Morgunblaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 24
Vettvangur Sjá bls. 13. ®r§wjtMaMS> 56. tbl. — Fimmtudagur 9. marz 1961 íþróttir Sjá bls. 22. Þýzki gæzlufanginn fékk frí í gær til að kvænast FJÓÐVERJINN Frank Franken, sem setið hefir í gæzluvarð- haldi í hegningarhúsinu við Skólavörðustíginn, fékk í gær stutt frí, sem hann notaði til þess að leiða heitmey sína fyrir prest, er gaf þau saman í heilagt hjónaband. Ekki einsdæmi. Það er ekkert einsdæmi, að gæzlufangar hafi fengið stutt frí frá gæzluvarðhalds- eða fangels isvist, til þess að ganga í hjóna- band. Mun þetta vera þriðja hjónabandið' sem stofnað er til í Steininum undanfarin þrjú ár. Það er hreint ekki óalgengt að fangar staðfesti ráð sitt hér í Steininum, og setji upp hring, hérna fyrir aftan okkur. Giíting arathafnir hafa þó aldrei verið leyfðar, sagði einn af fangavörð unum í samtali við Mbl. í gær.. fœr leyfi FREIGÁTA ÚR brezka flotanum, HMS Rhyl, sem var með brezk- um togurum útaf Vestfjörðum, fékk í gær leyfi Landhelgis- gæzlunnar, til að sigla inn á Patreksfjörð og taka þar úr tog ara sjúkan mann. Þar sem togarinn og freigátan voru, var ruddaveður og óger- legt að fara á milli skipanna í bát. Togarinn heitir Imperíalist. Búizt var við að skipin kæmu inn á Patreksfjörð um kl. 9 í gærkvöldi. Enn róið upp á væntanlega samn- inga á Bíldudal BÍL.DUDAL, 8. marz. — Fundur var haldinn í Verkalýðsfélaginu hér á Bíldudal í gær. Þar var rætt um kaup- og kjarasamninga sjómanna. Samningur sá sem Alþýðusamband Vestfjarða og fulltrúar útgetrðarmanna á Vest fjörðum höfðu gert með sér, var felldur, en kosin var nefnd til viðræðna við útgerðarmenn á staðnum. Til verkfalls hefur ekki komið í Bíldudal, heldur er róið þaðan upp á væntanlega samn- inga. — Hannes. Ný fram- haldssaga Ný framhaldssaga hefst hér í blaðinu í dag, „Dæturnar vita betur“, eftir Renée Shann í þýðingu Páls Skúlasonar. Þetta er ástarsaga, en þó ekki af alvanalegasta taginu, þar eð hún snýst aðallega um konu, sem vill ekki leyfa ný trúlofaðri einkadóttur sinni að giftast, af hræðslu við, að þá muni maður hennar yfir- gefa hana, ef dóttirin sé ekki Iengur í heimilinu, en sam- komulag þeirra hjóna hefur aldrei verið upp á margra fiska. Þarna á líka fyrrver- aruli unnusta mannsins miklu hlutverki að gegna, og sitt- hvað fleira kemur við sögu, til að flækja málið. En að sjálf sögðu fer allt vel að lokum 1 varðhaldi í 39 daga. Frank Franken mun í gærdag hafa verið búin að sitja í gæzlu varðhaldi í 39 daga alls. Þegar hann hafði setið 20 daga, varð gæzluvarðhaldsvist hans fram- lengd í aðra 20 daga. „Situr hann inni“ eins og það er kallað, að ósk Hamborgarlögreglunnar. Síð degis í gær lá ekkert fyrir um það, hvað gert verði í máli Frank Frankens í dag. Það var um kl. 3 sem einn af bílum rannsóknarlögreglunnar renndi upp að dyrum „Steinsins“ Tveir rannsóknarlögreglumenn voru komnir þangað til að flytja verðandi brúðguma, Frank Frank en, á heimili séra Sigurjóns Þ. Árnasonar, að Auðarstræti 19. Var Franken í dökkum jakka- fötum. Brúðurin var komin á heimili prestsins er Franken kom þang að. Rannsóknarlögreglumennirn- ir fylgdu honum til stofu þar, og tóku sér sæti, meðan séra Sigur jón Þ. Arnason gaf brúðhjónin saman í hjónaband, í annari stofu. Brúður Frankens heitir Ingibjörg Pálmadóttir og er starfsstúlka í fæðingarheimilinu í Kópavogi 24—20 ára gömul. Hún hafði verið í fylgd með nánum ættingjum. Bftir afchöfnina hafði Brank Franken beðizt leyfis um að fá fríið framlengt til þess að drekka kaffi með brúði sinni á einhverjum veitingastað. Um það hafði hann ekki beðið í upp hafi og var því synjað. Varð Franken þvi að kveðja brúði sína við svo búið og í bil rannsóknar lögreglunnar var hann aftur fluttur í „Steininn" og þangað hafði hann komið um kL 3,30 í gærdag. Skotið á hús Vélstjóri á Reykja- fossi drukknaíi AKRANESI, 8. marz: — í fyrrakvöld gerðist sá óvenju legi atburður hér á Akranesi, að Runólf ur Hallfreðsson, skipstjóri og kona hans, Ragn heiður Gísladóttir, Vallholti 19, heyrðu skotið af byssu útil fyrir húsi sínu. ' | Komið var niðamyrkur og sáu þau ekki til mannsins, sem hleypti af skotunum, enl kærðu atvik þetta til lögreglj unnar. Þegar lögreglan fór að rannsaka málið, fann hún för í húsveggnum eftir tvær riffill kúlur. | Ekki hefur hafzt upp á skot manninum enn sem komið er, en hans verður vandlega leit að. —Oddur. ÞAU SVIPLEGU tíðindi gerðust um borð í Reykja- fossi