Morgunblaðið - 08.03.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.03.1961, Blaðsíða 2
* 2 MORGVNBLAÐIÐ MiðviKudagur 8. marz 1961 ■» Ekki stendur í málflutningi steinn yfir steini Framsóknarmanna RÆKILEGA hefur verið sýnt fram á, hvernig Fram sóknarmenn hafa í umræð unum um landhelgismálið hopað úr einu „víginu“ í annað. Hver „röksemd" þeirra hefur hrunið um aðra, svo að ekki stend- ur steinn yfir steini. Einstakt ólán henti þá Hermann Jónasson og Þór- arin Þórarinsson, þegar þeir skiluðu nefndaráliti um málið og drógu sam- an í niðurstöðu þess tvö atriði, sem þeir töldu sér- staka nauðsyn á að breyta í samkomulaginu við Breta. Annað þessara meg- inatriða var „að viðurkenn ing Breta á tólf mílna fisk veiðilandhelgi verði gerð ótvíræð“ og hitt „að nið- ur falli afsal hins einhliða útfærsluréttar“. Um fyrra meginatriðið, sem eftir átti að standa af málatilbúnaði Framsóknar manna, er það að segja, að prentsvertan var varla þornuð á nefndaráliti þeirra Hermanns og Þór- arins, þegar bréf barst frá lagadeild Háskólans, þar sem tekin voru af öll tví- mæli um það, að í orða- lagi orðsendingarinnar til Breta fælist hein viður- kenning þeirra á 12 mílna fiskveiðitakmörkunum. Eitt ætti þá eftir að standa eftir því sem þess- ir leiðtogar Framsóknar- flokksins segja, það er að við afsölum okkur rétti til einhliða útfærslu landhelg innar. Þetta er þó hin frek legasta blekking, hvergi er á slíkt afsal minnzt. Það eina, sem við segjum er, að við munum tilkynna Bretum með 6 mánaða fyrirvara, næst þegar við hyggjum á útfærslu fisk- veiðitakmarkanna. Sú út- færsla öðlast síðan gildi nema þá að alþjóðadóm- stóllinn væri innan þess tíma búinn að dæma hana andstæða alþjóðalögum. Við íslendingar höfum alltaf lýst því yfir, að við mundum fara að lögum í málum okkar og verið reiðuhúnir til að leggja slíkan ágreining undir al- þjóðadómsstól. Varaform. Framsóknarflokksins hef- ur einnig lýst því skýlaust yfir, að það hlytum við á hverjum tíma að gera. Það eru því hreinar blekking- ar og þær svo augljósar, að hver maður sér, að við séum að afsala okkur ein- hverjum rétti með þessu ákvæði, þvort á móti mun um við héðan í frá eins og hingað til fara að alþjóða- lögum. Þar með er síðasta fullyrðing Framsóknar- manna hrunin um sjálfa sig og eftir stendur ekkert annað en það, að þessi flokkur vill fórna hags- munum og heiðri íslenzku þjóðarinnar til þess að geta þjónað kommum. ■ Annarleg rödd Framh. af bls. 1 heldur arðræna náttúru- auðlindir landsins með ó- löglegum hætti framvegis sem hingað til“. ★ „RÉTTILEGA FRAM TEKIГ Moskvublaðið vitnar í blöð stjórnarandstöðunnar á íslandi og segir, að þau hafi „réttilega tekið fram“, að samkomulagið, sem nú liggi fyrir Alþingi sé „aug ljóslega undansláttur við þvinganir“. — Það (sam- komulagið) sé ekki aðeins andstætt efnalegum hags- munum íslands, heldur sé því beint gegn fullveldi hins litla lands. Það hafi þann augljósa tilgang að vernda hagsmuni brezkra útgerðarfyrirtækja. * „ÓLÍKT HÖFUMST VH) AГ Þá segir Izvestia, að þar sem Sovétríkin hafi tafarlaust gefið fiskveiði- flota sínum fyrirmæli um Nýstárlegur útflutningur — og vœnlegur; /s/. húsgögn til