Morgunblaðið - 04.03.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.03.1961, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 4. marz 1961 Cufupressa Af sérstökum ástæðum er til sölu ónotuð fatapressa. Mjög hagstætt verð. Lysthafendur sendi tilboð sín á afgr. Mbl. merkt: „P—100 — 1820“. Járnsmsðir Rennismiðir Góður rennismiður óskast nú þegar á véla- verkstæði Vegagerðar ríkisins í Reykjavík. Upplýsingar gefa Kristján Guðmundsson og Valdimar Leonhardsson, Borgartún’5, sími 22492. Vantar menn vana bílamálningu. — Gott kaup. Bilasprautun hf. Bústaðablett 12 við Sogaveg — Sími 35035. Smiðir — bifvélavirkjar Bráttarbrautina h.f., Neskaupstað vantar nokkra smiði. — Mikil vinna. — Einnig vantar verkstjóra á bifvélaverkstæði. — Upplýsingar hjá Gunnari Vík- ing, Ljósvallagötu 8, sími 13946. 3ja herbergja íhúð óskast nú þegar fyrir barnlaus hjón. Fyrsta flokks umgengni tryggð. Um fyrirframgreiðslu getur verið að ræða. — Upplýsingar eftir kl. 1 í dag í síma 13520. Tilboð óskast í eftirtalin tæki: — 1 skurðgrafa Priestman Cub. — 1 skurðgrafa P og H 150. — 1 vörubifreið Vz tonns Dodge Pick-up. — 2 Hercules benzírrvélar 150 hö ásamt varahlutum. — Tækin verða til sýnis á verk- stæði voru, Kársnesbraut 68, þriðjudaginn 7. marz kl. 1 til 4. — Tilboðin verða opnuð þar á staðnum kl. 4,30 sama dag. Vélasjóður rSkisins Yfirlýsing • Við undirritaðir höfum selt Prentsmiðjuna Viðey, Túngötu 5, hér í bæ, Þráni Þórhallssyni prentara, Hávallagötu 33, hér í bæ. Jafnframt því sem við til- kynnum þetta viljum við þakka viðskiptamönnum okkar fyrir viðskiptin og væntum þess að þeir láti hinn nýja eiganda njóta þeirra áfram. Reykjavík, 4. febrúar 1961 Virðingafyllst,, Runólfur Bjarnason Guðmundur Jónsson Samkvæmt framansögðu hef ég keypt Prentsmiðjuna Viðey og mun reka hana sem einkafyrirtæki. Vænti ég þess að viðskiptavinir Prentsmiðjunnar láti hana áfram njóta viðskipta sinna og mun ég leitast við að láta þeim í té sem bezta þjónustu. Reykjavík, 4. febrúar 1961 Virðingafyllst,, Þráinn Þórhallsson _______________________________________________ Norsk holdanaut eru bezt til eldis á íslandi in. ÞÓ að garnaveiki í þremur kúm af Aberdeen-Angus-kyni, sem allar eru komnar sem kálfar frá sama búi á Skotlandi, séu ill tíð- indi hér á Roglandi, er garna- veikin svo sem ekki nein alger nýjung hér í Noregi, það er síður en svo. Talið er með vissu að garnaveiki hafi orðið vart í sauð- fé, einnig er talið líklegt að eigi sé öruggt að hún sé ekki til í nautgripum. Með vissu er vitað að garnaveiki hefir stungið sér niður í geitfénað bæði fyrr og nú nýlega. En garnaveikin virð- ist hafa hagað sér kynlega hér í landi. Hún hefir aldrei og hvergi náð útbreiðslu né gert alvarlegan skaða, svo um sé vitað og rætt Höfuðveila er samt, að garna- veiki hefir fram að þessu ekki verið talin til þeirra sjúkdóma sem skýrslur eru gerðar um. Dýralæknum hefir til þessa ekki borið skylda til að skrá sjúkdóm- inn og færa á skrár um búfjár- sjúkdóma. Nú verður þessu breytt, því að þessi umræddu til felli hér á Jaðri hafa vakið hlut- aðeigandi yfirvöld nytsamlega. Ég sagði að garnaveikin virtist hafa hagað sér kynlega