Morgunblaðið - 08.03.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.03.1961, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 8. marz 1961 MORGl'TSBL AÐIÐ 9 rannsókna með þessum voldugu eldflaugum. Síðan þetta eldflaugakapp- skotið á loft 7 gervitunglum. Að eins eitt þeirra er enn á lofti og þar sem radíótækin í því eru biluð fá þeir engar upplýsingar sem stendur um ástandið í hvolf hlaup hófst hafa Rússar aðeins inu kringum jörðina. Á þessum sama tíma hafa Bandaríkjamenn skotið vel heppnað á loft yfir 30 gervitungl um. Ég held, að um 20 þeirra snúist enn í kringum jörðina og meir en 10 halda áfram að senda radíómerki með vísindalegum mælingum. Rússar hafa nú sent þrjú skeyti út úr aðdráttarsviði jarðar. Eitt þeirra lenti á tunglinu, hin tvö halda áfram ferð sinni um sólkeÁ ið, það síðara áleiðis til Venusar. Bandaríkjamenn hafa sent út tvö slík skeyti, sem munu halda för sinni endalaust áfram um sólkerfið. Fiölbreyttar vísindarannsóknir Bandarísku gervitunglin hafa Verið lítil, en mjög hefur verið vandað til allskonar mæli og vís- indatækja í þeim. Það var sagt að margur hinna bandarísku vís_ indamanna sem unnu við rann- sóknirnar hafi andvarpað þungt og stunið, þegar þeir hugsuðu til 4 tonna gervitungla Rússa. Sjálf- ir urðu þeir lengi að raða né- ikvæmum mælitækjum í litil gervitungl, sem vógu varla meira en 20—30 kg. En það er staðreynd að hin vísindalega uppskera og afrakst ur. Bandaríkjamanna af geim- skotunum er meiri en hjá Rúss- um. Þó Spútnikar hefðu snúizt svo mánuðum skipti kringum jörðina fengu þeir ekki skilið hvernig lá í hinum geislavirku lögum kringum jörðina. En strax og fyrsta gervitungl Banda ríkjamanna Explorer I hafði far ið einn eða tvo hringi umhverfis hnöttinn, hafði hinn bandariski eðlisfræðingur Van Allen fengið þau gögn í hendurnar sem til iþurfti til að skilja legu og þýð_ ingu hinna geislavirku belta, sem eru kölluð Van Alten beltin. Ástæðan fyrir hinum mikla fjölda bandarískra gervitungla hefur verið að hvert þeirra um sig hefur haft sitt sérstaka hlut verk, við ýmiskonar rannsóknir, t.d. á yztu lögum andrúmslofts- ins, radíóskilyrðum, segulmagn- sviði, hitarannsóknir t.d. í sam- bandi við skuggahlið jarðarinn- ar. Bandarísku vísindamennirn- ir hafa sótt jafnt fram á öllum sviðum. Þeir gera nú tilraunir með stóra gervitunglsbelgi til endurvarps á útvarps og sjón varpsbylgjum og ótal margt fleira sem leikmenn skilja varla. Það er hinvergar talið furðu- legt, hve Rússar hafa vanrækt að nota sér þá góðu aðstöðu, sem aflmeiri eldflaugar gáfu þeini til allskonar rannsókna. . Þetta hefur enn einu sinni kom ið berlega í ljós í sambandi við skeytið sem Rússar sendu ný- lega til Venusar. Aflmeiri eld- flaugar gerðu þeim hér enn kleift að vinna það sem Banda 'rtkjamönnum var ekfki kleift. En nú herma síðustu fréttir, að Rússar hafi misst radíósam- band við skeytið sem er eitt- hvað í kringum 15 milljón km frá jörðinni. í þessu sambandi má rifja upp að Bandaríkjamenn höfðu enn samband við geimskipið „Pion- eer V“ sem þeir skutu upp í marz 1960, er það var í um 35 mUljón km fjarlægð. Þetta