Morgunblaðið - 21.02.1961, Blaðsíða 2
MORGTJNfíT. 4Ð1Ð
Þriðjudagur 21. febrúar 1961
Næg atvinna hjá
/ðn abarmönn um
B L Ö Ð stjórnarandstæðinga
hafa látið að því liggja og
jafnvel fullyrt, að um „sam-
drátt í efnahags- og atvinnu-
lífinu, væri nú að ræða. Þau
höfðu einnig marglýst því
yfir, að stórkostlegt atvinnu-
leysi yrði skollið á upp úr
áramótum 1960/1961. Reynd-
in hefur orðið öll önnur, og
létu t. d. ekki nema 8 menn
skrá sig atvinnulausa í þess
um mánuði.
Stjórn Sveina-
félags skipa-
smiða
AÐÆLFUNDUR Sveinafélags
skipasmiða í Reykjavík var hald
i«n sl. sunnudag. Á fundinum
fóru fram venjuleg aðalfundar-
störf og ákveðið var að gefa út
sögu félagsins í tilefni þess að
félagið á 25 ára afmæli 1. marz
nk.
Stjórn lýðræðissinna var 511
endurkjörin, en hana skipa:
Sigurður Þorkelsson, form;
Halldór Örn Þórðarson, vara-
form.; Jón Óskarsson, ritari og
meðstjórnendur Einar Einars-
son, og Jón Eggertsson. Gjald-
keri utan stjórnar: Magnús Jón
asson. Varastjórn: Jón Óli óia-
son og Leifur Grímsson. Trún-
aðarmannaráð: Svavar Sigur-
jónsson, Björn E. Björnsson,
Magnús Vilhjálmsson og Helgi
Arnlaugsson. Varamenn: Jón
Guðlaugsson, Guðmundur Jónas
son, Emil Guðmundsson og
Kjartan Einarsson. Endur?toð-
endur: Hafliði J. Haflíðason og
Magnús Þorsteinsson. Til vara:
Bragi Guðnason.
Á f jórða hundrað
manns í BWs-
kirkju
BOLUNGAVÍK, 20. febr.: — Síð
astl. sunnudag fór fram í Hóls-
kirkju hátíðleg minningarat-
höfn um skipverjana tvo sem
drukknuðu af vélbátnum Krist.
jáni Hálfdáns, hinn 9. þ.m., þá
Guðmund BirgL Þórðarson og
Þórarinn Sigurgeirsson. Hátt á
fjórða hundrað manns var við
minningarathöfnina og urðu
nokkrir kirkjugesta að standa
ttti fyrir kirkjudyrum, en þar
hafði hátalara verið komið upp.
Sóknarpresturmn sr. Þorbergur
Kristjánsson flutti sérstaklega
áhrifarika og hugljúfa minning-
arræðu. Kirkjukór Bolungavík-
nr söng. Sýndi minningarathöfn
þessi Ijóslega að Bolvíkingar
allir vildu votta aðstandendum
hinna ungu manna samúð sína,
enda voru þeir vaxandi menn
á framtíðarvegi, hvor á sínu
sviði og mikill og óbætanlegur
«kaði að fráfalli þeirra.
— Fréttamaður.
Umferðarráð-
stafanir
BÆJARRÁÐ hefur fyrir nokkru
samþykkt tillögur umferðarnefnd
ar, varðandi bílaumferð um Báru
götu og Ránargötu, á því svæði
sem götur þessar liggja milli
Garðastrætis og Ægísgötu. Bíla-
stöður verða aðeins leyfðar öðru
meginn götunnar, og verða bíla-
stæðin afmörkuð.
Skortur á rafvirkjum
Blaðið átti tal við Árna
Brynjólfsson, formann Félags
löggiltra rafvirkjameistara, og
spurði hann um horfur í at-
vinnumálum rafvirkja. Kvað
hann fjarri því, að hrakspár
um atvinnustöðvun og samdrátt
hefðu rætzt, atvinnulífið í grein
sinni virtist með svipuðum hætti
og áður. Hann nefndi sem dæmi,
að sig hefði nú um tíma bráð-
vantað rafvirkja í vinnu, en
hingað til hefði hann auglýst
eftir þeim án nokkurs árangurs,
og hjá sveinafélaginu væri eng-
in á lausum kili í bili.
Nægileg vinna hjá málurum
Þá hafði blaðið tal af Jóni E.
Agústssyni, formanni Meistara-
félags málara. Hann sagði, að
sér virtist sem nægileg vinna
hefði verið meðal málara að
undanförnu og ekki síður líf í
iðngreininni nú en venjulegt
væri um þetta leyti árs. Þess
bæri hins vegar að gæta, að
atvinna er ávallt með minnsta
móti hjá málurum í janúar og
febrúar, og miðað við árstím-
ann mætti ástandið teljast
ágætt. Eins og vant væri, hefðu
margar sveinar fremur lítið að
gera í þessum mánuðum, en
þeir, sem þannig væri éstatt
um, væri alls ekki fleiri en
venjulega.
