Morgunblaðið - 17.02.1961, Blaðsíða 6
MORGUHBLAÐIÐ
Föstudagur 17. febr. 1961
r
Bæjarþing Oraíors
MYNDIN hér að ofan er tekin
í Bæjarþingi Orators í gær. Eins
og frá var skýrt hérí í blaðinu,
var hátíðisdagur laganema í gær,
og einn liður í hátíðahöldunum
var æfing í málflutningi. Fyrir
var tekið mál nr. 1 1961. f>að
hafði Lovísa Valgerður Jónsdótt-
ir höfðað gegn fjármálaráðherra
f. h. ríkissjóðs vegna Bannsókn-
arstofu Háskólans. Málið er of
flókið til þess að hægt sé að gera
því Skil hér, en upphaf þess var,
að Lovísa ól bam fyrir nokkrum
árum, sem hún kenndi kaup-
manni einum 1 sama kauptúni
Hann viðurkenndi að hafa haft
máið samband við Lovísu einu
sinni, en fleiri mundu koma til
greina. Blóðrannsókn leiddi í ljós,
að kaupmaðurinn gat ekki verið
faðirinn, en nokkrum árum síð-
ar kom í ljós, að ritvilla hafði
orðið í blóðrannsóknarvottorði
kaupmannsins, sem Rannsóknar-
stofa Háskólans hafði gefið, svo
að ekki var hægt að útiloka hann
frá faðerninu. Var nú málið upp
þeir, að kl.,10 um morguninn
flutti Jóhann Hafstein erindi, og
síðar um daginn afhenti háskóla
rektor, prófessor Ármann Snæv-
arr, laganemum herbergi í skól-
anum Þá fjölmenntu laganemar
mjög í heimsókn til bandaríska
sendiráðsins og bandarísku upp-
lýsingaþjónustunnar. Þeim voru
sýnd öll húsakyni sendiráðsins
og upplýsingaþjónustunnar og
starfsemi þeirra kynnt og skýrð.
Fyrirlestra fluttu Mr. Alfred P.
Dennis, 1. sec. consul, Mr Halvor
O. Ekarn, 1. sec. consul, Mr
Benjamin B. Warfield, attaché,
yfirmaður Upplýsingaþjónustunn
ar og Mr. Thyler Thompson, am-
bassador. Ræddu þeir um starf-
semi sendiráða, viðskipti íslands
og Bandaríkjanna, lögfræðileg
atriði í sambandi við sendiráð
og sendiráðsmenn o. fl. Voru laga
nemar mjög ánægðir með þessa
heimsókn, enda yoru allar mót-
tökur með ágætum.
í gærkvöldi var svo hinn árlegi
íagnaður Orators haldinn í Leik
hússkjallaranum.
Tillögur Hammarskjölds t Kongómálinu;
SÞ fái heimild fi! oð
\kalla saman þing Kongó
HAMMAR.SK J ÖLD hefur
neitað að verða við kröfu
Rússa um að segja af sér, sem
framkvæmdastjóri SÞ. Var
lauslega greint frá þessari á-
kvörðun hans og ræðu er
hann flutti í Öryggisráðinu í
fyrrakvöld.
Nú hafa nánari fregnir bor-
izt af ræðunni og fara nokkrir
kaflar úr henni hér á eftir:
Hann hóf ræðuna með því
að lýsa því yfir skýrt og skor-
inort, að hann hefði ekki í
hyggju að segja af sér.
„Ég get fullvissað Sovét-
ríkin um það, að ég hef hug-
rekki til að mæta öllum af-
leiðingum þessarar ákvörðun-
ar minnar, jafnvel þó það
kosti það að ég verði að sitja
áfram í embætti án þess stuðn
ings sem nauðsynlegur er og
þó þau tæki, sem ég hef yfir
að ráða séu mjög veik í
samanburði við þær kröfur
sem gerðar eru til mín.
★
Ákvörðunin um setu mína
í framkvæmdastjórn SÞ er
þannig einmitt í höndum
þeirra þjóða, sem Sovétríkin
þykjast mæla fyrir, — því að
ég mun að sjálfsögðu hlíta
sérhverri ákvörðun, sem þessi
samtök sjálf taka í málinu.
Dag Hammarskjöld sagði að
það mætti æra óstöðugan, að
elta ólar við menn sem líta
á sannleikann sem flokksmál
og réttlætið, sem fram-
kvæmdaatriði stjórnmála-
flokks.
