Morgunblaðið - 08.03.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.03.1961, Blaðsíða 14
14 AORCVTSBLÁÐ1Ð Miðvik'udagur 8. marz 1961 Takmark kommúnista að spilla sambúðinni við NATO-ríkin STJÓRNARANDSTÆÐING- AR héldu málþófi sínu um lausn landhelgisdeilunnar á- fram í allan gærdag og fram á nótt. Létu þeir gamminn geisa hver af öðrum ogfluttu ýmist sögulegt yfirlit yfir landhelgismál íslendinga allt frá miðöldum eða endur sögðu ræður stjórnarandstæð inga, sem fluttar hafa verið á Alþingi undanfarna daga og í útvarpsumræðunum. — Þegar þetta er ritað hafði enginn þingmaður stjórnar- flokkkanna tekið til máls, ut- an utanríkisráðherra, sem var annar maður á mælenda- skrá strax í gærdag. ★ Guðmundur í. Guðmundsson Utanríkisráðherra sagði í upphafi ræðu sinnar, að það hefði nú komið greinilega í ljós, hvaða ástæður lægju til andstöðu kommúnista og framsóknar- manna gegn farsælli lausn fisk- veiðideilunnar við Breta. Ástæð- ur þeirra væru engan veginn hinar sömu, þær væru ólíkar að verulegu leyti, en hvorir tveggja kæmust þó að sömu niðurstöðu, þ. e. að beita sér gegn friðsam- legri lausn deilunnar. Einar vildi viðræður 1948 Skýrði ráðherra þetta síðan nokkru nánar og minnti m. a. á það, að Einar Olgeirsson hefði látið bóka það sérstaklega eftir sér á fundi utanríkismálanefndar árið 1948, þegar landgrunnslög- in voru í undirbúningi, að hann legði á það megináherzlu, að rík- isstjórn landsins undirbyggi ætíð vandlega sérhvert skref, sem stig ið væri í landhelgismálinu, og ennfremur, að jafnan yrði að gera ráð fyrir því, að undirtektir annarra ríkja væru kannaðar áður en gripið væri til útfærslu landhelginnar. — Nú ætluðu kommúnistar hins vegar alveg að ærast, ef ræða ætti við nokkurn mann um þessi mál. Skýringin á þessum skoðanaskiptum væri augljós, sagði utanríkisráðherra. Árið 1948 hefði NATO ekki enn verið stofnað og þá hefði komm- únistum ekki þótt nein sérstök þörf á því að stofna til illdeilna milli íslendinga og þeirra þjóða, sem nú eru bandalagsþjóðir okk- ar í NATO. Nú legðu kommúnist- ar hins vegar allt kapp á að spilla sambúð okkar við þessi lönd. Þá skýrði utanríkisráðherra frá því, að árið 1957, þegar beðið var eftir landhelgisráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna, hefði Lúð- vík Jósefsson lagt til innan vinstri stjómarinnar, að íslend- ingar biðu alls ekki eftir úrslit- um þeirrar ráðstefnu, heldur gæfu þá þegar út nýja reglugerð um landhelgina. í tillögum Lúð- víks hefði þó ekki verið gert ráð fyrir öðru en 4 mílum sem alls- herjarreglu, heldur aðeins breyt- ingu á víðáttu landhelginnar á 3 ákveðnum svæðum. Vilja rjúfa böndin við NATO Þá sagði ráðherrann, að ekki hefði verið um það neinn ágrein- ingur innan vinstri stjórnarinn- ar 1958, hvort landhelgi íslands skyldi færð út í 12 mílur. Um það hefðu allir verið sammála. Hann hefði sjálfur lýst þessari skoðun sinni bæði á Genfarráðstefnunni 1958 og í útvarpsræðu, þegar hann hefði komið heiim af ráð- stefnunni. Hitt hefði hins vegar verið ágreiningsefni, hvort og hve löng um tíma skyldi verja til þess að undirbúa útfærsluna við grann þjóðir okkar. Og nú hefðu komm únistar ekki hirt um að halda á lofti yfirlýsingu Einars Olgeirs- sonar frá 1948, heldur hefðu allar aðgerðir þeirra 1958 miðað að því að efna til illdelna milli okk- ar og annarra NATO-þjóða, út- færslan