Morgunblaðið - 21.02.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.02.1961, Blaðsíða 24
I VERKFALL í EYJUM f M í r^til ^|r íþróttir j Sjá bls. 10. pjj . Sjá bls. 22. 42. tbl. — Þriðjudagur 21. febrúar 1961 Flytja Loftleiðir til Keflavíkur? Viðrœður um rekstur flugvallarhátelsins komnar á lokasfig A L L T bendir til þess að Loftleiðir taki að sér rekstur flugvallarhótelsins á Kefla- víkurflugvelli í vor. Við- ræður hafa staðið milli ut- anríkisráðuneytisins og for- ráðamanna Loftleiða um mál ið síðan í haust og í gær sagði Hörður Helgason, deildarstjóri í utanríkisráðu- neytinu, í viðtali við Mbl., að þessum viðræðum væri enn ekki lokið, en væntan- lega yrðu niðurstöður þeirra ljósar í næsta mánuði. Sem kunnugt er annast varn- arliðið rekstur flugvallarhótels- ins, en væntanlegar breytingar á varnarliðinu, þ. e. að flotinn taki við af flughernum, munu hafa valdið einhverjum töfum á að endanleg niðurstaða feng- ist. Þó ekki hvað veitingasöl- unni viðkemur, heldur varðandi rekstur gistihússins. Þá munu Loftleiðir hafa hug á að tryggja sér flugskýli til eigin þarfa á Keflavíkurflugvelli og verður það væntanlega und- anfari þess, að félagið komi sér upp viðgerðarverkstæði hér, því allt viðhald á flugvélum Loftleiða fer fram í Noregi sem kunnugt er. * Flugvélar Loftlefoa hafa jafn- an áætlaða viðkomu í Reykja- vík á ferð yfir hafið, en oft á tíðum verða Cloudmastervélarn- ar að koma við í Keflavík vegna þess, að Reykjavíkurflug- völlur nægir þessum flugvélum ekki þegar þær eru fullhlaðnar — nema við hagstæðustu veður- skilyrði. Ef niðurstaðan verður sú, að Loftleiðir taki við rekstri hót- elsins á Keflavíkurflugvelli, má vænta þess, að lendingum vél- anna fækki verulega í Reykja- vík — og umferðinni verði frek- ar beint um Keflavíkurflugvöll. ✓ ✓ Samið á Akranesi FRÉTTARITARI Mbl. á Akra- nesi símaði Mbl. í gær að þar hefðu samningar tekizt milli sjó manna og útgerðarmanna og væri sjómannaverkfallinu lok. ið. Verkfallinu hefði verið aflýst, og ef ekki hefði verið óhagstætt veður, hefðu a.m.k. sumir bát- anna farið í róður í gær. Kjarasamningurinn mun í höfuðatriðum vera byggður á grundvelli landssamningsins, en samið var um nokkur sér ákvæði er varða Akranes sérstak lega. „Eg vildi æskja jbess að enginn skríll fari að vaða hér uppi Ummæli Hannibals á verkalýðsfundi i Eyjum SL. LAUGARDAG héldu verka- lýðsfélögin í Vestmannaeyjum fund um verkfallsmálin í tilefni þess að Hannibal Valdimarsson forseti Alþýðusambands íslands var kominn til Eyja. Töluðu hann og Hermann Jónsson, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja fyrstir og reyndu að stappa stál inu í verkfallsmenn. Heldur voru undirtektir daufar í salnum, sem var þéttskipaður, og þótti mönn um þetta lítil frægðarför forseta Alþýðusambandsins á fund Vest mannaeyinga. • Fátækleg rök. Að ræðum þeirra loknum var orðið gefið frjálst. Bað Guðlaug ur Gíslason bæjarstjóri þá laun- þegasamtökin um að færa fram rök fyrir því að atvinnurekend- ur í Vestmannaeyjum hefðu það betri rekstrargrundvöll en aðrir atvinnurekendur í landinu, að þeir gætu greitt svo miklu hærra kaup. Engin svör fékk hann við því önnur en þau, að allar þær kröfur sem Vestmannaeyingair gætu knúið fram mundu strax koma á eftir annars staðar á landinu. Aðrir ræðumenn á fundinum voru Júlíus Ingvarsson og Karl Guðjónsson. Lagði Júlíus á- herzlu á, að ef vinnustöðvun þyrfti að vera, þá væri sann- gjarnt að verkamenn um allt land tækju þátt í henni og styttu með því verkfallstíman*. þessu er baráttu okkar ómetan- legur styrkur. Jafnframt þakka verkalýðs- félögin í Vestmannaeyjum mik- ilsverða fjárhagsaðstoð, sem bor Framh. á bls. 23 > Þakkir meira en samúðar verkfall. Tvær tillögur komu fram fundkium. Jón Pálsson bar fyrst fram svohljóðandí tillögu: Fund ur haldinn sameiginlega í Verka lýðsfélagi Vestmannaeyja og Verkakvennafélaginu Snót skor ar að lokinni atkvæðagreiðslu á Verkalýðsfélagið Dagsbrún í Reykjavík að styrkja baráttu okk ar með samúðarverkfalli með lög mætum fyrir vara. Er hún hafði komið fram, fékk Hermann Hannibal hana og Hannibal honum aðra í augsýn fundarmanna, sem Her mann bar síðan fram. Var hún svohljóðandi: Sameiginlegur fundur Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja og Verkakvennafélagsins Snótar þakkar þá mikilsverðu aðstoð, sem veitt hefur verið af Dags- brún og öðrum félögum með sam úðaraðgerðum, svo sem af- greiðslubanni á gátum og skip- um frá Vestmannaeyjum. Að Beinbrot og meiðsl SJÚKRABÍLARNIR voru oft á ferðinni í gærdag. Tvennt meidd ist vegna hálku á götum. Elín Kafliðadóttir Laugarnesv. 