Morgunblaðið - 21.02.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.02.1961, Blaðsíða 5
ÞriðjudagVir 21. febrúar 1961 M O R C r y fí r 4 T) 1 Ð 5 4 Fjallaferðii ó hestum ÁHUGI fer nú stöðugt vax- andi fyrir fjallaferðum á hest um. Fýsir marga að taka þált i slíkum ferðum sem ekki eiga sjálfir hesta og raun- ar vilja margir bregða sér á hestbak skemmri og lengri ferðir, sem ekki eiga þess kost. Nú seinustu árin hafa nokkrir framtakssamir menn tekið sig fram um að leigja þessu fólki hesta. Hér í nágrenni Reykja- víkur áttu menn a. m. k. sl. Bumar kost að bregða sér í stuttar ferðir á þægtum hest- um, sem viðvaningum eru vel viðráiðanlegir. Um alllangt skeið hefir Páll Sigurðsson veitingamaður, fyrst í Fornahvammi og nú í Varmahlíð haft hesta til leigu í lengri ferðir og þá fyrst og fremst um öræfi landsins. Þor- kell Bjarnason á Laugarvatni hefir einnig stundað þessa at- vinnugrein nokkuð. Þeir Páll og Þorkell hafa nú gert með sér félagsskap um þessi ferða- lög. Hafa þeir í hyggju í sum- ar að flytja fólk um Kjalveg mili NorðUr- og Suðurlands. Hyggjast þeir fara fimm ferðir frá Laugarvatni að sunn an og Varmahlíð að norðan og hefjast þær mánudaginn 26. júní og síðan á hverjum mánu degi til 24. júlí, er hin síðasta verður farin. Frá Varmahlíð verður farið fram hjá Mælifellsá vestur um Kiðaskarð og að Fossum í Svartárdal og þar gist fyrstu nóttina. Þaðan upp Skínanda að Galtará um Eyvindarstaða- heiði fram yfirStröngiukvíslog að kvöldi við Seiðisá þar sem hin gamla skilarétt norðan og sunnanmanna stóð. Gist er aðra nótt á Hveravöllum. Þriðjadaginn er farið yfir Þröskuld um Þjófadali og nið- ur með Fúlukvísl að Hvítár- vatni. Á þessari leið hittast þeir félagar og skilar Páll ferðafólkinu i hendur Þorkels, sem heldur með það áfram suður, en jafnframt tekur Páll við þeim, sem að sunnan koma. Þorkell fer síðan með fólkið úr Hvítárnesi að Gullfossi og Geysi og er gist á síðari staðn- um. Næsta dag er svo haldið gamla kóngsveg að Laugar- vatni. Menn geta, hvort þeir vilja, farið fram og aftur eða aðeins aðra leiðina. Einnig geta þeir hvílt sig í viku milli ferða og þá jafnvel fengið hesta til af- nota í styttri ferðir um ná- grenni endastöðvanna. Það ber til nýlundu á þess- um ferðum að þeir, sem sjálf- ir eiga hesta, einn eða fleiri geta notað eigin farkost og fengið hesta að láni til við- bótar ef þörf krefur. Fæði og hestagæzlu geta . menn svo fengið hjá þeim félögum. Gist verður í sæluhúsum og tjöld- um og þurfa ferðamenn sjálfir að leggja sér til svefnpoka og vindsængur og að sjálfsögðu allan hlífðarfatnað, en nauð- syn er jafnan að vera vel bú- inn á þessum ferðum. Þeir félagar Páll og Þorkell eru í sambandi við Ferðaskrif stofuna hér í Reykjavík og þar að auki getur fólk sam- ið beint við þá sjálfa. Mynd sú er hér fylgir er tek in ofan af Þröskuldi og sér nið ur um Þjófadali. Loftleiðir h.f. — Leifur Eiríksson er væntanlegur frá' Hamborg. Khöfn, Gautaborg og Oslo. Fer til New York kl. 23. Flugfélag íslands hf.: — Hrímfaxi er væntanl. til Rvíkur kl. 16:20 í dag frá Khöfn og Glasgow. Fer til Glas- gow og Khafnar kl. 8:30 í fyrramálið. Innanlandsflug: I dag til Akureyr- ar (2 ferðir), Egilsstaða, Sauðárkróks og Vestmannaeyja. A morgun til Ak- ureyrar, Húsavíkur, ísafjarðar og Vest mannaeyja. Pan American flugvél kom til Kefla- víkur 1 morgun frá New York og hélt áfram til Norðurlandanna. Flugvélin er væntanleg aftur annað kvöld og fer þá til New York. Skipadeild SÍS.: — Hvassafell er í Rvík. Arnarfell er á leið til Rvíkur. Jökulfell er fyrir Norðurlandi. Dísar- fell er í Bremen. Litlafell losar á Norð urlandshöfnum. Helgafell er í Vents- pils. Hamrafell er í Rvík. Hafskip hf.: — Laxá er í Rvík. Eimskipafélag íslands h. f.: Brúar- foss er á leið til New York. Dettifoss og Goðafoss eru í Rvík. Fjallfoss er í Antwerpen. Gullfoss er í Rvík. Lagar foss er á Siglufirði. Reykjafoss er í