Morgunblaðið - 21.02.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.02.1961, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 21. febrúar 1961 MORGTJTSBLAÐ1Ð 23 kvölds. Er fundir hófust að nýju tók fyrstur til máls Loutfi, fulltrúi Arabíska sambandslýð- veldisins og réðist harðlega á yfirvöldin í Leopoldville. Lagði hann fram tillögur, sem nokk- ur Afríkuríki standa að og eru í meginatriðum þessar: Fordæmdar verði ólöglegar fangelsanir, brottflutningur og morð á stjórnmálaleið- togum í Kongó. Skorað er á yfirvöldin í Leopoldviile að hætta þess- um giæpsamiegu aðgerðum, sem vekja alþjóða gremju og brjóta í bág við mann- lega samvizku. SÞ verði falið að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að binda endi á þessar glæp amlcgu gjörðir, með valdi, ef þörf krefur. J\ Rannsókn verður að fara v fram á því hverjir beri ábyrgð á glæpunum, svo unnt verði að refsa hinum seku. Þakka innilega öllum, nær og fjær, sem minntust mín á 65 ára afmæli mínu, þann 16. þ.m. Eyjólfur Magnússon Innilega þakka ég öllurri, sem auðsýndu mér vinsemd á 80 ára afmæli mínu með símskeytum, heimsóknum og gjöfum. Þórður Magnússon, Ingólfsstræti 7 Eins og skýrt var frá í blaðinu sl. sunnudag hafa verið sett upp ný vinnslutæki í Sænska frystihúsinu. Meginbreytingin, sem gerð hefur verið er í flökunarsal hússins. — Fiskurinn til flakaranna er fluttur með loftbraut og sér hún hér á miðri myndinni. Flakararnir eru að verki sinn hvoru megin við loftbrautina. Með þessu nýja kerfi er grundvöllur fyrir betri nýt- ingu við flökunina, svo að láta má verkið út í ákvæðisvinnu. — Ljósm.: Sveinn Þormóðsson. • • Olvaður ökumaður lærbraut konu 'A SUNNUDAGSKVÖLD varð elys á Sogaveginum, á móts við ið númer 112. Kona sem var að fara yfir götuna, varð fyrir fólks bíl og slasaðist. Heitir hún Guð rún J. Nikulásdóttrr. Fyrir íiokkru kom upp eldur í húsi þvi sem hún á að Sogavegi 190. Skemmdist það nokkuð. Hélt Ihún nú. til á Hjálpræðishernum. Þrír menn voru í bílnum, en einn þeirra hljóp í burtu af slys staðnum áður en lögreglan kom. Annar mannanna sem á staðnum Söfnun ASÍ SAMKVÆMT fréttitilkynningu frá Alþýðusambandi íslands hafa DÚ safnazt kr. 97,500,00 til styrkt- ar verkalýðsfélögunum í Vest- mannaeyjum. Þar af lagði Dags- brún fram kr. 20,000,00. — Hannibal ► Framh. af bls. 24. izt hefur og er að berast. Þá að Btoð munu verkalýðstfélögin í iVestmannaeyjum reyna að endur Igjalda með órjúfanlegri sam- atöðu um sanngjarnar kjarabæt "*r til launiþeganna í landinu. • Kurr fundarmanna. Nú reis Hermann Jónsson á fætur og ætlaði að bera upp seinni tillöguna, en nokkur kurr varð í salnum og heimt- uðu menn skýringu á því að hinní ætti að stinga undir stól. Spratt Hannibal þá á fætur, og fékk ekki hljóð. — Eg vildi æskja þess að enginn skríll fari að vaða hér uppi á þessum annars svo myndar Iega fundi, sagði hann. Þá magnaðist kurrinn og kallað var framan úr salnum: — Það er enginn skríll í Vestmanna eyjum. Var gerður góður róm ur að. t Loks tókst Hannibal að koma með útskýringu sína. Sagðist hann vera það kunn- ugur fundarsköpum að hann vissi hvemig þetta ætti að vera. f fyrsta lagi væri fyrri tillagan svo illa orðuð að hún væri óskiljanleg. Og ef tvær tillögur kæmu fram um sama efni, þá ætti að bera upp þá sem gengi lengra. Sem sagt, það gengi lengra að þakka Dagsbrún fyrir stuðninginn en að krefjast samúðarverk- falls. Voru nú í snarheitum greidd atkvæði um seinni tU- löguna. Örfáir menn réttu upp höndina til samþykkis og fundi var slitið. var kvaðst hafa ekið bílnum er slysið varð. Var hann réttinda- laus þegar til kom. Síðar um kvöldið, gaf maðurinn, sem hlaupizt hafði á brott sig fram við lögregluna. Hann kvaðst hafa ekið bílnum og viður- kenndi að hafa verið undir á- hrifum áfengis. í gærdag var Guðrún flutt í Landakotsspítala. í ljós kom að hún hefur lærbrotnað. — Slysin Framh. af bls. 1 vitað með neinni vissu hve marg ir fórust. — • — Frá Buenos Aires er símað að lögreglan leiti nú 28 manna með fram bökkum Paranafljótsins. Manna þessara er saknað eftir að danskt vöruflutningaskip og argentínskt olíuskip rákust sam an á fljótinu í gær. Við árekst- urinn kviknaði í olíuskipinu, sem var með 47 manna áhöfn og níu farþcga. Danska skipinu tókst að halda siglingunni áfram og er eins manns af 40 manna áhöfn þess saknað. Hinir 27 voru um borð í olíuskipinu. í fregn frá. Tokío er sagt að árekstur hafi orðið milli tveggja flutningaskipa. Var annað Banda rískt, hitt japanskt. Japanska