59 féll á götu og lærbrotnaði. Jó- a hann Oddgeirsson, Rauðarárstíg 3, hlekktist á vegna hálku á Hofsvallagötu og meiddist Þá hafði maður að nafni Benoný Salomonsson Skipasundi 51, orðið með fótinn undir kassa í Landsspítalabyggingunni nýju. Var hann fluttur heim til sín í gærkvöldi. Mikill sigur lýðræðis- sinna meðal múrara LÝÐRÆÐISSINNAR unnu glæsi legan sigur í stjórnarkosningun- um í Múrarafélagi Reykjavíkur er fram fór um s.l. helgi. Hlaut Hrakiarir nista i STJÓRNARKJÖR hefur farið fram í Hinu íslenzka prentara- félagi og hafa atkvæði verið talin, en endanleg úrslit atkvæða greiðslunnar verða birt á aðal- fundi félagsins, sem haldinn verður á næstunni. Vitað er þó, að lýðræðissinn- ar juku enn fylgi sitt í félag- kommú- H.I.P. fóru inu og að kommúnistar hinar mestu hrakfarir. Stjórn félagsins er nú þannig skipuð: Óskar Guðnason, form., Sigurður Eyjólfsson, varaform., Pétur Stefánsson, ritari, Kjartan Ólafsson, gjaldkeri, og með- stjórnendur: Ingólfur Ólaf=c'"i og Jón Ágústsson. listi eirra 109 atkv. og alla menn kjörna, en listi kommúnista og stuðningsmanna þeirra fékk 82 atkv. Er þetta hæzta atkvæða- tala sem lýðræðisinnar hafa fengið í kosningum í Múrarafé- laginu. Við stjórnarkjör í fyrra urðu úrslit þau, að lýðræðisinnar fengu 96 atkv., en kommúnistar 77 atkv. Er því atkvæðamunurinn nú 27 atkv., en voru 19 atkv. í fyrra. Stjórn Múrarafélagsins er nú þannig skipuð: Einar Jónsson, form., Jón G. S. Jónsson, vara- form., Stefán Einarsson, ritari, Hilmar Guðlaugsson gjaldkeri fé- lagssjóðs og Pétur Þorgeirsson, gjaldkeri styrktarsjóðs. AHur bátafloti Vestmannaey-1 inga liggur bundinn við { bryggju. Þar gefur að lítal 70—80 báta. Fremst á mynd-h inni sést þar sem unnið er að T því að stækka Friðarhöfnina ( vegna þarfar á auknu bryggju plássi. Fram til þessa hafa fastir starfsmenn hafnarinnar getað haldið áfram vinnu á dýpkunarskipinu á einni vakt, þrátt fyrir verkfallið, en nú hafa verkfallsmenn tilkynntj að olía verði ekki afgreidd til | skipsins framar. Ljósm. Sigur( geir Jónasson. Kaffihlé Á MIÐNÆTTI í nótt sat sátta- semjari ríkisins að kaffidrykkju ásamt samninganefndarmönn- um í sjómannadeilunni. Hafði samningafundur byrjað í Alþing ishúsinu klukkan 8,30. Þegar kaffihléið hófst var deilan enn óútkljáð. Menn treystu sér ekki til að spá um það hvort miðnæt-J urkaffið myndi eitthvað geta þokað samningum nær en verið hafði áður en kaffidrykkjan hófst. 6 kindur drápust þoldu ekki ormalyf JÓNAS Pétursson, alþingis- maður á Skriðuklaustri, skýrði Mbl. svo frá í gær, að nýlega hefðu 26 kindur á Þorgerðarstöðum í Fljótsdal drepist af afleiðingum orma- lyfsgjafar, „Dungallyfs. — Kvaðst alþingismaðurinn hafa átt samtal við Jón Pét- ursson, héraðslækni á Egils- stöðum um fjárdauða þenn- an. — Dýralæknirinn hafði sagt að hann teldi að fylgt hefði verið fyrirmælum um sveltu fyrir og eftir inngjöfina og ennfremur um það, að féð kæmist ekki í kvistbeit rétt á undan inngjöf. Ánum er fyrst gefinn lítill hey- skammtur nær sólarhring eftir ormalyfsgjöfina. Mjög margar kindanna éta þá ekki. Á næstu klukkutímum fór svo féð að drepast og voru flestar kindurn- ar dauðar eftir 2 sólarhringa. Það taldi Jón dýralæknir mjög óvenjulegt, því að venjulega liðu 4—5 sólarhringar þegar svona kæmi fyrir. Við krufningu á þessum kind- um sýndu sig eitrunareinkenni, garnir blóðhlaupnar og lítils- ; háttar lifrarbólga. Dýralæknir- inn óskaði að taka fram, að j hann hefði ekki getað fundið að neitt hefði verið athugavert við inngjöf. En reynslan virtist sýna að lítil hætta væri að gefa lyfið snemma vetrar, en er kæmi fram á þorra væru svona tilfelli mun tíðari, þótt þetta ' væri eitt hið alvarlegasta, er hann vissi um, þegar 26 kindur drepast af um 220 fjár. Vildi hann ráða mönnum frá að gefa þetta lyf eftir áramót. Kalkvöntun í fénu myndi oft vera til staðar frekar, þegar kæmi fram á vetur, en þar gæti verið að leita skýringar á vax-' andi hættu eftir því sem á vet- ur liði. Jón dýralæknir taldi annars að skepnuhöld á Austurlandi væru með bezta móti í vetur, miðað við þau ár er hann hefur gegnt dýralæknisstörfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.