Morgunblaðið - 14.03.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.03.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐiÐ Þriðjudagur 14. marz 1961 ttttMðMfc Utg.: H.f Arvakur. Reykjavlk. Fran'kvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Árni Öla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. VOPNIN SLEGIN ÚR HÖNDUM BREZKRA TOGARAMANNA ¥>rezkir togaramenn hafa látið ófriðlega út af sam- komulaginu í landhelgismál- inu. Hafa þeir haft í hótun- um um að beita hefndarráð- stþfunum gegn ríkisstjórn sinni og íslendingum, er þeir hefja landanir fisks í brezkum höfnum. Fregnir hafa nú borizt af því að yfirmenn á togurun- um hóti verkfalli og hygg- ist þannig knýja togaraeig- endur, sem ráða yfir lönd- unaraðstöðu í Bretlandi til að hindra landanir úr ís- lenzkum skipum. Vitað var að hinir ofstækis- fyllstu í röðum brezku tog- aramannanna mundu nota sér hverja átyllu til að reyna að koma af stað illindum. Fundu þeir það svo út, að í samkomulaginu milli Breta og íslendinga væri ekkert ákvæði um sakaruppgjöf þeirra Breta, sem brotlegir hafa gerzt síðan uppgjöf saka var veitt í fyrra. Þarna þóttust þeir háfa komizt í feitt því að auðvelt væri að nota ótta brezkra togara- manna við íslenzku land- helgisgæzluna til að æsa þá til óhæfuverka. En um sama leyti og brezkir togaramenn voru að gera þessar samþykktir, þá voru vopnin slegin úr hönd- um þeirra. íslenzka ríkis- stjórnin ákvað í' samræmi við fyrri uppgjöf saka og vegna lausnar landhelgis- deilunnar að gefa einnig upp sakir þeim, sem brot- legir hafa gerzt undanfarna mánuði. Er þegar komið í ljós að þetta var hin skyn- samlegasta ráðstöfun, því að einmitt þetta atriði hugðust óróaseggir í röðum brezkra togaramanna hagnýta sér. Spurning er nú aðeins um viðbrögð þeirra íslendinga, sem um fram allt vilja við- halda ófriði. Hver verður af- staða kommúnista og fram- sóknarmanna til þessarar ákvörðunar? Því svara þeir sjálfir og deili þeir á þessa ákvörðun þá dæma þeir sig líka sjálfir. EKKERT UM UTANRÍKISMÁL Ijað vekur athygli þegar * samþykkt miðstjórnar- fundar framsóknarmanna sem haldinn var í febrúar loksins er birt, að þar er hvergi einu orði minnzt á utanríkismálastefnu flokks- ins. Fram að þessu hefur Framsóknarflokkurinn lýst yfir stuðningi við Atlants- hafsbandalagið og samstarf lýðræðisþjóðanna, en nú er ekkert orð í þá átt. Vera má að sá hluti yfir- lýsingarinnar sé óbirtur, þótt þess sé ekki getið í Tím anum, og er það von okkar, því að vissulega væri það mikið áfall, ef ágreiningur- inn um utanríkismálastefn- una væri orðinn svo mikill innan þessa flokks, að hann treysti sér ekki til að -segja neitt um hana. í rauninni má segja að ákveðin samtök geti naumast kallazt stjórnmálaflokkur, ef þau ekki treysta sér til að hafa einhverja stefnu í utan- ríkismálum. Ef sú tilgáta er rétt, að þessi fundur Fram- sóknarflokksins hafi ekki getað komizt að neinni nið- urstöðu um utanríkismál, má í rauninni segja að Fram- sóknarflokkurinn hafi dæmt sig úr leik í íslenzku stjórn- málalífi. Og