Morgunblaðið - 21.02.1961, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 21. febrúar 1961
IVIyrkraverk
10
eftir Beverley Cross
í þýðangu Bjarna Arngrímssonar
Klukkan var aðeins rúmlega
11, þegar við komum til Mainten
on og stönzuðum utan við
fallega krá. „Við borðum í ró
og næði," sagði Benoit, „og
höldum áfram til Belleau um það
bil klukkan 2 eftir hádegi. Það
er mikilvsegt að þeir séu búnir
að kasta öllum leifum frá há-
degisverðinum, áður en við kom-
um með nýju tunnurnar þeirra-
Þegar þar að kemur, viljum við
ekki að þær nýju verði opnaðar,
fyrr en eftir kvöldverð."
Við fórum inn í svala krána
og báðum um tvo pernods. Við
vorum einu viðskiptavinirnir og
Benoit og gestgjafinn, sem var
kona, sýndu hvort öðru mikla
ástúð. Hún var dökk á brún og
brá, feitlagin, og augsýnilega var
hún mjög lítið klædd undir
sloppnum. Hann var heldur
þröngur og hnapparnir voru allt-
af að losna og sást þá glitta
í húi), sem var jafndökk og í
sígauna. Benoit hallaði sér yfir
barinn, kleip hana í kinnina og
þau hlógu saman, þegar þau
köstuðu teningunum í óendan-
legu quatre-cent og vingt-et-un
spili. >au voru bersýnilega
gamlir vinir og ég fór yfir í
fjærsta hornið á barnum og
starði út um gluggann, yfir síkið
og út að höllinni. Eftir svolitla
stund fórum við út á stéttina, og
konan færði okkur hádegLsverð,
kjúkling og salat, og hann var
etinn við hvítan, stífaðan borð-
dúk undir sóltjaldi. Við fengum
Chablis með kjúklingunum og
koníak með kaffinu. Og Benoit
daðraði stöðugt við konuna, hún
snarsnerist allt í kringum borð-
ið, ófær um að verja sig höndum
hans, er leituðu kinna hennar og
og axla, því hún hafði fullar
hendur af glösum, diskum og
flöskum. Hún drakk kaffi með
okkur, og eftir að hún var búin
Skrifstofustúlka
óskast til vélritunar og annarra skrifstofustarfa hjá
stóru fyrirtæki. — Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt:
„Skrifstofustúlka —- 100 — 1489".
Amerískar
Karlmannabomsur
háar — Verð kr. 160.00
Skóbúðin
Laugavegi 63
Laugavegi 38
Serial H<0
5423
i'iti' nxrt
MfUTtD Of MONIT OR REPlAtfMINT
lf DOT IN CONFORMITY WIIH llil
. mSIITUTÍ S STAMDAR0S
Pípar, Kanel, Karrí, Múskat,
Negull, Engifer, Kúnien, Pap-
rika og allra handa.
Húsmæður:
LION kryddvörur eru góðar og
ódýrar.
að gefa okkur annað glas af
koníaki bauð hún mér vindling.
Ég hallaði mér aftur á bak,
ljómandi af ánægju, og hlustaði
hamingjusamur á suð skordýr-
anna yfir vatninu, sem næstum
yfirgnæfði ástarkurr Benoit.
Konan stóð upp, horfði eymdar-
lega á félaga minn og gekk síð-
an inn í krána. Beniot sagði ekki
neitt en eftir augnabliksþögn af-
sakaði hann sig og gekk á eftir
henni inn í skuggana. Ég var
einn í 20 mínútur, í friði og ró
og dró ýsur í skugganum, unz
hann kom aftur ilmandi af sápu
og neri saman höndunum.
„Eigum við að halda áfram?"
spurði hann.
„En hvað um reikninginn?"
,,Ekkert að óttast," sagði Ben-
oit mynduglega. „Skuldin er
greidd." Og hann gekk á undan
í áttina að vörubifreiðinni.
