Morgunblaðið - 17.02.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.02.1961, Blaðsíða 10
KJ MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 17. febr. 1961 ★ ÞÓRÐUR Magnússon, bók- bindari hjá ísafoldarprent- smiðju, er áttræður í dag. Hann hefur unnið við bók- band hjá þessu fyrirtæki síð- an 1. apríl 1897, eða nær 65 ár. Honum hefur sjaldan orðið misdægurt, einn og einn dag á áratuga fresti, og líklegt er þvi, að Þórður hafi bundið inn fleiri bækur en nokkur annar íslendingur. — Ég er fæddur í Vestur- bænum, sagði Þórður, þegar fréttamaður Mbl. heimsótti hann á dögunum, en ég man ekki eftir mér þeim megin Lækjarins. Þegar ég fyrst man eftir mér átti * *ég heima í Ingólfsstræti 7. Þar hef ég átt heima æ síðan og held nú upp á áttræðisafmælið í þessu gamla og góða húsi, sem faðir minn, Magnús Magnússon, byggði, þar sem áður var torf bærinn Ofanleiti. Þórður Magnússon bókbindari bókbandið. Sannleikurinn var sá, að hér var bókbandið að- eins talið karlmannsverk, en í Kaupmannahöfn vann mikið af kvenfólki á bókbandsstof- um. Mér fannst sjálfsagt að beita mér fyrir því að þessi at- vinnugrein yrði opnuð kven- fólki — og ég veit ekki betur en það hafi reynzt vel. Nú erum við 16 í bókbandinu hér — og bindum inn geysimikið, sjálfsagt mest allt góðar bæk- ur. — Starfið er hins vegar ekki sambærilegt við það, sem áður var. Við höfum svo mik- ið af vélum nú orðið. Áður tók það 1—2 tíma að sauma miðlungsbók, nú 5—6 mín- útur. — Annars held ég að við ættum ekki að tala um bækur. Ég les að vísu tölu- vert, en girnist aldrei bækur. Mér er nóg að fá þær að láni. ♦ * * — Ég hafði meiri áhuga á böllunum í Gúttó í gamla daga. En það er langt síðan ég fór í Gúttó síðast! Ég er meira að segja hættur að nenna að fara í bó. Ég hlusta á útvarpið og finnst það hálf- gerður apaháttur að standa gegn því að við fáum sjón- 1 Hef aldrei haft áhuga á bdkum — sefgír áttræður bokbindari, Þórður IVIagnússon ! — Við skiptum lóðinni og Magnús bróðir minn byggði sér þar hús Ingólfsstræti 7B — og að Ingólfsstræti 10 býr syst ir mín, Halldóra, gift Kristjáni Möller, málara. Við systkinin eigum því öll heima við Ing- ólfsstræti, okkur hefur liðið mjög vel þar og sennilega flytjum við ekki héðan af. * * * — Já, ég hef fest rætur í Ingólfssft-ætinu — og reyndar líka í ísafoldarprentsmiðju. Þar hefur alltaf verið gott að starfa og það er svo sem ekkert einsdæmi, að þeim feðg um haldist vel á fólkinu. Gísli Guðmundsson, sem var verk- stjóri, þegar ég byrjaði í bók- bandinu hjá ísafoldarprent- smiðju, vann 60—70 ár hjá fyr irtækinu. Ég tók svo við verk- stjórastarfinu og gegndi því í 43 ár. Þá tók Guðmundur, son- ur Gísla heitins við, og nú hefur hann verið hér í 20 ár. Geir sonur minn er líka í bók- bandinu hér — og ætli hann verði það ekki áfram. Og í vik- unni varð ein af konunum, sem hér vinna, sextug. Hún er búin að vera hér í 33 ár. Þú sérð, að fólkið hérna er ekki á eilífum hlaupum á milli vinnustaða. * * * — Björn Jónsson rak ísa- foldarprentsmiðju þegar ég byrjaði, mjög vel látinn af öllu starfsfólki. Og hann fylgd ist alltaf vel með öllu sem fram fór í fyrirtækinu, þegar ég byrjaði hér, þá unglingur. Björn kom eitt sinn og sagðist ekki kunna við að sjá menn með sígarettu við vinnuna. Þá fór ég að taka í nefið, hef gert það alla tíð síðan — og vakna jafnvel stundum á nóttunni til að fá mér í nefið. Það er alltaf fjandi hressandi. Þú ættir að prófa það. * * * — Fyrstu