Morgunblaðið - 08.03.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.03.1961, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 8. marz 1961 MORGV1SBLAÐ1Ð 23 Loksiris — og þó ♦ EINS CXl kunnugt er hafa stjórnarandstæðingar í sí- fellu haldið því fram í umræð unum um lausn landhelgis- málsins að undanfömu, að ís lendingar ættu rétt á miklu fleiri grunnlínubreytingum en gert er ráð fyrir í orðsending unni til brezku stjórnarinnar og hefðu ekkert þurft að sækja til Breta í þessum efn um. Svo virðist þó sem stjórnar- andstæðingar hafi ekki haft mikla trú á þessum fullyrð ingum sínum, því að þeir hafa í allan vetur háð fyrir því harða baráttu á Alþingi, að gömlu grunnlínurnar frá 1952 yrðu lögfestar. Og þrátt fyrir það, að ráð- herrar og stjórnarþingmenn hafi reynzt nær óþreytandi að benda þeim á, hve ófiyggilegt slíkt væri, endurtóku þeir þessa tillögu sína í nefndará- liti um lögfestingarfrumvarpið nú síðast fyrir rúmum hálfum mánuði. í útvarpsumræðunum s. 1. fimmtudagskvöld og í umræð- unum á Alþingi undanfarna daga hefur þessi tvöfalda af- staða þeirra verið dregin ó- spart fram í dagsljósið, en allt hefur komið fyrir ekki, þar til seint í gærkvöldi, að þeim hugkvæmdist loks að bera fram breytingartillögur um grunnlínubreytingar varðandi samkomulagið við Breta. Ó- samræmið er þó slíkt, að enn dettur þeim ekki í ■ hug að draga til baka fyrra frumvarp sitt um lögfestingu gömlu grunnlínanna! Tveir játa barnsránið I engu hugmyndina við lestur glæpasogu Kvikmyndadísin enn mjög þungt haldin Nýtt lyf var sent frá New York i gær ANNECY, Frakklandi, 7. marz. (Reuter). — Tveir menn, Pierre Larcher (38 ára) og Raymond Rolland (25 ára), játuðu í dag, að þeir hefðu í apríl sl. framið barns rán í París, sem mjög varð umtalað, og krafizt 100 þús. dollara lausnargjalds fyrir drenginn, Eric Peugot (4 ára), sem er sonur bílafram- leiðandans Rolands Peugot. Faðirinn greiddi lausnargjald ið, og drengnum var skilað aftur, ómeiddum, en síðan hefir franska lögreglan lagt sig alla fram við að leita barnsræningjanna. þeirri leit lokið. Nú er L.ONDON, 7. marz. (Reuter). — Kvikmyndaleikkonan Elizabeth Taylor er enn mjög þungt hald- in af inflúensunni, en í morgun sögðu læknar hennar, að henni hefði greinilega létt talsvert um nóttina. — Blaðafulltrúi leikkon unnar, Richard Hanley, tjáði hins vegar í kvöld fjölda blaða- manna og aðdáenda hennar, sem biðu utan við sjúkrahúsið, að sjúkdómsástandið væri óbreytt síðan í morgun — og „baráttan“ væri enn upp á líf og dauða. — Flugvél kom í dag frá New York með nýtt lyf, sem ætlað er að vinna á staffylokokkun- um, hinum harðgeru sýklum, er valdið hafa lungnabólgunni, en læknar upplýsa þó, að leikkon- an sé enn of veikburða til þess, að vogandi sé að gefa henni þetta sterkka lyf. ★ 1 Fjöldi vina og aðdáenda Liz hafa komið í sjúkrahúsið, en að- j eins eiginmanni hennar, söngvar- anum Eddie Fisher, hefir verið leyft að koma inn í sjúkrastofuna, þar sem 7 læknar berjast við að bjarga lífi leikkonunnar. Stöðug ur straumur er til sjúkrahússins af símskeytum, blómvöndum og öðrum gjöfum frá aðdáendum víða um heim. Eddie Fisher, sem vakað hefir yfir konu sinni nær stanzlaust síðan hún veiktist sl laugardag, er nú að vonum orðinn mjög illa farinn á taugum, og varð að gefa honum róandi lyf í nótt sem leið. — í gærkvöldi komu for- eldrar leikkonunnar til Lundúna, ásamt kvikmyndaleikstjóranum Joseph L. Mankiewicz, sem er ná inn vinur hennar, og stjórnar myndinni „Kleopötru' sem tvisvar hefir orðið að slá á frest vegna veikinda Liz. + FJÁRKRÖGGUR Annar fyrrgreindra manna, Larcher, skýrði svo frá eftir handtökuna, að því er lögreglu- yfirvöldin upplýsa, að hann hefði fengið hugmyndina að barns- ráninu, þeggar hann las glæpa- söguna „Kapt“ eftir bandríska