Þegar heyrðist í vélinni, opn-
aðist gluggi á annarri hæð yfir
röndóttu sólhlífinni og gestgjafi
okkar kom í ljós milli tjaldanna
dreyminn á svip. Hún veifaði
okkur í kveðjuskyni, og ég sá
að hinar dökku ax^r hennar
voru naktar.
„Ca va," sagði ég og gamli
maðurinn roðnaði.
„Við megum ekki koma þang-
að fyrr en tvö," útskýrði hann,
,,og það er synd að fara í bíó í
svona yndislegu veðri."
Við afhentum aðrar þrjár
tunnur við herbúðir 81. fót-
gönguliðsherdeildarinnar, sem
hélt sig um það bil kílómetra
okkar megin við Belleau-þorp.
„í>að eru þessir strákar, sem
eru látnir þramma uppi í kastal
anum, kvöldin sem hljómleikar
eru haldnir. Skemmtunin er
fyrir þá og fyrir vesalings varð-
mennina."
,,Fá engir fangar að koma?"
spurði ég.
„Nei, þeim er ekki leyft það.
Hinir fengju heldur enga hljóm-
leika, ef ekki væri vegna leik-
hússins. Það er nefnilega mjög
frægt, og einhverjir þingmanna-
skussar heimtuðu, að því væri
haldið við og notað, sem betur
fer."
Við komum aS aðalhliðinu og
ókum upp veginn. Liðþjálfi veif-
aði okkur að nema staðar fram-
an við varðbyrgið.
„Bonjour, monsieur Benoit",
kallaði hann. ,,Ertu að annast
frændur þína, svínin, í dag?"
Hann barði á tunnuna næst sér
með montpriki sínu, en hélt sig
burtu frá óþefnum.
„Og hver er félagi þinn?"
spurði hann. ,,Er þetta farið að
verða of mikið fyrir þig?"
„Þetta er frændi minn frá
Elsass," útskýrði Benoit. „Hann
hjálpar mér."
Ég muldraði góðan daginn við
Jiðþjálfann, og hann benti okk-
ur áfram og æpti. ,,Haldið á-
fram, áður en þið eitrið and-
rúmsloftið." Við ókum hægt upp
veginn, sem lá gegnum miðjar
fangabúðirnar, því að einungis
„hinir mikilvægu" voru hafðir
í kastalanum, eitthvað 5 eða 6
í allt. Hinir syndaselirnir, her-
fangarnir, voi'u hafðir í kofum
og skálum til hægri við okkur.
Við sáum þá ráfa um í sólskin-
inu, leiða á svip, bak við háa
girðingu, sem lá meðfram suður-
hlið vegarins. Nokkrir þeirra
voru naktir niður að mitti og
lágu í sólskininu en aðrir léku
boltaleík með hangandi hendi.
Ég varð undrandi að sjá, að
helmingurinn var frá nýlendun-
um, hávaxnir Senegalsmenn og
margir Norðurafríkumenn.
, Við ókum fyrir horn, og ég sá
framhlið kastalans skjóta upp
fyrir framan okkur. Steinarnir
voru næstum gulir í sóiskininu,
og aðaldyrnar tvær, serrr sneru
fram að hlaðinu, voru málaðar
í skærum bláum lit. Tilsýndar
leit hann út eins og leikfanga-
virki, en alls ekki eins og fang-
elsi. Aðeins vesturhliðið var op-
ið, og varðmaður með hjálm
stóð teinréttur í svalanum undir
boganum, sem lá að garðinum.
Hann kannaðist við bifreiðina
og kallaði eitthvað gegnum
glugga á lítilli skrifstofu rétt
handan við bláu dyrnar. Ég sá
hermann koma út og rölta út í
garðinn um leið og við stönzuð-
um í rykskýi. Við biðum augna-
blik og heyrðum síðan þungan
bjálka falla til jarðar. Austur-
hliðið opnaðist, og við ókum und
ir annan svipaðan boga og stað-
næmdumst þannig, að aðeins
vélarhlífin á bílnum okkar náði
inn í garðinn.