Með listdómi um sýningu Kjarvals, sem birtist í blaðinu sl. sunnudag, eftir Valtý Pétursson,
birtist mynd, sem sögð var heita „Mosfellsheiði". Þetta reyndist rangt. Myndin heitir „Lesið á
gullbók", en hér birtist myndin, sem átti að fylgja listdóminum og ber nafnið „Mosfellsheiði".
Glataði mánaðarbjörg
Ýsan er 4
og fimm ára
FORSTÖÐMAÐUR Fiskideildar-
innar, Jón Jónsson fiskifræðing-
ur, sagði Mbl. í gær að deildin
væri nú að vinna úr þeim gögn-
um sem starfsmenn hennar hefðu
aflað varðandi smáýsuna sem
veiddist fyrir helgina út af
Gróttu.
Ýsan er aðallega tveir árgang-
ar 4 og 5 ára, sem eru báðir mjög
sterkir. Við höfum orðið þeirra
varir fyrr, strax árið 1957 urðum
við varir við gífurlegt magn af
þeirri ýsu sem nú er 5 ára.
Þegar við höfum unnið úr gögn
unum, mun ég gefa skýrslu til
sjávarútvegsmálaráðherra. Jón
Jónsson fiskifræðingur bætti því
við, að hann myndi þar fjalla um
álit Fiskideildarinnar á þessum
veiðum.
FYRRI hluta síðustu viku varð
öldruð kona, Sveinbjörg Ólafs-
dóttir, fyrir því óláni að glata
veski sínu, sem innihélt allan
mánaðarlífeyri hennar, auk gler-
augna, sjúkrasamlagsbókar, bóta-
skírteinis og annarra smáhluta,
sem henni er annt um.
Sveinbjörg sneri sér til Morg-
unblaðsins í gær og bað um að
óhapps hennar yrði getið. Sagð-
ist hún umræddan dag hafa far-
ið að sækja lífeyri sinn, um 1100
krónur, upp í Tryggingarstofnun
og gengið síðan niður í miðbæ
til að verzla. Þegar hún kom heim
hafði hún týnt veskinu. Ennfrenv
ur sagði Sveinbjörg, að veskið
hefði hún keypt nýlega á útsölu,
og væri það brúnt að lit.
Sveinbjörg hefur verið heilsu-
lítil undanfarin ár og ellilífeyrir-
Slys á
Súðavíkurvegi
UNGUR MAÐUR, Ólafur Vetur
Jiðason, liggur nú allþungt hald
inn í spítalanum á ísafirði. Ólaf
ur, sem er starfsmaður vegagerð
arinnar, hafði fengið stein í höf
uðið, er hann var að vinna við
ræsi á Súðavíkurvegi s.l. laugar
dag. Hafði þann dag verið mikil
leysing og steinn fallið úr kletti
ofan við veginn. Var Ólafur að
losa um stíflu sem myndazt hafði
í raesið er hann slasaðist. Var
hann fluttur meðvitundarlaus til
ísaf jarðar. Hef ur ekki verið hægt
að kanna meiðsl hans sem skyldi
vegna þess hve maðurinn hefur
verið þungt haldinn.
inn einu peningamir, sem hún
hefur sér til lífsviðurværis. Er
því tjón hennar tilfinnanlegt. Skil
vís finandi er vinsamlega beð-
inn um að afhenda veskið til
Morgunblaðsins eða lögreglu-
stöðvarinnar, svo Sveinbjörg fái
peningana, gleraugu sín og skil-
ríki sem allra fyrst aftur.
Viðrœður
um Alsír
París, 20. febrúar.
(NTB/Reuter)
í D A G var frá því skýrt í
París að þegar væru hafnar
leynilegar viðræður Frakka
við fulltrúa útlagastjórnar-
irmar í Alsír til undirbún-
ings á samningum til að
binda endi á sex ára stríðið
í Alsír.
Aðspurður um sannleiksgildi
þessara upplýsinga, svaraði tals-
maður de Gaulle forseta: Við
erum ekki reiðubúnir til að
mótmæla þessum upplýsingum
opinberlega.
Fréttir af viðræðunum birtust
fyrst í tímaritinu Afrique
Action, sem gefið er út í Túnis,
en tímaritið hefur fréttina eftir
Krim Belkacem, ráðherra í út-
Iagastjórninni.
Upplýsingamálaráðherra Túnis
Mohammed Masmoudi mun eiga
fund með de Gaulle forseta í
fyrramálið til að undirbúa við-
ræður hans við Bourgiba for-
seta Túnis um Alsírmálið.
