Morgunblaðið - 08.03.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.03.1961, Blaðsíða 16
10 MORGUNBIAÐIÐ Miðvikudagur 8. marz 1961 Tímamót í síidveiðum íslendinga eftir Þorkel Sigurðsson I. Allaft hefur sú hugmynd kom- ið fram, að við íslendingar vær- um of fastheldnár við ýmsar gamlar hugmyndir, í sambandi við aðalatvinnuvegi okkar, svo sem á sviði sjávarútvegsins. Til daemis hetfur þess sjónarmiðs gætt nú á seinni árum, að of mörg ár hefðu menn lagt í þá áhættu, að senda megin hluta bátaflotans á sumarsíldveiðarnar fyrir Norð- urlandi, þrátt fyrir það þótt stór hluti flotans hefði beðið tjón á þeim veiðum, vegna þess hvað síldargöngur hafa orðið enda- sleppar, á Norðurlands- og Aust urlandsmiðum, ár eftir ár. En hvaða hlutverk ætti þá að ætla þeim stóra flota, hefur síður ver ið rætt, enda hafa þessi sjónar- mið ekki náð áð festa rætur, enn þá. Helzt hefur þó verið minnst á sumar- og haustveiðar við Grænland, því á þessu tímabili er varla að vænta sæmilegrar af komu við aðrar fiskveiðar hér við land. En þrátt fyrir misbrest um hag kvæman árangur á sumarsíld- veiðunum, vegna er. dasleppar síldargangar á Norðurlandsmið- um hefur á þessu sama tímabili verið óhemju síLdarmagn fyrir Suður- og Suðvesturlandi haust- og vetrarmánuðina. En þar hefur staðið á því að finna hagkvæman veiðiútbúnað, sem gerði mögu- legt að ná til þeirra óhemju auð- æfa, sem þar eru við bæjardyr okkar, við þau erfiðu skilyrði, sem þar eru fyrir hendi. Fyrir nokkru síðan var ég á fundi þar sem hagsmunamái og fjárhagsafkoma sjávarútvegsins voru rædd. Þar flutti hagfræðing ur Fiskifélagsins, hr. Már Elís- son, ágætis erindi, fræðilegs eðl is, þar sem þau vandamál sem sjávarútvegurinn ætti við að stríða voru rakin, frá ýmsum hiið um. í þeim umræðum, sesm fóru fram á eftir, kom það fram, að mjög kæmi það til álita hvort þjóðarbúinu væri það hagkvæmt að leggja eins mikla áherzlu á síldveiðarnar og gert hefði verið. Þessar umræður urðu til þess, að ég fór að hugsa um þessi mál og rifjaðist þá upp fyrir már, að seinasta áratuginn hefur átt sér stórmerk þróun í sögu síldveið anna, og sjávarútvegsins, hjá ís- lendingum. Sú saga ber glöggt vitni um bjargfasta trú, á þau sannindi, að þegar stefnt er að ákveðnu marki til hagsbóta fyrir þjóðina, þá muni árangurinn fyrr eða síðar verða sá sem að var stefnt. Ég tel að ýmsra ástæðna vegna væri okkur hollt að rifja þá sögu upp, til dæmis þau sjónar mið, er ég drap á í byrjun, að mjög rík ástæða væri til athug unar, á því hvort ekki bæri að ieggja minni áherzlu, en gert hefði verið, á síldveiðarnar. II. Það mun hafa verið á árunum 1950—1953, að íslenzkir sjó- menn og útvegsmenn fóru fyrir alvöru að gera sér fulla grein fyrir þeim feikna verðmætum, sem árlega töpuðust vegna þess að ekki voru fyrir hendi önnur veiðarfæri en reknetin til að veiða með síldina, haust- og vetr armánuðina, þegar sildargöngurn ar komu upp að Suður- og Suð- vesturströndinni á þeim árstíma. Hinn þungi vetrarhafsjór og ó- stöðuga veðurfar, á þeim árstíma útilokaði að nota herpinótina og nótabáta. Þar að auki stóð síidin það djúpt, að þær nætur, sem nótabátarnir gátu borið, voru otf grunnar svo ekki náðist til henn ar, nema rétt í einstökum tilvik um, þegar síldin gekk inn á vík ur og voga, sem fátítt var. Þá var fyrst farið að leita síldarinnar, og fylgjast með göngum hennar. Send voru út sérstök skip til þess. Það fóru margar ævintýra legar sagnir af síldarmagninu. En það voru þó engar ýkjusagnir. Algengt var, að skip sem áttu leið yfir síldargöngurnar fóru yfir samfelLdan vegg síLdar í margar kLukkustundir, með 12 til 15 mílna hraða á klukkustund, og þykktin var frá 25 til 40 m. Á þessu tímabili var formaður Sjálfstæðisflokksins Ólafur Thors sjávarútvegsmálaráðherra. Hann sýndi strax fullan hug á