sjálf hefði verið þeim algert aukaatriði. Og grundvöll- urinn undir allri stefnu þeirra hefði verið að nota það sem utan- ríkismál til þess að rjúfa bönd okkar við bandalagsþjóðirnar. Óábyrg afstaða Framsóknar Síðan vék ráðherrann nokkuð að afstöðu Framsóknarflokksins og sagði, að hún væri af nokkuð öðrum toga spunnin. Útfærslan 1952, þegar Framsóknarflokkur- inn hafði stjórnarforystu, hefði verið vel undirbúin og þá hefðu íslendingar t. d. boðizt til að leggja málið undir úrskurð Al- þjóðadómstólsins, en því hefðu Bretar hafnað. Og 1958 hefðu framsóknarmenn haft um það for ystu, að samkomulags var leitað við bandalagsþjóðir okkar. Þá hefði framsóknarmönnum þótt skynsamlegt að leysa deilu okk- ar við Breta með samningi en nú væru það hrein landráð á máli Framsóknar, þegar gerður væri miklu hagstæðari samningur við Breta en vinstri stjórnin hefði boðið 1958. Og nú væru það einn ig hrein landráð á máli Fram- sóknar að bjóða að leggja ágrein- ing fyrir Alþjóðadómstólinn. Hvað hefur gerzt? spurði utan rikisráðherra. Jú, nú er Fram- sóknarflokkurinn kominn í stjórn arandstöðu, en 1952 og 1958 var hann í stjórnaraðstöðu og hag- aði sér skv. því sem ábyrgur flokkur. Þessu næst vék ráðherrann nokkuð að hártogunum og útúr- snúningum stjórnarandstæðinga á orðalagi orðsendingar hans til utanríkisráðherra Breta. Rifjaði hann upp álit lagadeildar Háskóla fslands á skýringu á orðalaginu „að'falla frá mótmælum" og benti á, að það væri auðsjáanlega einn ig álit Breta sjálfra, að í þessu orðalagi fælist bein viðurkenning á 12 mílna landhelgi okkar. Vitn- aði hann í því sambandi í um- mæli brezka ráðherrans, sem lagði samkomulagið fyrir neðri deild brezka þingsins, sem lagði Guðmundur í. Guðmundsson áherzlu á, að eftir að 3 ára um- þóttunartímabilinu lyki mundi brezka stjórnin ekki hreyfa nein- um mótmælum gegn 12 milna fiskveiðilandhelgi við fsland. Og það væru sjáanlega fleiri en ís- lenzkir prófessorar og brezkur ráðherra, sem skilja samkomu- lagið svo, að brezk blöð teldu t.d., að Bretar hefðu endanlega viðurkennt 12 mílna fiskveiði- landhelgi við ísland og að engin andmæli gegn henni komi þar frekar til greina. Vilja lögfesta gamlar grunnlínur Þá ræddi utanríkisráðherra nokkuð þær grunnlínubreytingar sem fást með samkomulaginu við Breta og þær fullyrðingar stjórn arandstæðinga, að við hefðum getað tekið okkur þessar nýju Saxast á limina Stjórnarandstæðingar hafa haldið því mjög fram í mál- flutningi sinum um land- helgismálið á Alþingi undan farna daga og í blöðum sín- um, að Bretar mundu krefj- ast framlengingar á tímabili því, sem þeim er leyft að veiða á milli 6 og 12 mílna markanna, að 3ja ára tímabil inu loknu. Utanrikisráðherra lýsti því þess vegna yfir í út varpsumræðunum sl. fimmtu dagskvöld, að hann hefði í höndum yfirlýsingu frá brezku ríkisstjórninni, sem tæki af allan vafa um það, að Bretar færu ekki fram á slíkt. Þrátt fyrir þessa yfirlýs- ingu utanríkisráðherra hafa stjórnarandstæðingar haldið á fram að hamra á fyrri full- yrðingum sinum um þetta at riði, og á þingfundi í fyrra dag gtkk einn þingmaður þeirra, Þórarinn Þórarinsson, jafnvel svo langt að lýsa yfir þeirri skoðun sinni, að utan- ríkisráðherra segði „vísvit- andi ósatt“ um þetta atriði. Á þingfundi í gærdag rak utanrikisráðherra þessar full- yrðingar stjómarandstæðinga svo