Morgunblaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 22
22 MORGVFBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. marz 1961 Heimsmeistarakeppnin: Rúmenum spáð sigri ISLENZKA landsliðið í hand knattleik hefur með leikjum u'num í Þýzkalandi vakið á »ér mikla athygli. Þeirra er víða getið á íþróttasíðum blaðanna um Evrópu og allt •r þar á einn veg — að liðið hafi komið mjög á óvart og skapað óvænt úrslit. •k fslendingar mega vel við una. Um leik íslendinga v*ð Svía í fyrrakvöld sesgir Berl- inske Tidende m.a. „fslend- ingarnir sem leikið hafa nokkra ágæta leiki í heims- meistarakeppninni geta verið ánægðir með úrslitin gegn Svíum — þrátt fyrir sigur Svía. Varla hafði dómarinn flautað til leiks fyrr en Dan- ielsson hafði skorað fyrir Svía og Ahrling bætti öðru við 2 min. síðar. Þessi tvö upp hafsmörk höfðu veruleg áhrif á ísl. liðið. ★ Lélegasti leikur Dana. Dönsku blöðin ræða eðlilega mest um leik Dana við Norð- rnenn þetta kvöld, en Danir unnu með 10:9. Blöðin eru nær sammála um >að að þessi leikur hafi verið lélegasti leikur af hálfu Dana um langt árabil. Frábær frammistaða Bent Mortensen í markinu tryggði sigur Dana, Það hefði — segja blöðin — ekki ver ið óréttlátt eftir öllum gangi leiks ins, þó Norðmenn hefðu farið með sigur af hólmi. ár Rúmeniun spáð sigri. Blöðin segja að við Ieik íslendinga og Svía hafi það verið almenn skoðun, að Sviar myndu enn hreppa heimsmeist aratitilinn. Svíar sendu „njósnara" til að horfa á leik Rúmeníu og Þýzkalands. Sá hét Lennart Ring. Hann fer ekki dult með þá skoðun sína eftir að hafa séð leikinn og óvæntan sigur Rúmena yfir Þjóðverjum, að Rúmenar verði heimsmeistar ar að þessu sinni, „Rúmenska liðið sýndi án nokkurs vafa bezta handknattleik sem sézt hefur ennþá í þessari heims- meistarakeppni. Eg á bágt með að trúa því að sænska liðið geti jafnvel þó allir væru i essinu sínu, sigrað Rúmena", segir þessi sænski sérfræðing ur. Sigur Rúmena yfir Þjóðverj um byggðist á mjög fjölbreyti legum leik, glæsilegum lang skotum og Ijónhröðu línu spili. Fimm trésmiÖ- landsliöinu ir i 1 LANDSLIÐINU í hanáknatt- leik, sem nú er í Þýzkalandi eru 13 leikmenn. Ellefu þeirra leika Körfuknattleiks- mót Islands ÍSLANDSMEISTARAMÓT í körfknattleik 1961 hefst 10. apríl 1961. Keppt verður í eftirtöldum flokkum: Meistaraflokki karla, 19 ára og eldri, II. fl. karla, 17 og 18 ára, III. fl. karla, 14, 15 og 16 ára, IV. fl. karla, yngri en 14 ára, M.fl. kvenna 17 ára og eldri, n. fl. kvenna, 16 ára og yngri. Ennfremur verður keppt í I. fi. karla ef næg þátttaka. fæst. Þátttökutilkynningar skulu hafa borizt skrifstofu fþrótta- sambands fslands, Pósthólf 864, Reykjavík, fyrir 12. marz 1961, ásamt upplýsingum um aldur, hæð og þyngd leikmanna í meist araflokki. Enska knattspyrnara 6. umferð ensku bikarkeppninnar fór fram sl. laugardag og urðu úrslit leik- anna þessi: Leicester — Barnley 0:0 Newcastle — Sheffield U. 1:3 Sheffield W. — Bumley 0:0 Sunderland — Tottenham 1:1 Auk þess fóru eftirtaldir leikir fram 1 deildarkeppninni: 1. deild: Aston Villa — Arsenal 2:2 Blackburn — Preston 1:0 Blackpool — Wolverhampton 5:2 Bolton — Cardiff 3:0 Chelsea — Birmingham 3:2 Framh. á bls. 21 Hér er þjálfari franska landsliðsins, Andre Ricard og tveir af beztu leikmönnum þeirra, Moneghetti og Paolini. Ljósm.: H. Apfel. ísland og Frakk- land leika í dag f DAG leika fslendingar sinn siðasta leik í lokariðli heims- meistarakeppninnar. Leikurinn fer fram í smábænum Homberg og nú mæta íslendingar Frökk- um. Eftir daginn í dag fæst end anleg röð þjóða í riðlunum tveim. Eftir er þá aðeins að keppa um lokasætin í keppninni. Efstu lið in í hvorum riðlanna fyrir sig (sennilega Rúmenía og Svíþjóð) leika um heimsmeistaratitilinn. Liðin nr. 2 í hvorum riðli fsenni lega Tékkóslóvakía og Þýzka- land) leika um 3. sætið og það lið