En hann benti á það, að ef
hann hyrfi úr embættinu
núna, gætu Sovétríkin hindr-
að um aila eilífð með neitun-
arvaldi sínu, að nokkur mað-
ur yrði kjörinn framkvæmda-
stjóri samtakanna. Með því
gætu Rússar eflt svo neitun-
arvald sitt, að það næði til
allra starfa og framkvæmda
samtakanna. Það sem hér er
deilt um, sagði Hammar-
skjöld, er því ekki fyrst og
fremst ég eða persónuleiki
minn, heldur stofnunin, og til-
raunir mannkynsins til að
ryðja brautina til réttarskip-
unar og friðsamlegrar sam-
búðar.
★
Við snerumst með árangri
gegn öllum tilraunum hvaðan
sem þær spruttu upp, til að
gera Kongó, að veiðilendum
erlendra hagsmuna. Þegar
snúizt er gegn slikum hags-
munum, þá er við því að bú-
ast að þeir reiðist sem sjá
fyrirætlunum sínum koll-
varpað.
Enn einu sinni er svo kom-
ið í Kongó, að innanlands-
styrjöld er yfirvofandi, styrj-
öld, sem mjög er hætt við að
geti breiðzt út og orðið að
alþjóðastyrjöld. Ég ítreka
það, að eina leiðin til að koma
í veg fyrir svo hörmulega
þróun málanna, e. t. v. að
heimsstyrjöld brjótist út, er
að sameina sem flestar þjóðir
um örugga varðstöðu innan
SÞ gegn þvlíkri hættu.
★
Hammarskjöld óskaði þess
að samtök SÞ veitti honum
heimild til nýrra aðgerða í
Kongó, sem hann taldi upp í
fimm liðum:
1) Alþjóðleg rannsókn fari
fram á morði Lumumba og
tveggja félaga hans og skorið
verði úr því, hver ber ábyrgð
á því.
2) Herlið SÞ í Kongó fái
heimild til að vernda almenna
borgara fyrir árásum- her
manna, án tillits til þess
hverjum þeir þjóna.
3) Herlið SÞ fái heimild
til að koma í veg fyrir vopn-
aða árekstra í Kongó og megi
beita til þess vopnavaldi, að
skilja bardagaaðila.
4) SÞ fái heimild til að end- ^
urskipuleggja þjóðher Kongó |>
og bannað verði að Kongóher
eða herforingjar skipti sér af
innanlandsstjómmálum.
Hammarskjöld, sagði að
þótt þessir fimm liðir væru
engin heildaráætlun, þá væru
þeir undirstöðuatriði, sem
myndu treysta aðstöðu her-
liðs SÞ til að halda uppi röð
og reglu í Kongó.
★
En auk þessa, sagði Hamm-
arskjöld, að heimila yrði her-
Framhald á bL. 17.
tekið að nýju og kaupmaðurinn
dæmdur til að greiða meðlag frá
því að nýja málið vatr höfðað.
Getur Rannsóknarstofa
Háskólans greitt með barni
Lovísa höfðaði þá mál það, sem
fyrir var tekið í gær, gegn rann-
sóknarstofunni. Krefst hún þess,
að stofnunin verði dæmd til að
greiða barnsmeðlag frá fæðingu
barnsins og til þess dags, er kaup
maðurinn hóf greiðslur. Fleiri
kröfur gerði hún á hendur stofn-
uninni, svo sem bótakröfur fyrir
óþægindi og álitsspjöll
Á myndinni sézt verjandinn,
Ragnar Aðalsteinsson, flytja mál
sitt, en til hægri situr sækjand-
inn, Skúli Pálsson í þungum þönk
um. í baksýn er Árni Grétar
Finnsson. Dómforseti var Bjarni
Beinteinsson, en með honum
dæmdu þeir Jóhannes Árnason
og Björn Pálsson.
Dómur í málinu var upp kveð-
inn í hófi Orators í Leikhúss-
kjallaranum í gærkvöldi, en ekki
vitum vér, hvernig hann hljóð-
aði.