öfugar ofan í þá með því að lesa upp hluta yfirlýsingar brezku stjórnarinnar, sem fjallar um þetta atriði, þar sem segir, að STJÓRN HENN AR HÁTIGNAR HAFI ALLS EKKI í HUGA AÐ FARA FRAM A FRAMLENGINGU UMÞÓTTUNARTÍMANS AÐ ÞEIM 3 ÁRUM LIÐNUM, SEM NÚ ER SAMIÐ UM. Með þessu hrakti utanrik- isráðherra endanlega atriði, sem stjórnarandstæðingar hafa lagt mikið upp úr í um- ræðunum um lausn landhelgis málsins Þar að auki hafa borizt fregnir af því að brezkir tog armenn hafi sett fram þá kröfu við brezku stjórnina, að hún tryggði þeim, að íslend ingar réðust ekki í frekari út færslu landhelginnar að 3 ár- unum liðnum. Slíka tryggingu getur brezka stjórnin að sjálf sögðu ekki gefið togaramönn- um, en af þessu er auðséð, að Bretum er fullljóst, að að þriggja ára tímabilinu liðnu verður ekki um neinar frek ari ívilnanir að ræða til handa brezkum togurum. grunnlínur, alveg án tillits til vilja Breta í því efni. Auðséð væri þó, að þeir leggðu sjálfir ekki mikinn trúnað á gjálfur sitt um þetta atriði, því að þeir hefðu lagt til á Alþirtgi síðast í febrúar, að gömlu grunnlínurnar yrðu lög festar og í breytingartillögum þeirra við orðsendinguna til brezku stjórnarinnar gerðu þeir ekki ráð fyrir einni einustu grunnlínubreytingu. Þá svaraði ráðherrann þeirri fullyrðingu stjórnarandstöðunn- ar, að með því að fallast á mál- skot til Alþjóðadómstólsins afsöl- uðum við okkur rétti til einhliða útfærslu síðar. Sagði hann, að þetta væri alrangt og ekki í neinu samræmi við efni orðsendingar- innar. Einhliða útfærsla okkar yrði þannig í framkvæmd, að við gæfum út reglugerð, þar sem á- kveðið væri, hvenær útfærslan öðlaðist gildi, og útgáfu reglu- gerðarinnar mundum við til- kynna Bretum með 6 mánaða fyr- irvara. Ef Bretar hefðu svo uppi mótmæli gegn útfærslunni yrðu þeir að skjóta málinu til Alþjóða dómstólsins áður en 6 mánaða fresturinn væri úti, og hefði dóm- stóllinn ekki dæmt útfærsluna ólöglega fyrir þann tíma, kæmi hún til framkvæmda. — Ef við neitum að skjóta máli til Alþjóða dómstólsins og afneitum honum þannig þá væri það nákvæmlega sama og að segja, að við viljum ekki fara að alþjóðalögum, sagði utanríkisráðherra. Engin framlenging f lok ræðu sinnar sagði utan- ríkisráðherra, að íslenzku samn- ingamennirnir hefðu skýrt Bret- um frá því, að ótti væri í mörg- um íslendingum við að semja við þá um málið vegna þess að menn héldu, að þeir mundu fara fram á framlengingu samningsins að þriggja ára tímabilinu loknu. Og þess vegna hefði íslenzka ríkis- stjómin farið fram á, að Bretar gæfu henni yfirlýsingu um það, að þeir mundu ekki að samnings- tímabilinu loknu beiðast endur- nýjunar samningsins. Slík yfir- lýsing hefði fengizt og hefði hann skýrt frá því við útvarpsumræð- urnar sl. fimmtudagskvöld. En það hefði allt komið fyrir ekki, því að stjórnarandstæðingar hefðu eftir sem áður haldið áfram að tönnlast á því, að Bretar mundu fara fram á framlengingu og látið að því liggja, að ekki mundi standa á ríkisstjórninni að veita hana. Síðan las ráðherrann kafla úr yfirlýsingu brezku ríkis- stjórnarinnar, þar sem segir, að stjórn hennar hátignar lýsi því yf ir, að hún hafi alls ekki í huga að fara fram á framlengingu um- þóttunartímans að þriggja ára tímibilinu loknu. Þjóðin svikin Gunnar Jóhannsson var fyrst- ur á mælendaskrá, þegar þing- fundur hófst í gær. Kvað hann það