að greiða fyrir síldarleit og síldar rannsóknum með því að styrkja tilraunir með margskonar veiðar færum til síldveiða. Enda er það augljóst mál, að hann hefur haft fullan hug á að greiða fyrir því að sú veiðiaðferð finndist, og þau veiðitæki, sem dyggðu til, að hægt væri að hagnýta þessi ævintýralegu verðmæti, í sem ríkustum mæli. Það voru reyndar margar gerð ir af síldarvörpum, bæði botn vörpur og flotvörpur, en árangur inn varð yfirleitt næsta bágbor inn, nema þá rétt í einstökum til fellum, mjög fáum, sem engin fyrirheit gáfu, svo að hægt væri að byggja útgerð á þeim. Eina aðferðin voru reknetin, sem telj andi árangur gáfu, svo allt virt ist í sama farinu og áður, nema í þeim fáu tilvikum, sem síldin gekk inn á víkur og voga, svo hægt var að taka hana í herpi- nót. En einmitt frá þessu tímabili minnist ég þess að hafa séð það á prénti, haft eftir sjávarút- vegsmálaráðherranum Ólafi Thors, að síldargöngurnar að Suður- og Suðvesturlandinu séu svo geypilegar þegar þær koma á annað borð, að það sé ótæmandi auðspretta. En það hafi ekki tekizt til þessa tíma að hagnýta þá auðuppsprettu nema að mjög litlu leyti. Hinn íslenzki sjávarútvegur og íslenzka þjóðin hafi ekki lengur ráð á því að láta þann auð fara fram hjá sér. Það sé því knýj- andi nauðsyn á því að rannsaka hverskonar veiðarfæri þurfi til þess að ná þessum auð, við þau skilyrði sem fyrir hendi séu, og hverskonar útbúnað þurfi, til þess að hægt sé að nota þau veiðarfæri, og hrífa auðinn úr greipum Ægis. Nú sé verið að athuga það og að enginn vafi sé á því, að okkur muni takast að fá úr því skorið hvernig tæk in þurfi að vera. Þar næst sé að afla þeirra, og þá komi árangur inn á eftir. III. Á meðan þessar athuganir á síldargöngunum og veiðitilraun irnar fóru fram, fór að fréttast að á vesturströnd Bandaríkjanna væri notað eitthvert undratæki á hringnótabátum, sem gerði mögulegt að nota miklu dýpri og lengri síldarnætur, en hægt væri að koma við með nótabát um. því allt væri hægt að gera frá sjálfu síldveiðiskipinu og nota vélaafl þess við allan drátt. Þetta tæki hefur á sjómanna- máli fengið nafnið kraftblökk, og er hin feiknar djúpa og langa nót dregin upp í henni, og allt erfiðið er þar með unnið af vélaafli skipsins. Þar með virt ust möguleikarnir til úthafsveið anna á þessum árstíma vera fyrir hendi, í viðráðanlegu verði. Sem eðlilegt var þurftu menn nokkurn tíma til að sannfærast um það, að hér væri loks fundin lausn sú, sem leitað hafði verið að, til að bjóða byrgin hinum erfiðu aðstæðum við vetrarsíld- veiðarnar, og ná miklu magni af síld úr hinum öflugu síldargöng um þessa tímabils ársins, einnig að með þessu tæki yrðu mögu Leikar á að fjölga mjög veiðidög um sumarsíidveiðanna, fyrir Norðuriandi, þegar sú gyllta sýn ir sig þar að einhverju ráði á annað borð. Það er eðiiiegt að siíkar ákvarð anir þurfi sinn tíma. Kraftblökk in er mjög dýr, og ef hún á að gefa fuilan árangur, þarf langa og djúpa nælonnót, sem er enn þá dýrari, því kraftblökkin skap ar þá möguleika, að hún sé miklu dýpri en þær nætur, sem hægt er að ráða við með handafli, eða í nótabátum, en sá aðstöðumun ur eykur mjög veiðihæfnina við úthafsveiðar. Þá er þörf á, ef að bezti árang ur á að fást, að fá góða fisksjá. Þá þarf kennslu og undirbúnings þjálfun þeirra manna, sem eiga að nota þessi dýru tæki. Mig minnir að menn hafi verið sendir vestur til Bandaríkjanna, til að kynnast tækjunum og læra með ferð þeirra. Fyrir virðingaverða framtaks- semi örfárra útvegsmanna á ár- inu 1959, fékkst dýrmæt reynsla, sem sannaði ágæti þessara tækja bæði á sumarsíldveiðunum, fyrir Norðurlandi og haustveiðunum fyrir Suð-vesturlandi, því þessir menh réðust þá í það að útvega þau. Að fenginni þeirri reynslu, réðust svo allmargirgir í þá miklu fjárfestingu að afla tækj- anna