Morgunblaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAfílÐ Fimmtudagur 9. marz 1961 Trúin á málstað Islands mun Þróuri alþjéðalaga mun veita strandríkjum ótvíræðan rétt til landgrunnsins HÉR FARA á eftir nokkrir kaflar úr ræðu Jóhanns Haf- stéin á Alþingi í gær við 2. umræðu um landhelgismálið', Jóhann er framsögumaður meiri hluta utanríkismálanefnd ar — og vék hann í ræðu sinni mjög ýtarlega að helztu deiluatriðum, sem verið hafa uppistaða í málflutningi stjórnarandstæðinga í umræðum málsins. Herra forseti. 2. umræða þessa máls hefur nú staðið nærri í heilan sólarhring eða samfellt í 23 klukkustundir. Af þessum langa umræðutíma hafa stjórnarandstæðingar notað nærri 20V2 klukkustund. Ég hefi furðað mig nokkuð á framkomu þeirra. Það er eins og ræðu- flutningur þeirra sé eins konar Maraþonhlaup milli þm. komm- únista og Framsóknar. Til þess að lengja ræðurnar sem mest hafa þessir þm. gripið til þess að lesa langa kafla úr eldri og yngri ræðum og greinum annarra ffianna, svo oft og iðulega hefur engu verið líkara en búið væri að taka allt annað mál á dagskrá heldur en hér liggur fyrir og er til umr. Ég held, að hv. 1. þm. Norðl. vestra Skúli Guðmunds- son, hafi nú á vissan hátt metið í upplestrinum, þar, sem hann fór mjög samvizkusamlega í gegnum allmörg eintök af blað- inu Ingólfi frá 1908. Hins vegar hefur hv. 4. þm. Austf. Lúðvík Jósefsson glæsilegt met í Mara- þonkeppninni með þriggja og 'hálfrar stunda ræðu. Svo var það hv. 4. landsk. Hannibal Valdi- marsson sem „sló öll met“, eins og hans var von og vísa, þegar hann í nótt sem leið tók sér varð- stöðu hér í ræðustólnum, en neitaði þó að tala. Og neitaði að öðru leyti að hlýða 'hæstv. forseta Sþ. og með þeim afleið- ingum, að Alþingi var ekki leng- ur starfhæft og varð að slita fundi. Þó að hv. stjórnarandstæð ingar hafi talið sig þurfa að nota þennan ótrúlega l.anga ræðutíma er þó mála sannast. að það er auðvelt í stuttu máli að hrekja þær efnislegu mótbárur, sem gegn þessu máli hafa verið flutt ar. Þær hafa þeir allir endur- tekið hver á fætur öðrum, stund- um með nákvæmlega sama orða. lagi, stundum líti'sháttar mun. Allt aðfengna efnið, og stundum guðs-bakkarverð gamansemi hjá einstöku stjómarandstæðingum, er í raun og veru það eina, sem aðgreint hefur þessa maraþon umræður og mér er nær að halda, að ef þessar 20 tíma ræð- ur væru spilaðar í belg og biðu af segulbandinu, að menn myndu halda, að þetta væri allt ein ræða, ein og sama langlokan, að- eins eins og gömul grammófón- plata, sem er orðin það skemmd, að hún hjakkar áfram, spilar aft ur og aftur sömu orðin og sömu setningarnar. Ekkert réttindaafsal Eg vil leyfa mér hér fyrst í stað að fara nokkrum almennum orðum um veigamikil atriði þessa máls,- sem blandazt hafa inn í umr. án þess nokkuð sér- staklega að víkja að einstökum þm. í því sambandi. Það hefur verið mikið talað um réttindaaf- sal og allþjóðalög og alþjóðarétt í þessum umr. Nú vildi ég leyfa mér að spyrja, getur það verið réttindaafsal að afsala sér því, sem ekki á stoð í lögum eða rétti? Það er það tæpast, en það getur verið afsal, en þá afsal einhvers annars heldur en rétt- inda, t. d. getur hinn sterkari gagnvart hinum veikari afsalað sér möguleikanum og aðstöðunni til valdbeitingar, ólöglegar vald- beitingar, eins og Bretar gera með því samkomulagi, sem hér um að ræða. íslendingar hafa ekki „fallið frá rétti sínum um einhliða aðgerðir til breytinga á fiskveiðilandhelgi sinni um ald- ur og ævi og segir orðrétt í nál. hv. 