engu líkara en að þingmenn stjórnarflokkanna séu slegnir starblindu, þegar hagsmunir Atlantshafsbandalagsins eru ann ars vegar. Og nú hefði ríkis- stjórn íslands látið brezka of- beldisseggi, með aðstoð Atlants- hafsbandalagsins svínbeygja sig til þess að svíkja sína eigin Þjóð í stærsta lífshagsmunamáli henn- ar. Blæs eldi í deiluna Ingvar Gislason flutti yfirlit yfir sögu landhelgismálsins. Skúli Guðmundsson kvartaði yfir því, hve fáir þingmenn væru viðstadd ir til þess að hlýða á mál sitt og beindi þeim tlmælum til forseta, að hann léti „smala“ þinghúsið og loks, þegar honum þótti smöl« unin í þinghúsinu ganga illa, krafðist hann þess, að forseti léti hringja í alþingismenn til þess að þeir mættu hlýða á mál sitt. Þegar Skúli hóf ræðu sína svo að lokum sagði hann það álit sitt, að deilan við Breta mundi blossa upp, jafnvel enn verri en áður, ef tillaga ríkisstjórnarinnar um lausn á henni yrði samþykkt. — Þá vildi Skúli gera lítið úr áliti prófessora lagadeildar Háskóla fslands, og sagði, að enda þótt sjálfsagt, væri að taka visst tillit til þess, sem þeim segðu, yrði þó að hafa í huga að Bretar væru engan veginn bundnir af áliti þeirra. Síðan tóku þeir til máls Karl Kristjánsson, Karl Guðjónsson og Daníel Ágústínusson, sem var enn að tala kl. hálf eitt. —* Allsherjarþingið Frh. af bls. 1 ar eða nefnda, er hefja samn- ingaumleitanir sem allra fyyrst. + Ræða Nkrumah Aðalræðumaður á fundi þings- ins í dag var Kwame Nkrumah, forseti Ghana. Ræddi hann um Kongó og talaði fyrir tillögum sinum um lausn þess máls. Taldi hann nauðsyn bera til að efla mjög forustu SÞ í landinu, og skyldi yfirstjórn samtakanna þar að mestu skipuð Afríkumönnum. Þessi nýja yfirstjórn skal, að tillögu Nkrumah, bera alla á. byrgð í því efni að koma á og viðhalda lögum og rétti 1 Kongó og varðveita það gegn íhlutun annarra þjóða. SÞ skulu hafa strangt eftirlit á öllum flug- völlum og í höfnum landsins, þannig að samtökin geti stöðv. að allar vopnasendingar erlend- is frá — og allir „diplomatar“- erlendra ríkja verða að hverfa burt úr landinu, svo að hin nýja Nkrumah. Þá lagði hann áherzlu á nauðsyn þess að afvopna hinar ýmsu deildir Kongóhers og end- yfirstjóm SÞ geti „fjarlægt kalda stríðið frá Kongó“, ságði urskipuleggja hann undir yfir- stjóm SÞ. Sömuleiðis kvað hann nauðsynlegt að reka alla útlend inga (þ.e. aðra en Afríkumenn), sem gegndu störfum innan deilda Kongóhersins, burt úr landinu. Nkrumah kvað SÞ hafa gert mörg mistök í Kongómálinu (m. a. minntist hann á morð Lu- mumba, sem hann kvað hafa verið drepinn „í nærveru SÞ“), en lagði áherzlu á, að hann vildi á engan hátt grafa undan sam- tökunum, sem „eru í sannleika helzta von okkar um frið og öryggi í heiminum", eins og hann sagði. —. Nú er tækifærið til þess að endurreisa traust og virðingu SÞ, sagði hann, með því að fela þeim ríkjum, sem ekki eru skuldbundin öðrum hvorum aðilanum að meginátök- unum í heiminum í dag, að stjórna aðgerðunum í Kongó. —. Veitið okkur umboð og tæki til að gera þetta, sagði Nkrumah, Forsetinn lýsti stuðningi við Gizengastjórnina í Leopoldville, og gagnrýndi aðgerðir SÞ á ýms an hátt, sem fyrr segir. Það vakti þó athygU, að hann tók ekki undir kröfu Rússa um frá- vikningu Hammarskjölds og skipun nýrrar framkvæmda- stjómar samtakanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.