nú fyrir sumarsíldveiðarn- ar. Þar var vissulega að verki sú bjartsýni, sem er nauðsynleg, og er skilyrði fyrir öllum fram- förum. Sennilega munu þau hafa verið sett í um 40 báta nú fyrir sumar- og haustsíldveiðarnar. Svo er það annað mál, að vegna aflabrestsins á sumarsíidveiðun um, varð þessi mikla fjárfesting til að baka eigendunum mikla fjárhagsörðugleika, og hefur ekki staðið á sleggjudómum um hana, og fordæmingu ýmissa, sem ekki standa í striðinu. En þó má bénda á það, að sá hluti bátaflotans, sem mesta sum arveiði fékk, var úr hópi þeirra báta, sem þessi tæki fengu. En síldveiðin í haust og á þessum vetri, hefur sannarlega sannað ágæti þessara tækja. Þar sem nú mun aflamagnið vera farið að nálgast 400,000 til 420,000 tunn ur. Verðmæti þessa afla upp úr sjó er talið nema 48,000,000 til 50,000,000 króna, en útflutnings verðmætið allt að 150,000,000 kr. Þar sem reknetaveiðin nú í haust, og í vetur, hefur algjör lega brugðist, þá eru þessi verð- mæti algjörlega því að þakka að menn höfðu framsýni og fram- kvæmdarhug til að afla þessara ómetanlegu tækja, þrátt fyrir erf iðann fjárhag. Ég vil í því sam bandi taka undir þau orð hins gagnmerka útvegsmanns, hr. Haldar Böðvarssonar, á Akra- nesi, „aff sveltur sitjandi kráka en fijúgandi fær“. Þessir menn eiga því þakkir skiiið fyrir fram sýni sína. Sömuleiðis allir þeir, sem hafa unnið hin ómetanlegu rannsókar- og undirbúningsstörf. í því sambandi vil ég og minna á orð sjávarútvegsmálaráðherr- ans, Ólafs Thors, sem ég gat um hér að framan að okkur mundi takast að finn tæki og veiðar- færi, sem dyggðu til að ná Faxa- flóasíldinni, og að þegar þau væru fundin, yrðum við að afla tækjanna. Þá myndi okkur takast að ná til hinna gífurlegu auðæfa, sem síldargöngurnar að Suður- og Suðvesturlandinu fælu í sér. Ég vil vekja athygli á því, að hér hafa þau tímamót orðið, sem hann í framsýni sinni hafði trú á að myndu koma í sögu síldveið ana. Vegna hinna miklu fjárhags- örðugleika, sem þessi mikla fjár festing á seinasta ári hafði í för með sér, og öðrum fjárhagsörðug leikum útvegsins frá undangengn um árum, var talið nauðsynlegt að koma upp sérstökum lána- flokki, sem miðar að því að breyta lausum og áföllnum stutt um lánum í föst og hagstæð lán, til hæfilega langs tíma, svo þessi aðalatvinnuvegur þjóðarinnar hafi möguleika til eðlilegs starfs friðar vegna fjárhagsaðstæðna. Þetta er því nauðsynleg og eðli leg ráðstöfun svo langt sem hún nær. En mér virðist að gera þurfi þeim mönnum kleyft, sem ekki hafa ennþá aflað þessara tækja, en ætla að gera það, að koma því í frmkvæmd, þannig að þeir fengju til þess aðgang að hinum hagstæða lánaflokki, eins og þeir nú fá, sem fengið hafa þau út á hegningarvíxla. Þá erum við trúir því hlutverki sem ég drap á í byrjun, að þegar við hefðum sannreynt hvaða tæki dyggðu til að ná hluta af hinum auðugu síldargöngum að Suður- og Suðvesturströndinni, yrðum við að afla þeirra tækja en til þess að það sé hægt, yrði að gera mönnum það kleyft, með hag- kvæmum lánum. IV Á þeim fundi er ég gat um í upphafi máls míns, bar ég fram fyrirspurn um þetta atriði, en því var svarað á þann veg, að bað yrði að vera málefni bank- anna. Því var einnig bætt við, að það kæmi mjög til álita, hvort hagkvæmt væri fyrir þjóðarbúið, að ýta undir menn, að vera að gera jafn marga báta út á síld- veiðar og gert hefði verið. Engin frekari skýring var á þessu gefin, t.d. ekki hvort með því sem sagt var um hlutdeild bankanna þýddi það, að þessi nýji lánaflokkur hefði lokið hlut verki sínu, þegar búið væri að ganga frá þegar áföllnum skuld um, eða hvort það þýddi það, að menn yrðu að sjálfsögðu áð sækja um þau lán til bankanna, eins og venja er til, eða með öðrum orðum, að lánaflokkurinn yrði til staðar til þeirra hluta, fyrir þá menn. sem ætluðu