sem tapar hlýtur 4. sætið. Liðin sem verða nr. 3 í hvorum riðli (sennilega fsland og Dan mörk) leika um 5 sætið og, það liðið sem tapar hlýtur 6. sætið. Loks leika saman þau lið er reka lestina í hvorum riðli fsenni lega Frakkland og Noregur) um 7. sætið í keppninni og það lið sem tapar hlýtur 8. sætið. ár Leikir Frakka. í ofangreindum spádómum er gert ráð fyrir því, að Svíar vinni Tékka — að ísland vinni Frakka — að Rúmenía nái að minnsta kosti jafntefli gegn Norðmönnum — og að Þjóðverj- ar vinni Dani. Spána um að ísland vinni Frakkland byggjum við fyrst og fremst á heldur lélegum úrslitum Frakka í leikjum sínum til þessa. En þeir leikir eru þessir: Frakkland — Holland 21:11. Frakkland — Þýzkaland 7:21. Frakkland — Svíþjóð 11:15. Frakkland — Tékkar 6:25. í leiknum Frakkland — Svíar geymdu Svíarnir sína beztu menn að því er blöð segja og er tekið tillit til þess varðandi þau úrslit. * Ekki of bjartsýnn. Eigi að síður eru Frakkar góðir handknattleiksmenn. Þeir hafa fengið að mótherj- um í þessari keppni 3 af beztu liðum heims — og kannski er rétt að vera ekki allt of bjartsýnn. hverju sinni en tveir „eiga fri“. En svo einkennilega vill til að 5 af 13 leikmönnum íslands í þessari íþróttagrein eru trésmið ísland Danmörk aftur? Eins og nú standa sakir, bendir allt til þess að íslend ingar og Danir mætist öðru sinni í heimsmeistarakeppn- inni. Danir hafa með sigri yfir Noregi næstum tryggt sér þriðja sætið í sínum riðli, en tæplega má búast við því, að þeir sigri Þjóðverja og hækki um sæti. ísland hefur þegar hlotið 1 stig, og nægir jafntefli við Frakka til að ná þriðja sæti í sínum riðli. Eftir úrslitum annarra leikja má vel ætla ís lendingum sigur yfir Frökk um og þar með öruggt þriðja sæti — möguleikar á öðru ef Svíar vinna Tékka með mjög miklumt mun. En fari all að Iíkum leika fslendingar og Danir um 5. sætið í keppninni — og sá sem tapar hlýtur það sjötta. ir. Þelr eru hér á myndlnn! talcl ir frá vinstri: Hjalti Einarsson, Karl Jóhannsson, Gunnlaugur Hjálmarsson, Erlinguir Þorstein3 son og Sólmundur Jónsson. Það er gaman að því fyrir eina stétt að eiga svo marga vaska fulltrúa £ landsliði. Og satt aS segja minnir þetta einkennilega mikið á svipuð tilfelli í Austur- Evrópu, þar sem heilu iiðin eru starfsmenn einnar og sömu verksmiðju eða annars fyr, irtækis. ( En trésmiðir mega vel við una. Af þessum fimm manna hópi þeirra í landsliði íslands eru 3 sem bezt hafa verið lofaðir fyrir góðan leik ytra. Kannski er engin hliðstæða til á íslandi fyrr eða síðar, en eí svo væri þá væru það sennileg- ast prentarair í knattspyrnulanda liði. Vera má að þeir hafi aldrei orðið svo margir £ landsliði f senn — en þeir koma þá áreiðan lega næstir í röðinni. En hvað um það. Við vonum að þessir smiðir geti einhverju ráð ið um það að „smíðaður“ verði sigur yfir Frakklandi. , .4 Landsflokka- glíman 20. marz Landsflokkaglíman verður háð 20. marz n.k. £ Reykjavík. Keppt verður í þrem þunga- og tveim aldursflokkum. Þátttakend ur tilkynni sig til Lárusar Saló- monssonar fyrir 14. þ.ó. og greini frá í hvaða flokki þeir keppa. — Nefndin. _ ... _ . ... JL ÍSÆNSKA handknáttleiksliðið Heim fcemur í heimsókn hing- að eftir hálfan mánuð. Liðið kemur í boði Vals og er mótið með Svíunum liður í 50 ára af mælishátíð Vals. Heim varð nr. 2 í sænsku meistarakeppn inni sem er nýlokið. Hér er mynd af Agne Svens son, sem er 31 árs gamall fram herji í liðinu. Hann hefur tví- vegis orðið sænskur meistari og tvisvar Ieikið landsleik. Hann stóð sig með afbrlgðum vel í sænsku keppninni og margar raddir blaðanna kröfð ust þess að hann yrði í heims- meistarakeppnisliði Svía. En svo fór því ekkl, en félagi hans Kjell Jarnelius úr framlínu Heim var valinn ásamt mark- verði liðsins í heimsmeistara- keppnisliðið. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.