Málfundanám-
skeið Heimdallar
MÁLFUNDANÁMSKEHO Heim-
dallar heldur áfram í kvöld. —
Umræðuefni verður tilkynnt á
fundinum. — Fundurinn hefst j
Valhöll kl. 8,30.
Heimdellingar! Mætið vel og
stundvíslega.
/ minningu
Pasternaks
París, 20. febr. (Reuter).
f DAG hófu franskir og ann-
arra þjóða rithöfundar undir-
skriftasöfnun undir áskorun
um að hlíf a Olgu Ivinskaya og I
dóttur hennar Irinu, sem báð- i
ar eru í fangelsi í Sovétríkjun-
um vegna meintrar misnotkun '
ar á gjaldeyristekjum af skáld I
sögunni Zhivago læknir eftir (
Boris Pasternak.
Meðal þeirra er standa að!
náðmnarbeiðninni eru Francois'
Mauriac, Georges Duhamel, |
Gabriel Marcel, Denis de,
Rougemont og Ignazio Silone.
Segja þeir að áskorunin sé'
sett fram „í minníngu Boris I
Pasternaks, en verk hans |
munu ætíð halda rússneskum
bókmenntum í heiðri".
I gær var útsynningur um
allt Suður- og Vesturland,
hvassar haglhryðjur og sums
staðar skruggur, en bjart á
milli, eins og venjan er. Á
Norðurlandi var bjart og gott
sem við er að búast í slíkri
veðráttu. Ný lægð er á ferð
inni austur af Nýfundnalandi
og ber með sér landsynning.
Þoka liggur enn yfir Evrópu.
Veðurspáin kl. 10 í gær-
kvöldi.
SV-land og Faxaflói og mið
in. SV-átt með allhvössum
éljum vaxandi SA-átt á morg
un hvassviðri eða stormur og
rigning síðdegis.
Breiðafjörður, Vestfirðir og
miðin: SV-átt með allhvöss-
um éljum, þykknar upp með
SA-átt á morgun, stinnings
kaldi og slydda eða rigning
með kvöldinu.
Norðurland og norðurmið:
SV-stinningskaldi, él vestan
til, þykknar upp með SA-átt
á morgun, sums staðar rigning
með kvöldinu.
NA-land, Austfirðir og mið
in: SV-kaldi og léttskýjað í
nótt, þykknar upp með all-
hvassri SA-átt og rigningu þeg
ar líður á daginn.
SA-land og miðin: SV-átt
með allhvössum éljum, þykkn
ar upp með SA-átt á morgun,
hvasst og rigning síðdegis.
Bjargaoi manni úr
Hornafjarðarfljóti
HÖPN, 15. febr. — Miðvikudag-
inn 8. febr. gerði hér foráttuill-
viðri með austan rigningu. Þenn
an morgun var jeppabifreið að
koma úr Suðursveit austur yfir
Hornafjarðarfljót, sem voru ísi-
lögð og höfðu verið keyrð á ísi
undanfarna daga, en algengt er
að fara þarna á isi.
Þegar bifreiðin var rétt að
komast að Skógey, sem er austan
suðurfljóta, brast ísinn allt í
einu og bifreiðin á kaf.
Bifreiðastjórinn Ragnar Sigfús
son á Skálafelli bjargaði sér
fljótt aftur úr bifreiðinni en auk
hans voru 2 farþegar, þeir Ás-
grimur Halldórsson kaupfélags-
stj., og Jón Eiríksson fyrrv.
hreppsstj. frá Volaseli, Jón er
kominn yfir áttrætt og því eðli
lega þungt um og stirður. Var
það fyrsta hugsun Ásgríms að
reyna að bjarga honum, þar sem
hann vissi hann algerlega hjálp
arvana, tókst honum að draga
Jón aftur úr bifreiðinni og synda
með hann til lands. Dýpi var
þarna það mikið að aðeins sást
á eitt hornið á bílhúsinu, en
hins vegar var spölur sá sem
Ásgrímur þurfti að synda með
Jón mjög stuttur, verður að telja
að Asgrímur hafi sýnt mikið snac
ræði við betta. Eins og áður seg
ir var foráttu illveður og gljá
mikil, en æSi langt til næstai
bæjar, var þeim þá það til happs
að hifrcid' bar þarna að rétt eft
ir að þetta var afstaðið og flutti
hún hrakninigsmennina til bæja.
Bifreiðinni tókst svo að ná upp
síðar um daginn með miklum erí
iðismunum. — Gunnar.
Aðalíundur
Prentmynda-
smiða
AÐALFUNDUR Prentmynda-
smiðafélags Islands var haldinn
sl. laugardag. í stjórn félagsina
voru kjörnir: Gunnar HeiðdaL
formaður, Þorsteinn Oddsson, rit
ari, og Sveinn Ingvarsson, gjald
keri.