Morgunblaðið - 12.03.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.03.1961, Blaðsíða 23
Sunnudagur 12. marz 1961 MORGVJSBJ/AÐIÐ 23 — Bændahöllin Framh. af bls. 8 Veitingasalur og 4 fundarsalir 1 Á 2. hæð að norðan verður aðal veitingasalur hússins. Hann tek- ur yfir 500 fermetra og nær yfir alla bogabygginguna og nyrsta ihluta aðalbygingarinnar. Um mið ■bik 2. hæðar verða 4 fundar- salir, einn stór og þrír minni, en hægt verður að sameina þá alla í einn sal. Þessir salir verða not- aðir fyrir aðalfundi Stéttarsam bandsins. Syðst á 2. hæð er gert ráð fyrir 4 nokkuð stórum skrif- stofuherberg j um. Hótel Þriðja hæð hússins verður aðai skrifstofuhæð fyrir búnaðarsam- tökin í landinu. Næstu 4 hæðir eru allar jafn stórar, um 1000 fermetrar. Á 4. 'hæð verða um 30 skrifstofuherbergi eins og á þeirri þriðju. Gert er ráð fyrir að leigja 4. hæð fyrst um sinn. Fimmta og 6. hæð eru hvort tveggja hótelhæðir, og verða 30 ihótelherbergi á hvorri. Sjöunda hæðin er nokkuð minni, um 700 fermetrar rúmlega, þar sem hún er inndregin. Þar verða einnig 39 gistiherbergi og svalir með hverju þeirra. Gistiherbergi verða þá alls 90, 60 tveggja xnanna 'herbergi og 30 eins xnanns. Hverju herbergi fylgir snyrtiherbergi með baðkeri eða steypubaði. Áttunda hæðin er rúmlcga 400 fermetrar. Þar á að vera veitingasalur fyrir 100 manns, ásamt lítilli setustofu, eld húsi og snyrtiherbergjum. Þar eru og lyftuhúsin, herbergi fyrir loftræstingarkerfi o. fl. Kjallart í kjallara hússins að norðan- verðu gert ráð fyrir að verði hárgreiðslustofa, rakarastofa og gufubaðstofa. Þar á að vera stór fatageymsla og einnig er þar stórt ketilhús með 2 stórum miðstöðv- arkötlum. Símamiðstöð og Herrarykfrakkar ný- komnir í úrvali. Stuttir, Hálfsíðir, Síðir. MARTEINI LAUGAVEG 31 spennustöð er í kjallaranum og geymsluherb. fyrir hótelrekstur og búðir í byggingunni. f húsinu eru 3 stiga- og lyftuhús, en lyft- urnar eru 5. Við anddyri verða tvær sjálfvirkar og samhliða lyftur, sem ganga frá 1. hæð og upp á 8. hæð. f miðju hússins eru stigahús með 2 vöru- og matarlyftum. Við þær er stigi, sem nær frá kjallara upp á 8. hæð. Stigahús er eldtraust og því einnig ætlað til öryggis. Syðst í húsinu er stigahús og gengur lyfta frá kjallara á 7. hæð, sem er ásamt stigagangi í sam- bandi við fundarsali og skrif- stofur á 2. hæð. Á 1. 2. og 8. hæð verða sam- felldir gluggar á þrjá vegu. Út- sýni frá veitingarsalnum, sem er í 20 metra hæð frá jörðu, verður því hið ákjósanlegasta, þar sem engar byggingar skyggja á. Húsið verður væntanlega full- gert eftir tvö ár. Um 20 milljónir króna hafa þegar runnið til bygg- ingarinnar, eða um 500 krónur á rúmmetra. Megin hluti fjárins er frá bændasamtökunum kominn. Ný sókn kommúiiista í Laos Vientiane, 11. marz (Reuter) HER Pathet Lao og komm- únista hefur byrjað nýja stórsókn eftir þjóðveginum frá Luang Prabang í áttina til Vientiane. Tókst þessum hersveitum vinstrisinna að vinna hug á hersveitum hægrimanna í helzta virki þeirra, Moung Kassy. Her hægrimanna hefur látið undan síga. Fréttirnar af þessari sókn kommúnista kemur daginn eft- ir að tilkynnt var að stjórn hægrisinna hefði