Venusarskeyti Rússa hefur því sáralitla visindalega þýðingu fyrst það getur ekki sent radíóskeyti frá næsta ná- grenni Venusar. Nú er talið að Bandaríkjamenn hafi yfir að ráða radíótækni sem hefði gert þeim fært að senda boð frá Ven_ tis í um 75 milljón km fjarlægð. Hér hefði það því vissulega flýtt fyrir og auðveldað vís- indalegar rannsóknir ef þessi tvö stórveldi hefðu viljað vinna friðsamlega saman að þessari Venusar- rannsókn. Rússar hefðu getað lagt fram það sem þeir áttu fullkomnara, öfiugar eldflaugar, en Bandaríkjamenn sína fullkomnari þekkingu á sviði radíóvísindanna. En það er víst ekki því að heilsa að þessar þjóðir geti unnið þannig saman í sátt og samlyndi. Keppnin heldur áfram Enn stendur yfir mikil keppni milli þessara stórvelda. Það er keppni um mikinn heiður. um að verða fyrstir til að vinna sögulegt afrek, — það er að senda fyrsta manninn í fyrstu geimferðina. Rússar og Banda- ríkjamenn hafa beitt ólíkum að- ferðum til að ná þessu marki. Það er nú víst að Rússar eiga nægilega stórar eldflaugar til að bera fyrsta manninn á loft á sporbraut umhverfis jörðina. Þeir eru taldir veikari á sviði geimlíffræði og yfirhöfuð í vís- indalegri könnun allra aðstæðna fyrir manninn. Þar er hinsvegar talið að Bandaríkjamenn standi framar, en þá vantar þá í stað- inn nógu öflugar eldflaugar. Þeir geta notazt við Titan-eld- flaugar sínar til að skjóta manni í skotboga sem snöggvast út fyr_ ir andrúmsloftið. Báðir þessir keppinautar munu nú vinna af kappi að því að bæta úr því sem mest er ábóta- vant. Fyrir nokkru tókst Banda- ríkjamönnum t. d. að skjóta simpansa-apa með Titan eld- flaug út fyrir gufuhvolf jarðar og aftur til jarðar. Skot þetta misfórst nokkuð svo að eldflaug in fór bæði miklu hraðara og lengra en reiknað hafði verið með og tæki biluðu, sem áttu að draga úr högginu þegar hylkið félli aftur niður £ gufuhvolf jarðar. Þessi frávik frá reiknaðri braut voru svo mikil, að stjórn- endur tilraunarinnar gerðu sér varla vonir um að apinn gæti lif að þetta af. En þegar hylkið fannst og var tekið upp úr öld- um Atlantshafsins og dyr þess opnaðar, kom apinn blaðskell- andi út úr því, brosandi út að eyrum og hámaði í sig ávexti sem honum voru bornir. Simpansinn er sá meðlimur apafjölskyldunnar sem skyldast ur er manninum og kemst næst honum að skynsemi. Hálfur sig- ur virðist því þegar unninn og munu Bandaríkjamenn nú þeg- ar vera að undirbúa annað samkonar skeyti nema hvað þá verður maður innanborðs. Mað_ urinn getur varla verið þekktur fyrir það að láta apann fara langt fram úr sér. Þorsteinn Thorarensen. Samkosnur Almennar samkomur Boðun fagnaðarerindisins Hörgshlíð 12, Rvík í kvöld miðvikudag kl. 8 e. h. Kristniboðssambandið Almenn samkoma í kvöld kl. 8.30 í kristniboðshúsinu Betaníu Laufásvegi 13. Jóhannes Sigurðs- son talar. — Allir eru hjartan- lega velkomnir. Fíladelfía Unglingasamkoma kl. 8.30 í kvöld. , I.O.G.T. St. Mínerva nr. 172 Fundur í kvöld kl. 20.30. — Upplestur: Gestur Pálsson. — Æ. T. St. Sóley nr. 242 Munið heimsóknina til St. Einingarinnar nr. 14 í G.T.-hús- inu í kvöld kl. 8.30.