bækurnar, sem ég batt inn, voru Passíusálmarnir og danska orðabókin. Það var minna gefið út af bókunum þá en nú. Við vorum þá aðeins sex bókbindararnir. Eftir að ég kom úr náms- ferð frá Danmörku laust eftir aldamótin kom ég því til leið- ar, að kvenfólk var ráðið í varp. Ég veit ekki hvaða þjóð það er, sem ekki hefur sjón- varp, kannski þeir í Kongó Og ætli þeir fái ekki sjón- varpið á undan okkur. Það væri eftir öðru! * * * — Ég er þess fullviss, að sjónvarpið gæti veitt okkur mikinn fróðleik, miklu fyllri en útvarpið — ef rétt væri á haldið. Ég hef varið flestum sumarfríum mínum síðari ár- in til að skoða landið, en auð- vitað kemst maður ekki yfir allt. Sjónvarpið gæti vafa- laust komið mörgum að góðu haldi á því sviði. Annars hef ég komið í öll helztu byggðarlög landsins, þó ekki séð allt, sem ég vildi — fyrir vestan. Mér þætti t.d. fjandi þunnt að fara héðan án þess að hafa séð ísafjörð. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦í^í SVEITAKEPPNI Meistaraflokks hjá Iridgefélagi kvenna stendur nú yfir. Spilaðar hafa verið 2 umferðir og urðu úrslit þessi: 1. umferð Sveit Laufeyjar Þorgeirsdóttur 'vann sveit Ástu Plygering 75:64 4—0. Sveit Júlíönu Isebarn vann sveit Þorgerðar Þórarinsdóttur 60:40 4—0. Sveit Eggrúnar Arnórsdóttur vann sveit Elínar Jónsdóttur 93:55 4—0. Sveit Dagbjartar Bjarnadóttur vann sveit Sigríðar Ólafsdóttur 68:35 4—0. Sveit Sigríðar Jónsdóttur vann sveit Guðrúnar Einarsdóttur 93:35 4—0. 2. umferð Sveit Sigríðar vann sveit Þor- gerðar 61:77 4—0. Sveit Guðrúnar vann sveit Ástu 62:42 4—0. Sveit Laufeyjar vann sveit Eggrúnar 71:54 4—0. Sveit Sigríðar Ól. vann sveit Júlíönu 56:51 3—1. Sveit Dagbjartar jafnt við sveit Elínar 51:49 4—0. Að tveimur umferðum loknum er staðan þessi: 1. sv. Laufeyjar Þorgeirsd. 8 st. 2. — Sigríðar Jónsdóttur 8 — 3. — Dagbjaftar Bjarnad. 6 — 4. — JúlíönuTsebam 5 — Þæfingur á Öxna- dalsheiði SIÐUSTU dagana hefur færð pillzt á Öxnadalsheiði, en ekki >ó svo mjög, að vegurinn lokað- ist. Bíll frá Norðurleiðum kom að norðan í gær og var þá þæfing ur á heiðinni. Fulltrúi Norður- leiða tjáði Mbl. í gær, að sam- göngurnar við Akureyri hefðu aldrei gengið jafnsnurðulítið á þessum árstíma og einmitt nú. Hann sagði farþegaflutninga óvenjumikla, enda eðlilegt að minna dragi úr þeim þegar færð- in er jafngóð og raun ber vitni. íslenzkur skelfisk- ur til útflutnings Tillaga Sjálfstœðismanna á Alþingi ÞRÍR þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, þeir Sigurður Bjarnason, Jónas G. Rafnar og Guðlaugur Gíslason, flytja tillögu til þingsályktunar á Alþingi um hagnýtingu skel- fisks. Er hún svohljóðandi: „Alþingj ályktar að skora á rikisstjórnina að láta fram fara í samráði við Fiskifélag íslands og fiskideild atvinnudeildar há- Skólans rannsókn á skelfisks- magni við strendur landsins. Jafnframt verði athugaðir mögu leikar á hagnýtingu skelfisks til útflutnings og atvinnuaukningar í landinu.“ Rækjur og humar fyrir 47 millj. kr. i greinargerð segir á þessa leið: Meðal flestra þjóða eru ýmsar tegundir skelfisks meðal dýrustu og lystilegustu matvæla. Er því víða lögð áherzla á öflun þeirra Og sölu. Hér á landi hefur lítið verið gert að hagnýtingu skelfisks. Er þó víða ógrynni af t. d. kúfiski og kræklingi á fjörum og við strend ur landsins. Fyrir nokkrum ár- um er þó hafin veiði og hagnýt- ing rækju og humars. Greinir menn ekki á um, að þessir skel- fiskar séu hin ágætasta fæða. 