„Hver er strákurinn?" spurði
varðmaðurinn.
,,Frændi minn frá Elsass,"
svaraði Benoit. „Hann er að
hjálpa mér." Og aftur urraði ég'
góðan daginn.
Við klifruðum niður og létum
síðustu tómu tunnurnar fyrir ut-
an dyrnar til hægri. Þrjár sneisa
fullar tunnur biðu eftir okkur.
Benoit og ég bisuðum við að
koma þeim upp á vörubílinn.
Vörðurinn horfði á og hló, þegar
nokkuð af óþverranum slettist
yfir axlirnar á mér.
,,Ef þeir settu lokin almenni-
lega á, kæmi þetta ekki fyrir,"
kvartaði Benoit, en vörðurinn
yppti aðeins öxlum og sagði okk-
ur að flýta okkur.
Ég klifraði upp á pallinn til
þess að koma fullu tunnunum
frá afturfjölinni og til þess að
stelast til að horfa á dyr kap-
ellunnar og inn í garðinn. En ég
sá ekkert óvænt og enginn mað-
ur sást, nema vörðurinn. Dúfur
sváfu í turnunum og hvergi sást
bóla á Tisson.
Við ókum aftur á bak út og
snerum á mölinni og hið þunga
austurhlíð skall aftur bak við
okkur. Ég var vonsvikinn, ég
hafði ekkí séð mikið og, sagði
Benoit það.
„Það er nú ekki mikið, sem
þú gætir hafa séð," svaraði hann.
,,Það var nóg að þú sannfærðir
liðþjálfann og vörðinn um að þú
væri fullkomlega kaldur og ró-
legur."
„Var ég það, var ég raunveru-
lega kaldur og rólegur?"
,,Auðvitað varstu það. Það var
eins og þú hefðir verið að koma
með nýjar tunnur og sækja
svínafóður alla þína ævi."
„Hugsa sér annað eins," var
allt, sem ég gat sagt. Mér hafði
aldrei dottið í hug, að verkið
væri hættulegt, og hallaði mér
aftur á bak, hlægilega ánægður
og hugrakkur.
Við afhentum svínafóðrið
bónda við Ablis og snerum aftur
til Parísar suðvestanfrá. Hinir
voru farnir frá La Condamine,
þegar við komum þangað
skömmu eftir 5, svo að við fór-
um inn í kaffihús í nágrenninu
til að þvo af okkur óþefinn og
skála fyrir kænsku okkar. Ben-
oit talaði um kappakstur sinn,
konuna sína og stríðið og sagði
skemmtilega sögu af Því, hvern-
ig hann og Dédé, báðir vel
drukknir, hefðu skriðið upp
hæð til að sprengja sprengj-
efnageymslu. Morguninn eftir
sáu þeir, að þeir höfðu farið upp
öfugu megin og höfðu við eitt-
hvert kraftaverk sloppið gegnum
jarðsprengjusvæði. Við hlógum
báðir, og það var orðið dimmt,
áður en við slöguðum út á göt-
una með handleggina um axlir
hvor ahnars og sórum hvor öðr-
um eilífa vináttu í skini tungls-
ins, sem glotti niður í Lai
Condamine frá tindinum á svört-
um, Ijótum pýramídanum. Ben*
oit stanzaði og horfði í kringum
sig og hvíslaði síðan í trúnaði i
eyra mitt: „Við skulum fara og
segja góða nótt við 17."
aiíltvarpiö
ÞriSjudagur 21. feTjrúar
Morgunútvarp (Bæn —¦ 8.05 Morg
unleikfimi — 8.15 Tónleikar —
8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar —
9.10 VeSurfregnir — 9.20 Tónleik-
ar — 10.00 Veðurfregnir.
Hádegisútvarp. (Tónleikar. —
12.25 Fréttír og tilk.).
„ViS vinnuna": Tónleikar.
„Við, sem heima sitjum" (Dagrún
Kristj ánsdóttir).
Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05
Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til-
kynningar — 16.05 Tónleikar.
Tónlistartími barnanna (Jón O.
