Morgunblaðið - 08.03.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.03.1961, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 8. marz 1961 Svona lið þarf bætta aðstöðu — Við förum út, kom- umst í lokakeppnina og þegar við komum heim, þá verðutr búið að byggja fyrir okkur nýja glæsi- lega íþróttahöll með full- stórum handknattleiks- sal og rúmgóðu áhorf- endasvæði“. Þessi orð mælti Ásbjörn Sigur- Hinn sígTaði gleymir ekki hamingjuóskum. Gunniaugur réttir hinum fræga danska fyrirliða, Per Theilmann höndina að Ieikslokum og óskar honum til hamingju með sigurinn 24:13. Theilmann lék þarna sinn 75. landsleik fyrir Dani — Gunnlaug ur sinn 8. fyrir ísland. Daninn Stenberg flýgur að islenzka markinu og skorar eitt af 24 mörkum Dana móti okkar liði. Sólmundur markvörður hefur rétt út höndina til varnar — án árangurs, að öðru leyti en því að myndin verður skemmtilegri. Ósigur Sviss fyrir Islandi 12:14 gaf íslandi inngöngu i loka- úrslitin, dæmdi Svisslendinga til heimferðar. „Þetta var sann- kallaður sorgarleikur“, sögðu Svisslendingamig, „því við ætluðum okkur að sigra í Wiesbaden“. Sigurinn var aðeins í seilingarfjarlægð frá Svisslendingunum — eins og boltinn á þessari mynd. En ísland náði knettinum og sigrinum. Það er Pétur Antonsson, sem krækir í knöttinn frá Lehmann bezta leikmanni Sviss. örlögin eru óumflýjanleg fyrir Svisslendinga. Ragnar Jónsson flýgur með geysihraða inn i markteig þeirra og innsiglar örlög Sviss í keppninni. Hinum ágæta markverði Sviss, Peter Fáh tókst ekki að verja markið í þetta sinn. jónsSon formaður Handknattleiks sambandsins og aðalfararstjóri ísí. landsliðsins skömmu fyrir förina. Þau voru að sjálfsögðu í gamni sögð en þessu gamni fylgdi nokkur alvara, — alvara sem allir skilja. Og ættu piltarnir sem gert hafa ísl. íþróttir frægar á skammri stund í Þýzkalandi það ekki skil- ið að fá sómasamlegar aðstæður til æfinga og keppni. Þeir hafa sannarlega sýnt með afrekum sín um að ekki má lengur dragast að skapa viðunandi aðstæður hér á landi fyrir þessa grein, sem hæst ber afrekslega hjá okkar þjóð. Jafntefli íslendinga og Tékka s.l. sunnudag gerði íslarjd frægt á einum degi. Um alla Evrópu — og sjálfsagt víðar t. d. í Japan og Brasilíu þar sem handknatt- leikur er mikið iðkaður — birt- ust frásagnir af íslendingum — liðinu sem mest kom á óvart í keppninni, — hinni óþekktu stærð sem skákaði því liðinu sem millj ónir manna trúðu og trúa enn að fari með heimsmeistaratitil- inn með sér heim Íþróttasíðunni bárust í gær myndir frá fyrstu tveim leik- um íslandinganna teknarafHanns Apfel. Baráttan í undanriðlinum var hörð og tvísýn. Misheppn- aður leikur okkar manna gegn Dönum gat orðið liðinu dýrkeypt ur. Og sigurinn yfir Sviss hékk á bláþræði þar sem Sviss hafði þrjú mörk yfir er komið var langt fram í síðari hálfleik. En þá sameinaðist liðið á örlagastund og lék handknattleik eins vel og bezt gerizt meðal reyndustu þjóða í greininni. Þetta var sam- dóma álit allra blaða og sigur- inn yfir Sviss var verðskuldaður þó kæmi á síðustu stundu. Og í aðalkeppninni hafa fs- lendingar sýnt að þeir áttu þangað erindi. Þeir hafa fengið mjög lofsamlega dóma. Þeir þykja fastsæknir, harðir í horn að taka og ákveðnir mjög, hug- myndaríkir, skyttur góðar og það sem mest er um vert — þrátt fyrir allt — nota sér vel stóran völl til að opna vamir góðra liða og ná árangri sem vekur athygli um gervalla Evrópu, svo ekki sé meira sagt. Vart er um annað talað hér heima en góða frammistöðu þessa liðs og er það að vonum. En gleymum henni bara ekki strax aftur. Svona lið þarf bætta að- stöðu og það helzt áður en þessir liðsmenn eru hættir keppni og orðnir gamlir menn. — A. St.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.