hér í ' landi. Til marks um það er mér tjáð, að þótt garnaveiki hafi orðið vart í geitfénaði á vissum stöð- um, t. d. inn í Sogni, hafi bæði sauðfé og nautgripir á sömu bæj um verið heilbrigðir, veikinnar ekki orðið vart í þeim. Þetta er ótrúlegt samkvæmt íslenzkri reynslu, en verður víst ekki ve- fengt, að svo stöddu. í Danmörku er talið að garna- veiki í nautgripum sé alls ekki sjaldgæf. Er talið af kunnugum að nokkuð beri á því að bændur þar leyni sjúkdómi þessum, enda er hann alls ekki skráður í Dan- mörku sem hættulegur sjúkdóm- ur. Um ástandið í Svíþjóð veit ég ekkert, flutningar kynbóta- gripa þaðan til Noregs eru all tíðir. Yfirlæknirinn í Vestur-Noregi fór til Skotlands í haust, eftir að uppvíst var orðið um garnaveik- ina hér. Hann fékk þær upplýs- ingar þar, hjá dýralæknum og yfirvöldum, að enn væru seld lífdýr í miklum mæli frá búi því sem seldi kálfana til Noregs 1957, sem reyndust hafa borið með sér garnaveikina, sem loks brauzt út í þeim í haust. Aðspurður vildi hlutaðeigandi dýralæknir ekkert um það segja hvort garnaveiki væri í gripum á búi þessu, en sagði þó svo mikið, að veiki væri hér og þar í sveitinni. Þetta er ekki álitlegt, og má segja að ekki blási byrlega fyrir innflutningi holdanauta til ís- lands frá Skotlandi eða Englandi, slíkur innflutningur, til Noregs myndi nú ekki leyfður, hygg ég segja megi með öruggri vissu. Kanada, Bandaríkin og Ástral- ía hafa, að því er mér er tjáð, lokað fyrir inn- flutning búfjár frá Bretlandi, svo mjög þykir bregða til beggja vona um heilbrigði búfjár þaðan, þótt allir pappírar og vottorð séu í lagi. Frá Kanada hefir t. d. ver- ið leitað til Noregs með beiðnir um að fá búfénað af skozkum stofni, og er þó af framanskráu ljóst að ekki má gera ráð fyrir að Norðmenn séu syndlausir í þessum búfjársjúkdómamálum, en samt er það svona að innflutn- ingur gripa frá Noregi þykir álit legri og skárri heldur en frá Bretlandi. IV. Hvað á þá að gera, er þetta ekki allt úr öskunni í eldinn, er nokkuð að gera nema að halda fast við að flytja alls ekki inn eitt né neitt af búfénaði? Það er vorkunn þótt margir hugsi svo En staðreyndin stendur óhögguð og verður æ Ijós'ari sem lengur líður, að það er ekki hægt að reyra búskap bænda þeim viðj- um, að eigi megi auka og bæta framleiðsluna og gera hana fjöl- breyttari. Það verður að finna leiðir og ráð til þess að flytja inn einhvern stofn holdanaut- gripa. Sem betur fer hafa nú ís- lenzk búvísindi þeim kunnáttu- mönnum á að skipa að þeir eiga að geta valdið þessu — tryggi- lega, fundið ráð sem duga. Enn virðist flest benda til þess að bezta úrræðið sé að flytja inn frá Noregi á einhvern hátt, það sé stórum skárra heldur en frá Bretlandi (Englandi eða Skot- landi). Mig brestur vitanlega þekkingu til þess að segja til um, með hverjum hætti slíkur innflutningur ætti helzt að vera. En til athugunar vil ég að lok- um aðeins segja frá því sem fram Umgur eínhleypur kaupmaður óskar eftir góðri tveggja herbergja íbúð, sem næst Vesturgötu, fyrir 1. maí. — Tilboð merkt: „1800—1815“, sendist afgr. Mbl. Skrifstofuhúsnæði óskast 2 skrifstofuherbergi, sem næst miðbænum, óskast. Gjörið