Þórarinsson).
Veöurfregnir.
Þingfréttir. — Tónleikar.
Fréttir.
Erindi: Þáttur iðnaðar í efnahagj
lifi framtíðarinnar (Kristján Frift
riksson iðnrekandi).
„Musica sacra": Tónlist eftii
Friðrik Bjarnason (hljóðr. á tónl.
í Dómkirkjunni 5. des. sl„ höldn*
um af tilefni áttræðisafmælis tón
skáldsins). — Söngflokkur Hafn-
arfjarðarkirkju syngur undii
stjórn Páls Kr. Pálssonar. Árni
Jónsson syngur einsöng. Dr. Páll
ísólfsson og Reynir Jónasson
leika á orgel.
Siglingar um Norður-Atlantshaf
á miðöldum. dagskrá í samantekt
Björn Þorsteinssonar sagnfræð*
ings.
Fréttir og Veðurfregnir.
Passíusálmur (20).
Um fiskinn (Stefán Jónsson
fréttamaður).
Frá tónleikum í Austurbæjarbíi
11. þ.m.: Hrjómsveit bandaríska
flughersins í Evrópu leikur. Stj.|
Arnold D. Gabriel kapteinn.
Dagskrárlok.
12.00
12.50
14.40
18.00
18.25
18.30
19.30
20.00
20.25
22.00
22.10
22.20
22.40
23.10
— Þér mun batna af þessari
lúpu!
Á meðt-w
— Hvað þá! .... Áttu við að
þú hafir alls ekki komizt á spor I hafið fundið hann!
drengsins? Farið og finnið hann _ Verið ekki með þessar af-
heimskingarnir ykkar .... Og|sakanij. heimskingjarnir ykkar!
þið komið ekki aftur fyrr en þið,
• Finnið drenginn og þann serr
rændi honum og verib ekki
lengi að þvi! Farið þið nú!
Farið þið nú!
Á rjp^íiaD* \
Miðvikudagur 22. febrúar
8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra
Jón Auðuns dómprófastur). —
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón«
leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón
leikar. — 9.10 Veðurfregnir. —
9.20 Tónleikar. —
12.00 Hádegisútvarp.
(12.25 Fréttir og tilkynningar).
12.50 „Við vinnuna": Tónleikar.
15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15.0>
Tónleikar. — 16.00 Fréttir, veð«
urfr. og tilk. — 16.05 Tónleikar).
18.00 Útvarpssaga barnanna: „Att»
börn og amma þeirra í ¦kógin-
um" eftir Önnu Cath.-Westly
XIV. (Stefán Sigurðsson kennarl
þýðir og les).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.00 Tilkynningar.
1930 Fréttir.
20.00 Framhaldsleikrit: „TJr sögu For.
syteættarinnar" eftir John Gals«
worthy; þriðja bók: „Til leigu",
útvarpsgerð eftir Muriel Levy,
II. kafli. Þýðandi: Andrés Björn»
son. — Leikstjóri: Indriði Waage.
Leikendur: Valur Gíslason, Þor«
stenn O. Stephensen, Guðbjörg
Þorbjarnardóttir, Helgi Skúlason,
Inga Þórðardóttir, Húrik Haralds«
son, Anna Guðmúndsdóttir, Gest«
ur Pálsson, Jón Aðils, Baldvin
Halldórsson, Jóhanna Norðfjörð,
Aróra Halldórsdóttir og Margrét
Ólafsdóttir.
20.45 Föstumessa t elliheimilinu Grund
(Prestur: Séra Sigurbjörn A.
Gíslason. Organleikari: DaníeT
Jónsson).
21.30 „Saga mín", æviminningar Pad«
erewskys; III. (Árni Gun"'rsson
fil. kand..).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.20 Upplestur: „Góðhundurinn Rex",
bókarkafli eftir Birgi Kjaran
(Brynjólfur Jóhannesson leikari)
22.40 Djassþáttur (Jón Mi'uj Áxnacoa^,
23.10 Dagskrárlok.