Morgunblaðið - 08.03.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.03.1961, Blaðsíða 17
Miðvik'udagur 8. marz 1961 M ORCrNBLAÐlÐ 17 ..-— W Sjötugur i dag: Jón Hafliðason, JÓN Hafliðason fulltrúi í Völ- undi á sjötugsafmæli í dag. Því inunu fáir trúa, er sjá hann, ung- legan og kvikan á fæti, ganga um götur bæjarins, en kirkjubækur segja víst ekki ósatt. Jón réðist til starfa hjá Timb- urverzluninni Völundur h.f. þann 16. maí 1916 og hefur hann unn- ið þar ætíð síðan, fyrst sem gjald keri en síðan sem fulltrúi. Það eru ekki mörg fyrirtæki hér í bæ, sem hafa átt því láni að fagna, að hafa slíkan starfs- mann sem Jón Hafliðason í sam- fellt fjörutíu og fimm ár, sem jafnt vinnuveitendur og við- skiptamenn hafa borið fullt traust til sakir alþekktrar lip- urðar og áreiðanleika í öllu smáu sem stóru. Jón hefur alltaf látið sig hag og viðgang fyrirtækisins miklu skipta og lagt sig allan fram til að gera viðskiptamönnum þess til hæfis og leysa hvers manns vanda. Hann hefur án efa tekið nærri sér hve erfitt það hefur verið síðustu tvo áratugina, að veita þá þjónustu, sem verzlun hefði þurft að geta veitt, en ver- ið ókleift vegna allskonar hafta og takmarkana, sem ríkisvaldið hefur lagt á verzlunarstéttina þessi umræddu ár. Jón ólst upp við það viðhorf og kynntist því fyrstu starfsár sín, að verzlun væri fyrst og fremst þjónusta við viðskipta- mennina og bera störf hans og framkoma þess vi’tni enn í dag. Ef til vill sést nú fram á þá tíma, að verzluninni verði aftur gert kleift að_ veita viðskiptamönnum svipaða þjónustu og á þeim ár- um. Mörgum er kunnugt hve lengi Jón Hafliðason og Sveinn M. Sveinsson störfuðu saman í Vö- lundi og hve samstarf þeirra í 35 ár, var náið og gott ,og ekki hef- ur samstarfið við okkur bræð- urna, syni Sveins, verið síðra. Það er ljúft á slíkum degi að fá að þakka þá tryggð og vin- áttu, sem hann hefur sýnt for- eldrum mínum og okkur systkin- unum frá því að við fyrst mun- um. Um leið og við berum fram beztu heillaóskir á sjötugsafmæl- inu, vonum við að fá sem lengst að njóta starfskrafta Jóns og góðra ráða. Haraldur Sveinsson ★ JÓN HAFLIÐASON fulltrúi Timburverzlunarinnar Völundar h.f. er sjötugur í dag. Hann er fæddur á Jófríðarstöð um í Hafnarfirði 8. marz 1891, og eru ættir hans raktar langt aft- ur í aldir til athafnasamra og merkra manna. Foreldrar hans, hin gagnmerku hjón, Hafliði Þorvaldsson verzlunarmaður og Þóra Jónsdóttir, er þar bjuggu þá, voru bæði búin miklum mannkost um, enda vinsæl og virt af öllum, er þeim kynntust. Eignuðust þau tvö börn, Jón og Kristínu, er dó 16 ára að aldri. Hafliði var fædd ur á Flankastöðum á Miðnesi, en fór ungur í fóstur til Þórarins Böðvarssonar prófasts og alþingis manns í Görðum á Álftanesi, fjöl Jiæfs gáfumanns, og ólst þar upp til fermingaraldurs. Réðist þá til Þorsteins Egilssonar kaupmanns í Hafnarfirði og starfaði um langt árabil við verzlun hans. Þóra var fædd í Hafnarfirði og uppal in þar, en faðir hennar var einn hinna kunnu bræðra frá Lofts- Stöðum í Flóa á þeirri tíð. Þau hjón bæði urðu háöldruð og lét ust hér í bænum fyrir nokkrum árum, hann nokkru fyrr. Jón naut mikils ástríkis for- eldra sinna, og á hann hinar dýr ustu minningar um þau. Það má með sanni segja, að hann var þeim jafnan góður og umhyggju eamur sonur eins og vænta mátti #f slíkum drengskaparmanni. Aldamótaárið fluttist Jón með foreldrum sínum til Patreksfjarð *r. Gekk hann þar í barnaskóla, og var fermdur í Sauðlauksdal af séra Þorvaldi Jakobssyni, mikl- um