Morgunblaðið - 08.03.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.03.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVNRLAÐ1Ð Miðvikudagur 8. marz 1961 Vinnuveitendur mæla með samstarfsnefnd- um og ákvæðisvinnu í MORGUNBLAÐINU í dag er leiðari undir fyrirsögninni „Svar Vinnuveitenda“. Það er ekki ætlunin að svara leiðara þessum efnislega, en vér viljum að gefnu tilefni hér með leyfa oss að senda heiðruðu blaði yðar til birtingar meðfylgjandi tillögur til breytinga á fyrri samn ingum, sem Vinnuveitendasam- band íslands afhenti samninga- nefnd Verkamannafélagsins Dags brúnar á viðræðufundi 24. febr. sl. og Vkmf. Hlíf 1. marz sl. og einnig hafa fulltrúum annarra verkam.annafélaga verið afhentar tillögurnar. Tillögur þessar miða að bættri nýtingu hráefna, atvinnutækja og vinnuafls með margvíslegri vinnuhagræðingu, breytingu á launakerfum o.fl., sem skapað gæti grundvöll bættra lífskjara í framtíðinni. Segja má að tillögur þessar hafi verið ræddar hvert sinn, sem samið hefur verjð undanfarin ár. Samvinnunefnd Alþýðusam- bands íslands og Vinnuveitenda- sambands íslands, sem starfað hefur um nokkurt skeið hefur með bréfi dags. 17. febr. sl. sent ýmsum samtökum vinnuveitenda og launþega tillögur um regl- ur fyrir samstarfsnefndir vinnu- veitenda og launþega innan ein- stakra fyrirtækja og mælt með að slikum samstarfsnefndum verði komið á fót í svo mörgum fyrirtækjum, sem fært þykir. Skipun slíkra samstarfsnefnda hefur einnig borið á góma í við- ræðunum við Vkmf. Dagsbrún. Um kauphækkanir almennt og framtiðarlausn leyfum vér oss að visa til ályktunar fjölmargra vinnuveitendasamtaka, sem sam- þykkt var á fundi samtakanna 12. jan. sl., og greinargerðar þeirra um gildi kauphækkana sl. 15 ár, sem heiðruðu blaði yðar var hvorttveggja sent og víða hefur verið birt. Reykjavík, 7. marz 1961. Virðingarfyllst, Vinnuveitendasamband íslands. Björgvin Sigurðsson. Till. Vinnuveitaendasambands tslands til breytinga á fyrri kjara samningum Vkmf. Dagsbrúnar, afhentar á viðræðufundi 24. febrúar 1961 Ný flutningalína Sé unnið utan eftirgreindrar iínu, er skylt að flytja verkamenn til og frá vinnustað í vinnutima. Lína þessi afmarkast frá Grafar- vogi í beinni stefnu eftir Kross- mýrarvegi, í vegamót hans og Mosfellssveitarvegar. Frá þeim stað beina stefnu í hornalínu bæj- arlandsins (Blesugróf) og þaðan á mörkum bæjarlandsins til sjáv ar (Fossvogslækur). Innan þess- arar línu telst einnig Seltjarnar- nes. Ákvæðisvinna Ákvæðisvinna er heimil, ef vinnuveitandi nær um það sam- komulagi við meirihluta starfs- manna sinna. Þeir, sem vinna ákvæðisvinnu, skulu þó aldrei bera minna úr býtum fyrir unninn tíma en tíma- kaupsmenn samkvæmt 5. gr. Ef þeir, sem vinna ákvæðis- vinnu, starfa að öðru en því, sem samið er um samkvæmt sérstök um ákvæðisvinnusamningi eða öðrum viðurkenndum reglum á vinnustaðnum, skal greiða þeim fyrir það tímakaup samkv. 5. gr. Heimilt er ennfremur að greiða kaup samkvæmt öðru launafyrir- komulagi, en greint er í samningi þessum, en verkamenn skulu þó aldrei bera minná úr býtum mið- að við unna klukkustund en greitt yrði samkvæmt ákvæðum 5. gr. um tímakaup. Afvinnsla Hafi verkamaður unnið af sér heilan dag eða hluta úr degi, styttist ekki við það eftirvinnu- tími sá, er samningur þessi gerir ráð fyrir, samanlagt á viku. Aldrei skulu þó unnar fleiri en þrjár eftirvinnustundir á dag. Dagvinnutími Inn í samningana verði tekin ákvæði um að vinnuveitanda sé heimilt að haga vinnutíma þann- ig að dagvinna sé unnin einhvern tíma á tímabilinu kl. 6—18. Vaktavinna Vinnuveitanda er heimilt að viðhafa vaktavinnu og greiðist þá vaktaálag sem hér segir: Fyrir tvískiptar vaktir 15% ál. Fyrir þrískiptar vaktir 25% ál. Álag þetta miðast við að vaktir séu gengnar alla venjulega sunnu daga. Sé ekki unnið á sunnudög- um, skal vaktaálagið vera 12% fyrir tvískiptar og 18% fyrir þrí- skiptar vaktir. Miðað er við að unnin sé sami klukkustundafjöldi og í venju- legri dagvinnu. Vöktum skal skipt vikulega nema að samkomu lag verði um annað við meiri- hluta vaktavinnumanna. Vaktavinnuálagið fyrir tví- skiptar vaktir miðast við að ekki sé unnið á tímabilinu kl. 24.00 til 6.00. Falli tvískiptar vaktir á það tímabil hálft eða meira, skal greiða sama álag og fyrir þrí- skiptar vaktir. Annars skal greiða sérstaklega fyrir þann tíma, sem unninn er á þessu tíma bili, með venjulegu dagvinnu- kaupi