Morgunblaðið - 02.03.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.03.1961, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 2. marz 1961 MORGVNBLAÐIÐ 17 Rósalinda Árnason Minning NOKKRU fyrir 1880 fluttust dönsk hjón, Anders Jörgensen og Karoline (fædd Johansen) til Seyðisfjarðar, sem þá var mikill framfara og uppgangsstaður, svo sem kunnugt er. Jörgensen var ibakarameistari og stofnsetti þeg ar brauðgerðarhús. Hið mikia slys er varð á Seyðisfirði um miðjan 9. tug fyrri aldár, snjó- flóði ægilega, sem varð fjölda fólks að .bana tók einnig hús Jörgensens, en fjölskyldan, sem þá voru þau hjónin og tvær dæt ur Rósalinde og Anna, barnung ar komst allt lífs af. Náðust litlu stúlkurnar í snjóhrönninni í flæðarmálinu og var það krafta verk að þær lifðu af þær ógnir. Anna er enn á lífi, en Róslinde dó háöldruð 7. janúar sl. og var jarðsett að Kálfatjörn 13. s.m. Hún hét fullu nafni Nathalie Vilhelmine Rosalinda en notaði aðeins hið síðasta nafn. Fædd var hún á Seyðisfirði 30. júlí 1883. Ólst hún þar upp í stórum systkinahópi, en dvaldi, um tvít- ugsaldur um nokkurt skeið Kaupmannahöfn við nám og vinnu. 26. nóv. 1909 giftist hún Þorsteini Árnasynij skipstjóra, frá Kálfatjörn. Hann var fædd ur 1884, sonur þeirra hjóna sr. Árna Þorsteinssonar prests og Ingibjargar Sigurðardóttur. Hafði hann lokið prófi í sjó- mannaskóla í Danmörku og siglt nokkur ár með dönskum skipum víða um heim. Ekki undi hann þó erlendis en gerðist útgerðar- maður og skipstjóri á vélbátum, einkum á Austfjörðum. Lengst áttu þau hjón heima á Raufar- höfn en hin síðari árin var Þor- steinn þó stundum á bátum hér við Faxaflóa. Hann andaðist í júní 1946 aðeins 62 ára að. aldri. •— 'Þau hjón, Rósalinde og Þor- steinn eignuðust tvær dætur, Ingibjörgu, sem gift er Sigvalda Sveinbjarnarsyni, skipstjóra í Hafnarfirði og Karólína er dó 11 ára gömul. Rósalinde, eða Rósa eins og hún var oft nefnd í nánasta vinahópi, var fríð kona og mörg um ágætum mannkostum gædd. Ég þekkti hana lítið á yngri ár- um, þar sem þau hjón áttu heima í öðrum og fjarlægum landshluta. Það vissi ég þó, að hjónaband þeirra Þorsteins var ’hið ástúðlegasta og bezta sem hu^azt gat. Þcrs’-'inn var ljúf menni mikið, ástúðlegur og um- hyggjusamur heimilisfaðir. Rósa linde var dugleg og ágæt hús- móðir, alin upp á ströngu og reglusömu heimili hjá dugleg- um foreldrum, enda var hún mjög þrifin, reglusöm og ströng í öllu því er stjórn og um- gengni góðs heimilis snerti. Henni var mjög sýnt um að búa til hollan og bragðgóðan mat af ýmsu tagi, var vissulega snill- ingur í þeirri grein. Gestrisni og höfðingsskapur var henni í blóð borinn, mátti með sanni segja að hún var höfðingi í lund. Vin- um sínum brást hún aldrei og sízt þegar mest á reyndi. Þar voru margar heimsóknir hennar í sjúkrahúsin, hér til vina og kunningja. Öllum vildi hún gott gera og gleðja þá er erfitt áttu. Þar var ekki um neina hálf- velgju að ræða, heldur fylgdi jafnan heill hugur samúðar og velvilja. Frú Rósalinde var mjög háttvís og prúð i framgöngu, jafnan snyrtilega og smekklega ■klædd, glaðleg í viðmóti og nota leg í umgengni. Hún var ákaf- lega stefnuföst og hafði ákveðn- ar skoðanir á mönnum og mál- efnum. Mun hún ekki oft hafa skipt um skoðun. Ég held að vin átta hennar hafi oftast eða ætíð enzt meðan lífið entist. Slíkt fólk sem hún eru góðir og eftir- 6óknarverðir vinir. Þótt Rósalinde léti aldrei bug- ast var fjarri því að færi var- kluta af andstreymi og sorgum. — Karólína litla, dóttir hennar, var lengstaf sinnar stuttu ævi sjúk og engin von um bata. Voru það erfið ár fyrir hina ungu móður, — miklu erfiðari