— Mætum öll. — Æ. T. Stúkan Einingin nr. 14 Fundur í kvöld kl. 8.30. — Stúkan Sóley kemur í heimsókn. SYSTRAKVÖLD. Sameiginleg kaffidrykkja, og ýmiss skemmti- atriði. ÆjSstitemplar. Félagslíl íslandsmeistaramót í körfuknatt- leik 1961, hefst 10. apríl 1961. Keppt verður í eftirtöldum flokkum: Mfl karla: 19 ára og eldri. 2. flokki karla: 17 og 18 ára. 3. fl. karla: 14, 15 og 16 ára. 4. fl. karla: yngri en 14 ára. Mfl. kvenna: 17 ára og eldri. 2. fl. kvenna: 16 ára og yngri. Ennfremur verður keppt í 1. flokki karla ef næg þátttaka fæst. Þátttökutilkynningar skulu hafa borizt skrifstofu íþrótta- sambands íslands Pósthólf 864, Reykjavík, fyrir 12. marz 1961, ásamt upplýsingum um aldur, hæð, þyngd, leikmanna í meist- araflokki. Körfuknattleiksráð Reykjavíkur. Félag austfirzkra kvenna Spilafundur fimmtudaginn 9. þ. m. kl. 8.30 stundvíslega. — Gleymið ekki að taka með ykk- ur spil. — Stjórnin. Til sölu Sérstaklega vönduð 2ja herbergja íbúð í nýju fjöl- býlishúsi í Vesturbænum. Hitaveita. Sameiginlegar vélar í þvottahúsi og í straustofu. Ræktuð og girt lóð. Svalir, um 40 ferm. í suður, austur og norður. Upplýsingar kl. 5—7 e.h. næstu daga. JÓN INGIMARSSON, lögmaður Birkimel 10 — Sími 24944. Létt rennur GmBoú Skrifs tofus túi ka vön vélritun og skrifstofustörfum óskast sem fyrst. — Upplýsingar veittar á skrif- stofu vorri Vesturgötu 10 milli kl. 4—5 í dag. Til sölu er góð bújörð með allri áhöfn. Jörðin er nálægt Akra- nesi. Veiðiréttindi í tveimur veiðiám fylgja. MÁLFLUTNIN GSSKRIFSTOF A Vagns E. Jónssonar Austurstræti 9 — Sími 14400 4ra herbergja ný og glæsileg íbúð í Kópavogi fæst í skiptum fyrir góða bújörð í nærsveitum Reykjavíkur. MÁLFLUTNIN GSSKRIFSTOF A Vagns E. Jónssonar Austurstræti 9 — Sími 14400. HALLÓ ! HALLÓ ! Kjarakaup á Langholtsvegi Kvenpeysur, Drengjapeysur, Bamapeysur, Golf- treyjur, Sloppar, Kvennærfatnaður, Barnabolir, Bleyjubuxur, Sokkabuxur, Undirkjólar, Náttkjólar, Herrasokkar, Kvensundbolir, Kvenblússur, Allskonar metravara og ótal m. fl. Aðeins 3 dagar eftir Ltsalan á Langlioltsvegi 19 £ nskunámskeið fyrir börn Síðasta enskunámskeið vetrarins fyrir börn hefst mánudag 20. marz. Stendur það yfir til 25. maí, og verða þrír tímar í viku í hverjum flokki. Um pásk- ana verður sex daga hléá kennslu. Námskeiðið kostar kr. 300.00 fyrir barnið. — Námskeiði því, sem nú stendur yfir, lýkur 17. og 18. marz. Þau börn, sem nú stunda nám við skólann, eru beðin um að láta skrifstofuna vita sem allra fyrst hvort þau hyggjast taka þátt í vornámskeiðinu. Skrifstofan er opin alla daga kl. 5—7, sími 22865. Málaskólinn IVfámir Hafnarstræti 15 T ilkynning Nr. 3/1961 Verðlagsnefnd hefur í dag ákveðið eftirfarandi há- marksverð í heildsölu og smásölu á innlendum nið- ursuðuvörum: Heildsöluv. Smásöluv. Fiskbollur, 1/1 dós 12.25 15.75 Fiskbollur, % dós 8,45 10.90 Fiskbúðingur, 1/1 dós .. .. kr. 14,95 19,25 Fiskbúðingur, % dós .... 9,00 11,60 Söluskattur er innifalinn í verðinu. Að öðru leyti heldur gildi sínu tilkynning nr. 26. frá 31. október 1960. Reykjavík, 3. marz 1961 Verðlagsstjórinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.