Morgunblaðið - 21.02.1961, Page 10
10
MORGl’ NBL4ÐIÐ
Þriðjudagur 21. febrúar 1961
VEIKFALL
BRÚNT og gfrænflekkótt
bergið í Heimakletti
glampar í sólskininu og út
línur hans ber í snjóhvít
Eyjafjöllin uppi á landi. Á
stöku stað í bænum
standa nokkrir sjómenn
undir húsvegg og rabba
saman í góða veðrinu, inni
í Herjólfsdal spila menn
golf, skipstjóri ekur stefnu
laust um með konu sína í
bíl og í höfninni vagga
70—80 mannlausir bátar.
Það var falleg mynd, sem
mætti fréttamanni blaðsins, er
hann kom til Vestmannaeyja
einn daginn í s.l. viku. En það
var eitthvað óeðlilegt við
hana. Það fann maður um leið
og stigið var út úr flugvél-
inni. Leigubílstjórinn, sá eini
í Eyjum. kvartaði undan því
að fá ekki nokkra farþega.
— Og það á línuvertíðinni,
þegar mest er um að vera,
sagði hann. Inni á afgreiðslu
Flugfélagsins hölluðu tveir sjó
menn sér makindalega aftur
á bak. — Þeir segja að Suður
nesjabátarnir séu hér rétt fyr
ir sunnan Eyjarnar. Mokafli
hjá Sæljóninu, sagði annar.
Jæja, bezt að koma sér heim-í
soðninguna, bætti hann svo
við. — Rétt að maður nenni
því nú orðið, svarar hinn.
Nei, þetta eru ekki Vest-
mannaeyjar á vertíðartíma,
þegar allt er á ferð og flugi,
bærinn eins og stór vél, sem
malar verðmætin í sífellu, göt
urnar fullar af heimamönnum
og aðkomufólki, sem allt er
að flýta sér. — Til hvers ertu
að koma núna? spyrja líka
allir. Meira að segja lögreglu-
þjónunum þremur, sem áttu
að vera hér yfir vertíðina,
finnst ekki taka því að koma.
Nú eru búin að vera verk-
föll í Vestmannaeyjum síðan
um áramót, róðrábann, sjó-
mannaverkfall og nú verk-
fall hjá verkafólki, bæði karl-
mönnum og kvenfólki, og sjó
menn og vélstjórar í samúðar
verkfalli. Sem sagt enginn fisk
ur dreginn enn á vertíðinni í
Eyjum, línuveiðum að ljúka,
og hvergi sést manneskja við
vinhu.
Eg tek úpp hætti heima-
manná og ráfa líka um í góða
veðrinu. } _
Þeir spila í Kreml.
Eg lít inn a Kreml, en svo er
aðsetursstaður verkfalls-
manna nefndur í Eyjum. Þar
er margt um manninn frá
morgni til kvölds. Við spila-
borðin fimm sitja kraftalegir
karlar, margir í bússum og
Bræðúrnir Gunnar og Stefán Stefánssynir sitja um borð í nýja
bátnum, sem kostaði 3,8 millj., og hafa ekki komist til að veiða
ugga í hann.
Hvorki blóðsietta né
slorlykt
Niðri við höfnina liggja 70
til 80 bátar. Einn sker sig úr
flotanum og sést langt að.
Hann er málaður hárauður og
hefur snjóhvít möstur. Þetta
er fallegur 100 lesta bátur,
sem heitir Halkion.
— Hér er hvorki blóðsletta
né slorlykt, enda hafa aðeins
komið um borð tveir fiskar,
sem okkur voru gefnir í Þor
lákshöfn, segir Gunnar
Stefánsson. Hann og Stefán
bróðir hans, sem er formaður
á bátnum, eru eigendur hans,
Þeir sóttu hann til A-Þýzka-
lands og komu honum heim
fyrir vertíð. Báturinn kostar
3,8 millj. og einasta verkefnið
Verkfallsmenn sitja í „Kreml“ og spila.
Það er ekkert smáræði sem
hann Kristófer „dömumála-
ráðherra" þarf í nösina.
fram til 15. maí eða fram yfir
vertíð.
— Hvað væru þessir menn,
áem nú eru í verkfalli búnir
að vinna fyrir miklu frá ára
mótum?
— Það er dálítið misjafnt.
Eg get hugsað mér að þeir
hefðu haft svona 10—12 þús.
til jafnaðar fram undir
febrúarlok.
— Á hverju lifa þeir núna?
— Heimilisfeður fá 500 kr.
úr verkfallssjóðí á viku. Við
höfum leyft matarflutninga
til Vestmannaeyja og ég_ held
að ekki sé matarskortur á
staðnum. En menn eru vitan-
lega órólegir.
Hættu við síldina og sigldu
heim.
Það hefur yfirleitt ekki þótt
tíðindum sæta í Vestmanna-
eyjum, þó bátur sæist á hreyf
ingu í höfninni. En í þetta
sinn flýtti ég mér á vettvang,
þegar bátur lagði að bryggju.
Þetta reyndist vera Huginn
sem hann hefur fengið, var að
sækja samningamenn til Þor-
lákshafnar. Verkfallsmenn
veittu leyfi til að tekin yrði
olía í þá ferð.
— Vantar ekki vinnukraft
til að bera út Moggann segir
Gunnar. Kerlingarnar eru
orðnar dauðleiðar á manni
heima.