svo vel að hringja í síma 37222. Chevrolet station original model’55 til sölu. — Uppl. í síma 37822 kl. 12—2 í dag. hefir komið í uiðræðum mínum við vel menntaðan dýralækni norskan um þessa hluti. Ég nafn greini ekki manninn, en vil að- eins geta þess að hann heíir starfað um skeið á alþjóðavett- vangi sem dýralæknir, og yfir- leitt er mðurinn mjög „íhalds- samur“ í öllum ræðum um inn- flutning búfjár. Að flytja inn kálfa er óráð, sökum þess að þótt þeir séa rannsakaðir svara þeir eigi sönnu til við rannsókn þegar um garnaveiki er að ræða, dæmið um kálfana sem fluttir voru frá Skotlandi hingað til Jaðars 1957 sannar þetta greinilega, trúlegra er að rannsaka fullorðna gripi, meiri von um sannan árangur. Líklegasta leið til öryggis við innflutning nautgripa er á þessa leið: Auðvitað fyrst af öllu að velja gripina þaðan sem örugg- ast verður að telja að fá megi heilbrigða gripi að vandlega at- huguðu máli. En til frekari trygg ingar, og sem aðalatriði, skal fara þannig að við innflutning- inn — framkvæmd hans: Grip- irnir sem inn eru fluttir sku.u settir í eyju eða á annan af- skekktan stað þar sem fullri ein angrun verður við komið, og þaðan skulu þeir aldrei lifandi komast né verða teknir. Til þess svo að hafa gagn af innflutningn- um til eldis, skulu kálfarnir tekn ir frá kúnum í hreint klæði, beint úr burðarliðnum, fluttir, við sótt hreinsun manna sem að vinna, á annan stað og aldir þar, án þess að þeir komist í neina snertingu við mæður sínar. Á hinum nýja stað, fósturstað sínum, skulu kálfamir einnig verða í einskonar sóttkví og einangraðir við dýra- lækniseftirlit til þess tíma að þeir þeir eru æxlunarfærir. Þetta er öruggasta aðgerðin sem hægt er að beita og um leið er hún vel við ráðanleg í framkvæmd. - Á þessa leið sagðist þessum lærða kunn- ingja mínum. — Ekki veit -ég hvað hinir lærðu menn heima segja um þetta? Að lokum, enn er það sem fyrr, þrátt fyrir ágjöf og óhöpp, að líklegast er að flytja inn holda- naut frá Noregi — héðan frá Rogalandi, og sennúega tryggast að flytja inn Hereford. Er svo þessari „skýrslu" minni og hugleiðingum lokið, vil ég að þetta nái íslenzkum bænum og forráðamönnum þeirra áður en búnaðarþing hefst. Tel mér bera skyldu til að segja sem orðið er, en mér beri líka skyldu til þess að benda á að erfiðleikarnir eiga ekki að vera til þess að eyða máli inu, þeir eru til þess að skerpa aðgæzluna og til þess að sigrast á þeim, með viti og þekkingu. Samt að lokum ennþá eitt, til þeirra sem vilja leggja árar í bát, afneita öllum innflutningi og neita öllum möguleikum, — verð ur þá ekki rökrétt afleiðing þeirr- ar einangrunarstefnu að hætta að ráða danska pilta til fjósa- mennsku á fslandi, slíkir fjósa- menn koma vafalaust alloft beint frá dönskum býlum, þar sem garnaveiki leynist í gripum. Hvar er upphaf og endir fullrar ein- angrunar hins íslenzka búpenings eins og nú er komið samgöngum, ef út í það er farið. Er ekki þekk ing og verksvit bezta úrræðið. Jaðri, 10. febrúar 1961 Árni G. Eylands. Málflutningsskrifstofa JÓN N. SIGURÐSSON bæstaréttarlögmaður Laugavegi 10. — Simi: 14934»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.