höfundinn Lionel White. Larcher kvaðst hafa verið í mjög mikl- um fjárkröggum um þær mund- ir og því ákveðið að gripa til þessa örþrifaráðs. — Mennirnir tveir sögðu lögreglunni, að eng- ir aðrir en þeir hefðu tekið þátt í ráninu. — Lögreglan hef- ir hins vegar í haldi tvo aðra karlmenn og danska fegurðar- dís, Ingelise Bodin, í sambandi við mál þetta — og munu þau öll verða kölluð fyrir rétt við frekari rannsókn þess. Önnur stúlka, sem handtekin var, hef- ir verið látin laus, þar sem sannað þykir nú þegar, að hún hafi á ekki á nokkurn hátt ver- ið við barnsránið riðin. — Bíla- kóngurinn, faðir Erics litla, hef- ir fengið að sjá hina handteknu, og hefr tjáð lögreglunni, að 4.240 km. hroði á klst. Edwardsflugstöffinnt, Kali- forníu, 7. marz. fNTB — Reut er) — Ný gerff af bandarísku tilraunarflugvélinni X-15, sem gengur fyrir eldflaugahreyfl- um náffi í dag 4,240 km hraffa á klst., sem er 600 km meira en metiff, sem tilraunarflug- maðurinn Bob White setti fyr ir mánuffi, en sú vél hafffi nokkru veikari hreyfla. White var einnig viff stýriff í dag. — • — Elns og fyrr var X-15 vél- inni sleppt frá risastórri sprengjuþotu í mikilli hæð, og náffi White fyrrgreindum hraffa meff því aff nota ca. % af afli hreyflanna, en þá hitnaði málmurinn í vélinni svo að ekki var hætt á aff fara hraffar. — Vinnuveitendur • Framh af bls. 6. Vinnukaup fyrstu tvær stundirn- ar eftir að vakt lýkur, hvenær sem er sólarhringsins, eftir það næturvinnukaup. / Vélgæzla á loftpressu Inn komí ákvæði, sem taka af vafa um að vélgæzlumanni á loft- pressu, sé skylt að vinna önnur Btörf með gæzlunni. Brezkur sjómaður síelur áfengi á Seyðisfírði SEYÐISFIRÐI, 7. marz. Sl. nótt var brotizt inn í áfengisverzl- unina hér á staðnum. Innbrotið mun sennilega hafa verið framið um kl. 3, en ekki var eftir því tekið, fyrr en Hjalti Nielsen, út sölustjóri, kom í verzlunina kl. 9 í morgun. Sá hann þá verksum merki, og að um 40 flöskur vant aði, aðallega af whiskyi. Um nóttina hafði legið inni brezkur togari, Dinas frá Fleet- wood, en eins og skýrt var frá í Mbl. í gær, kom hann inn með veikan skipstjóra sinn, sem ligg ur nú hér í sjúkrahúsinu. Þar sem sjómennirnir höfðu verið drukknir i landi kvöldið áður, féll þegar grunur á þá. Þeir höfðu og verið með smáóspektir, stolið skíðasleðum (smáföl var á), farið í bila og skemmt þá lítilsháttar. Hinir tveir lögreglu þjónar staðarins brugðu við, fengu menn í lið með sér og hófu leit að áfenginu. Fundu þeir þá árabát sokkinn skammt frá bryggjunni, sem togarinn lá við, og í bátnum 13 flöskur af whiskyi. Var þá hafin þjófa- leit í skipinu. Nokkru eftir hádegi kom stýri maður, sem bar ábyrgð á skipinu í fjarveru skipstjóra, að máli við leitarmenn og vísaði þeim á all margar flöskur af víni, sem voru niðri í skipsbotni. Jafnframt sagði hann einn hásetanna, sem heitir hinu góðkunna whisky- nafni Haigh, vera sökudólginn. Henry Haigh, sem er 32 ára gam all, játaði þegar í stað fyrir rétti, að hafa stolið áfenginu. Sagðist hann hafa brotizt inn í vínbúðina og tekið með sér 2 kassa af whiskyi og eitthvað meira. Síð an tók hann árabátinn trausta- taki, hlóð hann feng sínum, og damlaði áleiðis að togaranum. Komst hann við illan leik til bryggjunnar, þar sem togarinn lá, og var kænan þá orðin hálf full af sjó enda lek og umbúðirn ar um áfengið rennandi blautar. Á meðan hann var að koma sjálf um sér og þýfinu í land, mun báturinn hafa sokkið. Er hann nú brotinn og sennilega ónýtur. Togarinn Junalley kom hér um hádegið í dag. Einn háseti á honum hafði skipstjórnarrétt- indi, og tók hann við stjórn á Dinas. Létu skipin bæði úr höfn síðdegis í dag, en sakborningur situr eftir í gæzluvarðhaldi. — Sveinn Frásögn af fræðsludegi í frásögn af fræðsludegi sjávar útvegsins féll í gær niður eftir- farandi klausa: Fulltrúar frá Eimskipafélagi íslands og Skipadeild S.