Morgunblaðið - 08.03.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.03.1961, Blaðsíða 13
Miðvilíudagur 8. marz 1961 MORCVNBL4Ð19 13 Þýzkur litasérfræðingur velur lit á „Gyllta salinn6 Áhrif lita á manninn er orðin heil fræðigrein í Þýzkalandi HINIR nýju eigendur Hótel Borgar gera sér mikið far um að bæta og endurnýja þetta aðalgistihús landsins, sem nú er orðið rúmlega 30 ára gamalt. Það nýjasta er, að þeir hafa fengið sérfræðíng frá Þýzkalandi til að velja fyrir sig liti á húsið og salina að innanverðu. Stendur nú til, að mála veitingasalina upp á nýtt og ganga og herbergi í gistihúsinu og vonast eig- endurnir til að með því geti gistihúsið orðið vistlegra en Verið hefur. í gyllta salnum Fréttamaður Mbl. skrapp fyrir nokkrum dögum út á Hót- el Borg og hitti þar hinn þýzka litasérfræðing. Var hann þá að byrja á athugunum' á öllum að- stæðum á húsinu. Hann heitir Hans G. Bonsels og hefur starf að í þessari grein síðan 1949. Bonsel segir fréttamanninum m. a. að honum líki illa litirn- ir á gyllta salnum. Gyllti sal- urinn á Hótel Borg er frægasti danssalur Reykjavíkur. Þegar hótelið var byggt kringum 1930 voru veggir þessa salar málaðir gylltir og þótti það á sínum tíma mjög eftirtakanlegt og glæsilegt. Fyrir skömmu var lit unum breytt á salnum og loft- ið og veggirnir málaðir bláir. Þetta getur ekki gengið sagði Bonsel. Þetta er alltof kuldalegt. Það hefði getað gengið' að það væri bláleitur blær á loftinu, en ekki á veggjunum líka. Slíkt gcngur allra sízt í danssal. Þar eiga litirnir að vera hlýlegir Ekki var hinn þýzki sérfræð- ingur enn búinn að ákveða hvernig gyllti salurinn skyldi vera á litinn í framtíðinni, hann þyrfti en að íhuga málið betur. En fréttamaðurinn notaði tæki- færið til að ræða betur við Bonsel um litaval. Ný vísindagrein — Þetta er ný fræðigrein, sem er nú að rísa upp í Þýzkalandi og víðar. Við köllum hana lita- sálfræði. Hún fjallar um allt viðhorf mannsins til litanna og litasamsetninga. — Þetta hófst eiginlega í Bandaríkjunum á stríðsárunum, á takmörkuðum sviðum, svo sem í sambandi við athuganir á því hvaða litir sæjust skýrast úr mikilli fjarlægð t. d. á björgun- arbátum, og við litanotkun í verksmiðjum. Menn höfðu t. d. haldið, að rauði liturinn sæist bezt úr mik- jlli fjarlægð, en það kom í Ijós, að guli eða appelsínuguli litur- inn sést betur. Mikið er og und- ir því komið á hvaða grunni liturinn er. — Ég held, segir Bonsels, að við Þjóðverjar höfum fyrst far- ið að gera kerfisbundnar rann- sóknir á litavali. Ég stofnaði ár- ið 1949 í Bæjaralandi stofnun þ. e. „Institut" fyrir litasálfræði, ésamt Heinrich Frieling, en þessi félagi minn er nú talinn fremsti fræðimaður okkar á þessu sviði og hefur gefið út jniklar fræðslu- og handbækur um þessi efni. Nú nýiega hefur hann beitt sér fyrir stofnun há- skóladeildar í litasálfræði í Salzburg í Austurríki. Áhrif á sálarlíf manna Enn er litasálfræðin á bernsku skeiði, segir Hans G. Bonzels og enn er verið að vinna að igrundvallarrannsóknum á við- horfum manna til lita. Það er fyrir löngu vísindalega stað- reynt, að litir hafa mjög mis- jöfn áhrif á menn. Sumir litir verka róandi, aðrir litir þreyta. Það er hægt að auka verulega vinnuafköst manna með lita- breytingum á umhverfinu. — Hverjir eru það sem helzt leita til ykkar um sérfræðiað- stoð? — Það eru fyrst og fremst stór verksmiðjueigendur. Það Hans G. Bonzel litasérfræðingur kemur nú tæpast fyrir, að stór- ar verksmiðjur séu reistar án þess að eigendurnir hugi mjög vandlega að litavali á vinnusöl- um. Fyrr á árum var ekkert hugsað um það, vélar og verk- stæði voru höfð grá og ljót. Síð- an menn fóru að huga að þess- um málum er það sannreynt að vinnuafköstin' eru verulega aukin, og starfsfólkið glaðsinn- aðra ef