en þeir hún í hryggilegu og sviplegu slysi. Bræður hennar tveir fór- ust af slýsförum. Fleira hefur hún, efalaust orðið að þola. En hugrekki þessarar , grannvöxnu konu og þrek var undravert. Hún rétti við aftur og virtist taka jafnlyndi sitt. Hún var eins og stráið, sem bognar í ofviðri en réttir við er sólin skín á ný. Hún var svo lánsöm að eiga góðan tengdason Sigvalda Svein bjarnarson. Hjá þeim bjó hún frá því maður hennar lézt til dauðadags. Börn þeirra hjóna voru henni, auðvitað, mjög kær og lét sér annt um velferð þeirra, þroska og frama. Á síðari árum tók heilsu Rósa linde mjög að hnigna og varð hún fyrir þungum sjúkdómi fyrir nokkru og náði sér aldrei eftir það, Hún tók því öllu með óvenjulegu þreki og æðruleysi. Það er víst, að hún lét ekki bug- ast fyrr en ekki var auðið að standa lengur á móti. Hún var ákaflega viljasterk og kjark- mikil kona. Hún kom oft til okkar hjóna eftir að hún fluttist í nágrennið geta skilið sem ekki hafa lent í °S var ætið §óður gestur‘ Við slíku stríði. Hún unni manni | söknum hennar og svo mun vera sinum mjög en hún varð að ■með alia vini hennar- horfa á langt dauðastríð hans og | Farðu vel, kæra vinkona, þjáningar. Dótturson sinn, ung- i í Guðs friði. an og efnilegan mann, missti I Þorsteinn Jónrsson. Pétur E. Einarsson Minning Og þessi skortur er okkur dýr Um leið og við neyðumst til að vísa 30 manna hópi frá, svo að dæmi sé tekið, erum við að sleppa úr hendi okkar gjaldeyris tekjum, sem nema 350—400 þúsundum króna. Hér er miðað við, að ferðast verði til landsins með íslenzkum farartækjum og dvalizt og ferðazt á fslandi í 10 daga. Að framan hefur verið reynt að lýsa möguleikum íslands sem ferðamannalands og skýra frá því, hvar við erum á vegi stödd með að hagnýta þá, og niður- staðan er þessi: Landið okkar er mörgum kost ið ekki rekið burt þá gesti, sem 1 um búið. Við getum leyft okk- fyrir eru. Allt bendir því til j ur, eins og málin horfa við í dag, þess að ekki verði hægt að taka að mæla með landinu vissan á móti fjölda ferðamanna, semjtíma á ári hverju. Samgöngurn- hingað vilja koma á næsta , ar eru í bezta lagi og geta annað miklum flutningum, en vöntun hótelrýmis útilokar að við get- um nýtt möguleikana. — Möguleikar Framh. af bls. 9. æ fjölgandi, sem senda ferða- mannahópa til íslands. Fyrir næsta sumar er leitað fast á með gistingu fyrir slíka hópa. En gistihúsin hér heima, mörg hver, sjá sér ekki fært, með sínu takmarkaða gistirými, að taka á móti stórum hópum og hafa vísað á bug gistibeiðnum fyrir þá, og ekki að ófyrirsynju. þau eiga mjög erfitt með að gefa ákveðin loforð fyrirfram, enda skiljanlegt, að þegar slíkan hóp ber að garði, getur gistihús- sumri, ef ekki verður fundin leið til að bæta úr gistihúsaskort innm. JARÐARFÖR Péturs E. Einars- sonar, Ökrum í Stykkishóim'. fór fram 18. jan sl. og hófst með húskveðju frá heimili hans kl. 2 e. h. Flutti sr. Sigurður Ó. Lár- usson, prófastur húskveðju, og síðan fór kveðjuathöfn fram frá Stykkishólms kirkju. Söng ann- aðist kirkjukór Stykkishólms með ágætum. Pétur Einar Einarsson en svo hét hann fullu nafni, var fædd- ur í Ási við Stykkishólm 19. maí 1885 og var því fullra 75 ára, er hann lézt 12. jan. sl. Foreldrar hans voru þau hjón in Einar Jón Einarsson og Hall- dóra Jósepsdóttir og eignuðust þau 3 syni, Pétur var elztur, þá Jóhannes er lézt þriggja ára og Sumarliði, er nú býr í Hafnar- firði, 71 árs að aldri. Þegar Pétur var 5 ára, drukkn aði faðir þeirra ásamt fleirum í lendingu við Hellissand, er þeir voru að koma úr fiskiróðri. Var þetta þungt áfall fyrir Halldóru, sem nú stóð ein uppi með tvo drengina (því