Í.S. fræddu unglinga um millilanda siglingar í stofu 5. Þar var kom ið fyrir glæsilegum skipslíkön- um og korti sem sýndi allar sigl ingar ísl. skipa. Einkennisbúnir yfirmenn voru forstj. fræðslu- deildanna til aðstoðar og ríkti mikil gagnkvæm ánægja í þess ari deild. hann hafi í þeirra hópi þekkt aftur manninn, sem hann af- henti lausnarféð á sínum tíma. ♦ SÓUDU Á BÁÐA BÓGA Lögregluyfirvöldin hafa upp lýst, að fylgzt hafi verið ná- kvæmlega með öllu framferði þeirra Larchers og Rollands sl. fjóra mánuði, eftir að þeir tóku að ausa peningum á báða bóga í stórum stíl, án þess að vitað væri til, að þeir hefðu nokkrar verulegar tekjur. Þannig hefir t.d. Rolland keypt sér nokkra „lúxus“-bíla — þar á meðal nýj- ustu gerðina af Peugot! — Þeir kumpánar hafa sagt lögregl- unni ,að þeir eigi nú aðeins eft- ir um það bil 15 þúsund dollara af lausnargjaldinu. — Eitt af því, sem sannfærði lögregluna um þátt Rollands í barnsrán- inu, var það, að hann hafði fengið lánaða ritvél hjá fyrr- verandi konu sinni nokkrum dögum áður en Eric litla var rænt — en á þessa ritvél voru einmitt rituð bréfin, þar sem krafizt var lausnargjaldsins fyr- ir drenginn. Krefjast trygginga af Soames HULL, 7. marz. — Félag skip stjóra og stýrimanna á togur um í Hull hefur nú samþykkt meff miklum meirihluta aff krefjast tryggingar brezku stjórnarinnar fyrir því, aff ís Iendingar færi ekki út land-l helgina eftir þrjú ár. Fáistj ekki trygging Soames, fiski- málaráffherra, segjast togara- mennirnir ætla aff berjast1 gegn löndunum islenzkra tog ara í Bretlandi. — Mikill hiti hefur veriff í togaramönnum aff undanförnu vegna sam- komulagsins viff Ísland og hafa fundarhöld staðiff í nokkra daga. — Sama er aff segja meff skipstjóra og stýri menn í Grimsby. Þeir hafa látiff í veffri vaka, aff þeir muni beita sér gegn löndun um Islendinga, en ekki hafa þeir tekiff endanlega ákvörff un enn. BEZT AH AUGLÝSA í MORGUNBLAÐINU Ég þakka innilega öllum sem minntust mín á áttræð- isafmælinu. Ég hefði gjarnan viljað þakka hverjum ein- stökum, en eins og er leyfir heilsa mín það varla. Kaupmannahöfn, Bredgade 10 Jón Stefánsson, málari Hjartans þakkir til ykkar £illra, vina og vandamanna fjær og nær, sem glöddu mig á sjötugsafmælinu 21. febrúar með heimsóknum og árnaðarkveðjum, blómum og höfðinglegum gjöfum. Lifið öll heil. Kristín J. Sigurðardóttir Móðir okkar ÞÓRA EIRlKSDÓTTIR andaðist 7. marz að heimili sínu Skerseyrarvegi 2, Hafn- arfirði, Guðiaug Magnúsdóttir, Guðrún E. Magnúsdóttir SIGURÐUR STEINSSON frá Keldu, Reykjarfjarðarhrepp, N-ísafjarðsarsýslu andaðist á Landspítalanum í Reykjavík 6. þ.m. — Minn- ingarathöfn verður í Fossvogskirkju, föstudaginn 10. marz kl. 10,30 f.h. Aðstandendur Jarðarför föður míns, tengdaföður og bróður GARÐARS H. STEFANSSONAR sem andaðist að Landakotsspítala 27. febrúar fer fram í Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. þ.m. 10,30 f.h. Einar Þór Garðarsson, Kristín Guðlaugsdóttir Geir Stefánsson, Hjálmar Steindórsson, Okkar hugheilu þakkir öllum þeim er sýndu okkur vinarhót og samúð við andlát og útför mannsins míns föður, tengdaföður og afa, SIGURÐAR EGILS KRISTJÁNSSONAR Jónína Hermannsdóttir, synir, tengdadætur og barnabörn Alúðar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vin- áttu við andlát og útför RÓSU FINNBOGADÓTTUR kennara Sérstaklega þökkum við dr. Óskari Þórðarsyni, öðr- um læknum og starfsliði Bæjarspítalans, frábæra hjúkr- un og umönnun í hinum löngu veikindum hennar. Ágúst Atli Guðmundsson, Auður Pálsdóttir, Sigríður Finnbogadóttir, Guðríður Finnbogadóttir Svanhvít Sigurðardóttir, Gisli Páisson, Guðríður Guðmundsdóttir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.