnar í gær, að full- trúar Alþýðubandalagsins réðust harkalega að barna- verndarnefnd fyrir það, að hún skyldi ekki vera sam- Hvað verði r um Þjóðverjann? 1 DAG eru liffnir 20 dagar frá því Þjóffverjinn Frank Franken var handtekinn hér í bænum, eftir ósk Hamborgarlögreglunn- ar. Hefur hún óskaff eftir því aff hann verffi framseldur svo hæ>gt verffi aff stefna honum fyrir dóm vegna lögbrota í heimalandi sínu. Þegar Frank Franken var tekinn, var hann úrskurðaffur í 20 daga varffhald. Er sá varff- haldstími því útrunninn í dag. I gærkvöldi var blaðinu ekki kunnugt um hvort hann yrffi af- hentur þýzkum yfirvöldum í dag effa varffhaldsvistin framlengd, sem hugsanlegt er, en hann sat þá í ,,Steininum“. Hallgrímur á Halldórsstöðum látinn ÁRNESI, 13. febr. — Hallgrímur Þorbergsson, Halldórsstöðum í Laxárdal lézt á heimili sínu í gær, 81 árs að aldri. Hallgrímur var landskunnur maður og einn mesti fjárræktarmaður Þingeyinga um langt skeið. Hann var mikill á- hugamaður um landbúnaðarmál Afmæli FIMMTUGUR er í dag, 17. febr. Lárus Scheving Ólafsson, Suður- götu 108, Aikranesi. mála þeim um að nauðsyn bæri til að byggja uppeldis- heimili fyrir 10—15 börn. Tillagan reyndist óþörf Bæjarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins fluttu fyrr í vetur til- lögu um slíka byggingu og nokkr ar ráðstafanir í sambandi við barnaheimilið að Reykjahlíð. — Var tillögunni vísað til umsagn- ar barnaverndarnefndar, þar sem sex nefndarmenn af sjö réyndust vera sammála um, að bygging nýs heimilis væri ekki aðkallandi — og flest hin atrið- in í tillögu þeirra Alþýðubanda lagsfulltrúa einnig óþörf. Brugffust reiffir viff Tóku bæjarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins allir til máís á fundi bæjarstjórnarinnar í gær, þegar málið var tekið fyrir á ný, að þessum upplýsingum fengn- um. Jusu þeir af skálum reiði sinnar yfir nefndina og báðu sérstakrar bókunnar á því, að hún hefði „brugðizt hlutverki sinu og því trausti, sem til nefnd arinnar ætti að vera hægt að bera í málefnum yngstu borgar- anna“ og léti „umsagnir sínar og afstöðu mótast af pólitískri hlífi- semi eða þröngsýni sem kemur niðui- á vamarlitlum börnum og torveldar bætta aðstöðu þeirra og uppeldisskilyrði". Þessum ásökunum á starf nefnd arinnar var af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins gjörsamlega vísað á bug sem pólitískum á- róðri og lýðskrumi af verstu teg- und. Þegar komið hefði í Ijós, að með öllu skorti forsendur fyrir tillöguflutning þeirra, væri ráð- ist gegn kjörnum trúnaðarmönn- um bæjarstjórnarinnar og þeir bornir þyngstu sökum. Óskuðu bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins eftir svohljóð- andi bókun í þessu tilefni: Einstakt háttarlag „Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins harma bókun bæjar- fulltrúa Alþýðubandalagsins og taka eftirfarandi fram: 1) Ályktun barnaverndarnefnd ar var samþykkt af 6 nefndar- mönnum af 7 úr þrem pólitísk- um flokkum, sem fulltrúa eiga í bæjarstjórn. 