á hafi úti í fyrrakvöld, að fyrsta vélstjóra skipsins tók út af skipinu og drukkn aði. Þetta gerðist þá er skip- ið andæfði mót stormi og hafróti á hafi úti, suðaust- ur af landinu. Einar Sigurjónsson vélstjóri, hafði verið í þjónustu Eimskipa félags íslands í um það bil 20 ár, og fyrir einu ári varð hann fyrsti vélstjóri á Reykjafossi. Fór af honum og störfum hans hið bezta orð. Hann var aðeins 41 árs að aldri. Lætur hann eft- ir sig konu á heimili sínu í Hæðargarði 34, frú Magneu Hall mundsdóttur og 3 böm, telpur 14 og 12 ára og son 5 ára. Faðir hans er Sigurjón Magnússon, bóndi að Hvammi undir Eyja- fjöllum. Sjónarvottar voru ekki að þessu hörmulega slysi og lík Einars vélstjóra fannst ekki. Reykjafoss er væntanlegur til Reykjavíkur í dag. RÁÐSTEFNA forsætisráð1 herra brezku samveldisland-| anna hófst í Lundúnrum í gær. Verða þar að vanda rædd ýmis mál, er varða ein- stök riki samveldisins og sam veldið í heild, auk þess, sem alþjóðamál verða þar til um- ræðu á breiðum grundvelli. — Talið er, að mesta hitamál ráðstefnunnar verði aðild S- Afríku að samveldinu, en að- skilnaðarstefna ríkisstjórnar Verwoerds í kynþáttamálum á litlum vinsældum að fagna. — Má því segja, að hann verði að Iíkindum eins konar „mið- depill“ ráðstefnunnar — og hér er mynd af honum og konu hans, er þau komu til Lundúna. Drengur hætt komínn á áraíausum bát Gullíaxi kemur heim upp úr 20. jbm. Reglubundið flug hefst þá að nýju EINS og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær á Flug- félag íslands nú við örðug- leika að etja í millilanda- fluginu og verður að fella niður nokkrar ferðir í þess- um mánuði. Morgunblaðið hefur aflað sér nánari fregna um mál þetta. Ástæðan til þessara örðugleika félagsins er einkum sú, að Gull- faxi hefur verið nokkuð lengur í viðgerð úti í Bretlandi en ráð- gert var. Flugfélagið verður nú að senda hina Viscount-flugvél sína Hrímfaxa, til Grænlands til að geta staðið við gerða samn- inga um flug þar í landi. Væntanlegur 20 þ.m. * Gullfaxi er væntanlegur heim frá Bretlandi upp úr 20. marz. Þegar hann kemur heim, fer hann aftur í venjulegt utanlands- flug og er þá hægt að gera ráð fyrir að ekki verði frekari tafir á utanlandsflugi félagsins. Árleg skoðun Ráðgert er að Hrímfaxi verði eitthvað áfram við Grænlands- flug eða þar til önnur vél tekur við því, en þá fer hann í árlega skoðun. Þess má að lokum geta, að Flug félagið mun eftir sem áður sjá þeim farþegum sínum fyrir fari, sem ætla til útlanda, enda þótt utanlandsflug félagsins falli nið- ur með eigin flugvélum, þar til Guilfaxi kemur heim upp úr 20. þ.m. SL. ÞRIÐJUDAG var 13 ára drengur hætt kominn á litl- um háti á Eiðisvík. Hvasst var og hríðarmistur annað kastið, en lögreglumönnum og hafnsögumönnum tókst að finna drenginn og bjarga hon um í land. Drengurinn var þá orðinn kaldur og blautur og mjög hræddur, enda gaf á bátinn og þrisvar sinnum lá við að honum hvolfdi. 0 Rak frá landi Drengurinn hafði tekið bát- inn traustataki, ásamt öðrum dreng, við Elliðavog, fyrir neð- an Klett. Hrakningsdrengurinn fór út í bátinn, en hinn ýtti á flot og hugðist síðan stökkva út í hann en missti af honum tak- ið og stóð eftir í fjörunni. Engar árar voru í bátnum og tók hann þegar að reka frá landi. Þegar drengurinn í fjörunni gerði sér ljóst, að félagi hans mundi ekki ná landi án hjálpar, hljóp hann að Kletti og sagði mönnum þar frá atburðinum. Þeir létu lögregluna vita, hvern- ig komið var fyrir drengnum, og hún hafði samband við hafnsögu menn, sem lögðu óðara af stað á hafnsögubát, ásamt tveimur lög regluþjónum, í leit að drengnum. • Misstu sjónir af honum Þetta var í ljósaskiptunum, kl. um 6, og hríðarmistur annað kast ið. Bátinn hafði rekið langt frá landi, meðan þetta gerðist, og erfitt að hafa auga með honum. Lögregluþjónar gátu þó lengst af fylgzt með honum úr landi, en þegar þeir misstu að lokum sjónir af honum, var haft sam- band við menn í áburðarverk- smiðjunni í Gufunesi. Sáu þeir til bátsins í Eiðisvík, sem er sundið milli Viðeyjar og Geldingarness. Hann var langt frá landi, á móts við bryggjuna í Viðey. Leitarmennirnir höfðu Framih. á bls. 23 Heimdallur í kvöld verður í Valhöll við Suðurgötu almenn kaffi- drykkja á vegum Heimdallar, F.U.S. Þar fara fram slit málfunda námskeiðsins, er staðið hefur yfir s.I. mánuð. Birgir Kjaran alþm. mætir á fundinum. All ir Heimdellingar eru velkomn ir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.