Morgunblaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. marz 1961 Venjulegur vinnu- dagur hjá Kennedy FYRIR nokkru fylgdust tveir Ijósmyndarar og fréttaritari frá bandaríska tímaritinu „U. S. News & Report“ með einum vinnuudegi Kennedys forseta. Sömu menn fengu í marz 1958 leyfi til að fylgjast með starfs- degi hjá Eisenhower, þáverandi forseta. í síðasta hefti tímarits þeirra birta þeir grein, sem byggð er á athugunum þeirra, og fer hún hér á eftir í lauslegri þýð- ingu. í inngangsorðum segja þeir, að á þessum degi hafi þeir sannfærzt um, að í Hvíta húsinu ráði nú ungur og ötull forseti, sem hafi þegar traust tak á stjórn sem þetta ritar, minnist þess, að þegar hann var að tala við Eisenhower á sínum tíma, fannst honum eðlilegast að standa eins og hermaður í réttstöðu. Kennedy bauð hins vegar sæti, svo að ekkert var eðlilegre en halla sér aftur 'í stólnum «g rabba sam- an. Kennedy er sjálfur mjög blátt áfram og óþvingaður í fram- göngu, og er sýnt um að koma viðmælendum sínum í gott og ró legt skap. Honum virðist aldrei liggja neitt á og hefur það fyrir sið að fylgja þeim, sem eru að fara frá honum, fram í næstu starfsmanna í Hvíta húsnins. Með þessu er þó alls ekki sagt, að Kennedy sé óaðgengilegur. Þenn- an dag hleypti O’Donell 35 ein- staklingum inn til hans. Síminn glumdi allan liðlangan daginn. Yfir 100 manns hringdu, en Kennedy svaraði ekki nema sex persónulega. Sjálfur hringdi hann sex sinnum, einu sinni einkalega, en fimm sinnum til ráðherra. Kennedy tekur oft skjótar ákvarðanir um mikilsverð mál- efni í símanum. O’Donell skrifar hjá sér skilaboð frá fjölmörgum þeirra, sem hringja, og réttir for Kennedy hvílist andartak í skrifstofu sinni. setanum, þegar hann kemur því við. Því er sagt, að starf hans sé tvíþætt: Hann er bæði færi- band og „stuðpúði". O’Donell var fyrsti maðurinn, sem fór inn til Kenngdys þennan dag, og til þess er ætlazt, að hann líti inn til forsetans, þegar hann er einn. Þetta var 14 stunda vinnudagur, eins og flestir aðrir, og O’Donell dvaldist samtals 56 mínútur inni hjá Kennedy. Gestir forsetans Þennan dag fékkst Kennedy við flestar tegundir vandamála, sem fyrir embætti hans eru lögð, ýmist með beinum viðtölum, sím tölum, bréfaskriftum, lestri eða fyrirmælum til ritara. Málin snertu flest utanríkismál, örðug- leika innanlands og almenn stjórnmál. Tveir menn, sem æ ber meira á við ákvarðanir Bandaríkja- stjórnar í alþjóðamálum, MoGeorge Bundy og Walt W. Rostow, ræddu við forsetann um klukkutíma. Umræðuefnið var næsti fundur Öryggisráðsins, Kongó, Kúba og Laos. Einnig ræddu þeir hugmynd Kennedys um að þjóðum, sem kommúnistar ógna verði kenndur nútíma skæruhernaður. Síðar um daginn átti Bundy aðrar viðræður við Kennedy ásamt Adolph A. Berle og tveim- ur sérfræðingum um málefni Suð ur-Ameríku. Kennedy hafði frétt að þessir menn ætluðu að komS saman þennan dag, og ósk- aði eftir að taka þátt í umræðun- um. Á hádegi kom John G. Diefen- baker, forsætiSráðherra Kanada, í heimsókn og dvaldist til kl. 2:45. Áður hafði Kennedy átt 42 mínútna samtal við ambassador Bandaríkjanna í Ottawa um kanadísk mál, auk þess sem hann hafði lesið mikið um kanadísk velinum, og gangi af einlægum áhuga og ákafa til starfs. Kl. 9:25 mánudagsmorguninn 20. febr. lenti John F. Kennedy forseti í þyrilvængju á grasvell- inum við Hvíta húsið. Hann var að koma frá Glen Ora, jörðinni, sem hann hefur tekið á leigu x Virginíu, en þar hafði hann dvalizt daginn áður. — Nýr vinnudagur var hafinn. Starfsemin í skrifstofum forsetans iðar allt af starfsfjöri. Þar er einnig þægilegt andrúmsloft, sem ber vott um óþvinguð og óformleg samskipti, en á það skorti mik- ið á undanförnum árum. Eisen- hower hætti stundum við að vera lítið eitt fráhrindandi, jafnvel þótt hann væri vingjarnlegur í viðmóti. Lítið atvik skýrir þetta. Sá, skrifstofur og kynna þá fyrir starfsfólki sínu. Þegar hann kveð- ur, leggur hann höndina á öxl gestsins, og allt er þetta svo eðli- legt og tilgerðarlaust, að flestum finnst þeir hafa eignazt nýjan vin, þegar þeir yfirgefa hann. Stundataflan Allir forsetar hafa einhvern meðal starfsliðs síns, sem skipar vinnutíma þeirra niður, ákveður, hverjir fái leyfti til að hitta þá að máli eða tala við þá í síma. Sá, sem undirbýr stundatöflu Kennedys heitir Kenneth O’Don- ell. Hann er vingjarnlegur en ákveðinn, og