Morgunblaðið - 08.03.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.03.1961, Blaðsíða 20
20 MORCVTSBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. mar2 1961 „í>ú ættir að hafa komið þeg- ar ég þarfnaðist þín, þegar ég þráði þig. Það er of seint núna.“ Og hún gekk í áttina til Luci- en. Ég sneri mér við til að fara, boginn í baki, bugaður á sál. Þá . . . „Alan,“ kallaði hún, og rödd hennar var lág og blíðleg. ,,A1- an.“ Ég sneri mér að henni og sá, að hún rétti hendurnar í áttina til mín. Ég staulaðist í blindni til hennar til að faðma hana að mér og grafa andlit mitt í síðu, ilmandi hári og finna aftur hinn sæta Arpége ilm. „Mér þykir þetta leitt, voða- lega, voðalega leitt,“ muldraði ég, og hún róaði mig eins og móðir barn sitt. „Við skulum fara í kvöld,“ sagði hún. „Og á morgun verður þetta allt saman vondur draum- ur.“ „En hvað um Lucien?" spurði H- Hún brosti þreytulega: ,,Hann verður ódrukkinn á morgun, hann saknar mín ekki.“ „En reynir hann ekki að fylgja okkur, stöðva okkur?“ „Ég hef sagt þér áður, að hann tilheyri nóttinni, hann hverfur með draumnum." „En ætlarðu ekki að láta nið- ur? Ætlarðu ekki að taka neitt með þér? „Við skulum skilja allt eftir eins og það er. Ég þarfnast vetr- arkápanna minna ekkj framar. Eg hefi liti og bækur í húsinu“. Og hún tók hönd mína i svala hönd sína og leiddi mig til dyr- anna. Um nóttina svaf hún með höf- uðið á öxl mér, meðan lestin þaut í áttina suður til Nizza. Her maður sat á móti okkur og hóst- aði á nokkurra mínútna fresti, en skröltið í hjólunum og brak- ið í vögnunum virtist láta hærra í eyrum en £ nokkurri lest, sem ég hef ferðazt í fyrr eða síðar. Mér var ómögulegt að sofa. Ég gat ekki trúað því, að ég gæti gleymt svo auðveldlega atburð- um síðustu vikna. En höfuð hennar á öxl minni var raun- verulegt, og Francoise opnaði aug un og brosti til mín: „Erum við kornin?" spurði hún. „Déjá?“ „Ég svaf ekki.“ Hún þrýsti hönd mína til að fullvissa mig. „Það lagast, bíddu við, það lagast.“ Við gengum niður frá stöðinni í áttina að torginu. Ég rak aug- un í hafið og tyllti mér á tá til að reyna að sjá meira. í gleði minni byrjaði ég að gleyma. Á meðan við sátum yfir morgun- verði, kruðum og stórum kaffi- krúsum, gleymdist Lucien og hinir eitt augnablik innan um allar hinar nýju hugdettur og áætlanir. „í Eze erum við ná- kvæmlega mitt á milli Monte Carlo og Nizza,“ sagði hún og notaði skeiðina sína og sykur- mola í pappírsumbúðum til að gera kort af ströndinni. Alls staðar á milli eru staðir með kaffihúsum og klúbbum, þar sem þú gætir reynt að fá vinnu. „En ég hef misst banjóið mitt.“ „Ég skal kaupa annað fyrir þig. Þú getur borgað mér aftur, þeg- ar þú ert búin að fá fyrstu laun- in. En....“ Hún snögg þagnaði ,,En hvað,“ sagði ég, og hló í fyrsta skipti í marga daga. „Ég skal samþykkja skilyrði þín, þú kaupir banjóið og ég borga aftur og 10% af öllum hinum vikunum í umboðslaun." „Það er ekki það,“ sagði hún. „Hvað þá?“ „Segðu mér það. Haltu áfram.“ „Það er kjánalegt.“ „Kauptu ekki banjó, kauptu gítar.