2) Barnaverndarnefnd er kosin af Bæjarstjórn Reykjavíkur og umsögn nefndarinnar er trúnaðar starf á vegum bæjarstjórnar. Bæj arfulltrúum er því skylt að sýna trúnaðarmönnum sínum þá virð- ingu og kurteisi að geta rætt skoðanamun án lágkúrulegra persónulegra getsaka og árása“. Tillaga um að vísa tillögu Al- þýðubandalagsfulltrúa frá var samþykkt með 11 atkvæðum gegn f jórum. — Frá umræðunum verð- ur sagt í blaðinu á morgun. Stlórnar!i]ör ■ Múrara- félaginu um næstu helgi Listi lýðrœðissinna STJÓRNARKJÖR fer fram í Múrarafélagi Reykjavíkur um næstu helgi. Kosið verð- ur í húsi félagsins, Freyju- götu 27 og hefst kosningin kl. 1 á morgun og stendur til kl. 9 sd. — Á sunnudag verður kosið frá kl. 1 til 10 Sfór málefni rædd á fulltrúaráðsfundi Á FUNDI Fulltrúaráðs Sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavik í gær- kvöldi ræddi Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstj. um almennings- hlutafélög og Valdimar Kristins- son, viðsk.fr. um erlent fjármagn. Birgir Kjaran, form. Fulltrúaráðs ins var fundarstjóri. Hvatti hann fundarmenn til að hugleiða vel þessi mál, því að þau mundu verða ofarlega á baugi á næst- unni og miklu gæti varðað fyrir alla framtíð þjóðarinnar hver framvinda þessara mála yrði. Eyjólfur Konráð Jónsson taldi almenningshlutafélög líklegustu leiðina til að tryggja efnahags- legt sjálfstæði sem allra flestra þjóðfélagsþegna. Benti hann á, að upplýst hefði verið, að íslend- ingar greiddu árlega um 70 millj. Dagskrá Alþingis Dagskrá efrl deildar Alþingis í dag: 1. Sala lands jarCanna Stokkseyri I— III, frv. 2. Sveitarstjórnarkosningar, frv. 1 .umr. 3. Sveitarstjómarlög, frv. Frh. 2. umr. 4. Sala eyðijarðarinnar Hellnahóls, frv. 2. umr. 5. Lögskráning sjómanna, frv. 2. umr. 6. Síldarútvegs- nefnd o. fl., frv. 1. umr. Dagskrá neðri deildar: 1. Alþjóðlega framfarastofnunin, frv. 3. umr. 2. Sam elning Áfengisverzlunar og Tóbaks- einkasölu, frv. 2. umr. Ef leyfð verður. 3. Sala Hellu og Helludals i Breiðuvík- urhreppi, frv. 1. umr. 4. Loðdýrarækt, frv. Frh. 2. umr. 5. Fæðingarorlof, frv Frh. 2. umr. 6. Verðflokkun á nýjum fiski, frv. 1. umr. 7. Aimannatrygging ar, frv. 1. umr. • kr. fyrir happdrætti. Taldi hann ekki óhóflegt að áætla að lands- menn væru fúsir til að kaupa hluti í almenningshlutafélögum fyrir tvö til þrefalda þá upphæð og þannig mundu flestar fjöl- skyldur í landinu verða virkir þátttakendur í atvinnulífinu. Valdimar Kristinsson ræddi um, að það myndi kosta mikið átak og stöðuga framsókn í efna- hagsmálunum, ef við ættum að geta fylgt þeim þjóðum sem fram sæknastar eru, enda þyrfti að búa í haginn fyrir æ f jölmennari þjóð, vegna hinnar öru fólksfjölgunar. Núverandi atvinnuvegir lands- manna ættu eftir að vaxa mjög á næstu áratugum, en þó myndi vöxtur þeirra ekki nægja. Nýta iþyrfti auðlindir landsins í stór- um stíl og því yrði að flytja er- lent áhættufjármagn inn í land- ið. Með þessu færum við sömu leið til uppbýggingar og allar ná- grannaþjóðir okkar hefðu gert með góðum árangri. Hitt væri svo annað mál hvort einhverjir vildu festa fé í fyrirtækjum hér. Við þyrftum að