uggvænlegt er það, þegar einn af ritstjór- um Tímans, ásamt frambjóð- anda Framsóknarflokksins og einum mes'ta áhrifamanni í höfuðborginni, eru farnir að tala á fundum, sem komm- únistar boða til í nafni svo- nefndra „samtaka hernáms- andstæðinga". í tilefni af þessu hvoru tveggja, að ekkert er birt um utanríkismál í ályktuninni og tveir af helztu leiðtogum Framsóknarflokksins tala á vegum kommúnista, þá leyf- um við okkur að spyrja: Hver er stefna Framsóknar- flokksins í utanríkismálum? FRAMSÓKNAR- FLOKKURINN STYÐUR ALMENN INGSHLUTA- FÉLÖG ¥ ályktun frá miðstjórnar- fundi Framsóknarflokks- ins, er lýst yfir stuðningi við „hlutafélagsfyrirtæki sem bjóða almenningí hlutabréf Fréttir frá Sameinulu Þióðunum! Efling efnahags Afríkuríkjanna * Efnahagsnefnd S.Þ. fyrir Afríku hélt nýlega ársfund sinn í Addis Abeba, höfuðborg Eþiópíu. Ritari nefndarinnar, Mekki Abbas, lét svo um mælt við þetta tækifæri, að vaxandi alþjóðahjálp hefði verið mikl- vægasta þróunin í Afríku á síðasta ári. En til þess að not- færa sér þessa hjálp jafnvel og hægt væri yrðu stjórnir Afríkuríkjanna að undirbúa áætlanir og gera jafnhliða ráð stafanir, sem miðuðu að heil- brigðri efna'hagsþróun, sagði Abbas. Efnahagsnefndin hefur því lagt megináherzlu á að stuðla að gerð efnahagsáætl- ana og þjálfa hina innfæddu á því sviði. Abbas hélt áfram og sagði, að Afríkuríki hefðu aukið gjaldeyristekjur sínar sára- lítið eftir að afturkippurinn kom í efnahagslífið 1958 — og innbyrðis verzlun Afríkulanda sín til kaups“ og lagt til að gerðar verði „nauðsynlegar breytingar á skatta- og fé- lagslöggjöf til þess að al-^ menningur sjái sér hag í aðf’ ávaxta fé sitt í framleiðslu- fyrirtækjum“. Menn hljóta að gleðjast yfir þessari yfirlýsingu Framsóknarflokksins, og gera sér vonir um að í þessu mikilvæga málefni beri lýð- ræðisflokkarnir gæfu til að standa saman, þó að þeir deili á öðrum sviðum. — Stjórnarflokkarnir hafa boð- að frekari breytingar á skattalöggjöf, en á síðasta þingi var sköttum einstakl- inga breytt en frestað að leiðrétta skattgreiðslur at- vinnuf yrirtækja. Með þessari flokkssam- þykkt framsóknarmanna, lýsa þeir yfir stuðningi við eina hina mikilvægustu breytingu, sem gera þarf á skatta- og félagsmálalöggjöf, þ.e.a.s. að gera beina þátt- töku almennings í atvinnu- rekstri eftirsóknarverða. Framsóknarflokkurinn hef- ur áður lýst stuðningi við þá hugmynd, að íslendingar færu svipaðar leiðir og aðr- ar þjóðir og leyfðu erlendu fjármagni að starfa hér á landi. Vitnar flokkurinn nú til samþykkta sinna í því efni, en leggur áherzlu á að rækilega verði um hnútana búið, ef til þess kemur að er- lent fjármagn komi til ís- lands. Einnig í þessu efni hafa lýðræðisflokkarnir mjög svipaða stefnu og eiga að taka höndum saman um að hrinda nauðsynlegum laga- breytingum í framkvæmd. væri enn það lítil, að uggvæn- legt teldist. Hin einstöku Afríkuríki verzla mestmegnis við „móðurlandið" (og þau sem nýlega hafa hlotið sjálf- stæði, við fyrrverandi „móður land“). Ársfundurinn var haldinn í nýbyggðu