lærdóms- og kennimanni. Jón vildi leita sér frekari menntunar, enda stóð hvorki á hvatningarorðum foreldra né fjárhagslegum stuðningi, þótt af litlum efnum væri að taka hjá þeim eins og flestum öðrum á því tímabili. Sjálfur var hann snemma vinnusamur, og þessi ár, frá tólf ára aldri, vann hann sér nókkuð inn við margs konar störf á sjó og landi, ennfremur vann hann um skeið við verzlun Björns Olsen á Vatnseyri. Þá þegar ein kenndust störf hans af dugnaði og trúmennsku svo sem ætíð síðan. Fermingarárið 1905 hélt hann til Hafnarfjarðar, settist í Flens- borgarskólann og lauk þar gagn fræðaprófi 27. marz 1907. Árið 1908 fluttist Jón, ásamt for eldrum sínum, hingað til bæj- arins. Næstu árin stundaði hann verzlunarstörf hjá P. J. Thor- steinssyni & Co., bæði hér í bæn- um (,,Godthaab“) og Hafnarfirði. Haustið 1911 settist hann í Verzlunarskóla Islands, og braut skráðist þaðan 2. maí 1913, og var hann efstur (dúks) á burtfarar- prófi. Að námi loknu réðist hann til verzlunar B. H. Bjarnasonar í Aðalstræti hér í bænum og vann þar næstu árin, þar til í maí 1916, er hann réðist til Tibur- verzlunarinnar Völundar h.f. Þar hefur hann starfað óslitið síðan eða um nærfellt 45 ára tíma- bil við ágætan orðstír. Er það óvenju langur starfstími hjá einu og sama fyrirtækinu, enda nýtur hann og hefur jafnan notið ó- skoraðs trausts jafnt yfirmanna sinna sem undirmanna, að ó- gleymdum viðskiptamönnum verzlunarinnar, sem meta mikils Ijúfmannlegt viðmót hans, orð- heldni og margskonar greiða- semi. Allmargir minnast og hollra ráða hans, sem veitt voru af glöggum fjármálamanni og mann vini, á stundu erfiðleika. Þrátt fyrir mikið starf og eril- samt í „Völundi", hefur Jón jafn an verið mikill félagshyggjumað ur og tekið virkan þátt í margs- konar félagsstarfsemi. Hann er m. a. í Fóstbræðrafélagi Fríkirkj unnar, Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur og Oddfélagaregl- unni. Mest mun hann samt hafa starfað innan vébanda Góðtempl arareglunnar. Ungur að árum var hann þátttakandi í stofnun bind- indisfélags á Patreksfirði, er síð ar var breytt í góðtemplarastúku. Um skeið var hann félagi stúkunn ar Daníelshers nr. 4 í Hafnarfirði. Hann var einn af stofnendum stúkunnar Fróns nr. 227 hér í bænum hinn 10 desember 1927, og hefur skilað þar miklu starfi og árangursríku þau rúmlega 33 ár, sem stúkan hefur starfað. Þar fulltrúi höfum við starfað saman um 25 ára skeið, og hefur sú samvinna öll verið hin ánægjulegasta. Hef er hann jafnan verið fulltrúi stúk unnar á þingum Reglunnar. Hann hefur tekið öll stig Reglunnar og er heiðursfélagi í stúku sinni, Umdæmisstúkunni nr. 1 og Stór- stúku íslands. Stórgjaldkeri hef ur hann nú lengi verið í Stórstúk unni. Jórt er léttur í lund, snyrti- menni mikið, en lætur lítið yfir sér. Hann býr yfir hóglátri gam ansemi, en bak við rólegt dag- far hans búa næmar til- finningar og skaphiti. Þó hefur hann ekki átt í útistöðum við sam ferðamenn sína, heldur hlotið vin sældir þeirra og virðingu, enda trölltryggur. Hann er fróðleiks- gjarn og les mikið og ann fögrum listum, sérstaklega tónlist. Jón Hafliðason er tvíkvæntur, báðar konurnar gæddar miklu at gervi. Hafa þær báðar búið manni sínum fagurt heimili, þar sem gestum hefur verið fagnað og þeim veitt af rausn. Fyrri konu sinni, Ingibjörgu Þorláksdóttur, kvæntist Jón 14. ágúst*1915, en hún lézt hér í bænum árið 1940, eftir 25 ára farsæla sambúð þeirra hjóna. Eignuðust þau fjögur börn. Tveir drengir þeirra dóu á bernskuárum, en á