“ „En — “ „Mér geðjast ekki að banjó. Það er of hörkulegt, það er til að leika hergöngulög og alla þessa krossferðatónlist, sem kom þér í klípu./Ég vil að þú syngir ljóðin um ástina og skóginn. Þeir eru söngvarnir, sem eru þess virði að vera sungnir. Þá syngurðu líka bezt. Þeir eru einu söngvarnir, sem þú ættir að syngja." Og hún varð undarlega áköf, en ég vissi hvað hún hafði i huga. „Allt í lagi,“ sagði ég, „við skulum fá gítar. Og leikum ekki framar Joe Hill“. Við skulum halda okkur við „Barbara AU- en.““ Hljóðfæraverzlun var rétt hjá aðaltorginu, og þar keyptum við fallegan gljáfægðan spánskan gítar úr fögrum svörtum viði. Gripin voru voru úr fílabeini og tónninn var fullkominn, mjúkur, heillandi og æsandi. Ég reyndi nokkra tóna þarna í verzluninni, og þeir virtust færa hana í álög, svo dularfullir og töfrandi voru þeir. Verðið var hátt, en hljóð- færið var svo fallegt, að við urðum að kaupa það. Francoise Ijómaði af ánægju. „Ég gæti aldrei leikið „Johns Browns Body“ á þetta,“ sagði ég henni, „einungis vögguljóð og ástarsöngva.“ Um kvöldið söng ég ástar- söngva og vögguljóð undir euca- lyptus trjánum, sitjandi í mjúku, heitu rökkrinu. Þungan ilm af mímósu lagði upp hæðirnar fyrir léttri hafgolu. Lucien var gleymd ur, Marot og Benoit, allt langt, langt í burtu. Að lokum fórum við inn og upp í langa herbergið, sem hún svaf í. Gluggar voru meðfram öllum suðurveggnum, og þeir opnuðust út á svalir. Þorpið, sem var við hvíta ströndina var hul- ið, svo við virtumst fljóta í loft- inu, þarna sem við stóðum og héldumst í hendur hátt yfir haf- inu. Það var friðsælt og enginn hávaði, nema mjúkur þytur í vindinum í laufinu á silfruðum eucalyptus trjánum. Francoise hallaði sér upp að mér, og í fyrsta skipti fann ég, að ég var orðinn verndari henn- ar. „Þú ert fyrsta mannveran, sem kemur hingað,“ sagði hún mér, „það er að segja vinur, elsk- hugi.“ „Hann kom þá aldrei hingað?" „Aldrei.“ Ég tók fastar um axlir hennar. „Við skulum ekki tala um hann, aldrei aftur.“ Og ég lei-ddi hana inn. Hún dró tjöldin fyrir, svo haf- ið sást ekki lengur. Þau voru úr damaski, þung og skuggsæl. Einn lampi vermdi langt herbergið, í því voru engin húsgögn nema lágt rúm og ein dökk kista. Á gólfinu var þykkt teppi, og eina skrautið, var mynd af henni í kvöldklæðnaði úr gulu silki. Hún minnti mig á þau skiptin, er hún hafði verið í handklæð- inu. „Ég var í þessum kjól í veizlu í Monte Carlo,“ sagði hún, „fyrir stríðið að segja. Rómverskur greifi bauð mér, virkilegur greifi." Ég hló að henni, gekk til henn ar og kyssti augu hennar, því hún var allt í einu svo kjána- lega ung. Hún lagði hendurnar um háls mér og í langan tima stóðum við þétt saman, sögðum ekkert, ánægð með að vera í örmum hvors annars. Ég gat fundið útlínur líkama hennar með mínum, og við hvern andar- drátt virtist hún verða meira og meira hluti af mér. ,,Mér langar til að vera inni í þér,“ hvíslaði hún. „Mig langar til að vera þú.“ Og ég þrýsti henni að mér í táknrænni, bjánalegri tilraun til að sameina okkur. Eftir svolitla stund kyssti hún mig blíðlega og fór til að af- klæðast og baða sig. Ég lagðist á rúmið með hendur undir hnakka og horfði lengi á mynd- ina. Ég heyrði þyt í silki, þegar hún afklæddist og síðan hávaða í vatni. Ég fann furuilm. Hún kallaði úr baðherberginu. ,,Alan, Alan, komdu og talaðu við mig.