Morgunblaðið - 21.02.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.02.1961, Blaðsíða 1
24 siður *t&MM$fai!b 48. árgangur 42. tbl. — Þriðjudagur 21. febrúar 1961 Prentsmiðja Morgunblaosins 6 vinir Lum- umba líflátnir Sameinuðu þjóðnunum, New York, 20. febr. D A G Hammarskjöld, aðal- framkvæmdastjóri Sl», skýrði iiryggisráðinu frá því í dag, að sex stjórnmálamenn í Kongó, sem allir voru stuðn- ingsmenn Lumumba, hafi verið fluttir frá Leopoldville til Suður-Kasai-héraðs og sþar teknir af lífi. Vakti fregn '|>essi almennan viðbjóð og 'hrylling þeirra er á hlýddu. Frétt þessa hafði Hammar- 6kjöld eftir fulltrúa sínum í Leopoldville, Indverjanum Rajeshwar Dayal. Þegar fulltrúar höfðu lýst við bjóði sínum á atburðinum, ósk- áði George Padmore, fulltrúi Líberíu, eftir að hlé yrði gert Lumumba flúði ekki — segir meðfangi hans Dar es Salaam, Tanganyika, 20. febr. (NTB). EINN af fyrri meðföngum Lumumba sagði í dag í Dar es Salaam að Lumumba og samstarfsmenn hans tveir, sem drepnir voru með hon- um, hafi alls ekki flúið fangelsið í Katanga, heldur verið teknir af lífi hinn 8. febr. s.l. Semji Satchou, sem er rit- ari í þjóðernishreyfingar- Lumumba var í haldi í sama fangelsi og forsætisréðherr- ann fyrrverandi ,og voru að- eing tveir klefar á milli þeirra. Satchou tókst nýlega að flýja til Tanganiyka. Hann áttl í ðag viðtal við dag blað eltt og sagði þá að Lum un-(ba og félagar hans tveir Shafi verið sóttir í fangelsið kl. 2 aðfaranótt 8. febr. s.I. og fluttir á. aftökustað. á fundi öryggisráðsins meðan fulltrúar áttuðu sig betur á því sem skeð hafði. Kvaðst hann vilja nota tímann til að ráð- færa sig við aðra fulltrúa Afrikuríkja, ef ske kynni að þeir vildu breyta afstöðu sinni til Kongómálsins, sem hann sagði að væri fyrst og fremst mál Afríkulandanna. Grimnid og lögleysa Fulltrúi Bandaríkjanna, Adlai Stevenson, kvaðst vilja lýsa yfir hryllingi, fyrirlitningu og gremju Framh. á bls. 23 40 ráðherrar á þingi IMorðurÍandaráðs Kaupmannahöfn, 20. febrúar. Einkaskeyti frá Páli Jónssyni. NÍUNDA þing Norðurlanda- ráðs hófst í Kaupmannahöfn á laugardaginn. — Þar eru mættir 40 ráðherrar og 69 þingmenn frá öllum Norður- löndum. — Gísli Jónsson, alþingismaður, fráfarandi for seti ráðsins, setti þingið, en síðan var kosið í stjórn þess og nefndir. Forseti ráðsins var kjörinn Erik Eriksen, fyrrverandi for sætisráðherra, en varaforset- ar Gísli Jónsson, Fagerholm frá Finnlandi, Hönsvald frá Noregi og Ohlin frá Svíþjóð. Nefndarkjör. íslenzku fulltrúarnir voru kjörnir í nefridir sem hér seg- ir: Magnús Jónsson í laganefnd, Gísli Jónsson í menningarnefnd, Einar Olgeirsson í félagsmála- nefnd Ásgeir Bjarnason í sam- göngumálanefnd, Sigurður Ingi mundarson í fjármálanefnd og Haraldur Kröyer í ritnefnd fyrir Nordisk Kontakt. Eriksen forseti ráðsins til- kynnti að meðal þeirra mála sem fyrir lægju, væri tillaga um að banna kjarnorkuvopn á Norður löndum. Flytjendur eru Hertta Kuusinen frá Finnlandi og Einar Olgeirsson. í umræðunum á laugardag var mikið talað um nauðsyn á samvinnu Norðurlandanna. I þeim umræðum sagði Norð maðurinn Wikbork að hann hefði aldrei fundið jafn mik- ið til norrænnar samstöðu og á Lögbergi í fyrra, þegar þingið var haldið á íslandi. Ræða Ólafs Thors. Áður en fundi lauk á sunnu- dag héldu forsætisráðherrar allra Norðurlanda ræður. Ólafur Thors forsætisráðherra lýsti ánægju sinni yfir að vera aftur kominn til Kaupmannahafnar, en þangað hefði hann síðast komið fyrir 30 árum. Hann flutti kveðjur frá íslandi til þeirra þingfulltrúa, sem í fyrra heimsóttu íslands og skildu þar eftir dýrmætar endur minningar, sem ekki gleymast: Við komutn hingað til að stofna til kynna, sagðj forsætisráðherr ann. Kunningsskapur er bezta leiðin til að draga úr skoðana- mun. Persónulegt viðhorf mitt gagnvart Norðurlandaráðinu svo og viðhorf meðráðherra minna, er eigingjarnt. fsland, veiga- minnsta grein hins norræna stofns þarfnast sem mestrar nor rænnar samvinnu á mörgum svið