Jóhannes , va-r þá látinn) svona unga. Var j Pétur þá um hríð hjá afa sínurn J og ömmu, Guðrúnu Einarsdótt- , ur og Einari Jónssyni í Ási, en I þegar hann var 8 ára fluttist hann til föðurbróður sins Jó- hannesar Einarssonar og konu hans Guðbjargar Jónsdóttur í Stykkishólmi. Dvaldi hann hjá þeim til 12 ára aldurs, en þá fór hann til móðurbróður síns Sig- urðar Jósepssonar og konu hans Sesselju Davíðsdóttur, sem bjuggu í Einholti á Mýr.um. Þar var Pétur til 16 ára ald- urs, að hann réðist sem vinnu- maður að Skíðsholti á Mýrum og var í tvö ár. En þá flutti hann að Ökrum til Eiríks Kuld og konu hans Sigríðar Jóhannes dóttur frá Öxney á Breiðafirði. Þar var hann síðan samfleytt í 10 ár og var ráðsmaður á því stóra heimili. Þar giftist Pétur eftirlifandi konu sinni, Jóhönnu Jóhannsdóttur, Jónassonar frá Öxney, 4. júlí 1914. Þau fluttust til Stykkishólms árið 1915 og þá með sitt fyrsta barn, og síðsn fæddust þeim börnin hvert af öðru og urðu 9 talsins. Var það stór hópur að ala önn fyrir i þá daga, eins og þá vai erfitt um atvinnu í kauptúnunum úti á landi. Var þá ekki um annað að taia en leggja hart að sér og taka hverja þá vinnu, sem bauðst, án þess að spyrja um kaup eða vinnudag. Pétur fór venjulega í sveit á sumrum og vann svo hvað sem fyrir kom á vetrum. Árið 1916 veiktist Pétur af taugagigt og átti í því í 54 vikur. Var það kvalafull lega, enda varð hann aldrei samur maður eftir þann sjúkdóm. en aldrei kveinkaði hann sér, þótt hann fyndi til. Til dæmis um það, hvað harður hann var við sjálfan sig, má geta þess, að hann var kviðslitinn beggja megin ,um 30 ára skeið en vann alla tið erfiðisvinnu og hlífði sér þvergi. Enda var dugnaður Pét- urs og verklagni viðbrugðið. Það var sama að hvaða verki hann gekk, hann leysti þau öll af hendi með trúmennsku og dugnaði, Hann var talinn úrvals heyskaparmaður, sérstaklega góður grjóthleðslumaður, en þeir voru á þeim dögum mjög eftirsóttir, og smiður ágætur. Öllum vildi Pétur greiða gera og alltaf var hann sama ljúf- mennið, sannorður og tryggur vinur vina sinna. Ég þekkti Pét- ur yfir 20 ár og -hafði náin kynni af honum og aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkrum manni eða bera nokkurn mann röngum sökum, enda var Pétur vel þokkaður meðal vinnufélaga sinna og sveitunga. Blessuð sé minning hans. Vinur, Smurt braub og snittur Opið frá kl. 9—11,30 e.h. Sendum heim. Brauðborg Frakkastíg 14. — Sími 18680. VETTVANGUR Framhald af bls. 13. um, svo að ekki varð dulið. að þau stóðust einkafyrirtækjum hvergi snúning. Þeir stjórnmála menn, sem sannfærðir eru um, að þeir hljóti að vera miklu fær- ari um að ráðstafa fjármunum fólksins en það sjálft, fundu þá nýtt ráð og miklu ísmevgilegra. Allir eru sammála um, að þeim þjóðfélagsþegnum, sem fulla atvinnu hafa og fullt vinnu þrek og búa að öðru leyti við góðar aðstæður, beri að leggja fé af mörkum, til að vel sé séð fyrir sjúkum og öldruðum eða þeim, sem að öðru leyti þurfa aðstoðar t. d. vegna ómegðar. Hinn almenni skilningur á þess- um sjálfsögðu skyldum hefur síðan verið hagnýttur til að afla fylgis við pólitik, sem í sjálfu sér er þessu óskylt, póli tík takmarkalítillar skattheimtu, yfirráða ríkisins yfir fjármagn- inu, sem það síðan deilir milli þegnanna sem nokkurs konar náðarbrauði. Dæmið í upphafi greinarinnar skýrir þetta. Fjöl- skyldufaðir við fulla heilsu og í góðri atvinnu þarf engar fjöl- skyldubætur, þótt hann eigi tvö börn. Sá hluti skattsins, sem á hann — og alla aðra, sem eins er ástatt um — er lagður til að endurgreiða honum sjálfum, er óþarfur. Og það sem verra er, ekki einungis óþarfur, beinlínis „ómóralskur", ríkisvaldið segir ert ekki fær um heldur því að leiðinni: Þú - og þú átt ekki að vera fær um — að sjá 2 börnum farborða .Við, stjórn- arherrarnir, eigum að ala þau upn með þér. I Þýzkalandi er fullkomin tryggingarlöggjöf, sem ekki byggir á því meginboðorði ríkis Hitlers að gera þegn- ana háða og sjálfumglaða vegna náðargjafa foringjans (eða Róm verjanna með sitt brauð og sína leiki). Theodór Blank, verka- lýðs- og félagsmálaráðherra, segir: „Rikið á ekki að gera það, sem heilbrigður maður við góð- ar aðstæður getur sjálfur gert með fjölskyldu sinni án opin- berrar aðstoðar." Fyrir þeim, sem aðstoðar þarfnast, er hins vegar vel séð. Skoðanir sanntrú- aðra velferðarríkissinna eru andstæðar sjónarmiðum Blanks og Þjóðverja. Þeir segja umbúða laust: Hver og einn skal fir.na það, helzt í hverju fótmáli, að hann er okkur háður. Hann skal aldrei verða efnalega sjálfstæð- ur. Og okkur mun brátt takast að sannfæra hann um, að til- gangslítið sé að vera með til- burði í þá átt að þykjast vera eitthvað annað en við ætlum honum að vera. Það er þarna, sem skilur á milli. Þeir, sem andvígir eru skef j alausri „ velferðar“-stef nu, vilja auðvitað ekki síður en hin- ir gera skyldur sínar við alla þá, sem aðstoðar þarfnast, enda væri þeirra þjóðfélag margfalt færara um það en samfélag í „heltökum velferðarríkisins", samfélag þeirra, sem vilja ríkis- forsjá, hennar sjálfrar vegna og þeirra valda og metorða, sem í skjóli hennar má ná. Eins og áður er getið skila þjóðnýtt fyrirtæki ekkj eðli’eg- um arði. Þess vegna vill fólkið þau ekki. Þannig er þjóðunum forðað frá slíku ríkisauðvaldi. Hins vegar er miklu erfiðara um vik að meta, hversu mikið tilflutningurinn úr hægri vas- anum í þann vinstri kostar. Hinn beini kostnaður skiptir þar minnstu máli. aÞð er hin ósýnilega sóun velferðarríkisins, sem er hættulegust, því að þar skortir þann samanburð, sem er milli þjóðnýtingar og einka- reksturs. Mönnum finnst svo líka gott að fá fjármuni senda af himnum ofan og ugga því ekki að sér. Upphrópanir um afturhald og beina illmennsku eru því hægar í þessum leik enn sem komið er. En þeim mun nauðsynlegra er, að menn vakni til umhugsunar um þetta mál, sem ólíklegra verður að teljast, að nokkur sá, sem hefur það eina markmið að príla til pólitískra metorða, treystist — eins og nú standa sakir — til að lýsa yfir: Hingað og ekki lengra. Ætti þó ekki að þurfa sérstakan kjark til að styðja eignastefnu almennings andstætt eignaleysis- og fram- færslustefnu velferðarríkisins. Þegar Þjóðverjar fyrir skömmu ákváðu að gera Volkswagen-verksmiðjurnar að almenningshlutafélagi, var tekju litlu fólki gefinn afsláttur af hlutabréfunum, svo að það gæti orðið þátttakendur. Við þekkj- um það hér i höfuðborginni, að efnalitlu fólki hefur verið gert kleift að eignast íbúðarhúsnæði. Hvers vegna ekki að beina þvi fjármagni, sem hinir betur stæðu í þjóðfélaginu geta látið af höndum rakna að þvi að gera sem allra flesta fjárhagslega sjálfstæða? Fjölskyldubætur í 1 ár til þeirra, sem 1 og 2 börn eiga mundu líklega nægja til þess að hundruð efnalítilla fjöl skyldna gætu eignast íbúð og þyrftu e. t. v. upp frá því lítillar eða engrar aðstoðar við. Þeir, sem sjá hættur velferðarrikis- ins, teldu ekki eftir sér að leggja það af mörkum í 1 eða 2 ár. Og væri ekki skynsamlegra að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft, hjálpa sem allra flestum til að verða fjárhagslega sjálf- stæðir? Er það ekki heilbrigðara en sú framfærslustefna, sem neydd er upp á borgaranna í nafni réttlætis og velfarnaðar? Ey. Kon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.