2. minni hl. utanrmn." En þetta orðalag hefur verið tekið upp næstum því orðrétt af flest- öllum ef ekki öllum þeim mörgu ræðumönnum stjórnarandstöð- unnar, sem hafa talað. Hv. 3. þm. Reykv. Einar Olgeirsson má hafa ánægjuna af því að hafa gefið þarna tóninn, verið forrfáðari í þessum efnum. Það er svo fjarri því, að rétti okkar til einhliða út- færsiu hafi verið afsalað hér, að rétturinn er þvert á móti áréttaður, sbr. niðurlag orð- sendingar hæstv. utanrrh. á þskj. 428, þar sem því er sleg- ið föstu, að fsiendingar munu halda á.fram að vinna að fram kvæmd ályktunar Alþ. frá 5. maí 1959 varðandi útfærslu fiskveiðilögsögunnrar. íslendingar veita virðulegt fordæmi En hitt er rétt, að við afsölum okkur að færa út fiskveiðilögsög- una með þeim hætti, sem ekki á stoð í lögum og rétti, það er alþjóðarétti og islenzkum lög- um. Það er rétt. Að þessu vék ég í framsöguræðu minni og sagði m. a. um það þó, að það væri aðeins eitt atriði, sem við íslend- ingar skuldbundum okkur til um alla framtíð með því samkomu- lagi sem ráðgert er til lausnar fiskveiðideilunni við Breta, það að gera ekki róðstafanir, sem samkvæmt dómi alþjóðadóm- stólsins brjóti í bága við alþjóða- lög og rétt. Og ég spurði þá og ég spyr enn, hvort einhver hv. þm. mundi óska, að slíkar skuld- bindingar væru tímabundnar af okkar íslendinga hálfu? Þetta er hið eina svokaliaða „ok“, eins og það heitir á máli stjórnarandstöðunnar, sem við stuðningsmenm þessa má.ls viljum leggja á íslenzku þjóðina með þessu máli. Við teljum það ekki aðeins sóma fyrir hina litlu íslenzku þjóð, heldur fordæmi öðrum þjóð- um, sem íslendingar geta ver- ið stoltir af, að vera þess reiðubúnir að leggja ágrein- ing okkar við aðrar þjóðir undir dómsúrskurð Alþjóða- dómstólsins, þessa hlutlausa dómstóls, sem er ein af megin- stoðum og aðalstofnunrum Sameinuðu þjóðanna. Málsvari höfuðlögskipana heimsins Það hefur verið rætt nokkuð um alþjóðadómstólinn í þessum umr., en mér hefur fundizt á því, sem fram hefur komið, að mörgum hv. þm. veiti ekki af nokkurri fræðslu fram yfir það, sem þeir virðast hafa haft um þennan dómstól. Það er talað um, að dómstóllinn sé fyrst og fremst eða hljóti að vera mjög íhaldssamur. Dómstóllinn sé meira og minna undir áhrifa- valdi stórveldanna, það sé í raun og veru stórveldadómstóil, Jóhann Hafstein sem hér sé um að ræða. Þessu fer alls fjarri. Ég vil leyfa mér með leyfi hæstv. forseta að vitna hér í nokkur atriði úr samþykkt um alþjóðadómstólsins, til þess að menn geri sér grein yrir til hvers kyns dómstóll hér er ver- ið að tala um, að vísað verði til úrskurðar ágreiningsmáli á milli þjóða. Það er sagt svo i stofnskránni, að dómstóllinn skuli skipaður óháðum dómendum. Eigi skiptir þjóðerni þeirra máli, enda skulu þeir vera vammlausir menn og búnir þeim kostum, sem heimt- aðir eru í landi hvers þeirra um sig til skipunar í æðstu lögfræði embætti eða vera viðurkenndir sérfræðingar í þjóðarrétti. í þess um dómi sitja 15 dómendur, enda megi engir tveir þeirra vera þegnar sama ríkis. Það er allsherjarþing hinna Samein- uðu þjóða og öryggisráðið, sem velja dómendurna úr mönnum, sem dómaranefndir hvers ríkis í fasta gerðardómnum í Haag hafa tilnefnt. Samkvæmt G. gr. er mælzt til þess að sérhver dómara- nefnd ráðfæri sig við æðsta dómstól sinn, lagadeildir sín- ar og lagaskóla og háskóla sína og deildir alþjóðahá- skóla, þar sem laganám er stundað, áður en hún tilnefn- ir dómaraefnin. Allsherjar- þing hinna sameinuðu þjóða og öryggisráðið skulú hvovt