um og áhugi okkar á Norður- landaráði er vaxandi. Mörg af málum þeim sem hér eru rædd, snerta okkur ekki beinlínis, en við viljum vera framtakssamari. Við óttumst ekki þegar sagt er á íslandi að það gangi hægt. Ég segi löndum mínum að ef við 1 Verkfall hefur nú staðið yfirj í Vestmannaeyjum frá ára- mótum. ÖU vinna liggur ger- samlegá niðri í bænum. Myndj þessi er tekin fyrir helgina ( af Sighvati Bjarnasyni, fram- kvæmdastjóa Vinnslustöðvar- \ innar, sem er stærsta fyrir- tækið í bænum. Hann stendur ¦ arna í auðum pökkunarsaln- um í Vinnslustöðinni, þar sem um þetta leyti ættu 180 stúlk- ur að keppast við að vinna. Nánar er sagt frá heimsókn til Vestmannaeyja á síðu 3 og 10 í blaðinu. Ljósm. Sigurgeir Jónasson. sameinum kraftana og lyftum upp blysi sannleikans, fylgi þjóð in okkur. Róm var ekki byggð á einum degi. Norðurlandaráð er ekki eins og Pallas Aþena stokk in út úr enni Zeivs og hefur ekki þegar náð fullkomnun. Ólafur Thors lauk máli sínu með þessum orðum: ,,Ég geri Framh. á bls. 23 Flugslys, sjóslys og sprenging verða fjölda manns ab bana London, Rovigo, Darla, Tokio, 20. febrúar (Reuter). ANSON flugvél úr brezka flug- hernum rakst i dag á fjallstind á eyjuneni Man. Sex menn voru í vélinni, og fórust þeir allir. Vélin var á leið til Norður-fr- lands frá. Wyton í ensku Mið- löndum. — • — Sprenging varð í dag í skipa- smíðastöð lálægt Rovigo á ítal- íu. Þrír starfsmenn stöðvarinn- ar l'órust í sprengingunni en sjö aðrir særðnst. Við sprenginguna beyttust allt að bálfs tonns málm stykkí 200 metra vegalengd. TJm, manns hafi drukknað. Bráða- 70 menn voru víð vinnu er i birgðaskýrsla hefur verið gefin sprengingin varð. í einni frétt ] út um slysið og er þar aðallega segir að olíuflutningaskip, sem stuðzt við framburð íbúanna í verið var að vinna við, hafi j nágrennj við slysstaðinn, en þeir rifnað í þrjá hluta. Eldur brauzt út í stöðinni, en varð fljótt slökktur. Gluggarúður brotnuðu í 500 metra fjarlægð frá skipa- smiðastöðiirni. — • — Fylkisstjórinn í Austur Paki- stan hefur fyrirskipað rannsókn á því er fljótabáti hvolfdi á Meglhna fljórti sl. miðvlfíudag. Óttazt er að um eitt hundrað segja að á bátnum hafi verið 250 farþegar. Eigendur bátsins segja hinsvegar að ekki hafi ver ið nema 120 farþegar um borð, enda er það leyfilegt hámark. Samkvæmt fréttum voru fljóts- bakkarnir þaktir líkum farþeg- anna, sem margir gátu synt í Iand í ísköldu vatninu en létu lífið er þangað kom. Ekki er Framh. á bls. 23 Mótmæla morð- unum í Kongo MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá alþjóðaráði samtakanna Congress for Cultural Free- dom, sem hér á landi nefnist Frjáls menning. Yfirlýsingin er dagsett í París 14. þ. m.: Yfirlýsing varðandi morðin á Patrice Lumumba, Maurice M'PoIo og Joseph Okito Alþjóðaráð Frjálsrar menn ingar lýsir yfir reiði sinni vegna morðanna á kong- ósku stjórnmálaleiðtogunum Lumumba, M'Polo og Okito og hvetur til þess að óhlut- dræg alþjóðleg rannsókn verði framkvæmd á þeim óhugnanlegu atburðum, sem umlykja dauða þessara þriggja manna. Án þess að vilja á nokkurn hátt dæma fyrirfram þá stjórnmálalegu lausn, sem finna verður á vandamálum Kongó, er ráðið sannfært um að ekki verður flýtt fyrir þeirri lausn með slíkum ógnaraðgerðum. Ráðið vill benda á' að Frjáls menning er alþjóða félagsskapur menntamanna og hefur mótmælt pólitísk- um ofsóknum hvar í landi sem slíkar ofsóknir hafa ver- ið framdar, þar á meðal í Sovétríkjunum og á Spáni. Samtökin hafa átt forystuna í alþjóðlegum mótmælum gegn pólitískum réttarhöld- um í Austur-Evrópu og gegn aftöku Imre Nagy og ann- arra stjórnmálaleiðtoga ung- versku byltingarinnar. Frjáls menning fór þess einnig á leit við forseta Bandaríkj- anna að hann breytti dauða- dómunum í málum Rosen- berghjónanna og Chessmans. Gjörðir Frjálsrar menningar hafa byggzt, ekki á flokks- sjónarmiðum, heldur á rétt- læti og manngæzku, sem eru grundvöllur frelsis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.