Morgunblaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 9. marz 1961 MORGVISBLAÐIÐ 5 4 ? ;igi nlttlí li Reykjavík er orðin það mannmörg borg, að litla at- hygli vekiur þó tveir nýir bæt ist í hópinn. Og þó. Flestir, sem mæta þeim Juan og Bait- asar á förnum vegi, hugsa: — Þessa menn hef ég ekki séð áður. Þetta eru ábyggilega Spánverjar. Hvað skyldu þeir vera að gera hér? Jú, það er alveg rétt, Juan og Baltasar eru Spánverjar, meira að segja bræður. Þeir hittust hér af tilviljun og höfðu þá ekki sézt í þrjú ár. Það hefur áreiðanlega aldrei hvarflað að þeim, þegar þeir, ungir drengir, léku sér í sól- skinimu á Spáni, að á því herr ans ári 1961 myndi íslenzkt regn væta dökkt hár þeirra og rysjótt veðurfar kæla þeirra suðræna blóð. — • — Því hefur verið fleygt, að Spánverjarnir tveir væru listamenn, annar málari, hinn ská.ld. Guðmundur á Mokka frétti það og bauð hinum unga málara að sýna myndir sínar í kaffistofu siniri. Spán- verjinnr var tregur, en eftir að hafa drukkið morgun-, eftir- miðdags- eða kvöldkaffi sitt nokkrum sinnum á þeim stað, ákvað hann að taka tilboði Guðmundar. Fyrir tveim dö.g um voru 24 svartkrítarmynd- ir hengdar upp á veggina í Mokkakaffi og strax fyrsta daginn seldust tvær. Blaða- menn komust á snoðið um þetta, brugðu sér upp á Mokka o.g drukku kaffi með Spánverjunum og ljósmynd- arar tóku af þeim myndir. — • — Baltasar heitir málarinn. Hann nam myndlist í Barce- lona og síðar í Ecole des Beaux Arts í París. Hann hef Juan og Baltasar ur ferðazt víða um Evrópu. og málað mikið, einkum manna- myndir og feirgizt við freskó veggskreytingar. Myndirnar sem hann sýnir á Mokka eru þó allar svartkrítarteikning- ar, margar unnar hér á landi . Juan heitir bróðir hans og leggur stund á norrænu í Há- skóla íslarrds. Hefur hann stundað bókmenntanám bæði í Hollandj og Þýzkalandi. — • — Baltasar sagði í viðtali við Morgunblaðið, að hann hefði alla ævi verið að leita að ein hverju frumlegu. Á eyjunni í norðrinu hefði hann Ioksins furrdið það sem hann leitaði að. Fólkið í Reykjavík og lit- irnir í fjöllunum væri öðru- vísi en annarsstaðar. Þessa tvo mánuði, sem hann hefur dvalið hér, hefði hann unað sér löngum niðri við höfn og málað. í sumar ætlaði hann að ferðast um landið og kynrn- ast landsbyggðinni. Juan lang aði til að gefa út Ijóðabók um ísland og myndi hann skreyta bókina. Hvað um síðustu sýninguna á Mokka? Hvort hans sýniirg myndi vekja eins mikla at- hygli? — Um það vildi Balt- asar ekkert ræða, en sagði að sér fyndist Engilberts mjög skemmtilegur málari. Engil berts og Kjarval væru mestu listameistarar íslands. — • — Að siðustu þakkaði Balt- asar öllum þeim fslendingum. sem hefðu rétt honum vinar- hönd eftir að hann kom t>I lairdsins. Viðræðurnar eru list, þar sem allir eru samkeppendur — Emerson. Menn vantar yfirleitt ekki kraftinn, heldur viljann. — V. Hugo. l*að að hefta frjálsræði viljans er Söfnin Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1,30—4 e.h. Þjóðminjasafnið er opið sunnud., þriðjud,, fimmtud. og laugard. frá kl. 1,30—4 eh. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla túni 2, opið daglega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. Bæjarbókasafn Reykjavikur sími: að gera allt siðgæði að engu. Froude 12308 - Aðalsafnið. Þingholtsstræti 29a MENN 06 = MALEFNI= Fyrir nokkrum dögum kvöddu blaðamenn í Reykja- vík ágætan kunningja, Majór Lawrence A. Keefe, yfirmann upplýsingadeildar varnarliðs- ins. Hann hafði dvalizt hér um eins árs skeið og unnið mjög gagnlegt starf til aukinna gagn kvæmra kynna íslendinga og varnarliðsmanna. Majór Keefe aflaði sér mikilla vinsælda hvar sem hann fór og hefur eignazt mjög stóran kunningja hóp hér á íslandi, enda stóð hann fyrir yfir 100 heimsókn um og fundum Íslendinga og Bandaríkjamanna og hefur starf hans orðið mjög til þess að auka gagnkvæman skiln Ing á viðfangsefnum og vanda málum beggja. Majór Keefe er í bandariska flughernum og tekur nú við störfum á Mc Guire flugstöðinni í New Jersey. Hann kvæntist nokkr um dögum eftir að hann kom vestur um haf og sagði, þegar hann fór, að vonandi yrði þess skammt að bíða, að hann fengi tækifæri til að koma með eiginkonuna til íslands — til að hitta alla íslenzku kunn ingjana, sem hann ætti nú hér. Útlán: Opið 2—10, nema laugard. 2—7 og sunnud. 5—7 Lesstofa: Opin 10—10 nema laugard. 10—7 og sunnud. 2—7. Útibúið Hólmgarði 34: Opið alla virka daga 5—7. Útibúið Hafs vallagötu 16: Opið alla virka daga frá 17.30—19.30. Tæknibókasafn IMSf í Iðnskólahús- inu Skólavörðutorgi er opið virka daga frá kl. 13—12, nema laugardaga kl. 1.30—4 e.h. Bókasafn Dagsbrúnar, Freyjugötu 27, opið föstud. 8—10 e.h., laugard. og sunnud. 4—7 eh. 65 ára er í dag frú Ragnheiður Erlendsdóttir, Hlíðarenda í Fljóts hlíð. Nú til heimilis að Hverfis- götu 108, Reykjavík. 70 ára er í dag frú Guðmundína Þorbjörg Andrésdóttir, Framnes- vegi 46. Pennavinir 14 ára norska stúlku langar til að skrifast á við jafnaldra sinn á íslandi. Safnar frímerkjum. Nafn hennar og heimilisfang er: Berit Knatterud, Nes, Hedmark, Norge. Ibúð 2 herbergi og eldhús ósk- ast til leigu í Vesturbæn- um. Tilb. sendist Mbl. fyrir 14. þ. m. merkt: „Tvennt í heimili — 1778“. Kona í millila’idasiglingum ósk- ar eftir 2 herb. og eldhúsi til leigu 14. maí nk. Uppl. í síma 16440. A T H U G I Ð að borið saman 'ð útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu, en öðium blöðum. — Járnsmið vantar okkur nú þegar. — Bátalón hf. Hafnarfirði Sími 50520. Iðnaðarhúsnæði 20—40 ferm. húsnæði ósk- ast fyrir þrifalegan iðnað, helzt í Hlíðunum (má vera bílskúr). Uppl. í síma 32217. Olíubrennari 3ja lítra óskast til kaups. Uppl. í síma 18723 eftir kl. 7. Heildverzlun óskar að r,á,ða til sín ungan mann til að annast bókhald og gjaldkerastörf. Umsóknir/ er tilgreini menntun og aðrar nauðsynlegai' upplýs- ingar skilist til afgr. Mbl. merktar: „Trúnaðarstarf — 1773“. Trjáviður með afslætti Notaður trjáviður, aðallega 2x4“, í ágætu standi, til sölu með afslætti. — Upplýsingar í Coca-Cola verk- smiðjunni. Verzlun við Luugoveg til sölu með eða án vörulagers. Gott verzlunarpláss og hagstæður leigusamningur. — Upplýsingar í síma 17335. Hafnarfjörður nágrenni Pökkunarstúlkur óskast strax Hraðfrystihúsið Frost h.f. Hafnarfirði — Sími 50165 Óskum eftir umbóðum fyrir Finnland á SílcJarmjöli — Fiskimjöli — Fiskilýsi Vinsamlegast sendið sundurliðuð tilboð yðar til EUROPORT o.y. Ruoholahdenkatu 21 — Helsinki — Finland Stúlka vön saumaskap óskast. — Tilboð með upplýsingum um aldur og fyrri vinnu, sendist afgr. Mbl. fyrir sunnudag, merkt: „Gott kaup — 1797“. IUálfundafélagið ÓÐINN heldur KVIKMYNDASÝNINGU fyrir börn félagsmanna í Tripolibíó, sunnudaginn 12. marz kl. 1,15. — Aðgöngumiðar verða af- hentir föstudaginn 10. marz frá kl. 8,30 til 10 e.h. í Sjálfstæðishúsinu. Nefndin. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.