öðru óháð vinna að kjöri dóm- errdanna, en samkvæmt 9. gr. ■ segir svo, að þegar velja skal dómendur, skulu kjósendur jafnan bæði gæta þess, að dómaraefnin séu hvert um sig búin þeim kostum. sem kraf- izt er og einnig, að tryggt sé, að í dóminum í heild sinni verði málsvarar höfuðmenn- ingartegunda og höfuðlög skipana heimsins. Dómara- efni, sem algeran meirj liluta atkv. hafa hlotið á þingi Sam einuðu þjóðanna og í öryggis- ráðinu skal velja kjörna, en um atkvgr. og það bið ég hv. þm. um að taka eftir, um atkvgr. í öryggisráðinu er svo mælt, að engan mun skal gera á. atkv. fastra eða lausra með- lima bess, þannig að stórveld- in hafa í þessu sambandi enga sérstöðu fram yfir önnur ríki, þegar velja á dómend- urna og bessir dómendur eru valdir til 9 ára og enginn þeirra má gegna nokkru starfi í bágu framkvæmdavalds eða sfJómmála né heldur taka þátt í nokkurri atvinnu og þess’ dómur skal stöðugt vera starfsskvldur rrema í dómleyf um, enda kveður dómurinn á um það, hvenær leyfi skuli vera og hversu löng. Hlutlaus og virðulegur dómstóll Að vera reiðubúinn til þess að leggja ágreining við annað ríki undir úrskurð Alþjóðadómstóls- ins, er kallað hér í sölum hv. Alþ. „réttindaafsal um aldur og ævi‘. Þannig hafa stjórnarand- stæðingar tjáð sig hver af öðr- um og hv. 1. þm. Norðl. eystra, Karl Kristjánsson, komst m. a. svo undarlega að orði í gær, að með samkomulagi við Breta um skuldbindingar af beggja hálfu, til þess að leggja ágreining ríkj- anna um áframhaldandi útfærslu fiskveiðilögsögu við ísland und- ir úrskurð þessa dóms, hefðu „Bretar náð nýlendu taki á ís- iendingum“. (Hér greip Karl fram í og sagðist bara hafa sagt ,.nokkurs konar" nýlendutaki!). Ég skal viðurkenna, að það er stigmunur á því, en að mínu áliti enginn eðlismunur að taka á sig skuldbindingu í eitt skipti fyrir öll að hlíta dómsúrskurði Alþjóðadómstólsins eða taka að. eins ákvörðun um það hverju sinni, begar ágreiningur er ris- inn. Rikisstjórn fslands, undir forsæti Framsóknarflokksins hafði frumkvæði að því 1953 að vilja leggja ágreining okkar við Breta þá um 4 mílna landhelgina undir úrskurð Alþjóðadómstóls- ins. Það er enginn eðlismunur á þéssari skuldbindinu og þeirri^ sem hér er um að ræða samkv. samkomulaginu, aðeins stigmun. ur, eins og ég vék að áðan. Það var töluvert talað um það í gær, að þau væru lág- kúruleg sjónarmið okkar, sem fylgjum þessu samkomulagi og um það vil ég aðeins segja þetta: að bað þarf meiri trú á málstað íslands meiri mann dóm og kjark og minni tæki- færissiona til þess í eitt skioti fyrir öll að þora og vilja skjóta máli sínu til Albjóða- dómstólsins, enf meta það hverju sinni, þegar ágrein- ingur er risinn. Er stjórnarandstaðan trúlaus á málstað íslands Ég skal nú með nokkrum orð- um víkja að ýmsum einsökum atriðum og fullyrðingum sem fram hafa komið um efni þessa máls í ræðum stjórnarandstæð- inga, þó að það geti aldrei tæm- andi orðið etir allar þessar löngu ræður. Hv. 1. þm. V-Nnrðh. Skúli Guðmurrdsson sagði: Ef þetta samkomulag verður staðfest, fá Bretar sama rétt og íslend- ingar til landgrunnsins um- hverfis fsland. Hvað kemur til, að menn segja slíkt? Er það vegna þess að hv. stjórn- arandstaða sé algerlega trú laus á. málstað fslands, á ár- angur þeirrar brautseigu bar át*u, sem fslendingar hafa háð á alþjóðavettvangi allt frá setoingu Iandgrunnslag- anna frá 1948 á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, á tveim ur Genfarráðstefnum, I Evrópuráði, innan efnaha.gs stofnunar Evrópu, OEEC, í