á eftir að fá sér þá í báta sína, ef bankarnir vildu veita þeim mönnum iánin, sem fullnægðu vissum skilyrð- um. Gagnvart því atriði, að það komi mjög til álita hvort rétt væri með tilliti til hagkvæmnii þjóðarbúsins, að halda áfram að gera út bátaflotann til síldveiða í jafn ríkum mæli og gert hefði verið, vil ég aðeins minna á það, sem hér hefur verið drepið á fyrr. Áð síldargöngurnar eru svo gífurlegar á haust- og vetrar- mánuðunum, að ef okkur tekst að hagnýta þær í auknum mæli, þá getur orðið um svo mikil verð mæti að ræða, að slíkt höfum við ekki áður séð, nema að mjög litlu leyti, og að það sé hindrað munu framsæknir og dugmiklir menn ekki geta sætt sig við. Nú telja menn sig vera búna að finna leið ina að ná til auðæfanna og munu ekki sætta sig við annað en að fá tækifæri til að reyna að kló festa þau. Haustveiðarnar hafa sannað þeim það, og allri þjóð- inni, og þeir sem standa í þessari baráttu munu krefjast þess að fá sömu möguleika og þeir, sem þeg ar eru búnir að fá tækin. V. Hér set ég svo aff lokum niffur stöffurnar, í stórum dráttum, frá haust- og vetrarsíldveiðunum, til hægðarauka, við athugun um þjóðhaglegan ávinning við tæk Frádráttur alls kr. 155.000. Þá er kostnaður á bát nettó krónur 630.000. Fyrir 40 skip sem búin eru að fá tækin er kostnaður kr. 25.200.000. Nú ér útflutnings, verðmæti haust- og vetrarsíld. veiðanna allt að kr. 150.000.000 svo tækin hafa skilað þjóðarbú, inu ea. 115.000.000 milljónum fram yfir útlagðan kostnað til tækjanna. Þó er sagan ekki að fullu sögð, því stór hluti stofnkostnað, ar liggur í innlendri vinnu og umboðslaunum, sem koma því ' til góða á öðrum sviðum. Miklu auðveldara verður að leita uppi síldina, með því að hafa nótina tilbúna til köstunar frá skipinu, og með fisksjána í gangi, til að fylgjast með stefnu. breytingum síldarinnar, áður en byrjað er að kasta nótinni. Það er einnig hægt að fara yfir mik, ið stærra svæði, en þegar nótin er í bátunum. Allt þetta eykur mjög leika um góðan árangur. Hins vegar verður einnig að geta þess, að revnsian frá þessu ári sannar það áþreifanlega að þessi tækl eiga ekkert erindi í skipin, nema að þeir sem með þau eiga að fara, hafi aflað sér fyilstu þekk- ingar. og sýnt hæfni sína um kunnáttu í meðferð þeirra. Þá má einnig geta þess að Sig. urður Sveinbjörnsson vélsmiður, hefur nú hafið framleiðslu á vökvadrifnum rúlluútbúnaði, sem hugsaður er til að taka við því hlutverki, sem kraftblökkin hefur. En sá útbúnaður er ca. 100.000 krónum ódýrari en kraftblökkin, eða um 80 til 100.000 krónur niðursettur í skip ið. Það er tengt við sama vökva kerfi og línuvindan og þilfars. vindan, er tengd við i skipunum, og er því tiltölulega auðvelt eð fá drifaflið. Það hefur verið hugsað svo að þetta yrði mjög hagkvæmt fyrir minni skipin, en hin dýra og margbrotna kraft- biökk yrði þá notuð á þeim stærri. Það er nokkur reynsla fengin fyrir þesum útbúnaði, sem gefur góð fyrirheit um framhaldið. Hinsvegar er ennbá unnið að því að endurbæta út. búnaðinn, sem gengur í þá átt að minnka tækið, svo það verði auðveidara í notkun og þægi- legra að koma því fyrir í skip- unum. Ef til vill gefst síðar tækj færi tii að gera því betri skil. Reykjavík, 18. febrar 1961. Þorkell Sigurffsson. WD PARÍS er borg lista- mannanna. PARÍS er einnig fræg fyrir tízkuna. Allar frægustu tízkudömur þekkja LANCÖME “ le parfujneur de Paris " Kostnaður á skip vegna tækjanna nam eftirfarandi: 1. Kraftblökkin niður sett í skipið .... kr. 200,000) 2. -Nælon síldarnótin, meðalverð ........ — 435,000) kr. 785,000 3. Fisksjáin niðursett í skipið ......... — 150,000) Til frádráttar kemur: Verð nótabáta ........................... — 120,000) Lækkun á vátrygg. nótabáta og nótar — 35,000) kr‘ l55’000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.