skrifstofa hans, sem er hið hliðina á skrifstofu Kenne- dys, er kölluð taugamiðstöð Hvíta hússins. O’Donell verður daglega að neita tugum manna um viðtal við forsetann og senda þá í þess stað á fund ráðherra, ráðgjafa eða Kennedy kynnir gesti sína venjulega fyrir starfsfólki Hvíta hússins. Talið frá vinstri: George Ball, aðstoðar-fjármálaráð- herra, Thorkil Kristensen, framkvstj. Efnahagssamvinnu- stofnunar Evrópu, Kennedy, Rivhard N. Goodwin, aðsloðar- maður hinnar sérstönu ráðgjafanefndar Kennedys. Áður en Kennedy fer heim um kvöldið, fær hann siðustu fréttir hjá Pierre Salinger, blaðafulltrúa Hvíta hússins. Undir hendinni hefur Kennedy „heimaverkefni“, nýútkomin þing- tíðindi. — efni, þ. á. m. kynnt sér langa skýrslu frá utanríkisráðuneytinu. Ambassadorinn og Dean Rusk, utanríkisráðherrann, voru við- staddir mestallan tímann. Rætt var um vandamál í sambúð Bandaríkjanna og Kanada, verzl anarmál, Atlantshafsbandalagið næsti fundur öryggisráðsins, og afvopnunarmálin. Að lokum þekktist Kennedys boð Diefen- bakers um að koma til Kanada í júní og ávarpa þingið. Thorkil Kristensen, fyrrv. ráð- herra í Danmörku, sem nú er framkvæmdastjóri Efnahagssam vinnustofnunar Evrópu, átti 30 mínútna samtal við Kennedy. Þótt ráðstefnur séu stundum ekki lengri en þetta, þarf langan und- irbúning undir þær engu að síður, því að Kennedy vill hafa lesið allt, sem að gagni má koma við væntanlegar viðræður, og ráðg- ast við sérfræðinga i hverju ein- stöku máli. Hermálafulltrúi Kenndys, Chester V. Clinton, kom tvívegis á fund forsetans. Hann hafði með ferðist margvísleg leyniskjöl, m. a. ný landabréf, sem sýndu aðstöðuna í Kongó og Laos. Kennedy hafði áður séð ágrip og útdrætti margra skjalanna, en hafði beðið um að sjá frumrit skýrslnanna í upphaflegri mynd, milli um starfshætti Eisenhow- erstjórnarinnar og stjórnar Kennedys, en flestir telja þetta einn greinilegasta muninn. Þennan dag ræddi Kennedy við Arthur J. Goldberg, verkalýðs- málaráðherra, um verkfall flug- virkja, við fjármálaráðherrann, Douglas Dillon við bróður sinn, Róbert F. Kennedy, sem er dóms- málaráðherra, Og Robert S. McNamara, varnarmálaráðherra. Hann ræddi um póstmál við Olin D. Johnston, öldungadeildar?ing- mann frá Suður-Karólínu, sem er formaður póstmálanefndar deildarinnar, og þegar hann hitti stjórnmálamann einn frá Massac- husetts af tilviljun í nálægri skrif stofu, bauð hann honum þegar inn til-sín og ræddi við hann um stjórnmál í 23 mínútur. Þær mín- útur voru helgaðar öðru verkefni á stundatöflunni, en það varð að bíða kvöldsins. Slíkar viðræður við stjórn- málmenn hefðu ekki getað átt sér stað, meðan Eisenhower var forseti. Hann forðaðist að ræða bandarísk stjórnmál af fremsta megni en Kennedy segist bein- línis hafa yndi af þeim og álítur þau engu ómerkari öðrum mál- um málum. Þá ræddi hann nokkrum sinn- um við blaðaíuUtrúa sinn, Pieiie Kennedy ræðir við John G. Diefenbaker, forsætisráðherra Kanada. Diefenbaker bauð Kennedy til Kanada. Hann tók boðinu samstundis, og verður Kanadaferð hans fyrsta för hans til annarra landa, síðan hann var kjörinn forseti. Búizt er við, að hann ávarpi kanadíska þjóðþingið í júní. óstytt. Venjulega hafnar hann ágripum, en vill fá ýtarlegar skýrslur, þar sem öll smáatriði eru dregin fram. Þetta er þver- öfugt við það, sem Eisenhower vildi. Hann kaus helzt að skýrsl- urnar væru samþjappaðar og stuttar. Eisenhower krafðist þess einnig af starfsmönnum sínum, eftir að hvert vandamál hafði verið rætt og rannsakað ofan í kjölinn, að þeir legðu fyrir sig uppkast að úrlausn eða ákvörðun, sem hann gæti síðan samþykkt, breytt eða hafnað. Aðferð Kennedys er ger- ólík. Þegar hann hefur athugað málið vandlega frá öllum hlið- um, tekur hann sína eigin ákvörð un. — Margt er það, sem ber á Salinger, Lyndon B. Johnson, varaforseta, en ekki nema einu sinni þennan dag við einn helzta ráðgjafa sinn, Theodore C. Soren sen, sem hann treystir mjög vel. Ritstörf 20. febr. hafði Kennedy 49 mínútur að nokkru til eigin um- ráða. Þeim varði hann að mestu til að lesa skýrslur, minnisatriði og bréf fyrir einkartara sínum, frú Evelyn M. Lincoln. Kennedy les afar hratt fyrir, stundum án nokkurs hlés, og tókst honum að ljúka við 25 bréf og skjöl þennan dag. Eins og kunnugt er, hefur Kennedy skrifað tværebaetsöiu- Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.