Heimsókn í sendiráð
Bandaríkjanna
Aðrir liðir hátíðisdagsins voru
• Sjónvarpið
Sjónvarpsmálið komst á dag
skrá hér á dögunum, þegar
bandariskur sjónvarpsfrömuð
ur kom hingað og bauð að-
stoð sína til að koma upp lít
illi sjónvarpsstöð fyrir Reykja
vík og nágrenni. Sennilega
hefðu almennar umræður um
sjónvarpsmálið orðið meiri, ef
við hefðum ekki bjórinn til
að þjarka um þessa stundina.
Menn hafa sýnt bjórmálinu
slíkan áhuga, að þeim öfga
fyllstu (með og á móti bjór)
entist það vafalaust í fimm
eða sex ár.
* Vegheflar skaðlegir
Hætt er við að sagan endur
tæki sig, þegar sjónvarpið
kemst á dagskrá. ólíklegustu
menn hlaupi upp til handa og
fóta og sjá annað hvort svart
eða hvítt, ekkert þar í milli.
Margir munu aðeins sjá það
slæma við sjónvarpið, telja
það innleiða spillingu og allt
þar fram eftir götunum og
má þá gjarnan minnast þess
að áður og fyrr börðust marg
ir af oddi og egg gegn síman
um, bílnum útvarpinu og yfir
leitt öllum meiriháttar fram
faramálum. Þess er skemmst
að minnast, að laust eftir stríð
ið kvaddi framámaður í kaup
stað úti á landi sér hljóðis og
lýsti þeirri skoðun sinni, að
vegheflar gerðu ekkert annað
en eyðileggja vegina. Okkar
malarvegum væri ekki hægt
að halda við öðru vísi en aka
möl í hjólbörum í holurnar.
Hi-tt er vafalaust rétt. Það
er hægt að misnota veghefl-
ana, halda áfram að hefla og
sarga þar til slitlagið er horf
ið af veginum. Sama er að
segja um sjónvarpið. Erlendis
er kvartað yfir því, að oft
flytji sjónvarpið lélegt efni,
mikið af lélegu efni — og
það sé tímaþjófur.
w.
* Hver veldi ckki.. . ?
Ekki er þar með sagt að við
þyrftum að sjónvarpa lélegu
efni, enda þótt við fengjum
sjónvarp. Vissulega yrði efn
ið misjafnlega gott, og ein-
stakir þættir ekki við allra
hæfi, en enginn vafi leikur á
því að sjónvarp er gagnlegt
fræðslu- og skemmtitæki ef
rétt er á haldið. Hver vildi
ekki sjá nýjustu fréttamyndir
I A
íKi
FERDINAMO
frá Öryggisráðinu, Kongó,
blaðamannafundum Kenne-
dys, flugslysinu í Brussel, sjó
sókn á íslandi eða gufuborun
í Hveragerði og Krísuvík I
fréttatímum sjónvarpsins? —■
Væri ekki skemmtilegra að
sjá leikritin í sjónvarpi?. —
Þannig mætti lengi telja, en
kostnaður yrði sjálfsagt mik-
ill, enda yrði farið hægt al
stað.
* Að velja og hafna
Þegar rætt er um ýmis mál,
er varða þjónustu við al-
menning, virðast furðumargir
gleyma því, að fólkið hefur
rétt til að hafna og velja. Ef
menn vilja ekki heyra það,
sem útvarpið býður, eða það
sem sjónvarpið mun hafa á
sinni dagskrá, þegar þar að
kemur, er ósköp einfalt að
skrúfa fyrir. Þær raddir heyr
ast oft í blaðaviðtölum við
menn og konur, að of mikið
sé af sinfóníum, eða of mikið
af danslögum í útvarpinu. En
góðir hálsar, því ekki að
skrúfa fyrir, þegar ,,leið»
inlega efnið kemur? Þið get-
ið ekki ætlazt til þess að allt
sé miðað við ykkar smekk og
sjálfsagt hafa mjög margir
gaman af því, sem fer í taug-
arnar á yður, lesandi góður.
• Frá 35 kr upp í 80 kr.
■■■■—— ii■ iii—>hii nii .atx. i.. jM
í gær hringdu tvær konur,
sem leigja út grímubúninga,
til Velvakanda út af þeim
ummælum, að búningar væru
leigðir út á kr. 100,00. Sagði
önnur, að algengasta leiga á
barnabúningi væri kr. 45,00
en þeir allra vönduðustu á kr.:
80,00. Hin konan sagðist legja
búningana frá kr. 35,00 upp
í kr. 80,00. Bæru þær skað-
ann, ef búningarnir skemmd-
ust.