— Já, þetta er eilífur sunnu
dagur, segir Elín kona hans,
sem heyrir á þetta tal.
— Hvaðan kemur annars
þetta undarlega bátsnafn?
— Já, skipaskoðunin gerði
líka athugasemd við það. En
bátar með þessu nafni hafa
verið í ættinni okkar í hálfa
öld, róðrabátar í upphafi,
fyrsti mótorbáturinn kom 1908
og nú þessa. Þetta mun vera
grískt eða latneskt nafn og
þýða eitthvað svipað oe Haf
tyrðilL
úlpum með húfur á höfði,
þrátt fyrir hitann þarna inni.
Þeir sem ekki komast að spila
borðunum standa í kring.
Lestrarefni liggur frammi,
nokkur eintök af Þjóðviljan-
um, tvö af Tímanum.
Menn eru hressir ^ bragði:
— Við höfum ennþá efni á að
kynda, segir einn. Annars er
lítið sagt annað en „einn
spaðal grand!“ eða annað sem
tilheyrir spilinu. Einn segir
þó í hálfum hljóðum við samn
inganefndarmann, um leið og
hann kemur inn: — Nokkuð
heyrt hvort sáttasemjari
kemur til Eyja?
Einn og einn maður skýtur
sér inn í innra herbergið og
lokar á eftir sér. Þar sá ég
Hermanni Jónssyni, for-
manni Verkalýðsfélagsins
bregða fyrir. Seinna næ ég
tali af honum. — Hvað eru
margir í verkfalli hér í Eyj
um?
— Eg gæti trúað að meðlim
ir félaganna, sem í verkfall-
inu eru séu 800—900. Aðkomu
menn eru venjulega á annað
þúsund á vertíðinni, en þeir
voru varaðir við að koma með
an verkfallið stendur.
— Og hvar stendur hnífur
inn í kúnni?
— Síðasta tilboð frá okkur
á sáttafundum í Reykjavík var
að kaupið hækkaði upp í 24
kr. eða um rúmlega 10% og
■við ábyrgðumst vinnufrið
og hann var aðeins að færa
sig til. Huginn er samt nýkom
inn í heimahöfn. Formaður-
inn, ungur maður, Guðmund
ur Ingvi Guðmundsson að
nafni, segir mér ,að þeir hafi
verið á síld frá 6. janúar og
lagt upp í Hafnarfirði. Voru
búnir að fá 3400 tunnur og
hásetahluturinn kominn upp í
20 þús. kr., þegar samúðarverk
fall sjómanna hófst og þeir
komu heim þann 12. þ. m.
— Þeir voru að fá hana í
nótt. Klæjar ykkur ekki í lóf-
ana?
— Jú, svarar Guðmundur,
en við megum vera sæmilega
rólegir. hvað um hina, sem
ekkert hafa haft upp. Annars
bíður síldin eftir okkur hér
við Eyjarnar, bætir hann við
með bjartsýni síldveiðimanns
ins. Hún var hér í fyrra seint
i febrúar.
Þá var nú líf og f jör
Það finnst ekki einu sinni
slorlykt, þegar við nálgumst
Vinnslustöðína. Vinnusalirnir
gapa við m.anni galtómir. Sig-
hvatur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri þessa stærsta
fyrirtækis í bænum er á sín-
um stað, í skrifstofu sinni.
— Það liggur illa á mér, seg
ir Sighvatúr, sem er nýkominn
heim af sáttafundum í Reykja-
vík, þar sem ekki gekk sam-
an og nú er' ekki ræðzt við. —
Hér hefur ekkert verið unnið
síðan humarinn var búinn 24.
janúar. Það verður líklega eng
in línuvertíð í ár. Einn daginn
í fyrra tókum við á móti 780
lestum. Þá var nú líf og fjör
hér, allt fullt af fiski.
— Þetta er voðalegt ástand,
bætir hann við. Og að þurfa
sem bæjarfulltrúi að horfa
upp á það að plássið fari í
rúst, því það þolir ekkert
byggðarlag, að vera tekið
svona út úr. Við gerðum allt
sem við gátum til að reyna að
færa það frá okkur, buðum að
ef nýir samningar yrðu gerðir
annars staðar, þá tækju þeir
gildi mánuði fyrr hér. En það
kom fyrir ekki.
— Er hægt að gefa hug-
mynd um hve mikil verðmæti
tapast á þessu verkfalli?
— Það eru svo stórar tölur
að því verður ekki svarað
svona út í loftið. Allt fléttast
inn í þetta og afleiðingarnar
koma lengi í ljós. T.d. átti
Laxá að taka um 100 lestir af
saltfiski, en nú er hún farin
að lesta fyrir norðan, og sam-
kvæmt kröfunum má saltfisk-
urinn ekki vera eldri en 6 mán
aða gamall. Annað dæmi er
langan, hún fer öll í skreið,
það kemúr fram í minni vinnu
1 haust o. fl. o. fl.
Við göngum gegnum stóra
pökkunarsalinn, þar sem 180
stúlkur væru undir venjulog-
Framh. á bls. 15
Verzlunin hefur alveg dottið niður í verkfallinu. Hér er þó
ein verkfallskonan, Sigríður í Klöpp, að kaupa sér tölur.