“ Ég reis úr rúminu og gekk yf- ir til baðherbergisdyranna. Föt hennar voru í hrúgu á hvítum stól og á gólfinu hlykkjaðist sokkur, eins og silkisnákur. „Seztu þarna á stólinn," sagði hún. „Sittu og talaðu við mig.“ Vatnið var dökkgrænt, með lit og ilm furunnar. Hún lá þarna og strauk höndunum eftir grönn um líkama sínum og brosti til mín. „Talaðu þá við mig.“ En auðvitað var það ómögu- legt. Ég gat aðeins starað og dáðst að yndisleik hennar. Eg reis upp af stólnum og kraup við hlið baðkersins til að kyssa votan háls hennar. Hún hafði bundið sítt hárið upp, og endinn dinglaði niður í vatnið. Ég þrýsti munninum að brjóstum hennar, og hún strauk yfir hár mitt og lagði handleggina utan um mig. Þá renndi ég hinni hendinni und ir fætur hennar og lyfti henni upp úr baðinu. Um leið og við tróðunist gegnum dyrnar, í átt- ina að’ íága rúminu, leysti hún bandið, sem hún hafði bundið um hár sér, og það féll niður um axlir hennar og hringaðist um hálsinn. Mig dreymdi að við værum sofandi í vinnustofunni. Allar myndirnar á veggjunum voru orðnar lifandi en ég gat ekki séð myndina af Lucien. Ég leit í áttina að pallinum, þar sem hún málaði á. Þar var hvítur lík- ami á svörtu skinni. En höfuð hans var höfuð Marot. Ég æpti og hristi Francoise, en það var Lucien sem lá við hlið mér. Francoise vaknaði og kveikti. Ég var rennvotur af svita og skalf. „Hvað er að? Hvers vegna æptirðu?" En ég gat ekki sagt henni það. Epilogue Og þannig liðu nokkrar vikur, og við reyndum að láta allt ganga. Stundum vorum við ham ingjusöm. Við fórum í skógar- ferðir, og Francoise málaði með- an ég lá við fætur hennar og lét sólina skína á mig. Við syntum saman við hvíta ströndina og ókum í skröltandi strætisvagns- garminum til Nizza, til mark- aðsins og til að leita að vinnu. En á nóttunni gátum við aldrei verið hamingjusom. Við vorum aldrei róleg aldrei ánægð og eig inlega aldrei ein. Mig dreymdi ætíð hið sama, og hún gat aldrei sefað mig með svölum fingrum sínum og mjúku hvísli. Og það var engin vinna. Næst- um ómögulegt var að fá atvinnu- leyfi, þar að auki var ekki hinn rétti árstími, og í klúbbunum var allt rólegt. Það voru engin rifrildi, engir árekstrar, við viss- um bara að þetta mundi ekki ganga, ég sagði henni að ég yrði að fara. ,,Hvert? Hvað ætlarðu að gera?“ „Ég veit það ekki, byrja aftur, býst ég við.“ . „Með ritgerðina þína?“ Og ég kinkaði kolli. „Eg ætla ekki aftur til Chartr- es, ég ætla að fara suður á bóg- inn, til Ítalíu. Ég ætla að safna meira efni og gera nákvæmari og lengri rannsókn.“ Hún virtist samþykkja. „Ef til vill verður það bezt,“ var það eina sem hún sagði. Hún spurði engra spurninga um, hve- nær ég ætlaði að fara. Nokkrum dögum seinna fór ég niður auða stiginn milli hús- anna, unz ég fann vörubil á leið- inni suður á bóginn. Ég skildi — Hvað er það Hunt? — Úlfur er kominn aftur . . . Þessi vasaklútur var bundinn við hálsband hans! Það er eitt- hvað skrifað á hann . . . Þegar það þornar ætti að vera unnt að lesa það! Á meðan. — Chuc, það er barkarbátur þarna niðri! -— Skoðaðu hann í kíkinum og sjáðu hver það er. við hana sofandi, snerti einungis hár hennar í kveðjuskyni. Ég skildi ekkert bréf eftir, ekkert. Ég vissi að hún mundi skilja. Þegar sólin reis upp bak við hrörltgt hús gamla þorpsins uppi á fjallinu, varð ég skyndilega sáttur við heiminn og byrjaði