að viðbættu 100% álagi. Á öllum helgidögum, öðrum en veniulegum sunnudögum, skal greiða alla vinnu með tvöföldu venjulegu dagvinnukaupi, svo og á samningsbundnum frídögum, þótt vaktafyrirkomulag sé við- haft, heimilt er að veita einn frídag fyrir slíka daga og fellur þá kaupgreiðsla niður. Vaktavinnumaður, sem vinnur utan sinnar vaktar í beinu fram haldi af vaktinni, skal hafa eftir- Frh. á bls. 23 TJm áramótin tók Leikfélag Reykjavíkur til sýningar ís- lenzkan skopleik eftir Jökul Jakobsson. Sýningar eru orðn ar 15 og hefur oftast verið fulit hús. Hel'gi Skúlason setti leikinn á svið og Jón Ásgeirs son, tónskáld hefur samið tón list, sem leikin er milli atriða. Meðfylgjandi mynd sýnir ung frú „alheims“ nýkomna úr ferð umhverfis hnöttinn, frá því að auglýsa undrasælgætið PÓKÓK, en einkaritari Bram lans forstjóra horfir undrandi á þegar hún rífur af sér skóna og lýsir því yfir „að hún vilji ekki vera fegurðardrottn ing fyrir fimm aura“ fSigríð ur Ha'galín og Guðmundur Pálsson). Næsta sýning er í kvöld kl. 8,30. • Eftir Guðrúnu skáldu í Lesbók Mbl. sl. sunnudag er birt gömul vísa, sem höfð er eftir konu nokkurri, er kom inn í verzlun í Keflavík til Ólafs Norðfjörðs, verzlun- arstjóra þar. Nafn konunnar er ekki getið, en vísan er svona: Nú er ég kominn, Norðfjörð góður, nægilegt með sálarfóður, en það dugir ekki samt. Líkaminn þarf líka fæðu, löngum mér það eykur mæðu, mjög að borða mér er tamt. Kvelur jnig helzt kaffileysi, kúri ég ein í bæjarhreysi, allt er hér í veröld valt. Ekkert korn ég á til heldur — Ólafur Norðfjörð þessu veldur. Verst er þegar vantar allt. Þessa vísu hefi ég heyrt eftir Guðrúnu Pálsdóttur skáldu, sem uppi var á 19. öld og þótti mikið kraftaskáld. Sú sem fór með þessa vísu fyrir mig hafði hana eftir móður sinni. Hún kunni að- eins fyrri vísuna, en mundi að þær voru fleiri. Fyrri vís- an var alveg eins og hún birt_ ist í Lesbókinni, nema hvað síðustu hendingarnar voru svona: Líkaminn þarf líka fæðu, sem löngum eykur sorg og mæðu. Mér að borða mjög er tamt. • ^ar^talm^ákvæða^ skáld Guðrún Pálsdóttir, sem vís. an er höfð eftir, var dóttir sr. Páls skálda. Hann hafði orð fyrir að vera mikið krafta- skáld og trúðu menn því að hún hefði erft þá eiginleika af honum, svo heppilegra þótti að hafa hana^ með sér en móti. Ragnar Ásgeirsson hefur skrifað um Guðrúnu í Skruddu og Þórður Tómasson í Sagnagesti. Guðrún var fædd að Saur- bæ í Holtum á öðrum tug 19. aldarinnar, en fluttist ung með foreldrum sínum til Vestmannaeyja, er faðir hennar fékk veitingu fyrir brauði þar. Þar giftist hún Ólafi Guðmundssyni, bónda og smið, og bjuggu þau um skeið á Kirkjubæ. Þau skildu samvistum 1854, og seinna gaf Guðrún þessa skýringu á því: Gat ég aldrei geð mitt fellt við gamla þursann. Hann var líka heldur leiður, með hundalund og stundum reiður. Eftir að Guðrún skildi við ☆ FERDINAMR i 1 I "éorL Ólaf, mun hún hafa flækzt víða um Suðurland, en sjald- an verið lengi um kyrrt. Heim sótti hún vini og kunningja víða um sveitir. Guðrún mun hafa verið skapstór og brást reið við ef henni var ekki sinnt sem skyldi. Launaði hún fyrir sig með kveðskap eða hefndi ef hún reiddist. Þótti því betra að hygla að henni góðu. Árið 1876 kom Guðrún aft- ur til Vestmannaeyja, heilsu laus og nærri blind, og var eftir það á sveitaframfæri, en hélt til lands á sumrin og hé’t áfram að flækjast milli bæja á Suðurlandi. í Vestmanna- eyjum bjó hún í kofa sem nefndur var Kuðungur. Viku margir góðu að henni og sjó- menn færðu henni oft í soðið, þegar þeir komu úr róðri. Er sagt að þá hafi þeir látið fisk detta úr hendi sér og hafi Guðrún heyrt á hljóðinu hvaða tegund fisks það var, — Nú ertu með þorsk, sagði hún þá. Nú ertu með lúðu o. s. frv. Svo mikil trú var á Guðrúnu sem ákvæðaskáldi, að árið 1888, þegar ís fyllti Vestmannaeyjarhöfn og til vandræða horfði, þá var Guð rún fengin til að kveða burt ísinn og þremur dögum seinna á ísinn að hafa verið horfinn. Þetta var sem sagt Guðrún sú, sem ég hefi heyrt nefnd- an höfund að vísunni í Les- bókinni. •^Kaffileysið^verst Vísa nokkur úr ljóðabréfi, sem Guðrún sendi eitt sinn Árna Filipussyni í Ásgarði, styður það einnig að hún hafi ort fyrrnefnda vísur, því þar talar hún um að sér þyki kaffileysið verst. Illt er margt A ýmsa hhð, aumt er bæjarhreysið, en bágast er að búa við bölvað kaffileysið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.