vinnustaðurinn og vél- arnar eru máluð í smekklegum litum. Skurðstofa lituð fyrir lækna Það er líka þessi fræðigrein okkar, sem hefur gerbreytt t. d. litafyrirkomulagi á sjúkrahús- um. Til skamms tíma voru skurðstofur á sjúkrahúsum mál aðar hvítar og skyldi það túlka hreinlætið. Ég held, að engum detti lengur í hug, að hafa þær hvítar. Litinn á skurðstofunni á að velja fyrir lækninn sem vinnur þar sitt erfiða og lýj- andi starf. Hvíti liturinn þreyt- ir lækninn, en bezti liturinn fyrir hann er ljósleitur grænn litur. Við höfum mikið gert að því að rannsaka hvernig menn setja vissa liti í samband við sérstak- ar kenndir, sérstakt bragð eða lykt. Margir setja t. d. gulan lit í samband við súrt bragð af því að sítrónan er gul og ótal margt annað. Menn gera þetta alveg ósjálfrátt vegna fyrri reynslu sinnar og atvinnu í lífinu. Ekki er víst að viðbrögð allra séu hin sömu, en þó höfum við komizt að því, að oft hefur yfirgnæf- andi meirihjuti manna sömu við brögð til ákveðinna lita. Það fer t. d. í vöxt að verzlanir leita ráða hjá okkur einfaldlega um það hvernig þær eigi að mála framhlið verzlunarinnar, af því að vissar litasamsetningar geta komið þeirri skoðun inn hjá fólki að þessi verzlun sé mikið sótt, eða þessi verzlunin hafi á boðstólum vandaða vöru. Sérstök viðhorf á íslandi Að lokum segir Hans G. Bon- sel, að hann hafi mikla ánægju af að koma hingað til íslands. Hann segist gera sér ljóst, að viðhorf manna til lita séu e. t. v. nokkuð önnur hér en t. d. í Þýzkalandi. Það sjái hann m. a. af utanhússmálningu hér í ReykjavSk. — Hér eru mörg húsþök máluð með sterkum grænum lit, slíkt er algert eins dæmi í Þýzkalandi, en ég held að þetta hafi sínar sálfræðilegu ástæður. — Hjá ykkur kemur það í staðirm fyrir hinn mikla gróður hjá okkur. Hinsvegar finnst mér að víða hafi menn farið út fyrir öll takmörk í lita- vali sínu hér 1 Reykjavík. — Ég held því, að íslendingar hefðu gott af því að kynna sér betur litasálfræði okkar, segir Bonzel að lokum. Fjárhagsáætlanir Siglufjarbar Byggö veröi niöur■ lagningarverksm. SIGLUFIRÐI, 2. marz. — Um kl. 2.45 í nótt lauk hér alllöngum og orðhvössum bæjarstjórnarfundi, sem hafizt hafði kl. 4 í gær. Á dagskrá voru fjárhagsáætlanir kaupstaðarins, nefndarkosning- ar, fundargerðir nefnda og tvær tillögur, sem teknar voru fyrir með afbigðum, önnur um land- helgismálið. (Sjá frétt á baksíðu blaðsins um það mál). Niðwrlagningarverksmiðja Samþykkt var svohljóðandi til laga í bæjarsjórninni: „Bæjar- stjórnin fagnar samþykkt stjórn- ar SR um að byggja niðurlagn- ingarverksmiðju fyrir síld á Siglufirði á komandi sumri og telur málið mjög mikilvægt fyrir atvinnulíf í Siglufirði og síldar- iðnaðinn í landinu. Skorar bæjar stjórn á háttvirta ríkisstjórn að veita máli þessu svo öflugan stuðning, að tryggt verði að verk smiðjan komist upp á tilteknum tíma“ Er mjög mikilsvert fyrir þjóð- arbúið, að tillaga þessi nái fram að ganga, svo horfið verði frá því að flytja saltsíldina út sem óunn- ið hráefni í tunnum, líkt og gert hefur verið í hálfa öld, í stað þess að vinna hana hér heima í fullunna markaðsvöru, sem 1 senn stóryki atvinnu og marg- faldaði gjaldeyrisverðmæti síld- arinnar. Gjaldaliðir Samkvæmt fjárhagsáætlun bæj arsjóðs Siglufjarðar sem í gær, var lögð fram til fyrri umræðu, er áætlað að jafna niður kr. 6.302. 