að flauta og leika á ímyndaðan gít- ar. Og ég vissi hvernig gamla manninum leið, þegar hann kom frá undirheimum og sá aftur stjörnurnar, þennan morgun sem ég hélt suður á bóginn. Equindi uscimmo a riveder le stelle . . . Sögulok. ailltvarpiö Miðvikudagur 9. mar* 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar —• 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik* ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar), 12.50 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp. (Fréttir. — 15.0S Tónleikar. — 16.00 Fréttir, veð« urfr. og tilk. — 16.05 Tónleikar). 18.00 tTtvarpssaga barnanná: „Skemmtt legur dagur** eftir Evi Bögenæf II. (Sigurður Gunnarsson kenn* ari) 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Framhaldsleikrit: „TJr sðgu Fop sytættarinnar" eftir John Gals« worthy og Muriel Levy; IV. kafl| þriðju bókar: „Til leigu". Þýð« andi: Andrés Björnsson. — Leilc stjóri: Indriði Waage. Leigendur; Þorsteinn Ö. Stephensen. Valup Gíslason, Guðbjörg Þorbjarnar* dóttir, Helgi Skúlason, Margrét Guðmundsdóttir, Herdís Þor« valdsdóttir, Baldvin Halldórsson. Kóbert Arnfinnsson. 20.45 Föstumessa í Fríkirkjunnt (Prest ur: Séra Þorsteinn Björnsson, Organleikari: Sigurður ísólfsson) 21.30 „Saga mín", æskuminningar Pad erewskys; V. (Arni Gunnarssou fil. kand.). 22.00 Fréttir og veðurfregnip. 22,10 Passíusálmar (32). 22.20 Upplestur: Tvö œvintýrl frf Lapplandi, skráð af Robert Crott et (Haraldur Björnsson leikarl þýðir og les). 22.45 Djassþáttur (Jón Múli Árnason), 23.15 Dagskrárlok. t Fimmtudagur 9. mar* 8.00 Morgunútvarp (Bæn: Séra ölaf«? ur Skúlason — 8.05 Morgunleik* fimikennari og Magnú* Péturs* son píanóleikari — 8.15 Tónleikap — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikap — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tón« leikar). 12.00 Hádegisútvarp <Tón!eikar. 12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 „A frívaktinni": Sjómannaþáttup í umsjá Kristínar Önnu Þórarinp dóttur. 14.40 „Við, sem heima sitjum" (Vigdíg Finnbogadóttir). 15.00 Miðdegisútvarp (Fréttlp. — 15.01 Tónleikar. — 16.00 Fréttir, veð«‘ urfr. og tilk. — 16.05 Tónleikar). 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyð* Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20,00 Frá tónleikum f Austurbæjar- bíói 15. febr.: Þýzki píanóleikap inn Hans Jander leikur 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Hungurvak*| I. (Andrés Björnsson). b) Lög eftir Bjarna Þorsteinsson, c) Erindi: Hákonarstaðabók og Skinnastaðaklerkar; fyrrl hluti (Bendeikt Gíslason fré Hofteigi.) d) Kvæðalög: Kjartan Hjálmara- son og Jóhann Garðar Jóhannp son kveða. 21.45 íslenzkt mál (Asgelr Blöndal Magnússon cand. mag.. 22.00 Fréttir og veðurfregnip. 22,10 Passíusálmar (33). 22.20 Ur ýmsum áttum (Ævar R. Kvar an leikari). 22.40 „FúgulistinH (Kunst der Fuge) eftir Johann Sebastian Bach; an« ar hluti (Kammerhljómsveit ópep unnar í Dresden leikur; Wernep Egk stjórnar. — Dr. Hallgrímur Helgason skýrir verkið), 23.15 Dagskrárlok. Gerum vil Dílaða krana og klósettkassa. Vatnsveita Revkjavíkur Símar 13134 og 35122 Hreingeming'ar Vanir menn. Höfum þvotta efni á allar tegundir máln. ingu. — Sími 22419.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.