Norðurlandaráði og við margs konar einstök tækifæri á. al- þióðavettvangi fyrir því að öðlast og ná viðurkermingu annarra á rétti strandríkis til landgrunosins og alveg sér staklega fslands á stöplinum, sem landið hvílir á? Hefur það alveg farið fram hjá hv. stjórnarandstæðingum, hin öra þróun síðari ára á al- þjóðavettvangi, sem öll stefn- ir að bví, að þessi réttur strandríkis öðlist viðurkenn- ingu. Sá, sem í dag se.gir, að með bví að vilja skjóta ágrein insri um frekari útfærslu fisk- veiðilögsögunmar en nú er til alþjóðadómstóls, sé verið aff gefa Bretum sama rétt og is- lendingum til landgrunnsins, hann hefur ekki trú á mál- stað íslands. En fslendingar hafa sótt mikið áleiðis á und-. anförnum áratug til þess aff skapa sér viðurkenningu og öðlast rétt á þessu sviði. Árans;ur af baráttu Islendinga Það var vitnað í bað hér I umræðunum að alþjóðalaga- nefndin hefði á sínum tíma gert tillögur um staðfestingu þeirra alþjóðareglna, að strandríki ætti landgrunnið, botninn og það, sem undir botninum væri, en. ekki hafið yfir landgrunninu og þetta sýndi, hvað við værum skammt á veg komnir. Það væri vegna þess að stórveldin og ýms. ir aðrir hefðu olíuturna margar mílur á haf út til þess að virkm olíu úr botninum og önnur verff mæti þar, en af því að þau hir'u ekkert um eða hefðu ekki að- stöðu til að hagnast á fiskigöng- unum í hafinu yfir landgrunn. inu, þá ætti að undanskilja það. Það voru á árinu 1953 uppi til- lögur um þetta í alþjóðalasa- nefndinni. íslendingar börðust ásamt öðrum þjóðum mjög hart gegn þessum skilningi og þessi skilningur albjóðlegu laganefnd- arinnar hefur verið laður til hliðar. En þvert á móti hafa ver- ið gerðar alþjóðlegar samþykkt- ir, sem lengra og lengra ganga í því að viðurkenna sérstakan rétt strandríkis yfir landrunninu Genfarráðstefnunum , 1958 og hafinu yfir landgrunninu. Á 1959 voru gerðar mjög merkar ályktanir í þessu sambandi. Á báðum þessum ráðstefnum lövðu fslendingar til, að þar sem þjóð byggir afkomu sína á fiskveið. um meðfram ströndum bæri strandríkinu sérstaða umfram hin almennu fiskveiðitakmörk, enda skyldi ágreiningur borinn undir gerðardóm. Þessar tillö"ur hafa fram að bessu verið felM- ar. Þær hafa hins vegar notið mikils. og vaxandi stuðnings og þetta er það sem koma skgl og kemur fyrr en varir, a. m. k. pð áliti þeirra manna, sem hafa trú á málstað okkar fslendir-'a vegna hinnar fuilkomnu s°r» stöðu okkar í sambandi við fisk. veiðar. Einhliða ákvörðunarréttur strandríkis Á Genfartiiðstefnu 195«, var samþykktur samnip'-r um verndun fiskimiffa út>' "s ins og ísland undirrit-ffi hannr. En bar er gert ráð f^r- ir því, að þegar sérstak,--'a stendur á og samningaviðræff ur við hlutaðeiprandi ríki hafa ekkj borið árangur. geti strandríki ákveðið einhliða verndarráðstafanir. þetta var sambykkt og hlaut gildi sem albjóðalagaregla. Á þessari |ráðstefnu var einnig samþ. ályktun, þar sem mælt var með því, að hlutaðeigandl þjóðir hefðu samvinrru um aff tryggja forgangsrétt stran'V ríkis, þegar nauðsynlegt værl að gera ráðstafanir gegn of- veiði. í báðum þessum tilfell. um r gert rá.ff fyrir því, aff gerffardómur fjalli um mál, sem út af þessum samþykkt- um kynnu aff rísa. Það er sjaldan, að herforingi, enda þótt hann stýri fræknu liði og hafi sterka vígstöðu, vinni sig ur, ef hann skortir sigurviss- una, trúna á málstaðinnr fyr ir fram og það er óþarfi fyrir okkur íslendinga aff skorta trúna á okkar málstað. Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.