náð samkomu- lagi við Souvanna Phouma, foringja hlutleysingja, um myndun nýrrar stjórnar. Óttast menn nú að samkomulag það kunni að fara út um þúfur, vegna þessarar nýju hættu. Her vinstrimanna stefnir nú að bænum Vang Vieng. Flug- vélar stjórnarinnar 1 Vientiane eru nú teknar að annast stöð- uga flutninga á vopnum og vist- um til þessa bæjar og búast menn við örlagaríkri orustu við hann á næstunni. Útvarpsstöð kommúnistastjórn arinnar í Norður-Vietnam seg- ir, að kommúnistaherinn í Laos hafi unnið mikilvægan sigur nýlega, fellt eða sært um 300 hermenn í liði hægri stjórnar- innar. Vöruflutniiigar AKRANBS, 11. marz. — f gær kom hingað vélskipið Baldur frá Dalvík og lestar tómar síld- artunnur til Vestmannaeyja. Að því búnu mun Baldur flytja á vegum varnarliðsins ýmsar vör- ur frá Reykjavík og Njarðvík, þar á meðal tvo bíla til Horna- fjarðar og Langaness. Auk þess vörur til Verktaka, m. a. tíu tonna kranabíl. — Blygöunarleysi Framh. af bls. 3 inn nákvæmlega í byrjun svo að lagið fór nokkuð hátt. En þeir Guðmundur Símonarson, Jón Guðmundsson og Ingi- mundur létu sér hvergi bregða en sungu lagið fullum hálsi og af þeim kynngikrafti að ferða fólkið um borð var furðu lost- ið. Ég gæti trúað, að þetta væru ein hraustlegustu söng- átök, sem ég man eftir. — Að síðustu langar mig til að spyrja þig Hallur, hvort þú hyggist halda lengi áfram að syngja ef heilsan lofar? — Ég þarf eiginlega að vera í Dómkirkjukórnum þangað til 1963, en þá er ég búinn að vera þar í 50 ár, segir þessi söngglaði unglingur að lolt- um. — vig. Yfirlýsing f SAMBANDI við grein er birtist í Vikutíðindum í dag um útgáfu Passíusálmanna, sem Menningar sjóður fól Líthóprent að fram- kvæma, vil ég taka það fram, að Menningarsjóður, Hörður Ágústs son og ég undirrituð berum enga ábyrgð á þessum skrifum. Það sem blaðið segir um pappírinn er rétt, en ég var í alla staði ánægð með prentunina á teikningunum. Kópavogi, 10. marz 1961. Barbara Árnason. Opef Caravan Vil kaupa Opel Caravan 1955—6, milliliðalaust. Þarf að vera í góðu lagi. Útborgun kr. 40 þús. Öruggar mánðargreiðslur. Tilboð sendist Mbl. fyrir þriðjudags kvöld merkt: „Opel Caravan — 86“. Verzlunarhúsnæði við Laugaveg ásamt mjög góðu geymsluplássi til leigu. ÁSBJÖRN ÓLAFSSON, heildverzlun Grettisgötu 2 — Sími 24440. Simirstöðin Sætuni 4 Seljum allar tegundir £if smurolíu. Seljum frostlög og Lqui-Moly. Fljót og góða afgreiðsla. — Sími 16227. 5-6 herb. íbúð \ óskast til leigu í vor eða fyrri part sumars. Upplýsingar í síma 35231. Þrjú dauðsföll VALDASTÖÐUM 9. marz. — Þrjú dauðsföll hafa borið að hér í sveitinni nú með nokkurra daga millibili. Fyrst andaðist Guðrún Magnúsdóttir frá Eyjum. (aust- urbæ.) Hún var fædd 3. maí 1897. Dóttir hjónanna Margrétar Jónsdóttur og Magnúsar Ólafs- sonar, sem lengi bjuggu í Eyjum. Guðrún giftist ekki. Hún dvald- ist alla ævi með foreldrum sín- um og systkinum. Guðrún var vel látin af þeim, sem höfðu af henni veruleg kynni. Einstaklega barngóð, mikill skepnuvinur, og dugmikill til verka, á meðan heilsan leyfði. Önnur var Lilja Guðnadóttir, frá Eyjum (vesturbæ.) f. 4. apríl 1913, dóttir hjónanna, Guðrúnar