leita eftir því og gera síðan skynsamlega samninga við hina erlendu aðila. Að loknum ræðum frummæl- enda voru frjálsar umræður og tóku til máls: Þorkell Sigurðsson, vélstj., Svavar Pálsson, viðsk.fr. og Davíð Ólafsson, fiskimálastj. i er A-listinn i kosningunni er sd. og lokið. Tveir listar eru í kjöri. A-Iisti, sem skipaður er andstæffingum kommúnista og studdur af lýð- ræðissinnum og B-listi kommún- ista. A-listinn er þannig skipaður: Einár Jónsson, form., Jón G. S. Jónsson, varaform., Stefán B. Einarsson, ritari, Hilmar Guð- laugsson, gj.aldkeri félagssjóðs og Pétur A. Þorgeirsson, gjaldkeri styrktarsjóðs. Varastjórn: Jón V. Tryggva- son, Einar Guðmundsson og Þór- ir Guðnason, Trúnaðarmannaráð: Helgi S. Karlsson, Hreinn Þor- valdsson, Jóhannes ögmundsson, Jón R. Guðjónsson, Óli Bjarna- son og Snæbjöm Þ. Snæbjörns- son. Til vara: Svavar Höskulds- son, Þorsteinn Einarsson og Sig- urður Guðmann Sigurðsson. Greinilegt er aff kommúnistar leggja mikiff ofurkapp á kosning- arnar í Múrarafélaginu og er því nauffsynlegt fyrir andstæffinga þeirra aff vera vel á verffi og fylkja sér fast um A-listann. "7\na /5 hnúiar\ »/ SVSOhnútar X Snjó/como 9 Qói 7 Skúrír lí Þrumur v.svct&i KultJasktZ Hitaski/ H Hm$ 1* L Lctgi y MIKIL hæð hefur setzt að yf- ir Vestur-Evrópu. Hún veitir hlýju lofti norður um vestan- vert Frakkland, Niðurlönd, Þýzkaland, Bretlandseyjar og Norðurlönd. Á þessu svæði er hlýtt en víða þoka. Flugvell- irnir í París, Amsterdam og Osló voru t.d. lokaðir í allan gærdag. Skörp hitaskil afmörkuðu þetta hlýja svæði. Þau lágu skammt fyrir sunnan ísland og þokuðust norður, svo að í dag ætti mikill hluti íslands að verða í þessu hlýja haflofti. Veffurspáin kl. 10 í gærkv.: SV-land og miðin: Hvass suðaustan og sunnan. Rigning öðru hverju. Faxaflói til Vestfjarða og miðin: Austan stinningskaldi og rigning fyrst, en suðaustan stinningskaldi og skúrir á morgun. N-land til Austfj. og miðin: Austan eða suðaustan stinn- ingskaldi og rigning í nótt, en sunnan stinningskaldi og létt- ir til á morgun. SA-land og miðin: Allhvass suðaustan og sunnan. Rigning í nótt en smáskúrir á morgun. Hin alþjóðietja íramfarastolnun FRUMVARP til laga um þátttöku íslands í Hinni al- þjóðlegu framfarastofnun var til 2. umræðu í neðri deild Alþingis í gær. Jóhann Hafstein, framsögu- maffur nefndarinnar, sagði í ræðu sinni með frumvarpinu, að nefndinni hefði þótt það á vanta, þ e g a r henni barst frv. að með frumv. fylgdi ekki samningurinn um stofnunina, svo sem venja væri, þegar ís- land gerist aðili að alþjóðlegum stofnunum, en nú hefði verið úr því bætt og samningnum bætt við sem fylgiskjali. Sómi og hagur Jóhann sagði, að það væri engum vafa undirorpið, að Is- landi væri mikill sómi og e. t. v. nokkur hagur í að taka þátt í slíku samstarfi sem þessu, en um markmið stofnunarinnar segði svo í samningnum um hana, að það sé markmið henn- ar „að stuðla að efnahagslegum framkvæmdum, auka fram- leiðni og bæta þar með lífskjör í löndum þeim, er skammt eru á veg komin og þátttakendur eru í stofnuninni, einkum með því að útvega fjármagn til þýð- Yfirlýsing frá VARÐANDI frétt í Þjóðvilj- anum í gær þess efnis, að form. Iðju, Guðjón Sigurðsson hafi lagt bann við því að safnað yrði fé á vegum Iðju til verkfallsmanna í Vest- mannaeyjumí vill stjórn Iðju taka fram eftirfarandi. Enginn úr stjórn Iðju hefur fengið tilmæli um að félagið gengist fyrir ofangreindri söfn un, hvorki frá A.S.