Morgunblaðið - 08.03.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.03.1961, Blaðsíða 15
Miðviltudagur 8. marz 1961 MORGTJNBLAÐIÐ 15 Hún átti sinn þátt... ÞAÐ varð ekki þessi kvik- mynd, sem varð Clark Gable að bana, en hún átti sinn þátt í andláti hans. Það var heldur ekki þessi kvikmynd, sem eyðilagði hjónabandið Monroe — Mill- er, en hún átti sinn þátt 1 því. The Misfits er kvikmynd, sem er og á lengi eftir að verða mikið umtöluð — mikið gagnrýnd og mikið lofuð — og ástæðurnar liggja í augum uppi. Fyrst og fremst þáttur hennar í dauða Gables og skiln aði Monroe en einnig sökum þess, að hún er að margra áliti bezta mynd Gables. En taka kvikmyndarinnar reyndist Gable um of — hann var ekki ungur lengur, og læknar hans höfðu margsinnis aðvarað hann um að forðast of mikla líkamlega áreynslu. En hnn var staðráðinn í því að gera sitt bezta í þessari mynd og því neitaði hann afdráttar- laust að staðgengill yrði feng- inn til að leika erfiðustu atr- iðin — eins og til dæmis atriði, þar sem kúrekahetjan er að temja villta hesta. Taka þess atriðis tók margar klukkustundir í brennandi sól arhita — og hestarnir voru raunverulega villtir. Gable kvaðst geta gert þetta — hann hefði gert það áður, — en hann gætti þess ekki, að hann var ekki ungur lengur. Og Marilyn — jú Arthur Miller hafði sjálfur skrifað hlutverkið fyrir konu sína — og þar' var margt sem skír- skotaði til eðlis og skaplyndis hennar. Einnig lagði hún sig alla fram. Kvikmyndatakan og eftirfarandi skilnaður urðu henni um megn og nú er hún sjúklingur á sjúkrahúsi. Meðfylgjandi myndir tók maður nokkur, sem fylgdist með kvikmyndun The Misfits. Önnur sýnir þau Gable og Monroe í leikatriði, en hin sýnir Gable að lokinni kvik- myndun eins atriðis. — Ör- þreyttur miðaldra maður, sem aðeijis á nokkra daga ólifaða. ★ Mafareifrunin alvarlegri en gert var ráð fyrir Líkur á bótakröfum gegn D Angleterre Nýr gangsetningarvökvi ó vélar A F.öSTUDAG var fréttamönn um þoðið í vélasal Vélskól- ans, en þar sýndi umboðsmaður íranska fyrirtækisins Procombur í París, Reinhard Lárusson, nýj »n gangsetningarvökva frá fyrir tækinu, sem auðveldar gangsetn kigu allra véla. Gerði Jóhann Pétursson yfirkennari tilraunir með að sprauta vökva þessum á vélar sem ekki vildu í gang og virtist Það gefast mjög vel. M.a. voru viðstaddir þessa sýningu Gunnar Bjarnason, skólastjóri Vélstjóraskólans og C. H. Cocher et, verzlunarfulltrúi Frakka hér á landi, Gangsetningarvökvi sá sem hér um ræðir inniheldur viss kemísk efni, sem flýta fyrir íkviknun í eprengirúmum véla og þá gang eettningu þeirra, benzínvéla jafnt sem dieselvéla. Er hann því not aður jafnt á allar bifreiðar, traktora, jarðýtur, bátavélar, Ij ósavélar, skellinöðrur o. s. frv. Vökvinn er þannig notaður að tionum er ýmist dælt með mis- mundand gerður dælna, eftir því iuu hverskonar vél er að ræða hverju sinni eða honum er úðað með handsprautum og þá gegn um lofthreinsara vélanna. í öll um tilfellum er nauðsynlegt að vökvinn komist sem auðveldast og skjótast inn í sprengirúm viðkomandi véla. Til þess að svo megi verða fylgja hinum ýmsu gerðum af dælum og handspraut um leiðslur og ventlar, sem tengd ir eru við soggreinar vélanna. Notkun gangsetningavökvans hefur ýmsa kosti. Vökvinn gerir gangsetningu allra véla mjög auð velda jafnvel við hinar erfið- ustu aðstæður í miklum kulda og raka. Oft eru rafgeymar ekki í sem beztu ásigkomulagi og með litlu rafmagni og horfir þá til hagræðis, að vélin sé fljót í gang og sparast rafgeymirinn við það, svo og ræsir vélanna. Með því að vökvinn flýtir fyrir gangsetningu vélanna, núa stimplar vélanna ekki sylindersveggina án olíu um of og af því leiðir svo aftur það, að ending vélanna verður meiri. MATAREITRUNIN, sem hinir norrænu stjónmálamenn fengu í boði íhaldeflokksins danska á D’Angleterre, virðist hafa verið ennþá alvarlegri en í fyrstu var gert ráð fyrir. Þannig er skýrt frá því í dönskum blöðum s.l. miðvikudag, að nokkrir þeirra, sem veiktust, séu ennþá veikir á heimilium sínum og fáeinir eru ekki ennþá orðnir svo hress ir að þeir hafi getað ferðast heim. Þeir liggja ennþá veikir á gistihúsum í Kaupmannahöfn undir læknisumsjón. Einn þing- maður hefur verið svo veikur að nánustu ættmönnum hans var stefnt til Kaupmannahafnar frá Noregi. Sólarhringshríð í Styhkishólmi STYKKISHÓLMI 6. marz. Hér Ihefur verið snjókoma, látlaust síðan á sunnudagskvöld. Ér kom inn hér töluverður snjór. Eins og stendur er ófært til Reykja- víkur. Bíllinn úr Grafarnesi fór ekki til Reykjavíkur um helgina. Snjó hefur dregið í skafla. Eink um var hríðin mikil i nótt. Hvergí sér á dökkan díl hér í dag. — Ámi. Þingmennirnir hafa haft mfkíl aukaútgjöld af þessum veikind um og eitt dönsku blaðanna skýr ir frá því að sumir þeirra hafi í hyggju að gera bótakröfur gegn Hótel D’Angleterre. ÖU rannsókn á orsökum eitr unarinnar reyndist ómöguleg vegna þess að matarleifunum hafi verið kastað Línubátarn- ir með 3 00 tonn ÓLAFSFIRÐI, 0. marz. Bátarnir eru nú hættir línuveiðum og hef ur einn bátur þegar lokið fyrsta róðri með net og var aflinn mjög góður. Afli línubátanna, frá ára mótum er alls um 430 tonn. Er hæsti báturinn Guðjón með um 150 tonn 1 30 sjóferðum, Einar Þveræingur með 140 tonn í 29, Ólafur Bekkur 80 tonn í 24 sjó ferðum og einn útilegubátur Sæ- þór er með 60 tonn. Guðbjörg heitir sá bátur er byrjaður er á netaveiðum. Fékk hann 17 tonn af fiski í fjórar trossur eftir eina nótt. Þykja þetta góð tíðindi og menn eru bjartsýnir. —Jakob.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.