lífi eru þessi tvö börn: Hafliði Þórir píanóleik ari, sem kvæntur er Jónheiði Nielsdóttur frá Æsustöðum í Eyjafirði, og eiga þau þrjár dæt- ur. Kristín er gift Marteini Krist inssyni rafvirkja, og eiga þau eina dóttur. Hefur Jón látið sér mjög annt um menntun barna sinna, enda eru þau þroskafólk, og barnabörn hans öll eru hin mannvænlegustu. Öðru sinni kvæntist Jón 4. október 1941 Arn- björgu Stefánsdóttur frá Klypps- stað í Loðmundarfirði, og hefur sambúð þeirra einnig verið hin farsælasta. Hún á fjóra syni frá fyrra hjónabandi, og hafa þeir notið ástríkis og umönnunar stjúpa síns eins og hans eigin börn. Gifta Jóns Hafliðasonar hefur verið mikil í einkalífi sem starfi. Hann hefur eignast góðar konur að lífsförunautum, sem verið hafa honum samhentar í margvís legum störfum. Á þessum merku tímamótum í ævi hans, ‘ getur hann því horft yfir gæfusamt og hamingjurikt starf og litið björt um augum til framtíðarinnar í fylgd með sinni ágætu konu. Þakka ég svo Jóni tryggð hans og ágætt samstarf liðinn aldar- fjórðung, og við hjónin bæði árn- um honum, konu hans og fjöl- skyldu allri allrar blessunar í nútíð og framtíð. Ludvig C. Magnússon. Heildarafli af síld HEILDARAFLI á síldveiðunum í Keflavík frá áramótum er orð- inn 3913 tunnur. Línubátar hafa furið 650 róðra og aflað 4065 tonn samtals. Neta- bátar eru fáir enn, eða 6 og hafa aflað 214 tonn í 60 veiðiferðum. Hæstur þeirra er Ólafur KE 49 og hefur hann fengið 80 tonn. Hæstu línubátarnir eru: Fram GK afli 251 tonn í 29 róðrum. Helgi Flóventss. afli 199 tonn í 28 róðwum. Guðfinnur 199 tonn í 30 róðr- um. Manni 199 tonn í 30 róðrum. Kópur 196 tonn í 25 róðrum. Jón Guðmundsson 194 tonn í 29 róðrum. Nonni afli 188 tonn í 29 róðrum. Útflutningur hefur verið með mesta móti í janúar og febrúar eða 14 þúsund tunnur af saltsíld, fiskimjöl um 3 þúsund tonn, frosinn fiskur, saltfiskur, skreið og lýsi um 3 þúsund tonn. Auk þess var skipað hér út f Jökulfell um miðjan febrúar rúm um 28 tonnum af laxi o. fl. Innflutningur hefur numið um 3 þúsund tonnum af salti og se- menti. Flutningskip hafa verið 48 hér í höfninni þessa tvo mánuði. Jón Hjaltalín Hákonarson Minning f. 13. sept. 1937 — d. 26. febr. 1961 I dag er gerð útför Jóns Hjalta lín Hákonarsonar. Allir sem þekktu hann syrgja hann af heil um hug. Er þó mestur harmur kveðinn að foreldrum hans þeim hjónunum Fanneyju Ingólfsdótt ur og Hákoni Hjaltalín Jónssyni málarameistara og bræðrum hans tveim Ingólfi og Gunnari. Um vorið 1941 fluttist ég í í næsta nágrenni við Jón Hjalta lín Hákonarson. Ég kallaði hann reyndar aldrei annað en Jonna eins og aðrir, sem þekktu hann. Jonni var þá tæpra fjögurra ára — ég nýlega orðinn 3ja. Við lék um okkur iðulega saman og urð- úm fljótlega hinir mestu mátar. Eftir því sem árin liðu urðum við æ betri vinir. Við áttum rpörg sameiginleg áhugamál. Var ég oft fljótur að hlaupa yfir til Jonna, þegar ég hafði lært fyrir skól ann. Fengumst við þá oft við margvíslegar smíðar. Jonni var mjög laginn í höndunum, hafði gott verksvit og var hugmynda- ríkur ef því var að skipta. Stundum var stofnað til móta í ýmisskonar íþróttum og reynd um við þá með okkur nokkrir strákar í hverfinu þ.