000,00, eða um 13% hærri upp- hæð en á sl. ári; niðurstöðutölur áætlunarinnar eru kr. 8.687.700,00 Helztu gjaldaliðir eru alm. trygg ingar og lýðhjálp kr. 1.694.000,00, stjórn kaupstaðarins 516 þús., framfærsla 535 þús., menntamál 875 þús., löggæzla 473 þús., vega- mál 900 þús. Framkvæmdir aðr- ar en vegamál kr. 1 millj. Framkvæmdir Helztu framkvæmdir kaupstað arins eru fyrirhugaðar þessar: framhaldsframkvæmdir við höfn ina 1 milj kr., haldið verður á- fram framkv. við skólana, sund- laugina, sjúkrahúsið og hafin bók hlöðubygging og framhaldsfram- kv. við gatnagerð, en Siglufjörð- I ur hefur gegnt forystuhlutverki I Þeir eru nú að reisa hálf-1 gerða dverg-ljósastaura suð- ur, við Njarðargötuna, gegnt enda flugbrautarinnar, sem liggur næst götunni. Eru þessir ljósastaurar aðeins 3 metrar. á hæð. Verða þeir beggja vegna götunnar á 150 metra bafla. Verða staurarn ir með um 15 m. millibili. Slíkir ljósastaurar verða cinnig settir upp við Hring- brautina, í beinni línu utan frá fyrrnefndri flugbraut. Er þetta vegna öryggis flugvél- anna. Fyrst í stað verða venju legar ljósaperur í þessum ljósastaurum, en síðan verður settur spegill, í ljóskúpulinn, til þess að dreifa birtunni bet- ur vegna þess hve lágir staur arnir eru. (Ljósm. Sveinn Þormóðsson). um steinsteypingu gatna, og er nú steyptur rúmur km. af göt- um bæjarins. Baldur Eiríksson varð sjálf- kjörinn forseti bæjarstjórnar, 1. varaforseti var kjörinn Kristján Sigurðsson og 2. varaforseti Ragn ar Jóhannesson. — Stefán. lönaöur versus landbúnaöur Dómnefndin situr á rökstólum UNDANFARIÐ hefur leikrita- dómnefnd Menntamálaráðs, set ið á rökstólum og fjallað um leik rit þau er ráðinu bárust í leik ritasamkeppni þeirri er það efndi til í ársbyrjun 1960. Handrit að 20 leikritum bárust og er þess að vænta að dómnefndin skili áliti sínu bráðlega, að því er Gils Guðmundsson, tjáði Mbl. gær. í dómnefndinni eiga sæti Ásgeir Hjartarson, Baldvin Halldórsson og Ævar R. Kvaran. I MORGUNBLAÐINU þann 16. febrúar er grein eftir Björn Stef ánsson, sem heitir „Þáttur land- búnaðarins“. Á einum stað í greininni kemst Björn svo að orði: „Mest_ ur hluti iðnaðar á fslandi er beint og óbeint þjónustu- og vinnsluiðnaður fyrir sjávarútveg og landbúnað eða framleiðsla rekstrarvöru fyrir þessa atvinnu vegi og gæti ekki staðizt án þeirra.“ (leturbr. mín). Sajnkvæmt þessu virðist iðnað ur lifa vegna sjávarútvegs og landbúnaðar en ekki gagn- kvæmt. Gæti þá sjávarútvegur og landbúnaður lifað án iðnað- ar? Að vísu er það hægt að mestu leyti, ef horfið yrði til búskapar hátta fornaldar, en ég er ekki viss um, hvort þjóðin kynni al- mennt að meta slík spor aftur á bak. Ég leyfi mér að vefengja þá fullyrðingu grein- arhöfundar, að t. d. kjöt- og mjólkuriðnaður starfi fyrir land búnað eða fiskiðnaður fyrir sjáv arútveg og allar aðrar greinar iðnaðar að mestu fyrir þessa tvo atvinnuvegi. Annars stigs fram. leiðsla iðnaðar, er alls ekki frekar tilkominn vegna frum- framleiðslu eins og t.d. landbún. aðar og sjávarútvegs, heldur en efling og grózka frumframleiðsl unnar til að fullnægja þörfum iðnaðarins. Það er rétt, að mjólk uriðnaður án mjólkur eða fisk- iðnaður án fisks er óhugsandi. En er ekki einnig óhugsandi að reka landbúnað og fiskveiðar í stórum stíl án þess, að iðnaður- inn taki við drjúgum hluta af hráefninu og umbreyti þvi i markaðshæfa vöru? Hefur iðn- aðurinn ekki einmitt átt sinn stóra þátt í að efla landbúnað og fiskiveiðar? Það má lengi deila um hvor sé háðari hvorum, en það breytir ekki þeirri stað- reynd, að hvor aðili um sig bygg ir starfsemi sína að nokkru leyti á tilveru hins ásamt auð- vitað öðrum þáttum, sem að framleiðslunni standa, þeim að_ ilum, sem dreifa henni og að lokum neytendum, hvaða störf sem þeir stunda. Um aðrar grein ar iðnaðar má segja nákvæm- lega það sama og að ofan getur. Öll framleiðsla er háð því, að einhver vilji kaupa hana og nota og sé iðnaðurinn svo mjög háð- ur t. d. landbúnaði i þessu efni, sem greinarhöfundur heldur fram ,er landbúnaðurinn ekki síður háður iðnaði og gildir þetta auðvitað um samskipti allra atvinnuvega hverrar þjóð- ar og þjóða í milli. Helgi Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.