Rotterdam. Selfoss er í Hamborg. Tröllafoss er á leið til Rvíkur. Tungu- foss er á leið til Malmö. Eimskipafélag Reykjavíkur h. f.: — Katla er á leið til Hamborgar. Askja er á leið til Raufarhafnar. Það er spekin, að þér sé Ijóst, hvað þú veizt og hvað þú veizt ekki. Konfucius. Stjórnmál eru ekki vísindi, heldur list. Bismark. ÁHEIT og CJAFIR Sólheimadrengurinn, afh. Mbl.: — Margrét 100. B. H. 100. Stúlka sem hefur lært að sníða og sauma kjóla, óskar eftir vinnu hálfan eða allan daginn. Tilboð sendist Mbl. fyrir miðvikudagskvöld, — merkt: „Stundvís 1487“. Saumum tjöld og svuntur á barnavagna- Efni í öllum litum. — öldugötu 11, Hafnarfirði. Sími 50481. Keflavík Reglusöm stúlka óskast til afgreiðslustarfa strax. — Vaktaskipti Lindin Símar 2154 og 1569. Góður trillubátur 4 tonna til sölu. Nýleg vél. Verð ca 35 þús. Uppl. í símum 1986 og 1808, Kefla- vík kl. 8 sd. Kvenstúdent með kennarapróf tekur að sér að lesa með framhalds- skólanemendum. Uppl. í síma 37756 í dag. Aftaníkerra til sölu og öxlar undir hey vagna og kerrur, ódýrt. — Uppl. í síma 36820. Trésmíðavél Sambyggð trésmíðavél — (combineruð) ný, til sölu. Uppl. í síma 19105. Trésmíði Vinn allskonar innanhúss trésmíði í húsum og á verk stæði. Hef vélar á vinnu- stað. Get útvegað efni. — Sanngjörn viðskipti. — Sími 16805. Bílkrani til leigu Hífingar, ámokstur og gröftur. V. Guðmundsson Sími 33318. Hjón með tvö börn óska eftir húsnæði. Barna- gæzla, húshjálp kemur til greina. Tilboð sendist, Mbl. merkt: „Austurbæar — Miðbær — 1645“ Renaulth Dauphine árg. 1960, ekinn 3 þús. mílur til sölu. Gott verð. Uppl. Barðinn hf. Sími 14131. Afg'reiðslustúlka Okkur vantar stúlku nú þegar. Uppl. í síma 1569 og 2154. Verzl Lindin, Keflavík. Púðauppsetningar „Spejl“ flauel, 10 litir. — Vinnust. Ólinu Jónsdóttur Bjarnpstíg 7. Sími 13196. Keflavík 2 herb. íbúð með innri for- stofu og eldhúsi til leigu. Uppl. í síma 1800. Vísur vikunnar um an (o/tk vœdclc ocj áótpancj- Lnn mann á 11. Lœci í lífinu er svo margt, sem mæðir, — mér er kunnugt um það. Om þessi hús upp á 13 hæðir þyrfti að skrifa í blað. Unnusta mín, sem er afbragðs stúlka, í ástum og dufli skæð, fann bara upp á þeim fjanda um daginn að flytja á elleftu hæð. Það þarf kjark til að komast þangað, þann kjark á ég ekki til, — of því get ég ekki heimsótt hana eins hart og títt og ég vil, því ástin, sem mér er í muna borin, er miðuð við lægri plön, lyftum, sem bruna í himinhæðir, er hún bara alls ekki vön. Og ef ég nálgast gluggann hjá Gunnu þá grípur mig svimi og rutl, (pa fer mig alltaf að þyrsta í bjórinn, þó ann sé bara gutl) og ég verð frábitinn klappi og kossum, mig kitlar í taug og æð, og þá kólnar ástin auðvitað líka á elleftu — tólftu hæð. Já, ást mín er miðuð við einnar hæðar íbúðarhús með lóð, hún þrífst bara ekki í háum húsum, sem hræða vort líf og blóð. Ef ástföngnum manni finnst undir sér ellcfu hæða höll. þá veður ástin í villu og svíma „og vináttan forgár öll“. _ Farceur. Afgreiðslumaður Maður á aldrinum 35—40 ára, sem annast getur ým- iskonar afgreiðslustörf, ásamt nokkru reikningshaldi og skrifar góða rithönd, getur fengið atvinnu nú þeg- ar. Algjör reglusemi áskilin. Umsóknir ásamt upp- iýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. merkt: „Afgreiðslumaður — 1589“, fyrir 25. þ.m. Maður á miðjum aldri með reynslu á mörgum svið- um t. d. á verkstjórn og verzlunarstörfum, sérstak- lega í sambandi við vélar, Óskar efiir sjálfstæðu starfi Tungumálakunnátta sæmileg. — Vinsamlega sendið starfstilboð til afgr. Mbl. fyrir 25. þ.m. merkt: „Athafnasamur — 1231“. Hafnarfjörður nágrsnni pökkunarstúlkur óskast strax Hraðfrystihusið Frost h.f. Hafnarfirði — Sími 50165 TIL SÖLU Raf rrtacf nsvoru lifta amerísk gerð — Tekur 1 tonn — Ónotuð EINNIG NOTAtíUR Hfiðstöðvarketill fyrir olíukyndingu, 9 Vz m* Mjólkurfélag Reykjavlkur Laugavegi 164

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.