'Hefur þjóðin þegar verulegar ’ gjaldeyristekjur af útflutningi J þeirra. Voru árið 1959 fluttar út rækjur og humar fyrir 24,6 millj. kr. Árið 1960 nam útflutnings- verðmæti þessara afurða 47.2 ] millj. kr. Er vafalaust hægt að j auka þessar tekjur verulega, beg ar ný mið hafa fundizt víðar við landið. Kræklingur og kúfiskur En í þessum efnum þarf að gera meira. Kræklingur og kú- fiskur geta einnig orðið verð- | mæt útflutningsvara, ef rétt er á haldið. Flm. þessarar tillögu i leggja því til, að rannsókn verði látin fram fara á magni þessara skelfisktegunda og e. t. v. fleiri við strendur landsins og mögulei'kum á hagnýtingu þeirra til útflutnings. Virðist eðlilegt, að samráð verði haft við Fiski- félag íslands og fiskideild at- vinnudeildar háskólans um þá rannsókn. Fjölbreyttara atviunulíf Brýna nauðsyn ber til þess. að við íslendingar gerum okkur ljóst, að atvinnulíf okkar og framleðisla þarf að vera fjöl- breyttarj en nú er. Fleiri stoðir þurfa að renna undir efnahags- grundvöll þjóðfélags okkar. Öll náttúruauðæfi landsins verður að hagnýta. Við höfum ekki efni á því að láta t. d. skelfisksteg- undir, sem aðrar þjóðir telja verðmæta vöru, liggja óhagnýtt. ar í hrúgum á fjörum lands okk- ar. Þess vegna er þessi tillaga flutt. Meiri niðursuðuiðnaður Niðursuðuiðnaðinn verður að efla að miklum mun. Að því mun í senn verða mikil atvinnu- aukning víðs vegar um landið og útflutningsafurðir landsmanna verða verðmætari og fjölbreytt- ari. Það er einmitt slik aukning framleiðslunnar, sem ein er þess megnug að skapa þjóðinni raun- hæfar kjarabætur og leggja traustan grundvöll að framför- um og uppbyggingu innan hins íslenzka þjóðfélags. Fiskveiðisamningur Breta og Norðmanna staðfestur FISKVEIÐISAMNINGUR Breta og Norðmanna var staðfestur á mánudaginn af norska þinginu með sam- hljóða atkvæðum. Aðalefni hans er, að brezkum togur- um verður bannað frá og með 1. nóvember 1970, að veiða innan tólf mílna fisk- veiðimarka við Noreg. Fram að þeim tíma mega brezkir togarar veiða á svæðinu milli 6 og 12 mílna takmarka. Búast á línu AKRANESI, 15. febr. — Síldar- bátarnir Sigurður A.K. og Sig- urður S.I. eru farnir út á síld. Fimm eða sex síldarbátar eru að taka hringnæturnar í land og seg ir það sína sögu um að nú á að taka til óspilltra málanna við línuveiðarnar. Sigrún er komin niður úr drátt arbrautinni með nýtt stýrishús. Fiskaskagi fer úr slippnum ein- hvern næstu daga eftir meirihátt ar viðgerð. — Oddur. • Engin breyting í EFTA Nokkrar umræður urðu um málið á Stórþinginu. Var tekið fram í þeim, að Bretar hefðu fallizt á það sjónai-mið í samn- ingum við Norðmenn, að það hefði ekki í för með sér megin. breytingu í samkeppnisaðstöðu gagnvart brezkum fiskimönnum, þótt Norðmenn stækkuðu land- helgina og myndu Bretar því ekki krefjast neinna breytinga á sáttmála Fríverzlunarsvæðisins þessvegna. • Þjóðverjar og Pólverjar vilja samninga Arne Skaug verzlunarmálaráð- herra sagði í umræðunum að fram væri komið frumvarp um stækkun norsku fiskveiðiland- helginnar upp í 12 mílur, en á því lagafrumvarpi væru tak- markanir í samræmi við samn- inga þá sem gerðir væru við aðrar þjóðir. Hann tók það fram að samningaviðræður væru þeg- ar hafnar við Vestur-Þjóðverja um að þeir fengju líka aðstöðu og Bretar og nú nýlega hefði pólska stjórnin óskað eftir samn ingum. Hefði norska stjórnin svarað að hún væri fús að ræða málið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.