þriggja hæða húsi, sem ber nafnið „Africa Hall“. Haile Selassie vígði það, en þarna mun framvegis verða að setur Efnahagsnefndarinnar fyrir Afríku. Á öðrum degi fundarins gekk sendinefnd Marokko út í mótmælaskyni við þá sam- þykkt fundarins (með 23 atkv. gegn 4), að mæla með því við Efnahags- og félagslagsmála- ráð Sf>, að nýja Vestur-Afríku ríkið Mauritania fengi inn- göngu 1 Efnahagsnefndina. Marokko viðurkennir ekki sjálfstæði Mauritania en held- ur því fram, að landið sé frá fornu fari hluti af Marokko. Ríkin þrjú, sem greiddu at- kvæði með Marokko í þessu máli, voru Arabíska sambands lýðveldið, Libya og Sudan, en fulltrúar Ghana, Mali og Túnis sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. í stuttu máli Norðurlöndin eru í hópi mestu blaðaútgáfuþjóða heims — miðað við fólksfjölda. Síð- asta UNESCO-útgáfan af „Basic Facts and Figures“,sýn ir að Bretar eru fremstir i flokki. Þar koma út 573 dag- blaðaeintök á hverja 1000 íbúa til jafnaðar. Næst er Svíþjóð með 464 eintök, síðan Luxem- burg 429, Finnland 420, ísland 389, Noregur 368, Danmörk 357, V-Þýzkaland 300, Sviss 296, Holland 264, Frakkland 246 og írland 235. Alþjóða opíum ráðið hefur nú gefið skýrslu um starfsem ina árið 1960. Höfuðverkefni ráðsins hefur frá upphafi ver ið að hafa umsjón með hinni löglegu opíumframleiðslu og tryggja, að opíum sé einungis notuð á löglegan hátt. Þessi löglega framleiðsla var árið 1959 svipuð notkuninni og er það í fyrsta sinn síðan 1953, að ekki þurfti að taka af vara- birgðunum. Á* þessu tímabili voru þarfirnar jafnan meiri en framleiðslan. Árið 1959 voru hins vegar framleidd 860 tonn. Ráðinu hefur smám saman ver ið falin umsjón með fleiri deyfilyfjum og á síðustu 10 árum hefur þeim fjölgað úr 17 í 74. T Þýzki stóriðjuhöldurinn Hein rich Thyssen og kona hans eru nú í Lundúnum, til þess að sjá hvernig fer um málverk þau, sem hann hefur láwað „The National Gallery“. Meðal þeirra ertu t.d. myndir eftir Hals, Holbein og Goya. Mynd irnar eru alls metnar á 6.500. 000 sterlingspund eða um 690 millj. ísl. króna. Hér sjást hjón in á leið til málverkasafnsius. Þau hafa numið staðar hjá götumálara til að gefa honum skilding. Langafi Heinrichs Thyssen átti litla járnsmiðju, en afi hans lagði grundvöllinn að auð og veldi ættarinnar. Hann hafði upphaflega 7 menn í smiðju sinni, en 1914 voru þeir orðnlr 60.000. Hann hafði til að bera sjaldgæfa skipulags- og fjármálagáfu, sem haldizt hefur í ættinni. Faðir Hein- richs stýrði fyrirtækinu af miklum krafti. Hann gekk í nazistaflokkinn, en sagði sig úr honum 1934 og gerðist hon- um andvígur. Það varð honum dýrt, og 1939 neyddist hann til að flýja Iand. Nazistar náðu honum 1940 í Frakklandi, og sat hann í þrælkunarbúðum fram til ársins 1945. Engu að síður hlaut hann dóm fyrir að hafa verið nazisti á tímabili, og 15% eigna hans voru gerð upptæk. Hann gerði algera endurskipulagningu á fyrir- tækinu eftir stríðið, og nú er talið, að fyrirtækið hafi aldrei verið stærra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.