Banda- ríkjanna og Danmerkur ÞEGAR Dettifoss Iagði úr höfn í fyrrakvöld á Ieið til New York var hann með töluvert magn af islenzkum húsgögnum innan- borðs. Þetta er nýjasti útflutn- ingsvarningur okkar og fullkann að er að markaður er fyrir hendi. Hins vegar er samkeppn- in hörð, einkum við Dani. * * * Það er Páll Jónasson hjá Trygg ingamiðstöðinni, sem stendur fyrir þessum útflutningi. Hann er þegar í sambandi við eitt fyrir tæki vestra, hefur kynnt því ís- lenzka framleiðslu og á von á fulltrúum fyrirtækisins hingað í maí. Þeir ætla að koma hér við til að skoða meira, en eru annars — Málþóf Framh. af bls. 1 Guðmundsson utanríkisráð- herra. Þá voru 10 stjórnar- andstæðingar á mælendaskrá og einn stjórnarþingmaður, Jóhann Hafstein. Var búizt við, að fundur mundi standa til kl. 4—5 í nótt, en von- laust talið, að nema u. þ. b. helmingur þeirra, sem á mæl endaskrá voru, mundi ljúka máli sínu. Alls ekkert nýtt kom fram í ræðum stjórnarandstæðinga í gær þrátt fyrir allt mál- æðið, og voru ræður þeirra ýmist yfirlit yfir sögu land- helgismála íslendinga allt frá 1500 eða upptugga á fyrri ræðum stjórnarandstæðinga. Dagskrá Alþingis DAGSKRÁ sameinaðs Alþingis í dag kl. 1,30: Lausn fiskveiðideil unnar við Breta, þáltiil. Frh. síð- ari umr. á leiðinni á danska húsgagnasýn- ingu. Þessi eina húsgagnaverzlun vill kaupa af okkur svefnher- bergishúsgögn, borðstofuhús- gögn, skrifborð og vegghúsgögn, þ. e. skápa og hillur. Sem dæmi má nefna, að fyrirtæki þetta kaupir inn vegghúsgögn fyrir 3—4 þús. dollara á viku og ann- að er eftir því. Páll hefur einnig kynnt nokkr- um dönskum húsgagnasölum ís- lenzk húsgögn og einn þeirra hefur pantað 100 sófaborð — og vill framvegis fá 100 mánaðar- lega, til að byrja með. Já, í sjálfu „húsgagnalandinu". í viðtali við Mbl. sagði Páll, að gengislækkunin hefði gert þessa fyrstu tilraun framkvæman lega. Fulvíst væri nú, að markað- ur væri fyrir hendi. Hins vegar yrði að bæta aðstöðu trésmíða- vinnustofnana hér til þess að þær gætu orðið fyllilega sam- keppnisfærir — t. d. við Dani í fjöldaframleiðslunni — og gætu byggt á öruggum grundvelli. Það hefði sýnt sig, að húsgagna- smiðir okkar stæðu hinum dönsku ekkert að baki hvað vand virkni snertir og vélakostur væri allgóður hér. / NA /5 hnútar SV50hnútar ¥; Sn/ótoma t ÚtiM* 7 Skúrk K Þrumur W*%, VV Hmi 1 L Laqi | Segja má, að lægðin yfir Grænlandsafi í gær hafi verið mjög margbrotin. Snjóbelti lá frá M-skipinu til A-Græn lands. Yfir Islandi voru hita- skil, 9 stiga hiti í Rvík, en 1 stig á Akureyri, og þar var frostrigning í gærmorgun, en hún getur verið stórhættuleg flugvélum. Skammt SV af Rvík voru kuldaskil og skipti yfir í skúraveður. Enn lengra SV í hafi var skúrabakki og handan við hann tók við élja loft með aðeins tveggja stiga hita. Lægð þessi var á hreyf irigu N í gær, og var talin von á útsynningi og éljagarra í Rvík. Hann mun þó tæplega standa lengi. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi SV-land til Bireiðafjarðar og miðin: SV átt með hvöss um skúrum, stormur með köfl um í nótt, en hægari og él á morgun. Vestfirðir og miðin: Geng ur í hvassa SV átt, skúrir og síðar él. Norðurland og miðin: SV- átt með hvössum skúrum og síðar éljum vestan tiL NA-land til SA-lands og mið in: Léttir til með hvassri vest anátt. SA-mið: SV átt með hvöss um skúrum og síðar éljum. Páll sagði, að ýmsir erfiðleikar væru samfara efnisinnkaupum. Það vantaði sem sé fjármagn til að hefja framleiðslu 1 jafnstór- um stíl og þyrfti. Efniskaup yrði líka að miða sérstaklega við fram leiðsluna — og gera þau hag- kvæmari en nú er. Hann sagði, að það gerði framleiðendum einnig erfitt fyrir hve mikið fé væri ávallt fast, vaxtalaust í tolli, þ.e.a.s. — framleiðendur verða að greiða innflutningstoll af hráefn- inu og hann liggur vaxtalaust þar til hann er endurgreiddur við útflutning fullunninnar vöru. Páll bætti því við að lokum, að eitt trésmíðaverkstæði fram- leiddi nú til útflutnings og tvö til viðbótar væru reiðubúin jafn skjótt og frekar undirbúningi lyki. að virða 12 mílna takmörk in, beiti NATO-bandamenn Islands aftur á móti þving unum til þess að fá íslend- inga til þess að afsala sér lagalegum réttindum sín- um. Mannslát ÞÚFUM, 7. marz. — Hinn 6. þ.m. andaðist í Landsspítalanum Sig- urður Steinsson, húsmaður á Keldu 1 Mjóafirði (við ísafjarð- ardjúp.) Sigurður var fæddur 9. febr. 1891. Hann var greindur og grandvar maður, vel metinn og vinsæll af ölum, er til hans þekktu. — P.P. Stórfellt hagsmunamál Samþykkt Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um lausn landhelgisdeilunnar EFTIRFARANDI tillaga flutt af Stefáni Jórissyni bæjarfltr. og Kristni Gunnarssyni bæjarfltr. var samþ. í gær í bæjarstjórn Hafnarfjarðar með 8 atkv. gegn 1. „Bæjarstjórn Hafnanfjarðar lýsir yfir eindregnum stuðningi sínum við þingályktunartillögu þá, er ríkisstjóm íslands hefir lagt fram á Alþingi til lausnar landhelgisdeilunni við Breta. Telur bæjarstjóm Hafnarfjarð ar að með samþykkt umræddrar þingályktunartillögu sé á farsæl an hátt bundinn endir á deilu þessa, full viðurkenning %ngin fyrir 12 mílna fiskveiðilögsögu fslendinga samfara nýrri út- færslu fiskveiði'lögunnar grund- vallaðri á mikilsverðum breyt. á grunnlínum án nokkurra óeðli- legra skuldbindinga af hálfu ís- lendinga varðandi frekari út- færslu fiskveiðilögsögunnar síð ar. Þær tilslakanir er ráðgerðar eru til handa Bretum um veiðar innan 12 mílna fiskveiðilögsög- unnar á mjög takmörkuðum svæðum um 3 ára skeið, telur bæjarstjórnin eigi skipta miklu máli, sé hafður í huga sá mikils verði árangur, sem náðst hefir. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar fær ir ríkisstjórn íslands og öðrum þeim, sem unnið hafa að lausn þessa máls, beztu þakkir fyrir störf þeirra að framgangi þessa stórfellda hagsmunamáls þjóðar innar. Mikil vinna á Siglufirði Siglufirði, 3. marz. ÞAÐ hafa verið miklar annir og eru enn í hraðfrystihúsunum. Báðir togararnir hafa landað i þessari viku. Elliði í dag 180— 190 tonnum, og Hafliði fyrir nokkrum dögum 165 tonnum. Þá hafa togbátarnir landað: Hafþór 35 tonnum, og Anna 25. Línubátarnir fá nú varla bein úr sjó og segja sjómenn ástæð- una vera þá, að feiknarlegt magn af loðnu er gengið á mið- in. Er hún þetta óvenju snemma árs sem hún er á ferðinni. . '— Guðjón,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.