Í. né held- ur söfnunarnefndinni og það- an af síður lagzt gegn því, að safnað yrði fé meðal Iðjufólks í þessu skyni. Aftur á móti hefur stjórn A. S.f. skipað nefnd til að sjá um fjársöfnun þessa og í þeirri nefnd á m.a. sæti starfsmaður fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna í Reykjavík. Þar sem eng in ósk um aðstoð hafði borizt stjórn Iðju leit hún svo á, að þessir aðilar sæju um fram- kvæmd söfnunarinnar, enda félagi eins og Iðju, sem hefur aðeins einn starfsmann, algjör lega ofviða að standa fyrir um fangsmikilli fjársöfnun á fjöl- mörgum vinnustöðum nokkr- um dögum fyrir stjórnarkjör og aðalfund. Stjórn Iðju mælist til þess, að allir Iðjufélagar, sem sjá sér fært styðji söfnunina, og hefur sjálf ákveðið að veita henni nokkurn stuðning. ingarmikilla framkvæmda með kjörum, sem eru rýmri og íþyngja ekki greiðslujöfnuðinum jafnmikið og venjuleg lán, og stuðla á þann hátt að þeim markmiðum framkvæmda, sem Alþjóðabankinn stefnir að, svo og að auka við starfsemi hans“. Leggjum fram 100 þús. dollara Benti Jóhann á, að í greinar- gerð frumvarpsins væri gerð grein fyrir fjárhagslegum fram- lögum íslendinga til stofnunar- innar. Skv. því bæri okkur að leggja fram 100 þús. dollara. — 1/10 hluta þeirrar upphæðar bæri okkur að greiða 1 frjálsrl mynt, en 9/10 mættum við greiða í eigin gjaldeyri. Skyldu báðar þessar upphæðir greiðast á 5 árum. Rétt væri að vekja sérstaka athygli á því ákvæði samnings- ins, þar sem segir, að eigi skuli „stofnunin né starfsmenn henn- ar hafa nokkur afskipti af stjórnmálum nokkurs félagsríkig og eigi skulu þeir heldur láta stjórnmálaeðli félagsríkis eða ríkja hafa áhrif á ákvarðanir sínar, enda ber þeim í þessu efni einungis að hafa hliðsjón af efnahagsmálum og meta þau af óhlutdrægni til þess að ná markmiðum samnings þessa“. Gerffardómur Að lokum gat Jóhann þess, að risi ágreiningur milli stofnun- arinnar og félagsríkis, er hætt hefur þátttöku eða vikið hefur verið frá, þá „beri að leggja hann undir úrsjcurð þriggja manna gerðardóms. Skipar stofnunin einn og landið annan, en þriðja manninn, oddamann, skal forseti Alþjóðadómsins eða annað yfirvald, sem skipað er samkvæmt reglum stofnunarinn ar, skipa, nema aðilar komi sér saman um annað. Hefur odda- maður vald til að úrskurða um öll atriði varðandi málsmeðferð, þegar aðilar eru ósammála þar um“. Kosið frá kl. 17-22 f AUGLÝSINGU í blaðinu í gær er sagt að allsherjaratkvæða- greiðsla um stjórnarkjör í Starfs mannafél. Reykjavíkurbæjar sé í dag (föstudag) kl. 17—19. Átti að standa kl. 17—22. Einnig er kosið á morgun. Kosið er í Hafn- arstræti 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.