skipið klofnaði í tvennt .Vélar skipsins héldu áfram að ganga svo afturhlutinn sigldi afturá- bak í hringi meðan eldsneytis- birgðir entust. Áhöfn japanska skipslns bjargaðist öll um borð í bandaríska skipið. — • — Brezkt fjórtán þúsund lesta flutningaskip strandaði í gær 435 milur fyrir norð-austan Sidney í Ástraliu. Mannbjörg varð. Verið er að reyna að ná skipinu á flot. — • — Rétt fyrlr miðnætti á föstu- dagskvöld varð járnbrautarslys rétt utan við Kaupmannahöfn. Hraðlestin Vesterhavet ók á fullri ferð á farþegalest frá Kal- undborg, sem stóð kyrr og beið þess að hraðlestin færi fram- hjá. Svartaþoka var um þetta leytt og sá stjórnandi hraðlest- arinnar ekki stöðvunarmerki skammt frá árektrarstaðnum. — Um sextíu manns var ekið í þrjú sjúkrahús og reyndust 18 þeirra það meiddir að þeir fengu ekki heimfararlevfi Sendiherra lætur af störfum f LÖGBIRTINGI frá 15. þ.m. er skýrt frá því að sendiherra Pól- lands hér í Reykjavík Albert Morski, hafi látið af störfum, sem sendiherra hér á íslandi. Unz annar sendiherra hefur verið skipaður mun frú Halina Kowalska veita sendiráðinu for- stöðu sem Chargé d’ Affaires. — Norðurlandaráð Frh. af bls. 1 bezt í að hlusta, ekki tala, að hlýða, ekki skipa fyrir“. í umræðum á þinginu um til- löguna um að banna kjarnorku vopn, rökstuddi Hertta Kuusinen frumvarp sitt og fékk öflugan stuðning frá Axel Larsen. Sagði frúin að samþykkt tillögunar mundi auka öryggi á Norðurlönd um og draga úr alþjóðaspennu. Strax er frúin hafði lokið máli sínu, stóð Undén upp og sagði að þing Norðurlandaráðs ætti ekki að vera vettvangur fyrir umræður um deilur stórveldanna á sviði hernaðar, stjórnmála og utanríkismála. Ríkisstjórn Sví- þjóðar gæti ekki tekið þátt í slíkum umræðum í ráðinu. Forsætisráðherra Finnlands, Sukselainen, tók í sama streng. Hann sagði að finnska ríkisstjórn in hafi sagt fulltrúum sínum að forðast að taka þátt í umræðum um pólitískar deilur stórveld- anna — ÖryggisrábiB Framh. af bls. 1 ríkisstjórnar Bandaríkjanna vegna þessarar nýju sönnunar á því hve mikil grimmd og lög- leysa ríki í Kongó. Stevenson sagði að þetta undirstrikaði nauðsyn þess að öryggisráðinu takist að komast að samkomu- lagi um nýjar aðgerðir í Kongó. Hammarskjöld tilkynnti ráð- inu að Dayal hefði símað að „hinn svonefndi dómsmálaráð- herra í Suður-Kasai hefði rétt í þessu staðfest að Finant, Fa- taki, Yangara, Munzunga, Elen- geza og Nzuzi hafi verið teknir af lífi“. ★ Auk Stevensons lýstu full- trúar Arabíska sambandslýðveld isins, Ceylon, Frakklands og Bretlands harmi sínum yfir þess um atburði. Fulltrúi Sovétríkj- anna benti á að þetta sannaði aðeins að útilokað væri að semja við Kasavubu, Tshombe eða Mobutu. Fundarhlé var gefið til Eiginmaður minn, ÁSTMAR BENEDIKTSSON frá Isafirði, andaðist á heimili dóttur sinnar Þverveg 2B í Reykjavík 20. þessa mánaðar. Rósamunda Guðmundsdóttir. Systir mín GUÐRtJN MAGNtJSDÓTTIR Eyjum, Kjós andaðist að heimili okkar 19. febrúar Fyrir hönd vandcunannæ Haraldur Magnússon Móðir mín RANNVEIG SVERRISDÓTTIR Veltusundi 3A, verður jarðsett frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 23. febrúar kl. 1,30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Hulda Þórðardóttir. Móðir okkar og tengdamóðir, GEIRÞRÚÐUR GEIRSDÓTTIR Karlagötu 21 er andaðist 15. þ.m., verður jarðsungin frá Dómkirkj- unni, fimmtudaginn 23. þ.m. kl. 3. — Blóm afbeðin. Jónína Brynjólfsdóttir, Kristín Brynjólfsdóttir, Guðmundur Guðjónsson Útför konunnar minnar SIGRCDAR GÍSLADÓTTUR er lézt 12. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudag- inn 22. þ.m. kl. 10,30. •— Athöfninni verður útvarpað. Blóm afbeðin, en þeim, er vilja minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið. Bílferð verður sama dag frá Selfossi kl. 7,30 og Hvera- gerði kl. 8,30. Þorlákur Kolbeinsson Þökkum auðsýnda vinsemd við andlát og jarðarför INGIBJARGAR EINARSDÓTTUR Geirþóra Astráðsdóttir, Hannes Astráðsson, Einar Astráðsson, Guðmundur Astráðsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og útför EINARS ÓLAFSSONAR stýrimanns Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Við þökkum innilega öllum, sem sýnt hafa samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, ÓLAFS GUÐMUNDSSONAR Ásbúðartröð 5, Hafnarfirði Einnig þökkum við læknum, systrum og starfsfólki St. Josepsspítala fyrir alla hjálp og hjúkrun í veikindum hans. Anna Halldórsdóttir, börn, tengdabörn og bamabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.