Hansd. Stephensen, og Guðna Guðnasonar, og bjuggu þau lengi í Eyjum. Lilja var að upp- lagi vel gerð stúlka, en naut sín ekki vegna langvarandi sjúk'- leika, svo að árum skipti. Og varð hún þá langdvölum að vera að heiman vegna þess. Þriðji í röðinni var Jón Bjarna son frá Sandi Hann var fæddur 5. októbar 1874. Sonur Kristinar Guðmundsdóttur og Bjarna Hall dórssonar á Sandi. Kona Jóns var Guðrún Guðna • dóttir frá Eyjum, en hún andað- ist fyrir allmörgum árum. Bjuggu þau allmörg ár á Sandi. Eignuðust þau 3 börn, 2 dætur og 1 son, en hann andaðist á bezta aldri hinn mesti efnismað- ur. En dætur þeirra búa hér í sveitinni. Guðrún á Möðruvöll- um, en Kristín á Vindási. Jón frá Sandi, var góður og gegn bóndi Gerði allmiklar umbætuir á jörð sinni. Bæði að húsabótum og ræktun. Jón var veill á heilsu allmörg hin síðari ár ævinnar. Tók þá við búi Oddur Jónsson uppeldis- sonur Jóns. Jón var greindur í betra lagi, las mikið og virtist hafa gott minni af svo fullorðn- um manni. Verður útför hans gerð á laugardaginn kemur, 11. þessa mánaðar. — Kúba Frh. á bls. 23 an ‘ sjálfur áhrifamikla varnar- ræðu. Hann lýsti því yfir að hann væri saklaus. Sagðist 'hann aldrei hafa tekið þátt í neinni gagn byltingarstarfsemi. Ef dómstóll- inn dæmdi hann sekann kvaðst hann hinsvegar vera reiðubúinn að ganga óstuddur fram fyrir af- tökusveitina. Það þyrfti ekki að binda klút um augu sín. • Stuttur frestur Allir hinir ákærðu voru fundn- ir sekir. Morgan og einn Kúbu- mannanna að nafni Jesu Carrer- as voru dæmdri til dauða. Hinir átta voru hver um sig dæmdir í 30 ára fangelsi. Sakborningarnir fengu frest í einn sólarhring til að ákveða hvort þeir vilja áfrýja dóminum til Hæstaréttar Kúbu. Hafi þeir ekki tekið slíka ákvörð- un verða þeir leiddir fyrir aftöku sveit og skotnir eftir einn til tvo daga. Dóttir okkar JÓNA ARNÓRSDÓTTIR lézt í Amsterdam 10. þ.m. — Jarðarförin auglýst síðar. Málfríður Halldórsdóttir, Arnór Stígsson, Isafirði. Móðir okkar ÞÓRA EIRlKSDÓTTIR sem andaðist 7. marz, verður jarðsett þriðjudaginn 14. marz kl. 2 frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði. — Blóm vinsamlega afþökkuð Guðlaug Magnúsdóttir, Guðrún E. Magnúsdóttir Konan mín, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR andaðist í Landspítalanum 8. þ.m. — Jarðarförin hefur farið fram. — Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð. Árni Skúlason Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir JÓN BJÖRNSSON trésmiður frá Ljótsstöðum andaðist að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, föstu- daginn 10. marz. Pálína G. Pálsdóttir, börn og tengdaböm Innilega þakka ég samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför dóttur minnar LILJU GUÐNADÓTTUR Guðni Guðnason, Eyjum, Kjós Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför GUÐRÍÐAR GUÐLAUGSDÓTTUR frá Hóli. Aðstandendur. Hugheilar þakkir sendum við öllum, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför sonar okkar og bróður JÓNS HJALTALBNS HÁKONARSONAR Fanney Ingólfsdóttir, Hákon Hjaltalín Jónsson, Ingólfur Hjaltalín, Gunnar Hjaltalín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.