á.m. bræð ur hans. Fór Jonni oft með sigur af hólmi úr þessum mótum. Ef hann tapaði tók hann sigrinum á rétt an hátt — hló aðeins við og lét okkur skilja á sér að hann yrði okkur erfiðari viðureignar næst. Reiði eða öfund var honum víðs fjarri. Árin liðu. Við sögðum skilið við bernskuna en ekki hvor við annan. Við vorum of samrýmdir hver öðrum til þess að skilja. Vinátta okkar var órjúfanleg. Jonni hafði ágæta lund til að bera og var mjög réttsýnn. Hann hélt engu fram nema því, sem hann var sannfærður um að væri rétt. Ef við vorum sitt hvorrar skoðunar var hann jafnan reiðu- búinn að líta á málið frá mínu sjónarmiði. Þannig var jafnan í bróðerni gert út um ágreinings mál, ef einhver voru. Hann lét skynsemina ráða og hana hafði hann í ríkum mæli. Það sem ég sagði við Jonna í trúnaði fór aldrei til neins þriðja manns, enda átti hann i traust mitt óskorað. Ég vissi að vinátta hans var fölskvalaus — hann var ávallt heill í minn garð. Af þessu öllu varð hann mér á- metanlegur vinur. Jonni var mjög dulur að eðlis fari og lét tilfinningar sínar sjald an í ljós. Hann hugsaði mikið en sagði lítið. Framkoma hans var prúð og látlaus. Hann var oft nokkuð gamansamur, enda hafði hann til að bera mjög mikla kímnigáfu. Greiðvikinn var hann með afbrigðum og þegar hann gerði eitthvað fyrir aðra, gerði hann það án þess að telja það eftir og eins vel og hann væri að gera það fyrir sjálfan sig. Jonni var mikill tónlistarunn andi. Hann hafði einnig mikinn áhuga á myndlist og var sérstak lega listrænn í sér. Skömmu fyrir andlát sitt minntist hann á það við mig að sig langaði til að fara í Myndlistaskólann og stakk upp á því, að við færum báðir. Við á- kváðum að gera það, en nokkrum dögum síðar var hann lagður aft ur inn á sjúkrahúsið og þar lézt hann hálfum mánuði síðar. Jonni var mjög vel gefinn og hafði óvenju skýra hugsun. Átti hann því gott með að læra. Hann lauk iðnskólaprófi með góðri 1. einkunn og hinn 23. okt. s.l. lauk hann sveinsprófi í vélvirkjun einnig með góðri 1. einkunn. Hann var mjög langlientur, enda lék allt í höndunum á hon- um, er að smíði laut. Hann hafði ráðgert að fara erlendis á þessu ári og undirbúa sig undir þá i starfsemi, sem hann ætlaði að gera að lífsstarfi sínu. Ég var sannfærður um að hann mundi koma áformum sínum í fram- kvæmd. En hann var stöðvaður á miðri leið. Skömmu eftir að Jonni lauk sveinsprófi veiktist hann af þeim sjúkdómi, stm dró hann til dauða Hann lá í Bæjarsjúkrahúsinu frá 1. des. til 10. jan. s.l. og síðan aftur frá 13.—26. febr., er hann lézt. Hann bar sjúkdóm sinn með einstakri hugprýði og stillingu. Hann vissi að hverju dró, en aldrei féll frá honum æðruorð. Hann vildi hvorki viðurkenna það fyrir sjálfum sér né öðrum að hann væri eitthvað veikur að ráði. Hann var sannkölluð hetja. Blessuð sé minning hans. Helgi Guðmundsson Breytingar- tillögur stjórnar- andstæðinga Hermann Jónasson, Einar öl. geirsson og Þórarinn Þórarinsson hafa borið fram breytingartiL. lögur við þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um lausn fisk veiðideilunnar við Breta. Leggja þeir I fyrsta lagi til, að aftan við tillöguna komi svo_ hljóðandi málsgrein: „Áður en sú heimild (þ. e. til þess að semja við Breta á. grundvelli orðsendingar utan*-íkisráðherra) öðlast gildi, skal þó samn- ingsuppkastið hafa veriffi Iagt undir þjóðaratkvæðagreiðslu og hlotið meirihluta greiddra at- kvæða“. — Þá leggja þeir einnig til, að orðin „viðurkenni óaftur- kallanlega" komi i stað orðanna" falli frá mótmælum sínum“ í 1. tölulið orðsendingarinnar. Þeir bera svo fram 3 breyting- artillögur til viðbótar, þ.á.m. um að ákvæðið um málskot til Al- þjóðadómstólsins verði fellt nið- ur og í staðinn komi svoliljóð- andi orðalag: „samkvæmt íslenzk um lögum og alþjóðarétti“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.